Morgunblaðið - 11.04.2003, Page 26

Morgunblaðið - 11.04.2003, Page 26
KOLBEINN Bjarnason flautuleik- ari og Valgerður Andrésdóttir píanó- leikari halda tónleika í Egilsstaða- kirkju á laugar- dag kl. 16, og eru þeir hluti dag- skrárinnar „Menningardag- ar að vori“. Þá eru tónleikar á Vopnafirði, Miklagarði, kl. 17 á sunnudag og mánudagskvöldið í Dalvíkurkirkju kl. 20. Kolbeinn mun auk þess halda námskeið fyrir nemendur tónlistarskóla Dalvíkur. Kolbeinn og Valgerður hafa starfað saman í nokkur ár og m.a. hljóðritað tónlist Brian Ferney- houghs fyrir Bridge-útgáfuna í New York en á efnisskránni nú er tónlist ýmissa meistara 19. og 20. aldar: Ro- berts Schumann, Gabriels Fauré, Kasuo Fukushima, Þorkels Sigur- björnssonar og Sergej Prokofievs. Kolbeinn og Valgerður á tónleikaferð Valgerður Andrésdóttir Kolbeinn Bjarnason LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTAKONAN Ingunn Jensdóttir sýnir vatnslita- og silkimynir fram til 21. apríl í Eden í Hveragerði. Myndlistarsýningar Ingunnar í Eden um páska má segja að sé fast- ur liður í starfsemi gróður- og ferðamannamiðstöðvarinnar enda hefur listakonan sýnt verk sín þar undanfarin tíu ár á þessum árstíma. Öll verkin á sýningunni eru til sölu. Eitt verka Ingunnar Jensdóttur í Eden. Ingunn sýnir í Eden um páskana Garðar Jökulsson listmálari opnar málverkasýningu í göngugötu Smáralindar, en hann er þeirrar skoðunar að færa beri listina til al- mennings. Myndirnar eru stórar, flestar málaðar á þessu og síðasta ári og eru til sölu. Sýningin stendur fram að páskum. Ennfremur sýnir Garðar smærri verk í í Gallery Formlist við Dalveg 2 í Kópavogi. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ÁHEYRNARPRÓF fyrir óp- eruna Krýning Poppeu, sem Sumarópera Reykjavíkur set- ur upp í samvinnu við Borg- arleikhúsið, verður haldið í Borgarleikhúsinu á morgun og á sunnudag. Leitað er að öllum röddum, bæði í aðalhlut- verk, smærri hlutverk og kór. Í óperunni eru 17 hlutverk. Óperan verður sýnd í sumar en hún fjallar um hinn sið- spillta Rómarkeisara, Neró, og tilraunir hans til að gera ástkonu sína að keisaraynju, en til þess þarf hann að koma eiginkonu sinni frá. Verkið einkennist af dramatík og beittum húmor. Velski stjórnandinn Ed- ward Jones stjórnar hljóm- sveitinni og leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Framkvæmdastjóri Sumar- óperunnar er Hrólfur Sæ- mundsson og hægt er að skrá sig í áheyrnarpróf hjá honum í síma 897-1271. Áheyrnar- próf Sum- aróperu KAMMERSVEIT Tónlistarskóla Hafnarfjarðar efnir til hátíðartón- leika í Hásölum kl. 20 í kvöld en til- efnið er 10 ára afmæli hljómsveitar- innar. Flutt verður m.a. verk eftir Händel, einleikarar eru Hulda Haf- steinsdóttir og Baldur Páll Magnús- son; Trauermusik eftir Hindemith, einleikari á víólu er Þórunn Harð- ardóttir og Exsultate, jubilate eftir Mozart, fyrir sópran og hljómsveit og syngur Hildigunnur Rúnarsdóttir þar með sveitinni. Stjórnandi er Óliver Kentish. Tíu ára afmælistónleikar haldnir í Hafnarfirði NILS-ASLAK Valkeapää er öll- um minnisstæður sem kynntust hon- um. Ég hlustaði á hann jojka, fyrst í Færeyjum, og spjallaði við hann um dag og veg. Hann var hugljúfur mað- ur, góður vinur en líka baráttumaður sem þó fór sér hægt. Hann náði undraverðum árangri á alþjóðavettvangi sem talsmaður Sama. Valkeapää er nú lát- inn. Hann varð ekki gamall. Einar Bragi sem þýtt hefur Samaskáld svo að heill bókaflokkur hefur myndast hefur nú þýtt bók eftir Valkeapää og nefnir hana Víðernin í brjósti mér. Bækur Einars Braga með ljóð- um Sama eru góð kynn- ing og vekja áhuga. Þessi er að von- um þeirra ekki síst. Í formála um höfundinn segir Ein- ar Bragi frá Valkeapää og áhuga- málum hans og leggur ríka áherslu á baráttu hans. Það gerir Einar Bragi líka í ljóðunum, en segja má að þau séu að stærstum hluta baráttuglöð ljóð en líka er lögð rækt við hið ljóð- ræna hjá skáldinu. Það er líklega smekksatriði að undirritaður kann best að meta hið ljóðræna hjá Valkeapää, oft smálegt en stendur fyrir sínu. Einari Braga tekst vel að laða fram það athygl- isverðasta í þessum ljóðum: Smástund leita ég skjóls hjá þér smástund opna ég hjarta mitt hjúfra mig í hlýjum faðmi hugsana þinna smástund veittu mér öryggi breiddu út vængina Friður sé með þér nefnist þetta ljóð. Í næsta ljóði er ort um mark- verðustu viðburði mannsævinnar sem eru dauði og fæðing. Í framhald- inu verður Valkeapää kaldhæðinn sem er óvanalegt hjá honum. Lengri ljóðin aftar í bókinni eru sum mælsk og fara ekki alltaf skáld- inu vel. Hann á það jafnvel á hættu að gera úr þeim blaðagreinar, góðar sem slíkar. Til dæmis ljóðið sem byrjar á eft- irfarandi orðum: „En hvað þá um mig / ég er einfaldur maður / elska frið og gleði / En segi ég sem svo / að sælla sé að drekka vínið / en skvetta því á steina / að fórnarsteinninn sé betra altari / seiðtrumban hreinni kirkjuklukka / hvað gerist þá“ Syndin að jojka (þessi skemmti- lega kveðandi eða söngur) var einu sinni vítaverð eins og Valkeapää bendir á, en þetta verður honum eig- inlega of tíðrætt um enda margir hrifnir af jojkinu (svo framarlega sem það dregst ekki um of á langinn eins og rappið að dómi undir- ritaðs). Á bls. 73 og víðar verður höfundurinn svo mælskur eða mikið niðri fyrir að ljóðrænir kostir eru vandfundnir. Þetta er til ama og hefði átt að hyggja bet- ur að. Það var ekki til einskis að Valkeapää hlaut Bókmmennta- verðlaun Norðurlanda- ráðs en það var fyrir bók þar sem ljóð hans, myndir eftir hann, ljósmyndir og teikningar nutu sín vel. Faðir minn, sólin nefnist bókin og verðlaunin fékk hann fyrir hana 1991 en hafði þá áður verið tilnefndur til verðlauna. Það er fengur í því að eiga þessi ljóð Samaskáldsins í góðri og vand- aðri þýðingu. Mál Einars Braga er á köflum vandað sveitamál eins og það gerist best á Íslandi. Það angrar að minnsta kosti ekki mig. Smástund í skjóli BÆKUR Ljóðaþýðingar eftir Nils-Aslak Valkeapää. Einar Bragi þýddi. Steinholt prentaði. Ljóðbylgja Reykjavík 23.3. 2003 – 80 síður. VÍÐERNIN Í BRJÓSTI MÉR Nils-Aslak Valkeapää Jóhann Hjálmarsson Barnahjálmar Mikið úrval af barnahjálmum, mismunandi myndir og litir. Auðvelt að stilla höfuðstærð. CE merktir. Verð frá kr. 2.400 GIANT 20" fjallahjól Vönduð hjól fyrir 6-7 ára á frábæru verði. 5 gíra með V-bremsum. Verð kr. 18.900, stgr. 17.955 Með dempara kr. 21.900, stgr. 20.805 Tveir demparar kr. 24.900, stgr. 23.655 GIANT barnahjól Vönduð barnahjól frá þessum þekkta framleiðanda með hjálpardekkjum og fótbremsu. CE öryggisstaðal. 12,5 “ svart kr. 12.500 16” svart eða bleikt kr. 13.900 www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 04 . 2 00 3 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar. Árs ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð Vandið valið og verslið í sérverslun. 5% staðgreiðslu afsláttur. Kreditkortasamningar, upplýsingar veittar í versluninni Moto Cross fjallahjól 12,5” kr. 12.900 14” kr. 13.900 16” kr. 14.900 TRANSPORTERverð kr. 6.100 ITALTRIKE þríhjól Vönduð og endingar- góð, létt og sterk. CE öryggisstaðall. LUCY, blátt, rautt eða bleikt, verð frá kr.5.200 VIVI barnahjól Fyrir 3 - 6 ára. Létt, sterk og meðfærileg barnahjól með hjálpardekkjum og fótbremsu. CE öryggisstaðal. Sunny Girl 12,5” kr. 11.400 Pretty Girl 14” kr. 12.900 Flutt verður nýtt tónverk eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, auk þess blönduð efnisskrá með þjóðlögum, napólítönskum söngvum og klezmer-tónlist. Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran. Einleikari á fiðlu: Sigrún Eðvaldsdóttir. Miðaverð kr. 2.000 Rússíbanar og kammerkórinn Vox academica undir stjórn Hákonar Leifssonar á tónleikum í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 13. apríl kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.