Morgunblaðið - 11.04.2003, Síða 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Stefán Jónssonfæddist á Fossi í
Hrútafirði 14. janúar
1923. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu 3. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin Sig-
ríður Björnsdóttir,
húsfrú á Fossi, f.
29.10. 1884 á Óspak-
sstöðum í Hrútafirði,
d. 10.7. 1952, og Jón
Marteinsson, bóndi
og hliðvörður á
Holtavörðuheiði, f.
26.9.1879 á Reykjum í
Hrútafirði, d. 25.6. 1970. Börn
þeirra voru auk Stefáns: Anna Sig-
ríður, f. 1910, d. 1925, Björn, f.
1912, d. 1912, Pétur, f. 1913, d.
1953, Björn, f. 1915, Sesselja, f.
1916, d. 1924, Karólína Soffía, f.
1917, d. 1992, Gunnlaugur, f. 1919,
d. 1998, Valdimar, f. 1921, d. 1983,
Sesselja Gíslína, f. 1924, d. 2001, og
Ólafur, f. 1927.
Hinn 21.desember 1957 kvæntist
Stefán eftirlifandi eiginkonu sinni
Halldóru Sigurðardóttur, f. í
Reykjavík 18.8. 1918. Foreldrar
hennar voru Sigurður E. Ingi-
mundarson vélstjóri, f. 21.8. 1895,
d. 12.4. 1979, og Lovísa Árnadóttir,
f. 21.12. 1897, d. 2.3. 1973. Barn
Stefáns og Halldóru: Stefán, f.
1958, kvæntur Erlu Gunnarsdótt-
ur, f. 1962. Börn þeirra eru Sig-
urður Lúðvík, f. 1987, og Rúna Sif,
f. 1989. Fyrir átti Stefán Katrínu
Sif, f. 1979. Börn Halldóru frá
fyrra hjónabandi, sem Stefán gekk
í föðurstað: 1) Sigurður Lúðvík, f.
1941, d. 1986, kvæntur Kristínu
Huld Harðardóttur, f. 1941. Börn
þeirra Sigurður, f. 1970, og Jón
Andri, f. 1972. Fyrir átti Sigurður
Lúðvík Þorgerði, f. 1966. 2) Arnór,
f. 1948, kvæntur
Rósu Pálsdóttur, f.
1944. þeirra börn
Þorgeir f. 1971, og
Halldóra Ósk, f.
1977. 3) Þorgeir A., f.
1953, kvæntur Jónu
Rebekku Högnadótt-
ur, f. 1956. Börn
þeirra: Högni Stefán,
f. 1973, Eva Dögg, f.
1978, og Halldóra, f.
1981. Fyrir átti Stef-
án: 1) Sævar Örn, f.
1947, börn hans Þór,
f. 1969, Helga
Hrefna, f. 1970,
Ólafía Lilja, f. 1973, og Steinunn
Þórdís, f. 1982. 2) Guðrún, f. 1950,
dóttir hennar: Ólöf Guðrún, f.
1978.
Stefán ólst upp á Óspaksstöðum
til 11 ára aldurs hjá Ingþóri
Björnssyni móðurbróður sínum og
konu hans Hallberu Þórðardóttur.
Vorið 1935 fór hann til foreldra
sinna að Fossi og var þar fram að
fermingu. Eftir fermingu vann
hann á sumrin við vega- og síma-
vinnu en á veturna vann hann fyrir
fæði og húsnæði sem vetrarmaður.
1942 fer hann til Reykjavíkur og
hefur nám í veggfóðrun og dúk-
lögn í maí 1945, lauk því námi 1949
og hóf fljótlega sjálfstæðan at-
vinnurekstur í iðn sinni, sem hann
stundaði allan sinn starfsaldur.
Stefán var virkur í félagsmálum og
var meðal annars valinn til trún-
aðarstarfa í Félagi dúklagninga og
veggfóðrarameistara, Oddfellow-
reglunni á Íslandi, Knattspyrnu-
félaginu Þrótti, Framsóknar-
flokknum í Reykjavík og Félagi
eldri borgara í Reykjavík
Útför Stefáns fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Að leiðarlokum kveð ég föður
minn, samstarfsfélaga og vin með
ljóði Oddfellowbróður okkar Ágústs
Böðvarssonar:
Nú sit ég hérna’ er sólin skín
og sál mín full af trega.
Leitar hljóðum hug til þín
sem hvarfst svo skyndilega.
Þú fylltir líf mitt ást og yl,
svo aldrei bar á skugga.
Hvort á nú lífið ekkert til
sem auma sál má hugga?
Það friðar, gleður, léttir lund
og lokar hjartans undum
að eiga’ í hug sér helgan fund,
með horfnum ævistundum.
Myndin þín hún máist ei
mér úr hug né hjarta.
Hún á þar sæti uns ég dey
og auðgar lífið bjarta.
(Ágúst Böðvarsson.)
Stefán Stefánsson.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn
þína
Sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið
sem hugsar til þín alla daga sína.
(Tómas Guðm.)
Þegar ég minnist tengdaföður
míns Stefáns Jónssonar er mér efst
í huga þakklæti fyrir að hafa átt
hann að en kynni okkar hófust þeg-
ar ákveðin kaflaskipti áttu sér stað í
lífi mínu, námi var að ljúka og
fyrstu búskaparárin með yngsta
syni hans voru framundan. Þá var
gott að eiga þau Halldóru að í
Nökkvavoginum og tókst með okkur
vinátta sem aldrei bar skugga á.
Einkenni Stefáns voru tryggð við
þá sem hann kynntist, samstarfs-
menn sína og samferðamenn og öll-
um störfum sinnti hann af vand-
virkni, árverkni og trúmennsku.
Það markaði hann alla ævi að
tæplega árs gamall fékk hann löm-
unarveiki og gekk haltur allar götur
síðan, þessi veikindi og erfiðar
heimilisaðstæður í æsku mótuðu
mjög persónuleika hans. Hann var
ósérhlífinn og harður af sér og bað
ekki um aðstoð ef hann sá fram á að
geta bjargað sér með hlutina sjálf-
ur, það var hans lag og hann hélt
reisn sinni allt fram á síðasta dag.
Það minnir okkur á að mannsævin
er fjöldi sundurleitra brota sem
safnast saman í eina myndræna
heild sem sýnir okkur heilsteyptan
og traustan einstakling.
Í vinahópi var Stefán hrókur alls
fagnaðar, gamansamur og næmur á
spaugilegar hliðar tilverunnar, hann
var fróður um marga hluti og hafði
sínar ákveðnu skoðanir um menn og
málefni og lét hvergi undan síga þó
andmælum væri hreyft. Kvæðum og
vísum kunni Stefán mikið af enda
vel hagmæltur sjálfur og varð
margt fast í munni sem honum þótti
fallega sagt í bundnu máli og því til-
tækt er hann vildi til þess grípa.
Hann sá líka um að tengja börnin
mín við þann tíma sem hverfur með
hans kynslóð, um leið og hann tók
þátt í hraða nútímans og fylgdist vel
með þeirra áhugamálum. Munu þau
búa að því alla tíð.
Að leiðarlokum þakka ég Stefáni
samfylgdina. Hann var góður eig-
inmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
félagi. Minning hans mun geymast
sem dýrmætar perlur með ástvinum
og samferðamönnum.
Erla Gunnarsdóttir.
Elsku afi. Að missa þig á sama
augnabliki og við systurnar vorum
sameinaðar í Kaupmannahöfn, full-
ar eftirvæntingar, var mér óhugs-
andi. Símtal frá Högna bróður og
táraflóð fylgdi, ég veit að þú ert
hamingjusamur þar sem að þú ert
niðurkominn og vakir yfir okkur
með bros á vör. Það fyllir mig ham-
ingju og létti í hjarta að þú skulir
hafa fengið að fara á þínum eigin
skilmálum. Uppáklæddur og
ánægður eftir gott kvöld hjá Odd-
fellow, þar sem þú varst heiðraður
og eins og ávallt hrókur alls fagn-
aðar. Þú hafðir áhyggjur af kveðju-
stundinni og varst ákveðinn í að láta
krabbann ekki buga þig. Það gekk
vel og stóðst þú sterkur og lifðir líf-
inu lifandi.
Þú varst mikil félagsvera og tókst
virkan þátt í því sem heillaði þig. Á
áttræðisaldri varst þú meðlimur í
hljómsveit, hinum ýmsu kórum,
gafst út geisladisk og tókst virkan
þátt í félagslífi eldriborgara. Ef það
var fagnaður í gangi varst þú syngj-
andi á svæðinu eða að fara með ljóð
fyrir gesti en þegar kom að eldhús-
umræðum þá voru gátur í hávegum
hafðar.
Upphafið að nánu sambandi okk-
ar var þegar ég var fyrsta og eina
barnabarnið þitt sem þú skiptir á
kúkableiu. Frá fimm ára aldri eyddi
ég sumrum mínum á Neskaupstað
og á þeim tíma gerðumst við penna-
vinir og á ég enn bréfið sem þú
sendir mér austur þegar amma var
á Ítalíu með Diddu. Pennavinir er-
um við enn í dag, ég bý erlendis og
skrifa ykkur ömmu reglulega til
þess að láta ykkur vita hversu mikið
ég elska ykkur og hvað ég er að
bauka og bralla í lífinu. Ég veit að
þú skrifar mér bréf til baka í hug-
anum því að mér berast bréf þín
með hugsunum þínum og í bænum.
Góður og mikill maður var tekinn
frá okkur en þú munt ávallt verða á
meðal okkar og ert fastur punkur í
hjarta mínu. Ég mun passa upp á
ömmu og ég veit að þú hjálpar mér
við það. Ég sakna þín mikið og
hlakka til þess að heyra nýjar
skrýtlur og gátur þegar við hittumst
á nýjan leik en þangað til þá ertu í
bænum mínum. Láttu þér líða vel
og málaðu bæinn rauðan.
Ég elska þig.
Eva Dögg.
Við viljum þakka afa fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum með
honum. Hann sýndi öllu sem við
vorum að gera svo mikinn áhuga,
hvort sem það var fótboltinn, skól-
inn eða félagslífið. Hann elskaði að
koma fram fyrir fólk, sama hvort
hann var að lesa ljóð, syngja eða
halda ræður. Afi geislaði þegar
hann spilaði á trommurnar sínar og
söng með þeim svo falleg ljóð. Við
eigum svo margar góðar minningar
um hann þar sem hann stóð frammi
fyrir fólki og með því kenndi hann
okkur að vera óhrædd við að halda
ræður, lesa ljóð eða segja það sem
okkur lá á hjarta. Þannig var hann
okkur góð fyrirmynd í lífinu. Einnig
hafði hann mikinn áhuga á fótbolta
og missti varla af leik þegar liðið
hans Manchester United átti í hlut,
og alltaf var gaman að vera með
honum að horfa á leiki og tala við
hann um fótbolta, þótt honum hafi
fundist svolítið gaman að gera grín
að okkur þegar Liverpool gekk illa.
Var hann mikill kokkur og skemmti-
legast fannst honum þegar einhver
hrósaði honum fyrir pönnukökurn-
ar, en þær voru svo sannarlega
hróssins verðar. Afi var mikill sæl-
keri og alltaf var jafngaman að
fylgjast með honum á jólunum þeg-
ar hann fékk sér heitu súkkulaðisós-
una hennar mömmu og borðaði
hana eintóma með skeið upp úr
bolla. Hann og pabbi voru miklir
Þróttarar og smituðu þeir okkur svo
hjarta okkar er einnig orðið svolítið
röndótt. Á efri árum þegar hann
hætti að fara á völlinn fylgdist hann
með úrslitunum á textavarpinu, það
var sama hvort Þróttur var á toppn-
um eða botninum, þá var afi alltaf
jafntryggur sínu liði.
Við munum ávallt minnast afa
með mikilli gleði og ánægju enda
var hann alltaf kátur og góður afi og
kveðjum við hann með söknuði og
þessari fallegu bæn:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Sigurður Lúðvík og Rúna Sif.
Elsku afi. Við munum seint
gleyma þeim degi, þegar pabbi
hringdi og tilkynnti okkur lát þitt.
Þótt við hefðum vitað að þú værir
veikur, þá er maður aldrei undirbú-
inn fyrir svona fréttir. Við hittumst
sjaldnar í gegnum árin en við hefð-
um viljað. En við eigum þó fullt af
minningum um þig, hressan og kát-
an. Þannig ætlum við að muna þig.
Við munum varla eftir þeirri veislu,
sem þú hélst ekki ræðu í eða söngst.
Það var alltaf líf og fjör þar sem þú
varst, og ekki vantaði rökræðurnar
um hin ýmsu mál.
Okkur langar að kveðja þig með
bút úr ljóðinu Kveðja eftir Bubba
Morthens:
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin, sem lifum, lifum í trú,
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni,
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál,
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði, vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær.
Aldrei ég skal þér gleyma.
Elsku Halldóra amma, pabbi,
Stefán, Guðrún og aðrir ástvinir,
guð gefi okkur styrk á þessum erf-
iðu tímum. Minning afa mun lifa
með okkur.
Saknaðarkveðjur.
Lóa og Steinunn Sævarsdætur.
Elsku afi minn. Ég veit ekki alveg
hvar ég á að byrja. Þegar Högni
bróðir hringdi til mín og sagði mér
að þú værir farinn varð ég alveg
andlaus, missti símann og hágrét,
og pantaði fyrsta flug heim til Ís-
lands. Eins og þú hefur alltaf verið
mikið fyrir að vera hápunktur alls
fagnaðar, afi minn, þá var þessi dag-
ur engu frábrugðinn að því leyti.
Alltaf mikið fyrir söng og ljóð, og
þegar þú last „Rósina“ í brúðkaupi
okkar Anders Bo fékk ég gæsahúð
og tár í augun, mér þótti svo vænt
um það að þú skyldir lesa þitt uppá-
haldskvæði til okkar á brúðkaups-
degi okkar, og ég mun ávallt varð-
veita þá minningu. Þó svo að ég búi
ekki á landinu, hugsa ég til ykkar
ömmu á hverjum degi, ég hlakkaði
svo til að þið kíktuð í heimsókn til
okkar og sæjuð hvar, og hvernig ég
bý, og hvernig ég reyni að fóta mig í
lífinu. Þó svo að þú hafir kvatt okk-
ur að þessu sinni, þarftu ekki að
hafa áhyggjur af ömmu, því ég mun
ávallt reyna að passa uppá hana
eins vel og ég get fyrir þig, og okkur
öll. Ég sakna þín, afi minn, og mun
ávallt elska þig.
Þín
Halldóra Þorgeirs.
Elsku afi minn, nú er víst komið
að því að kveðja. Eigingirnin í
manni gerir mann svoltið ósáttan
við kveðjuna en eftir smá umhugsun
er ég sáttari og samgleðst þér að
allt gerðist þetta eins og þú vonaðist
eftir. Fyrstu minningar mínar af
samverustundum okkar var að
horfa á enska boltann í Nökkvavogi
á hverjum laugardegi og eftir leik
var amma tilbúin með grjónagraut
og súrt slátur handa okkur, við
ræddum leikinn og mötuðumst vel. Í
seinni tíð var mér mikils virði að
geta komið í heimsókn til ykkar
ömmu í leit að ráðum eða leiðsögn
við hinar ýmsu ákvarðanir sem ég
stóð frammi fyrir hverju sinni.
Þegar ég kvaddi hafði ég góð ráð,
eina gátu og góðar sögur í fartesk-
inu. Alltaf var gaman að heyra þínar
lausnir á lands- og heimspólitíkinni;
„ef þú værir forsetisráðherra, kóng-
ur á Íslandi eða bara réðir, þá…“
Þínar skoðanir og viðhorf á mál-
efnum líðandi stundar heilluðu alltaf
og var ég ávallt spenntur að setjast
niður með þér, ræða og rökræða allt
um heima og geima. Nú situr þú á
þingi ættarhöfðingjanna og lætur
þínar skoðanir hljóma og hefur þitt
til málanna að leggja eins og ávallt á
meðal okkar. Þessi örfáu orð segja
ekki allt um okkar samveru sem
spannaði yfir þrjátíu ár, þú veist það
jafnvel og ég. Þú ert mér mikils
virði jafnt í lifanda lífi sem nú. Ég
elska þig, afi minn.
Þinn
Högni Stefán.
Þú kvaddir þennan heim á ör-
skotsstundu eftir gleðistund með fé-
lögum þínum.
Svona geta skilin milli lífs og
dauða verið skörp.
Við höfðum að vísu fengið við-
vörun og ég trúi því, að þú hafir ver-
ið búinn að búa þig undir þetta
ferðalag.
Þú skilur eftir í huga mér góðar
minningar um mann, sem hafði
áhuga á öllum hliðum tilverunnar.
Hvort sem rædd voru heimsmálin
eða dægurmál okkar litla lands,
hafðir þú alltaf eitthvað fram að
færa. Þú varst óhræddur við að láta
skoðanir þínar í ljós, en kallaðir líka
eftir skoðunum þeirra, sem þú varst
að tala við og kunnir að hlusta.
Eftir langa starfsævi hafðir þú á
efri árum tækifæri til að sinna því
áhugamáli, sem átti stóran hlut í
hjarta þínu; söngnum. Þú varst í
hljómsveit , Sléttubandinu, í kórum,
fórst í söngnám og söngst einsöng
við ýmis tækifæri. Ég á í mínum
fórum áþreifanlega minningu um
þetta; fallega diska með ljúfum
söngperlum, sem ég met mikils.
Þakka þér fyrir allt ,sem þú gafst
mér.
Halldóra mín, megi Guð gefa þér
styrk og frið. Þakklæti til þín er
mér ofarlega í huga á þessari
stundu.
Guðrún Stefánsdóttir.
Það er skarð fyrir skildi þegar lit-
rík persóna hverfur úr jarðlífs
amstrinu. Þarna erum við að minn-
ast okkar kæra kórfélaga Stefáns
Jónssonar sem ávallt var viðbúinn
að framkvæma hlutina, lét ekki sitja
við orðin tóm. Við kórfélagarnir höf-
um formann, gjaldkera og fjármála-
ráðherra en það voru ekki allir sátt-
ir við störf formannsins, þ.e.a.s. að
koma kórnum á framfæri. Kom þá
tillaga um að Stefán yrði formaður
sem hann baðst undan þar sem ekki
stóð yfir stjórnarkjör en væri sjálf-
sagt að vera framkvæmdastjóri og
fljótlega komu hans eiginleikar í
ljós. Þar sem Stefán tók að sér gekk
eftir. Meðal annars að auglýsa kór-
inn og koma honum á framfæri. Oft
lagði hann hjól undir fót til að ræða
við fólk og félög um ágæti kórsins
og var ávallt til reiðu að syngja við
uppákomur. Stefán var þeim eig-
inleika gæddur að vera félagslyndur
og naut sín vel í mannfagnaði og þar
sem mannlíf var. Þá var hann húm-
oristi og gæddur mikilli frásagnar-
gáfu. Einnig var hann frambærileg-
ur söngmaður og er okkur ávallt
minnisstæður flutningur hans á lag-
inu Rósin eftir Jóhann Ólaf Har-
aldsson. Innileg samúðarkveðja frá
Karlakórnum Kátir karlar.
Jón Magnússon, formaður.
Í dag er til moldar borinn vinur
og Oddfellowbróðir um áratuga
skeið. Við hittumst í hinsta sinn á
fundi í stúkunni okkar, Ara fróða,
miðvikudaginn 2. apríl. Þar mætti
hann uppá kjól og hvítt, hnarreist-
ur, spaugsamur og ungur í anda, að
veita viðtöku viðurkenningu og
þakklætisvotti fyrir 40 ára starf inn-
an Oddfellowreglunnar.
Minningin um þetta einstæða
kvöld er meitluð í hugi okkar Ara-
bræðra. Stefán hélt leiftrandi ræðu í
kaffisamsæti að loknum fundi og fór
á kostum líkt og ævinlega. Hann
andaðist örskömmu síðar á heimili
sínu – með þeirri virðulegu reisn
sem einkenndi hann alla tíð.
Hann var meðalmaður á hæð,
grannur en stæltur, glæstur í fasi,
snarpur í hugsun, söng alla tíð, m.a.
í karlakór; spaugsamur, orðheppinn,
mælskur og beinskeyttur án þess þó
að særa né meiða; hreinskiptinn,
sannmáll, einlægur og hjartahlýr.
Sögur og tilsvör geymast til betri
tíma.
Fyrir fimm árum, 1999, tilkynnti
hann mér að nú væri hann loksins
búinn að syngja uppáhaldslögin sín
inná snældu. Þegar þetta er ritað er
snældan komin á geisladisk og við
njótum sem lifum.
Að loknum jólafundi 2001 særði
ég hann lögeggjan, fyrirvaralaust,
að syngja stúkubræðrum og eigin-
konum eitt af sínum uppáhaldslög-
um, Rósina, eftir Friðrik Jónsson
STEFÁN
JÓNSSON