Morgunblaðið - 11.04.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 11.04.2003, Qupperneq 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 45 VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, opnaði nýja heimasíðu Byggðastofnunar á Sauðárkróki nýlega. Með nýrri heimasíðu er ætlunin að bæta upp- lýsingaflæði um starfsemi stofnun- arinnar og þau verkefni sem hún vinnur að. Á síðunni er að finna eyðublöð vegna lána og styrkja, reiknilíkan fyrir lán sem veitt eru hjá Byggðastofnun og einnig er ætlunin að á síðunni byggist upp rafrænn upplýsingabanki með skýrslum og öðrum gögnum sem snerta byggða- mál og byggðaþróun á Íslandi. Á síðu Byggðastofnunar er gerð grein fyrir verkefnum stofnunarinn- ar og verða birtar fréttir af fram- gangi þeirra þannig að í raun má segja að almenningur geti á komandi árum fylgst á beinan hátt með fram- vindu einstakra verkefna byggða- áætlunar. Þetta er nýmæli frá því sem verið hefur. Vefslóð nýrrar heimasíðu Byggða- stofnunar er http://byggdastofnun.is Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ásamt Aðalsteini Þorsteinssyni, forstjóra Byggðastofnunar. Ný heimasíða opnuð hjá Byggðastofnun Sauðárkróki. Morgunblaðið. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Tilboð Uppgræðslusamtökin Gróður fyrir fólk í Land- námi Ingólfs (GFF) vilja ráða verktaka til að sjá um dreifingu á allt að 2.000 m³ af hrossataði á Bolaöldu og Sandskeiði, við rætur Vífilsfells. Verkið þarf að vinna á tímabilinu 19. maí til 27. júní 2003. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu samtak- anna Laugavegi 13, 101 Reykjavík, og í síma 511 1930 eða 861 9639. Tölvupóstur gff@gff.is Kópavogsbúar Fundur með frambjóðendum í kosninga- miðstöðinni á Dalvegi 18, Kópavogi Fundur með frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins í Suð- vesturkjördæmi verður haldinn á morgun, laugar- daginn 12. apríl, kl. 10.30 í kosningamiðstöðinni á Dalvegi 18. Framsöguerindi flytja Gunnar I. Birgisson og Sigurrós Þorgrímsdóttir. Fundurinn er öllum opinn. Sjálfstæðisfélag Kópavogs SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12  1834118½  Bi. I.O.O.F. 1  1834118  Dd. Verslun Bláa Geislans: Spjallþræðir á www.geislinn.is/ spjall um andleg og dulræn mál- efni. Opið föstudaga frá kl. 13-19 og eftir pöntun. Sími 552 4433. Í kvöld kl. 20.00 Bæn og lofgjörð í umsjón Elsabetar og Miriam. Allir hjartanlega velkomnir. Í kvöld kl. 21 heldur Magnús Skúlason erindi, „Hugleiðingar um fordóma“, í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Evu S. Einars- dóttur: „Koma mansins á svið jarðar“ Í þriðju víddina. Á sunnudögum kl. 17-18 er hug- leiðingarstund með leiðbeining- um fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30-18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R SPRENGJUDEILD Landhelgis- gæslunnar var kölluð út vegna tor- kennilegs hlutar í fjörunni vestan við Skjálfandafljótsós í síðustu viku. Hluturinn reyndist vera 1200 kg þungt hlustunardufl frá gömlu Sov- étríkjunum, ríflega 3 metra langt og 76 cm í þvermál. Er það hluti úr keðju slíkra dufla sem notuð voru af Rússum til að nema hljóð frá kafbát- um og skipum sem nálguðust strend- ur þeirra á kaldastríðsárunum. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur duflið trú- lega slitnað frá festingum sínum og verið á reki mánuðum saman. Það var ekki talið hættulegt að öðru leyti en því að það getur skapað siglinga- hættu fyrir minni skip og báta. Fjölda slíkra dufla hefur áður rek- ið á fjörur hér við land og þar á meðal á svipuðum slóðum t.d. á Tjörnesi fyrir tveimur árum. Á síðustu 30 ár- um hefur slík dufl rekið á fjörur um allt land. Gæslan segir að varast beri að snerta eða koma nálægt torkennileg- um hlutum og nauðsynlegt er að til- kynna Landhelgisgæslunni eða lög- reglu strax ef þau finnast og gefa eins greinargóðar upplýsingar um stað- setningu og útlit þeirra og unnt er. Hlustunardufl frá gömlu Sovétríkjun- um rak að landi SAMBAND dýraverndunarfélaga Ís- lands hefur sent Heilbrigðiseftirliti Norðurlands bréf þar sem lýst er furðu á aðförum heilbrigðiseftirlitsins á Akureyri. Tilefni athugasemdanna er frétt í Morgunblaðinu 9. apríl sl. um að „vargfuglar“ valdi ónæði á lóð einni við Goðabyggð á Akureyri. Í fréttinni segir að húseigandinn þar hafi borið æti fyrir fugla á húsalóð sinni og að íbúar í nágrenninu hafi orðið fyrir miklu ónæði, og þá ekki síst á nótt- unni, þar sem bæði hrafnar og mávar hafi sótt í ætið og einnig smáfuglar. Síðan segir að Heilbrigðiseftirlitið hafi rætt við húseigandann og hann lofað úrbótum en minna hefði verið um efndir. Heilbrigðiseftirlitið hefði því sent bréf þar sem farið var fram á hreinsun lóðarinnar en að öðrum kosti yrði farið í einhverjar „aðgerð- ir“. „Hvergi í íslenskri löggjöf er bann- að að gefa fuglunum að borða, þvert á móti er það lagaskylda allra lands- manna að sjá til þess að dýrin svelti ekki. Þaðan af síður eru til nokkur viðurlög við því að gefa fuglunum eða lagaheimild til að fara í einhverjar „aðgerðir“ þess vegna og verður því að telja að slíkar hótanir af hendi heil- brigðiseftirlits Norðurlands eystra á Akureyri séu óheimilar með öllu og settar fram í þeim tilgangi einum að hræða fugla- og dýravini frá því að gera skyldu sína og gefa dýrunum æti,“ segir í bréfi sambandsins. Samband dýraverndunarfélaga Mótmæla afskiptum Heilbrigðiseftirlitsins SONGKRAN-há- tíð Taílensk-ís- lenska félagsins verður haldin á Broadway, Hótel Íslandi, í dag, föstudaginn 11. apríl, og hefst kl. 19. Boðið er uppá fimm rétta taí- lenska máltíð og skemmtiatriði frá Taílandi þar sem taílenskur dans og söngur verður í fyrirrúmi. Meðal vinn- inga í happdrætti er m.a. ferð fyrir tvo til áfangastaðar Flugleiða að eigin vali í Evrópu og ferð fyrir tvo til London eða Kaupmannahafnar með Iceland Express. Verð á miða er kr. 2.500. Upplýsingar í miðasölu Broadway. Songkran- hátíð á Broadway
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.