Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Áttuð þér nokkuð von á óvinveittri kveðju frá bin Laden, hershöfðingi? Stefnumót við frambjóðendur Stefnir allt í góða mætingu UpplýsingamiðstöðHins hússins ogJC á Íslandi standa fyrir stefnumóti ungs fólks við frambjóð- endur stjórnmálaflokk- anna í tilefni þingkosninga á næstunni. Stefnumótið verður á Loftinu í Hinu húsinu í dag og hefst klukkan 15. Áætlað er að það standi yfir í þrjár klukkustundir. Sigfús Þór Sigmundsson er starfs- maður Upplýsingamið- stöðvar og Vinnumiðlunar Hins hússins. – Að hvers frumkvæði er stefnumótið? „Okkur í Hinu húsinu langaði til að gefa okkar markhóp, 16 til 25 ára, tækifæri til þess að hitta frambjóðendur sína, hlýða á mál- flutning þeirra og koma sínum hjartans málum á framfæri við þá. Við vissum að JC á Íslandi hafði verið með slíkan fund fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar sem lukkaðist afar vel. Þau hjá JC hafa mikla reynslu í slíku fundarhaldi og því lá beinast við að leita til þeirra. Þau tóku mjög vel í þessa hugmynd og það er búið að vera sérstaklega ánægjulegt að vinna með þeim í undirbúningnum. Ég er sannfærður um að þessi sam- vinna gagnist báðum aðilum mjög vel.“ – Liggur fyrir hvaða frambjóð- endur mæta til stefnumótsins? „Við gáfum flokkunum nokkuð frjálsar hendur varðandi hvaða frambjóðendur þeir senda, en lögð var áhersla á að frambjóðendurnir hefðu reynslu af pólitískri um- ræðu. Þeir sem mæta eru Sigurð- ur Kári Kristjánsson D-lista, Ög- mundur Jónasson VG, Gunnar Örlygsson F-lista, Sæunn Stefáns- dóttir B-lista, Katrín Júlíusdóttir og Björgvin G. Sigurðsson S- lista.“ – Er talið að unga fólkið hafi áhuga á því að hitta frambjóðend- ur á þennan hátt? „Þetta er í fyrsta skipti sem við í Hinu húsinu stöndum að svona fundi en áhuginn á fundinum sem JC stóð fyrir fyrir síðustu sveit- arstjórnarkosningar var mikill. Við í Hinu húsinu höfum líka ágæt- is tengsl við nemendur í fram- haldsskólunum og nýtum okkur þau til að koma stefnumótinu á framfæri. Viðbrögðin hjá nemend- um hafa verið mjög góð og það stefnir allt í góða mætingu.“ – Eruð þið að þessu vegna þess að þið óttist minnkandi áhuga ungs fólks á pólitík? „Nei, þvert á móti. Hingað í Hitt húsið kemur mikið af ungu fólki og mín tilfinning er sú, að áhuginn á stjórnmálum sé vaxandi hjá þess- um hópi. Það er hins vegar um- hugsunarefni hvort ungt fólki hafi tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri og hvort til- lit sé tekið til skoðana ungs fólks við ákvarðanatöku á Alþingi. Kjós- endur á aldrinum 18 til 30 ára eru um 26% kjósenda, bæði árin meðtalin, en það er enginn á þingi sem til- heyrir þessum aldurs- hópi. Yngsti þingmaðurinn er Þór- unn Sveinbjarnardóttir en hún er 37 ára og meðalaldur á þingi eftir kosningarnar 1999 var 49,9 ár. Ef gengið er út frá þeirri hugmynda- fræði að Alþingi eigi að endur- spegla þjóðina þá ættu 15 alþing- ismenn að vera á aldrinum 18 til 30 ára. Afstaða ungs fólks er oft allt önnur en afstaða eldra fólks í veigamiklum málum. Það hefur komið fram í mörgum skoðana- könnunum. Á stefnumótinu gefst ungu fólki gott tækifæri til þess að koma sínum hjartans málum á framfæri við frambjóðendur og frambjóðendum gefst sömuleiðis tækifæri til þess að heyra sjónar- mið ungs fólks.“ – Hvernig fer þetta fram? „Frambjóðendur fá tækifæri til að halda tvær ræður, með og á móti efni að eigin vali. Ræður frambjóðendanna verða að vera innan ákveðinna tímamarka og ekkert málþóf er leyft. Þau þurfa því að vera mjög vel undirbúin til þess að vel sé. Svo gefst unga fólk- inu færi á að spyrja þá út úr og kynnast þeim jafnvel betur í eigin persónu í hléi. Við verðum með umræðustjóra frá JC á Íslandi sem mun stýra funginum og halda öllu í röð og reglu þannig að allir komast að sem vilja. Þetta er í raun frábært tækifæri fyrir ungt fólk til að koma skoðunum sínum á framfæri og jafnframt hlusta á frambjóðendur flokkanna.“ – Hverjum er boðið á þetta stefnumót? „Það eru allir velkomnir á stefnumótið en við viljum auðvitað fyrst og fremst fylla salinn af ungu fólki á aldrinum 16 til 30 ára. Þó svo að aldurinn 16 til 18 ára sé ekki kominn með kosningarétt ákváð- um við að höfða líka til þeirra þar sem hann tilheyrir markhópi Hins hússins.“ – Verður eitthvað fleira á líkum nótum á ykkar vegum fram að kosningum? „Það eru ekki fleiri fundir á dagskrá, en við hvetjum ungt fólk til þess að senda okkur fyrirspurnir til frambjóðenda á netfangið hitthusid@hitthusid.is er varða alþingiskosningarnar 2003. Við munum svo senda þær til frambjóðenda og birta svörin á heimasíðu okkar, sem er www.hitt- husid.is. Við hvetjum jafnframt þá sem ekki komast á stefnumótið til að nýta sér þessa leið í staðinn.“ Sigfús Þór Sigmundsson  Sigfús Þór Sigmundsson er fæddur í Reykjavík 9. september 1973. Stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri 1994 og BA í stjórnmálafræði frá HÍ haustið 2000. Hóf í janúar undirbúnings- nám fyrir MS í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Nóvember 2000 – janúar 2002: Verkefnastjóri upplýsinga- og menningarmála í Miðgarði, fjölskylduþjónustunni í Grafarvogi, og frá febrúar 2002 starfsmaður Upplýsingamið- stöðvar og vinnumiðlunar í Hinu húsinu. Maki er Erna Hjaltested, lögfræðingur í fjármálaráðu- neytinu. Ekkert mál- þóf verður leyft FRAM kemur í nýjasta Fréttapósti Samtaka verslunar og þjónustu, að allir stjórnmálaflokkar sem nú eru á þingi vilji að ríkið hætti versl- unarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Í Fréttapóstinum segir: „Allir flokkar sem nú eru á þingi hafa staðfest við SVÞ að þeir vilji að rík- ið dragi sig úr verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og við álíka aðstæður annars staðar. Í síð- asta Fréttapósti SVÞ sagði frá svörum stjórnmálaflokkanna við nokkrum spurningum SVÞ um mál- efni sem varða verslun og þjónustu. Þar kom fram að Sjálfstæðis- flokkurinn væri eini flokkurinn sem ekki vildi gera breytingu á núver- andi verslunarrekstri ríkisins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nú hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskað eftir leiðréttingu á fyrra svari sínu í samræmi við ályktun á landsfundi flokksins nýlega, þar sem segir að mikilvægt sé að ríkið dragi sig úr verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar með er ljóst að allir þingflokkarnir lýsa því yfir að ríkið eigi að hætta verslunarrekstri í Flugstöðinni og væntanlega á öðrum flugvöllum jafnframt. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð samkeppn- isráðs um að Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hf. hafi misbeitt markaðs- ráðandi stöðu sinni gagnvart einkareknum verslunum í flugstöð- inni þegar fór fram forval um að- gang og afnot af verslunar- og þjónusturými. Nú er tækifæri fyrir stjórnvöld að grípa í taumana og breyta rekstrarforminu á þann hátt, að jöfn samkeppnisstaða verði meðal allra þeirra sem stunda verslunar- og þjónusturekstur í flugstöðinni. Allir stjórnmálaflokk- arnir eru sammála um að þessu þurfi að breyta!“ Þeir flokkar sem nú eru á þingi hafa að sögn SVÞ staðfest að þeir vilji að ríkið dragi sig úr verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Flokkarnir vilja að ríkið hætti verslun í Leifsstöð EINAR K. Guðfinnsson, alþingis- maður og formaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins, var einróma kjörinn formaður nefndar um sjálfbæra þróun og efnahags- og við- skiptamál til eins árs á nýafstöðnu þingi Alþjóða- þingmannasam- bandsins, sem haldið var í San- tíagó í Chile dag- ana 5.–12. apríl. Einar hefur átt sæti í Alþjóða- þingmannasam- bandinu síðan 1991. Hann harfði ekki tök á að sækja þingið að þessu sinni vegna anna en var samt kjörinn formaður nefndarinnar. Alþjóðaþingmannasambandið var stofnað árið 1889 og er hlutverk þess að stuðla að skoðanaskiptum þingmanna frá öllum heimshornum, hlúa að samstarfi þeirra og auka skilning á milli þjóða. 145 þjóðþing eiga aðild að Alþjóðaþingmanna- sambandinu og þar að auki eiga fimm svæðisbundin þingmanna- samtök aukaaðild að sambandinu. Allir þjóðkjörnir þingmenn aðildar- ríkjanna eru í raun aðilar að Al- þjóðaþingmannasambandinu, en Al- þingi hefur átt aðild að Alþjóðaþingmannasambandinu frá árinu 1951. Á þingum IPU er fjallað um al- þjóðamál og er þar stefnt að fram- gangi mannréttindamála sem eins grundvallarþáttar lýðræðis og þing- ræðis. Alþjóðaþingmannasamband- ið styður starfsemi Sameinuðu þjóðanna og á margvíslegt samstarf við stofnanir þeirra. Höfuðstöðvar IPU eru í Genf en sambandið hefur jafnframt skrifstofu í New York. Þing Alþjóðaþing- mannasambandsins Einar K. Guðfinns- son kjörinn formaður nefndar Einar K. Guðfinnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.