Morgunblaðið - 15.04.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.04.2003, Qupperneq 1
Stríð í Írak: Öll meiriháttar hernaðarátök sögð að baki  Fundu „ástarhreiður“ Saddams 14/17 STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is DAVÍÐ Oddsson, forsætis- ráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að hægt verði að auka þorskafl- ann á Íslandsmiðum um 30 þúsund tonn við næstu kvótaákvörðun í vor og að út- flutningstekjur muni aukast um sjö til átta milljarða króna vegna þessa. Þetta kom fram í máli hans á fundi í Sjallanum á Akureyri í gær- kvöldi, þar sem þeir Geir H. Haarde fjármálaráðherra hófu fundaferð um landið. Davíð sagði að við síðustu spá hefðu menn gert því skóna að við næstu kvótaákvörðun, nú í vor, yrði hægt að auka þorsk- aflann um 30 þúsund tonn. „Nú er í mínum huga algjörlega augljóst, eftir togararall og aðrar mæl- ingar, að þessi spá mun standast og það verður hægt, með ákvörðun í vor sem tekur gildi í haust, að auka þorskaflann um 30 þúsund tonn. Það er mjög þýðingarmikið að það takist.“ Davíð sagði að þessi aukning myndi þýða að aflaverðmæti upp úr sjó ykist um 3–4 milljarða. „Það mun þýða auknar útflutningstekjur um 7–8 milljarða,“ sagði hann. Forsætisráðherra sagði þetta myndu þýða hagvaxtaraukningu um hálft prósent á heilu ári „og það mun bæta hag mjög margra byggða allt í kringum landið“, sagði Davíð. Fyrningarleiðin rothögg á landsbyggðina Forsætisráðherra ræddi á fundinum um fyrn- ingarleiðina, sem svo er kölluð. „Mér skilst að sumir séu ginnkeyptir fyrir þeirri hugmynd, jafn- vel úti á landi, en ég tel þá hugmynd vera rothögg á landsbyggðina,“ sagði Davíð. „Ég tel það myndi ekki gerast þegar allur kvótinn yrði fyrndur held- ur strax við fyrsta hanagal í þeim efnum. Um leið og fyrstu 10% yrðu fyrnd myndi veðhæfni sjáv- arútvegsins hrynja og allt skipulag fara úr skorð- um.“ Hann sagði að í fyrstu hefðu sér fundist þessar tillögur svo fjarstæðukenndar að þeim yrði ekki fylgt fram og kvaðst telja þær verstu tillögur sem fram hefðu komið gagnvart byggðunum í landinu. „Það virðist einhvern veginn hafa komist inn sú hugmynd í sumum byggðarlögum að fyrning um 10% á ári myndi gefa litlum byggðarlögum færi. Það er auðvitað alveg fráleitt að ímynda sér að það mundi koma þeim til góða þegar samkeppnin um hinar fyrndu aflaheimildir færi af stað. Þá yrðu það auðvitað þeir sem mest fjármagnið hefðu sem færu með sigur af hólmi,“ sagði Davíð. Þorskkvótinn aukinn um 30.000 tonn í haust Akureyri. Morgunblaðið. Forsætisráðherra segir útflutningstekjur vaxa um 7–8 milljarða                        Öll skilyrði/2 AHMAD Chalabi, leiðtogi Íraska þjóðarráðsins, sem tal- inn hafði verið líklegur til að verða næsti leiðtogi landsins, lýsti yfir því í viðtali í gær að hann hygðist ekki gefa kost á sér til pólitískra starfa. Í viðtali við dagblaðið Le Monde kvaðst hann vilja taka þátt í uppbyggingu borgaralegs samfélags í Írak en hann myndi ekki sækjast eftir pólitísku embætti. Deilt hafði verið um það innan bandaríska stjórn- kerfisins hvort Chalabi teldist heppilegur framtíðarleiðtogi. Fulltrúar hinna ýmsu hópa innan Íraks munu í dag koma saman til fundar í borginni Ur við Íraka, sem verið hafa í út- legð frá landinu árum saman, til að ræða framtíð landsins. Chalabi skerst úr leik COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að til greina kæmi að beita Sýrlendinga pólitískum og efnahagslegum refsi- aðgerðum. Spenna í samskiptum ríkjanna hefur aukist snögglega í kjölfar þess að Bandaríkjamenn sök- uðu sýrlensk stjórnvöld um að ráða yfir gereyðingarvopnum og að hafa heimilað háttsettum Írökum á flótta að fara um landið. CNN-sjónvarpsstöðin kvaðst í gærkvöldi hafa heimildir fyrir því að „fjölskyldumeðlimir fyrrverandi ráðamanna í Írak og leiðtogar Baath-flokksins“ reyndu nú að flýja yfir landamærin til Sýrlands og hugsanlega þaðan til Líbýu. CNN hafði einnig eftir heimildarmönnum í Sýrlandi að ekki væri vitað til þess að fyrrverandi ráðamenn í Írak hefðu leitað hælis þar. Ari Fleischer, talsmaður Banda- ríkjaforseta, jók í gær þrýstinginn á Sýrlendinga en Bandaríkjamenn hafa á umliðnum dögum sagt að stjórnvöld þar ráði yfir gereyðing- arvopnum, hafi aðstoðað Íraka á flótta og styðji hryðjuverkamenn. „Þeir skjóta skjólshúsi yfir hryðju- verkamenn. Sýrland er hryðjuverka- ríki,“ sagði Fleischer. ´ Sýrland er á lista bandaríska ut- anríkisráðuneytisins yfir ríki sem sögð eru „styðja hryðjuverkamenn“. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa ítrekað lýst yfir því að ásakanir Bandaríkja- manna eigi ekki við rök að styðjast. Írakar á flótta hafi ekki fengið að fara um sýrlenskt land og ríkið ráði ekki yfir gereyðingarvopnum. Ísrael sé eina ríkið í þessum heimshluta sem eigi slík vopn. Þessu andmælti Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, í gær. Sagði hann efna- vopnatilraunir hafa farið fram í Sýrlandi á síðustu 12 til 15 mánuð- um. Vopnaðir menn hefðu farið frá Sýrlandi til að taka þátt í bardögum í Írak og Írakar á flótta hefðu farið um Sýrland. Sumir væru þar enn, aðrir hefðu haldið þaðan til annarra landa. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, upplýsti í gær að hann hefði rætt við Bashar al-Assad Sýr- landsforseta um liðna helgi. Forset- inn hefði heitið því að háttsettir Írakar á flótta undan Bretum og Bandaríkjamönnum yrðu stöðvaðir á landamærum Sýrlands og Íraks. Talsmaður Bandaríkjaforseta hvatti hinn „unga og óreynda leið- toga landsins“ til að horfast í augu við breytt ástand mála. Vísaði Fleischer þar til Assads forseta, sem er rúmlega þrítugur. AP Sýrlending- um hótað refsingum Fjölskyldur fyrrv. ráðamanna í Írak sagðar reyna að komast til Sýrlands ÍRASKIR lögreglumenn og banda- rískir landgönguliðar hófu í gær að fara sameiginlegar eftirlitsferðir um Bagdad. Reiði og ótti hefur gripið um sig vegna ástandsins í borginni og Bandaríkjamenn hafa verið undir miklum þrýstingi um að koma á lögum og reglu eftir rán og gripdeildir undanfarinna daga. Tókst þó ekki að koma í veg fyrir bankarán í miðborg Bagdad síð- degis í gær. Um 2000 íraskir lögreglumenn hafa gefið sig fram til að taka þátt í löggæslu, en alls voru 40 þúsund manns í lögregluliði höfuðborg- arinnar. Margir lögregluþjónar gengu hins vegar vasklegar fram í gær í að eyðileggja styttur af Sadd- am Hussein en vernda borgarana. Í gærmorgun voru 200 lögreglu- þjónar mættir til vinnu í lögreglu- skóla borgarinnar. Ekki var ljóst hvort írösku lögregluþjónarnir myndu fá að bera vopn. Ætlunin er að kanna bakgrunn yfirmanna, sem hærra eru settir. Á efri myndinni sjást bandarískir hermenn handtaka hóp manna á götu í Bagdad í gær. Mönnunum var gefið að sök að hafa geymt vopn í farartæki sínu og ætlað að sitja fyrir bandarískum hermönn- um. Því var haldið fram að menn- irnir væru arabískir vígamenn frá grannríkjum Íraks. Til hliðar sést hópur Íraka, sem kom saman til að hrópa slagorð gegn Bandaríkjamönnum. Fyrir aftan þá er verið að steypa af stalli styttu af Saddam Hussein með krana. Öryggi aukið í Bagdad AP Washington. Lundúnum. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.