Morgunblaðið - 11.04.2003, Page 23

Morgunblaðið - 11.04.2003, Page 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 23 FJÓRIR Akureyr- ingar halda til Dan- merkur í dag en um helgina taka þeir þátt, sem gest- ir, í ópinberri landskeppni Dana og Svía í krullu (curling). Hér- lendis er þessi íþróttagrein ein- ungis stunduð á Akureyri og er æft í Skautahöllinni. Tveir þeirra sem halda utan, Gísli Kristinsson og Jón Hansen, eru ný- krýndir Íslands- meistarar í krullu en keppni á mótinu lauk í vikunni. Gísli og Jón tilheyra liði Víkinga en með þeim til Danmerk- ur fara tveir fé- lagar úr Görp- unum, þeir Hallgrímur Vals- son og Ágúst Hilm- arsson og saman mynda þeir lið um helgina. Þeir félagar sögðu að lengi hefði staðið til að halda í keppnisferð og að nú væri langþráður draumur að verða að veruleika. Ýmsir mögu- leikar hefðu verið til skoðunar en að þessi ferð til Danmerkur hefði komið upp í hendurnar á þeim. Keppendurnir frá Danmörku og Svíþjóð eru áhugamenn eins og Ak- ureyringarnir og þeir bíða spenntir eftir því að sjá hvar þeir standa gagnvart keppinautum sínum. Keppnin fer fram í „alvöru curling- höll“ eins og þeir félagar orðuðu það, í Taarnby í útjaðri Kaup- mannahafnar. Krulla hefur verið stunduð á Ak- ureyri til fjölda ára en eftir að Skautahöllin reis fóru menn að æfa íþróttina af alvöru. Þeir félagar sögðu að töluverð ferðamennska væri í tengslum við þessa íþrótt og að helgarmót væru haldin víða um heim. Sjálfir hafa þeir orðið varir við áhuga fólks á að koma til Ak- ureyrar og spila. Þó spili að- stöðuleysi þar inn í, því ekki sé það sama að spila í Skautahöll og sér- hönnuðu húsi fyrir þessa íþrótta- grein. Gísli sagði að íþróttin væri á upp- leið alls staðar í Evrópu. Tvívegis hefur verið keppt í íþróttinni á vetrarólympíuleikum og þá var hún sýningargrein á leikunum í Lille- hammer í Noregi. Ísland varð aðili að alþjóðlega curling-sambandinu árið 1993, þá sem 25. þjóð. Gísli sagði að Ísland hefði átt stóran þátt í að íþróttin komst inn á Ólympíu- leikana, því til þess að eiga mögu- leika á því á sínum tíma þurftu að vera 25 þjóðir í alþjóðasambandinu. Fimm lið frá Akureyri tóku þátt í Íslandsmótinu að þessu sinni en Gísli sagði að Reykvíkingar ætluðu að hefja æfingar næsta haust og því gæti liðunum átt eftir að fjölga í kjölfarið. Akureyringar keppa í krullu í Danmörku Ágúst Hilmarsson, Jón Hansen, Gísli Kristinsson og Hallgrímur Valsson á æfingu í Skautahöllinni. Morgunblaðið/Kristján KEPPNI á Skíðamóti Íslands hófst í Hlíðarfjalli í gær með sprettgöngu og setning mótsins fór fram í Ket- ilhúsinu í gærkvöld. Tæplega 100 keppendur eru skráðir til leiks, sem er svipaður fjöldi keppenda og á landsmótinu á Dalvík í fyrra. Mótið er haldið við mjög erfiðar aðstæður að þessu sinni, vegna snjóleysis og hefur þegar þurft að gera smávægi- legar breytingar á áður boðaðri dag- skrá. Hermann Sigtryggsson, fyrr- um íþróttafulltrúi á Akureyri og leikstjóri göngukeppninnar, hefur verið viðloðandi mótahald á Akur- eyri frá árinu 1947 og hann sagðist á blaðamannafundi í gær, aldrei hafa upplifað jafnerfiðar aðstæður og nú. Keppni í alpagreinum fer fram í Strýtu og keppni í göngu ofan Stór- hæðar. Keppni í stórsvigi kvenna hefst kl. 10 í dag en keppni í karla- flokki kl. 11.15. Keppni í göngu hefst kl. 16 og verður gengið með frjálsi aðferð í kvennaflokki, karla- flokki og í flokki pilta 17–19 ára. Mótshaldarar áskilja sér þó rétt til breytinga vegna aðstæðna í fjallinu. Ráðgert er að keppni í svigi kvenna hefjist kl. 10 á morgun, laugardag og í karlaflokki kl. 11. Keppni í göngu með hefðbundinni aðferð hefst einnig kl. 10 í fyrramálið. Á sunnudag hefst keppni í stórsvigi karla og kvenna kl. 10 og keppni í boðgöngu karla og kvenna kl. 11. Keppni í alpagreinum er jafnframt liður í FIS-mótum og samhliða Ís- landsmótinu verður keppt í göngu í flokkum 35–49 og 50 ára eldri. Eins og að vera með hitablásara á snjóinn Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður skíðastaða í Hlíðarfjalli, sagði að snjólaust væri neðan við Strýtu en að hægt væri að skíða á mjög afmörkuðu svæði þar fyrir of- an. Hann sagði að á þriðjudag hefði verið tæplega 15 stiga hiti í fjallinu, 12 stiga hiti á miðvikudag og um 10 stiga í gær. „Með tilheyrandi hvass- viðri er þetta eins og vera með hita- blásara á snjóinn,“ sagði Guðmund- ur Karl. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hefur þrátt fyrir allt verið opið í 43 daga í vetur en Guðmundur Karl sagði að þar hefði nánast ekkert snjóað frá því í byrjun febrúar. Morgunblaðið/Kristján Harpa Rut Heimisdóttir frá Dalvík verður í eldlínunni á Skíðamóti Íslands. Hún sigraði í svigi á landsmótinu í Hlíðarfjalli fyrir tveimur árum en náði ekki að verja titilinn á heimavelli á Dalvík í fyrra. Þar stal Dagný Linda Krist- jánsdóttir frá Akureyri senunni og hún er einnig mætt til leiks að þessu sinni. Skíðalandsmót haldið við erfiðar aðstæður Kristján Pétur Sigurðsson opnar myndlistarsýningu á Café Karól- ínu á morgun, laugardaginn 12. apríl, kl. 15.30. Sýningin ber yf- irskriftina: Tónfræði fyrir byrj- endur og samanstendur af lág- myndum unnum í tré og á striga með blandaðri tækni. Þetta er fjórða myndlistarsýning Kristjáns Péturs á Karólínu og oftar en ekki hefur viðfangsefnið haft eitthvað með tónlist að gera enda Kristjáni hugleikin. Örlítið húllumhæ verður á slaginu 15.30 þar sem Kristján Pétur mun flytja nokkur tóndæmi af innlendum og erlendum toga og svara spurningum um myndverkin. Samfylkingin í Norðaust- urkjördæmi boðar til umræðu- fundar um íþrótta- og æskulýðs- mál á kosningaskrifstofu flokksins, Brekkugötu 1, á morgun, laug- ardaginn 12. apríl, frá kl. 10–12. Gestir fundarins eru Ellert B. Schram, Kristján L. Möller alþing- ismaður, Þorgerður Jóna Þorgils- dóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í áfengis- og vímuvarnanefnd Ak- ureyrarbæjar, og Sigrún Stef- ánsdóttir, fulltrúi Samfylking- arinnar í íþrótta- og tómstunda- ráði. Tólf listamenn, félagar í Samlag- inu, listhúsi Listagilinu Akureyri, munu sýna á kaffihúsum víða um land í sumar. Fyrsta sýningin verður opnuð í kaffihúsinu Bláu könnunni á Akureyri á morgun, laugardaginn 12 apríl. Félagar í Samlaginu eru allir búsettir á Norðurlandi og vinna þau í leir, tré, textíl og myndlist. Stefán Tryggvason, bóndi er gestur á laugardagsfundi hjá Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði á Akureyri á morgun, 12. apr- íl. Stefán ræðir vítt og breitt um stöðu íslensks landbúnaðar, mögu- leika og framtíðarsýn. Fundurinn hefst kl. 11 í kosningamiðstöðin í Hafnarstræti 94. Á MORGUN Skákfélag Akureyrar heldur 15 mínútna mót í kvöld, föstu- dagskvöldið 11. apríl, kl. 20. Að venju er teflt í Íþróttahöllinni og eru allir velkomnir. Í DAG Skákfélag Akureyrar heldur þrjú mót nú um helgina og segja má að þar verði eitthvað fyrir alla. Á föstu- dagskvöld kl. 20 heldur félagið 15 mínútna mót og er það opið öllum. Daginn eftir, á laugardag, heldur fé- lagið svo Hraðskákmót Akureyrar í yngri flokkum. Taflmennskan hefst kl. 13.30 og er mótið opið öllum 15 ára og yngri. Helginni lýkur svo með 10 mínútna móti fyrir 45 ára og eldri á sunnudagskvöldið kl. 20. Að venju er teflt í Íþróttahöllinni. Á NÆSTUNNI DEILDARSTJÓRN Akureyr- ardeildar Kaupfélags Eyfirð- inga svf. tilkynnti á deildar- fundi nýlega þá ákvörðun stjórnarinnar að leggja þremur félagasamtökum lið með fjár- stuðningi. Lionsklúbbnum Vitaðsgjafa í Eyjafjarðarsveit, vegna gerðar púttvallar við Kristnesspítala. Foreldrafélagi langveikra barna, vegna verkefna á fé- lagssvæðinu og Stígamótum, vegna opnunar þjónustu á Ak- ureyri. Til ráðstöfunar voru 700 þúsund krónur, sem skiptast jafnt á þessi félagasamtök. Þetta kemur fram á heimasíðu KEA. Styrkir til félaga- samtaka www.islandia.is/~heilsuhorn Yucca SENDUM Í PÓSTKRÖFU Bætir ristilstarfsemi Minnkar eymsli í liðamótum Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889. Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is Kynnum OROBLU vorvörurnar í dag frá kl. 13-17 í Lyf og heilsu Austurveri, á morgun frá kl. 12-16 í Lyf og heilsu Kringlu. Glæsilegur kaupauki ef keypt er tvennt frá Oroblu. Kaupauki einnig í Lyf og heilsu Hamraborg og Fjarðarkaupum í dag. Ný sending  Kápur  Jakkar  Hörfatnaður  Bolir  Jakkapeysur  Buxur  Samkvæmisfatnaður Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Verið velkomin. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.