Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 49
BRÉF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 49 FÖSTUDAGSKVÖLDIN 11. og 18. apríl klukkan 20.30 verður frið- arsamvera í Fríkirkjunni í Reykja- vík. Þema þessara samverustunda er „Friður á jörðu“. Hver samvera hefur undirþema og þema fyrir hinn 11. apríl er „Friður við náttúruna og friður á milli þjóða“. Samveran í kvöld hefst kl. 20.30 en tónlistarflutningur hefst kl. 20.00. Eftirtaldir tónlistarmenn taka þátt í samverunni: Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Jónas Þórir, organisti og píanisti, og Matthías Nardeau óbóleikari ásamt níu manna kór. Flutt verður dagskrá í bundnu og töluðu máli: Njörður P. Njarðvík, prófessor, Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöf- undur, Grétar Þorsteinsson, for- seti ASÍ, Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, og Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur. Kveikt verður á reykelsum og friðarkertum og bænir fluttar. ASÍ og BSRB standa að frið- arsamverunni ásamt Fríkirkjunni í Reykjavík. Á föstudaginn langa, hinn 18. apríl, er undirþemað „Friður við náungann og friður við Guð“. Sálfræði og fyrirgefning EFNI laugardagsfræðslu Íslensku Kristskirkjunnar á morgun verður „Ferli fyrirgefningar í ljósi sál- fræðinnar“. Kennsluna annast Marteinn Steinar Jónsson, en hann er klíniskur sálfræðingur, með sérmenntun á sviði vinnustaða- og fyrirtækjasálfræði. Kennslan fer fram í húsnæði safnaðarins, Bílds- höfða 10. Fyrirlesturinn hefst kl. 10 f.h. og stendur í u.þ.b. eina klukkustund, eftir það er kaffihlé og síðan fyrirspurnir leyfðar. Fræðslustundinni lýkur kl. 12 á hádegi. Allir velkomnir. Tónlist í þágu friðar í Neskirkju Í DAG, föstudaginn 11. apríl, verð- ur flutt Aría fyrir sópran og þver- flautu eftir G.F. Händel og verk eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir þverflautu. Tónlistina flytja: Sig- ríður Ósk Kristjánsdóttir, sópran, Emilía Rós Sigfúsdóttir og Pamela Di Sensi, þverflauta og Stein- grímur Þórhallsson, orgel. Prest- ar safnaðarins skiptast á um að leiða stundirnar. Friðarstundir verða haldnar í hádeginu á þriðjudögum og föstu- dögum í Neskirkju um óákveðinn tíma. Klukkan 12.15 er flutt tónlist en kirkjan er opin í hádeginu og getur fólk notið kyrrðar í kirkj- unni, tendrað bænaljós og beðist fyrir. Friðarsamvera í Fríkirkjunni í Reykjavík Morgunblaðið/JúlíusFríkirkjan í Reykjavík. Hallgrímskirkja. Lestur Passíusálma kl. 12.15. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Pass- íusálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Gönguhópurinn Sólarmegin. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 10.30. Allir velkomnir. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Seltjarnarneskirkja. Friðarstund kl. 12– 12.30. Hljóð bænastund. Breiðholtskirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12. Fræðsla um páskahátíðina. Sr. Gísli Jónasson lítur við. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laugardögum kl. 12.30. Grafarvogskirkja. Á leiðinni heim. Þekktir leikarar og skáld lesa Passíusálmana kl. 18.15–18.30. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 LLL – KFUM&K í safnaðarheimilinu, Uppsölum 3. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Fríkirkjan Kefas. Í dag er 11–13 ára starf kl. 19.30. Allir 11–13 ára eru hjartanlega velkomnir. Akureyrarkirkja. Æfing kl. 16 hjá þeim börnum sem fermast eiga á pálmasunnu- dag. Hvítasunnukirkjann á Akureyri. Unglinga- samkoma kl. 21. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóamark- aður frá kl. 10–18 í dag. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Biblíu- rannsókn og bænastund á fimmtudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Einar Valgeir Arason. Biblíurannsókn og bæna- stund á föstudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla kl. 10.30. Ræðumaður Guðný Kristjánsdóttir. Safnaðarstarf ÞAKKA þér skelegga grein í Morgunblaðinu fimmtudaginn 3. apríl. Það er augljóst að þú ert vonsvikin og líður illa, ég er líka sammála þér um fyrrihluta grein- arinnar í stórum dráttum. En ég verða að segja að seinni hlutinn um sægreifana og hlut þeirra í velmeg- un fólks er ekki alveg réttur, það er að segja frá mínum bæjardyrum séð. Spurðu fólkið í hinum fyrrver- andi velsældarstöðum úti á landi, sem höfðu allt sitt undir sjávar- fangi. Á Ísafirði voru tvö mjög stór og öflug fiskverkunarhús. Norður- tanginn og Íshúsfélagið. Nú er þar ekkert, húsin standa auð, sumir voru heppnir og fengu vinnu í næsta þorpi, en sumir eru farnir. Þeir höfðu um ekkert að velja, og þurftu að selja húsin sín verðlítil því enginn vildi kaupa, en það er ekki bara fólkið í frystihúsunum sem missti lífsviðurværið, heldur fækkaði þjónustufyrirtækjum sem unnu fyrir þessar verksmiðjur. Það hefur komið fram að á Ísafirði hef- ur landaður afli minnkað um 40% bara síðan 1998, þegar þeir kvóta- settu smábátana líka. Geturðu ímyndað þér áhrifin á fólkið sem hér býr, sem hafði fyrir tíma gjafakvótans átt allt sitt undir fiskinum í sjónum. Nú eiga nokkrir menn allan kvótann, og verja hann með oddi og egg. Þar komast engir nýir aðilar inn, engir ungir dugandi menn sem myndu að öðru leyti skapa vinnu fyrir fólkið í landi, ef þeir ætla að róa þurfa þeir að byrja á því að leigja kvóta okurverði af mönnum sem aldrei fara á sjó. Þetta er argasta lénsherraveldi, og hagræðingin, útgerð á Íslandi er í bullandi tapi. Menn taka stórar fjárhæðir út úr sjávarútveginum og setja í eitthvað annað; kaup- hallir í Reykjavík, einbýlishús á Miami og bankareikninga á Jóm- frúreyjum. Fiskurinn á að vera eins og allar okkar auðlindir sameign þjóðarinn- ar. Það er ekkert „kommúnistiskt“ við það í þeirri meiningu sem þú setur við það orð. Það á að vera réttur allra þeirra sem vilja að nýta sér auðlindirnar sjálfum sér og öðrum til heilla. Mig langar til að biðja þig þegar þér rennur reið- in, að fara inn á www.xf.is og kynna þér sjávarútvegsstefnu okk- ar, reyndar kynna þér öll okkar góðu málefni. Ég er viss um að þú munt finna einhvern samhljóm með Frjálslynda flokknum. Og veistu að þú ert bara velkomin til okkar. ÁSTHILDUR CESIL ÞÓRÐARDÓTTIR, Seljalandsvegi 100, Ísafirði. Svar til Signýjar Sigurðar- dóttur Frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur KIRKJUSTARF RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Verkstæði VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Áratuga reynsla tryggir gæðin Allar viðgerðir á fjarskiptabúnaði Setjum öll tæki í bílinn þinn w w w .d es ig n. is © 20 03 Sig ur ðu rH ar ða rso n, ra fe in da vir ki fást í flestum apótekum t.d. í Lyfju, Lyf og heilsu, og í Iljaskinn Háaleitis- braut. Fyrir ferðalagið Gilofa 2000 Upplagðir fyrir flugið Fyrstaflokks ferðatilboð! www.nordur.is PÁSKAR FYRIR NORÐAN! Útivist! Skíði Sundlaugarfjör! Huggulegheit! Rómantík!Vélsleðaferðir! ógleymanlegt!        Ármúla 13, 108 Reykjavík sími 515 1500 www.kaupthing.is Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins minnir á aðalfund sjóðsins í dag, föstudaginn 11. apríl, að Nordica Hótel (áður Hótel Esju), Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn hefst kl 17.15. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Tryggingafræðileg athugun 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins 5. Kosning stjórnar og varamanna 6. Breytingartillögur á samþykktum sjóðsins 7. Laun stjórnarmanna 8. Kjör endurskoðanda 9. Önnur mál Sjóðfélagar og rétthafar eru hvattir til að mæta. Stjórnin Aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins – fyrir þína hönd A B X 9 0 3 0 2 9 2 Breiðholt Kosningaskrifstofa sjálfstæðismanna í Breiðholti verður opnuð í dag, föstudaginn 11. apríl, kl. 19.30. Skrifstofan er til húsa í Álfabakka 14a. Söngur, harmonikuleikur, ávarp, veitingar, glens og gaman. Allir velkomnir. Stjórnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.