Morgunblaðið - 15.04.2003, Side 14

Morgunblaðið - 15.04.2003, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ Í ÍRAK „Reiknið ekki með því að sigri verði lýst yfir strax“ VICTORIA CLARKE, TALSMAÐUR BANDARÍSKA VARNARMÁLARÁÐUNEYTISINS, Á BLAÐAMANNAFUNDI BANDARÍSKIR landgönguliðar réðu í gær lögum og lofum í miðborg Tikrit en hún er heimaborg Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks. Tikrit var síðasta stóra borgin í land- inu sem enn var á valdi stjórnarher- liðs en um 900 Bandaríkjamenn héldu inn í hana þegar í gærmorgun og var mótspyrna lítil, einn Íraki féll en eng- inn landgönguliði, að sögn AFP- fréttastofunnar. Skærur voru þó víða í Tikrit í gær. Vincent Brooks, undirhershöfðingi og talsmaður herstjórnar banda- manna í Katar, sagði ljóst að mark- vissum aðgerðum sem ætlað væri „að kollvarpa stjórninni“ væri að ljúka. Herförin myndi því verða mæld í vik- um en ekki mánuðum. Er Bandaríkjamenn gerðu skyndi- lega innrás í úthverfin á sunnudag sáu þeir langar raðir af skriðdrekum og öðrum farartækjum Írakshers við aðalgöturnar inn í Tikrit en enga her- menn, þeir virtust hafa yfirgefið stöðvar sínar. Er á leið var þó nokkuð um að innrásarliðinu væri gerð fyr- irsát og töldu Bandaríkjamenn að alls um 2.000 íraskir hermenn væru í borginni. Fjórar herþyrlur lentu við aðalstöðvar svonefndra Píslarvotta- sveita Saddams en stöðvarnar reynd- ust mannlausar. Einnig reyndist höll Saddams yfirgefin. Fregnir bárust af því að fjöldi íraskra hermanna hefði haldið út úr borginni í norðurátt. Á myndinni sést bandarískur her- maður utan við inngang hinnar geysi- stóru hallar Saddams í Tikrit í gær. Reuters Við hallardyr Saddams COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Banda- ríkin myndu gegna „forystuhlut- verki“ í því að vernda fornminjar í Írak og taka þátt í viðgerðum á þjóð- minjasafninu í Bagdad og munum sem skemmdust þegar ræningjar létu greipar sópa um safnið í vikunni sem leið. „Bandaríkjamenn munu vinna með nokkrum einstaklingum og samtök- um, ekki aðeins að því að vernda bygginguna, heldur einnig að finna muni sem var stolið og taka þátt í að gera við þá muni sem skemmdust,“ sagði Powell. „Bandaríkjamenn gera sér grein fyrir skyldum sínum og ætla að gegna forystuhlutverki í því að vernda fornminjarnar og þjóðminja- safnið.“ Powell kvaðst hafa rætt við George Papandreou, utanríkisráðherra Grikkja, sem gegnir formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins þetta misserið, um leiðir til að vernda menningararf Íraka. Bandarískir embættismenn hefðu einnig haft sam- band við UNESCO, Menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Ræningjarnir hrifsuðu eða skemmdu muni frá því löngu fyrir Krists burð í glundroðanum í Bagdad, meðal annars leirpott frá tímum Súm- era, marmaralistaverk frá dögum Assyríuveldisins og styttur frá tímum Babýlóníu. /  ( 6#-- #+--7 89519  : 3    ! 6 95  :   5 (  :   7 ;    !) 55    !   5! < 5  0.&#= 5 *       !     *       !    !   >5 !  ! ; : 1#+#+ (M+$+ !H49<90 09%<H >< %#0+!1$0%<!+ @9% 6* 3 < 5 )<# #, -%"*#<" +  $1 22<: H ; %#+!7<!  0K%$$+ )  ?  ) 9 <#, N(   /!O%+% 9  %%"%<!+1 K%1/5+!%#0+!* K%!10+#%  !   @ => G""$#3"1  !"!+<PK+%+ %.<!+"5+9!"1 7!%!1/*+/5 ! 9% (211-1=/5+256(>.-,'/=?/?   ?A  * +<          ;  +(   $ 2 ?  ! "   #  $%& )<BC<C  @?.  AA :B  : &A  /  . ;  *  )<#,!6 7 +#+$%<"3+ H 1+3  3$1+3  %11+3  ! 1+3 0 "/7+!1+3  .+++%+ 9*$5@" @ (   Ætla að vernda fornminjar Washington. AFP. BRESKI landgönguliðinn Lee Haworth og íraski undirofurstinn Moyer Abdul Jabar gengu hlið við hlið um götur Al Faw í gær. Þeir eru kyndugt par sem heillar mannfjöld- ann sem fylgist með þeim. Mjór er mikils vísir; Haworth og Jabar eru fyrstu liðsmenn sameiginlegrar lög- reglu breska herliðsins og heima- manna í Írak. Jabar er 45 ára og eini lögreglu- maðurinn í Al Faw, sem er 10 þús- und manna bær í syðst í Írak, og hann hóf störf á laugardaginn. Áður hafði hann verið í slökkviliðinu. Bresku landgönguliðarnir, sem nú hafa það hlutverk að koma á lögum og reglu suður af Basra, telja að þetta sé heppileg leið til að losa Írak úr klóm eyðandi stjórnleysisins sem fylgdi í kjölfar falls Saddams Huss- eins. Lögregluliðið í Al Faw var hluti af valdakerfi Baath-flokks Saddams og flýði bæinn þegar stríðið braust út. Al Faw var fyrsti parturinn af Írak sem bandamenn náðu á sitt vald, og því þykir við hæfi að þar verði einn- ig stigin fyrstu skrefin við að tryggja friðinn. „Breski herinn í Írak hefur hvergi nærri nægan mannafla til löggæslu í Al Faw, Basra eða nokkurs staðar annars staðar,“ sagði Simon Rogers, kafteinn í breska hernum, sem er yf- irmaður 45 landgönguliða – og eins Íraka. Í Basra hefur það valdið nokkurri úlfúð að breska herliðið hefur fengið í lögregluliðið nokkra menn tengda Baath-flokknum, að sögn BBC. Breski varnarmálaráðherrann Geoff Hoon hafði lýst því yfir að fyrrver- andi Baath-meðlimir yrðu fengnir í lögregluliðið að undangenginni rannsókn. „Þeir eru það besta sem við höfum,“ sagði breski undir- ofurstinn Mike Riddell Webster. Heimamenn ráðn- ir í lögregluna Al Faw í Írak. AFP. AP Íraski lögreglumaðurinn Moyet Abdul Jabar, til vinstri, ásamt breskum landgönguliða og nokkrum íbúum bæjarins Al Faw í suðurhluta landsins. STANLEY McChrystal, herforingi í Bandaríkjaher, lýsti því yfir á blaða- mannafundi í varnarmálaráðuneytinu í Washington í gær að „öll meiri hátt- ar hernaðarátök“ væru nú að baki í stríðinu í Írak. Mótspyrna af hálfu íraskra hermanna væri orðin lítil og lyti engri samhæfðri stjórn. Banda- rísk hermálayfirvöld hefðu þegar ákveðið að kalla tvær flotadeildir heim frá Persaflóa. „Ég tel að við séum að þokast inn í skeið [í stríðinu] þar sem átök verða minni í sniðum, en þó snörp,“ sagði McChrystal. Victoria Clarke, tals- maður varnarmálaráðuneytisins, sagði fréttamönnum að reikna samt ekki með því að sigri verði formlega lýst yfir í bráð. Auk flugmóðurskipanna USS Kitty Hawk og USS Constellation, sem send verða til heimahafna sinna í vik- unni, hafa torséðar sprengjuflugvélar bandaríska flughersins, af gerðinni B-2 og F-117, þegar verið sendar heim. Einnig hefur verið dregið nokk- uð úr flugi orrustuþotna yfir Írak. Að sögn McChrystals eru enn farnar 700-800 árásarferðir á dag frá flug- móðurskipum. Sagði hann fjölda sprengna sem varpað er frá þotunum hafa í gær verið kominn niður fyrir 200, en verið yfir 1000 daginn áður. Hins vegar eru fleiri bandarískir landhermenn á leiðinni á vettvang. Liðsmenn 4. fótgönguherdeildar Bandaríkjahers héldu í fyrrinótt frá Kúveit inn í Írak í tveimur brynvörð- um bílalestum. Eldflaugar og meintar færan- legar tilraunastofur finnast Bandarískir landgönguliðar fundu við leit í Bagdad mikið magn vopna og skotfæra, þar á meðal 80 eldflaugar sem talið er að borið gætu sprengju- odda með kjarnorku- eða efnavopna- hleðslu. Og í Karbala, um 80 km suður af Bagdad, fundu landgönguliðar ell- efu gáma, sem að sögn hershöfðingj- ans Ben Freakly kunna að hafa þjón- að sem færanlegar tilraunastofur til framleiðslu efna- og sýklavopna. Eng- in ummerki um slík efni fundust. Aft- ur á móti kvað hátt í hálft tonn af skjölum að hafa fundizt á staðnum. Segja átökum að mestu lokið Tikrit, Washington. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.