Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 25 FJÖLSKYLDUR frá 9 heimilum í Hvítársíðuhreppi í Borgarfirði héldu kynningarfund um nýjasta áhuga- mál sitt, „Vistvernd í verki“, um síð- ustu helgi og buðu til sín íbúum í ná- grenninu. Fjölskyldurnar hafa myndað visthópinn „Grænu síðuna“ sem starfað hefur frá því í janúar sl. Verkefnið er alþjóðlegt umhverf- isverkefni undir umsjá Landverndar og hafa um 300 fjölskyldur á Íslandi tekið þátt í því. Heimilin vinna sam- an að því að verða meðvitaðri um hvernig hægt er að gera umgengni við umhverfi sitt vistvænni og nýta náttúruauðlindir betur. Fjölskyld- urnar unnu með stuðningi leiðbein- enda og með hliðsjón af handbók þar sem tekin eru fyrir viðfangsefnin sorp, orka, samgöngur, innkaup og vatn. Þetta er gert með einföldum og átakalitlum breytingum sem þó draga ekki úr lífsgæðum. Hópurinn hittist reglulega til að bera saman bækur sínar. Grunnhugmyndin er sú að með smáum skrefum sé hægt að koma miklu áleiðis. Engin formúla er til að fara eftir, en hver og einn endur- skoðar sinn lífsstíl með hliðsjón af uppástungum í handbókinni. Ávinn- ingurinn fyrir heimilið verður þá bæði sparnaður í vinnu og pening- um, auk þess sem félagsleg ánægja fæst með samvinnu. Fólk sagðist vera almennt meðvitaðra um þessa hluti eftir hópstarfið, en sú athuga- semd kom þó að e.t.v. væru það þeir meðvituðu sem frekar færu í svona hópa. Hugmyndin felst jafnframt í því að breiða boðskapinn út eins og gert var á þessum lokafundi verkefn- isins. Athuga umbúðir og orkunotkun Fólk sagðist vera farið að taka meira eftir óhóflegum matvöruum- búðum í verslunum, átta sig á óþarfa orkunotkun, takmarka notkun þvottaefnis og jafnvel nota trefja- klúta. Tvær fjölskyldur eru t.d. farn- ar að sameinast um dagblöðin. Sum heimilin eru með safnkassa fyrir líf- rænan úrgang, en aðrir töldu það ekki nauðsynlegt í dreifbýlinu, að það gæti verið nóg að grafa holu. Víða eru einnig dýr sem éta afganga. Með því að flokka sorp og endurnýta minnkar sorpflutningur talsvert sem sést strax þegar fjölskyldurnar mæla magnið. Sparnaður við breytt aksturslag og samnýtingu ferða er einnig mældur. Fram kom að fólk hefði e.t.v. verið meðvitaðra um þetta í dreifbýlinu vegna langra vegalengda með ruslið. Við innkaup eru umhverfismerki á vörum höfð í huga og keyptar stærri einingar og fjölnota fram yfir ein- nota. Umgengni við vatnið er einnig orðin að umhugsunarefni. Sums staðar er of mikið af því en annars staðar of lítið. Komið var inn á að verja þyrfti vatnsbólin fyrir mengun, en mávur og svartbakur eru farnir að sjást í uppsveitum nú til dags. Þessi stefna virðist einnig ná athygli barnanna, þau yngri hafa t.d. gaman af að flokka rusl í mislitar fötur. Tillaga um þetta samstarf kom fram á kvenfélagsfundi og var síðan leitað til hreppsnefndar um stuðn- ing. Í þessu litla sveitarfélagi telst þetta vera yfir helmingur íbúanna sem að öllum líkindum er heimsmet. Í sveitarfélaginu er ekki Staðar- dagskrárfulltrúi en Ólöf Guðmunds- dóttir leiðbeindi þeim og kom hópn- um af stað. Frá Landvernd kom einnig á fundinn Þóra Bryndís Þór- isdóttir. Tengiliður í sveitarfélaginu er Kristín Þ. Halldórsdóttir í Fljóts- tungu. Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Rögnvaldur og Hrefna Þorbjarnarbörn á bænum Háafelli hella kaffikorgi í safnkassa heimilisins. „Græna síðan“ vist- væn í Hvítársíðu Reykholt EGILL Freysteinsson bóndi í Vagn- brekku er hér að gangsetja bát sinn. Hann er að fara á netin. Með í för eruhundar hans tveir. Þeir láta sig ekki vanta í nokkra veiðiferð segir Egill. Kalsamt var á vatninu þennan dag en fjóra fiska fékk hann í netin. Um þetta hafði Friðrik á Grímsstöðum vísu: Út á vatni er bóndi í brasi baslar þar við mótorinn. Yfir þessu argaþrasi öllu vakir hundurinn Báturinn fór á flot hjá Agli 20. mars sem er einstakt. Venjulegra væri, miðað við árstíma að sjá á eft- ir bónda fara á vélsleða út á ís. Morgunblaðið/BFH Egill Freysteinsson, bóndi í Vagnbrekku, er hér að gangsetja bát sinn. Lagt í veiðiför FYRIR nokkrum dögum færði að- fallið með sér hræ af smáhveli upp í fjöruna á Hellnum. Var þar um að ræða kvendýr sem var nokkuð heillegt að sjá. Í miklum brimum að vorlagi hefur slík smáhveli stundum rekið á fjörur á Hellnum, en þetta var það stærsta sem fréttaritara rekur minni til að hafa séð. Ekki dagaði hræið þó uppi í fjörunni og varð að mat fyrir hrafna og máva, eins og áður hefur gerst með smáhveli sem hafa rekið hér á land. Í þetta sinn skolaði því í burtu á næsta flóði, en í vestan- og suðvestanáttinni undanfarið hefur brimað mikið við Hellnar. Smáhveli í Hellnafjöru Hellnar FÉLAGSHEIMILI Fljótsdælinga, Végarður, hefur verið leigt til Landsvirkjunar í sumar og einnig, samkvæmt öðrum samningi til næstu tíu ára. Landsvirkjun hyggst í vor setja upp fjölþætta sýningu í tengslum við Kárahnjúkavirkjun, þar sem líkön og teikningar skýra m.a. virkjanaframkvæmdirnar. Í haust mun Fljótsdalshreppur standa fyrir endurbótum á Vé- garði, sem byggður var árið 1954 og þarfnast orðið viðhalds. Rífa á hluta hússins og byggja við sal og efri hæð, þar sem skrif- stofa sveitarfélagsins verður framvegis til húsa. Lagður verður ljósleiðari að húsinu og mun Landsvirkjun koma upp fjar- fundabúnaði sem nýttur verður til samskipta á framkvæmdatíma virkjunarinnar. Landsvirkj- un leigir Vé- garð í tíu ár Egilsstaðir ⓦ Hafið samband við umboðsmann, Pál Pétursson í síma 471 1348 og 471 1350 Blaðbera vantar á Egilsstöðum Blaðbera vantar í nokkur hverfi á Egilsstöðum og í Fellabæ. Þurfa að geta sinnt starfinu fyrir há- degi og byrjað sem allra fyrst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.