Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ Í ÍRAK „Reiknið ekki með því að sigri verði lýst yfir strax“ VICTORIA CLARKE, TALSMAÐUR BANDARÍSKA VARNARMÁLARÁÐUNEYTISINS, Á BLAÐAMANNAFUNDI BANDARÍSKIR landgönguliðar réðu í gær lögum og lofum í miðborg Tikrit en hún er heimaborg Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks. Tikrit var síðasta stóra borgin í land- inu sem enn var á valdi stjórnarher- liðs en um 900 Bandaríkjamenn héldu inn í hana þegar í gærmorgun og var mótspyrna lítil, einn Íraki féll en eng- inn landgönguliði, að sögn AFP- fréttastofunnar. Skærur voru þó víða í Tikrit í gær. Vincent Brooks, undirhershöfðingi og talsmaður herstjórnar banda- manna í Katar, sagði ljóst að mark- vissum aðgerðum sem ætlað væri „að kollvarpa stjórninni“ væri að ljúka. Herförin myndi því verða mæld í vik- um en ekki mánuðum. Er Bandaríkjamenn gerðu skyndi- lega innrás í úthverfin á sunnudag sáu þeir langar raðir af skriðdrekum og öðrum farartækjum Írakshers við aðalgöturnar inn í Tikrit en enga her- menn, þeir virtust hafa yfirgefið stöðvar sínar. Er á leið var þó nokkuð um að innrásarliðinu væri gerð fyr- irsát og töldu Bandaríkjamenn að alls um 2.000 íraskir hermenn væru í borginni. Fjórar herþyrlur lentu við aðalstöðvar svonefndra Píslarvotta- sveita Saddams en stöðvarnar reynd- ust mannlausar. Einnig reyndist höll Saddams yfirgefin. Fregnir bárust af því að fjöldi íraskra hermanna hefði haldið út úr borginni í norðurátt. Á myndinni sést bandarískur her- maður utan við inngang hinnar geysi- stóru hallar Saddams í Tikrit í gær. Reuters Við hallardyr Saddams COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Banda- ríkin myndu gegna „forystuhlut- verki“ í því að vernda fornminjar í Írak og taka þátt í viðgerðum á þjóð- minjasafninu í Bagdad og munum sem skemmdust þegar ræningjar létu greipar sópa um safnið í vikunni sem leið. „Bandaríkjamenn munu vinna með nokkrum einstaklingum og samtök- um, ekki aðeins að því að vernda bygginguna, heldur einnig að finna muni sem var stolið og taka þátt í að gera við þá muni sem skemmdust,“ sagði Powell. „Bandaríkjamenn gera sér grein fyrir skyldum sínum og ætla að gegna forystuhlutverki í því að vernda fornminjarnar og þjóðminja- safnið.“ Powell kvaðst hafa rætt við George Papandreou, utanríkisráðherra Grikkja, sem gegnir formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins þetta misserið, um leiðir til að vernda menningararf Íraka. Bandarískir embættismenn hefðu einnig haft sam- band við UNESCO, Menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Ræningjarnir hrifsuðu eða skemmdu muni frá því löngu fyrir Krists burð í glundroðanum í Bagdad, meðal annars leirpott frá tímum Súm- era, marmaralistaverk frá dögum Assyríuveldisins og styttur frá tímum Babýlóníu. /  ( 6#-- #+--7 89519  : 3    ! 6 95  :   5 (  :   7 ;    !) 55    !   5! < 5  0.&#= 5 *       !     *       !    !   >5 !  ! ; : 1#+#+ (M+$+ !H49<90 09%<H >< %#0+!1$0%<!+ @9% 6* 3 < 5 )<# #, -%"*#<" +  $1 22<: H ; %#+!7<!  0K%$$+ )  ?  ) 9 <#, N(   /!O%+% 9  %%"%<!+1 K%1/5+!%#0+!* K%!10+#%  !   @ => G""$#3"1  !"!+<PK+%+ %.<!+"5+9!"1 7!%!1/*+/5 ! 9% (211-1=/5+256(>.-,'/=?/?   ?A  * +<          ;  +(   $ 2 ?  ! "   #  $%& )<BC<C  @?.  AA :B  : &A  /  . ;  *  )<#,!6 7 +#+$%<"3+ H 1+3  3$1+3  %11+3  ! 1+3 0 "/7+!1+3  .+++%+ 9*$5@" @ (   Ætla að vernda fornminjar Washington. AFP. BRESKI landgönguliðinn Lee Haworth og íraski undirofurstinn Moyer Abdul Jabar gengu hlið við hlið um götur Al Faw í gær. Þeir eru kyndugt par sem heillar mannfjöld- ann sem fylgist með þeim. Mjór er mikils vísir; Haworth og Jabar eru fyrstu liðsmenn sameiginlegrar lög- reglu breska herliðsins og heima- manna í Írak. Jabar er 45 ára og eini lögreglu- maðurinn í Al Faw, sem er 10 þús- und manna bær í syðst í Írak, og hann hóf störf á laugardaginn. Áður hafði hann verið í slökkviliðinu. Bresku landgönguliðarnir, sem nú hafa það hlutverk að koma á lögum og reglu suður af Basra, telja að þetta sé heppileg leið til að losa Írak úr klóm eyðandi stjórnleysisins sem fylgdi í kjölfar falls Saddams Huss- eins. Lögregluliðið í Al Faw var hluti af valdakerfi Baath-flokks Saddams og flýði bæinn þegar stríðið braust út. Al Faw var fyrsti parturinn af Írak sem bandamenn náðu á sitt vald, og því þykir við hæfi að þar verði einn- ig stigin fyrstu skrefin við að tryggja friðinn. „Breski herinn í Írak hefur hvergi nærri nægan mannafla til löggæslu í Al Faw, Basra eða nokkurs staðar annars staðar,“ sagði Simon Rogers, kafteinn í breska hernum, sem er yf- irmaður 45 landgönguliða – og eins Íraka. Í Basra hefur það valdið nokkurri úlfúð að breska herliðið hefur fengið í lögregluliðið nokkra menn tengda Baath-flokknum, að sögn BBC. Breski varnarmálaráðherrann Geoff Hoon hafði lýst því yfir að fyrrver- andi Baath-meðlimir yrðu fengnir í lögregluliðið að undangenginni rannsókn. „Þeir eru það besta sem við höfum,“ sagði breski undir- ofurstinn Mike Riddell Webster. Heimamenn ráðn- ir í lögregluna Al Faw í Írak. AFP. AP Íraski lögreglumaðurinn Moyet Abdul Jabar, til vinstri, ásamt breskum landgönguliða og nokkrum íbúum bæjarins Al Faw í suðurhluta landsins. STANLEY McChrystal, herforingi í Bandaríkjaher, lýsti því yfir á blaða- mannafundi í varnarmálaráðuneytinu í Washington í gær að „öll meiri hátt- ar hernaðarátök“ væru nú að baki í stríðinu í Írak. Mótspyrna af hálfu íraskra hermanna væri orðin lítil og lyti engri samhæfðri stjórn. Banda- rísk hermálayfirvöld hefðu þegar ákveðið að kalla tvær flotadeildir heim frá Persaflóa. „Ég tel að við séum að þokast inn í skeið [í stríðinu] þar sem átök verða minni í sniðum, en þó snörp,“ sagði McChrystal. Victoria Clarke, tals- maður varnarmálaráðuneytisins, sagði fréttamönnum að reikna samt ekki með því að sigri verði formlega lýst yfir í bráð. Auk flugmóðurskipanna USS Kitty Hawk og USS Constellation, sem send verða til heimahafna sinna í vik- unni, hafa torséðar sprengjuflugvélar bandaríska flughersins, af gerðinni B-2 og F-117, þegar verið sendar heim. Einnig hefur verið dregið nokk- uð úr flugi orrustuþotna yfir Írak. Að sögn McChrystals eru enn farnar 700-800 árásarferðir á dag frá flug- móðurskipum. Sagði hann fjölda sprengna sem varpað er frá þotunum hafa í gær verið kominn niður fyrir 200, en verið yfir 1000 daginn áður. Hins vegar eru fleiri bandarískir landhermenn á leiðinni á vettvang. Liðsmenn 4. fótgönguherdeildar Bandaríkjahers héldu í fyrrinótt frá Kúveit inn í Írak í tveimur brynvörð- um bílalestum. Eldflaugar og meintar færan- legar tilraunastofur finnast Bandarískir landgönguliðar fundu við leit í Bagdad mikið magn vopna og skotfæra, þar á meðal 80 eldflaugar sem talið er að borið gætu sprengju- odda með kjarnorku- eða efnavopna- hleðslu. Og í Karbala, um 80 km suður af Bagdad, fundu landgönguliðar ell- efu gáma, sem að sögn hershöfðingj- ans Ben Freakly kunna að hafa þjón- að sem færanlegar tilraunastofur til framleiðslu efna- og sýklavopna. Eng- in ummerki um slík efni fundust. Aft- ur á móti kvað hátt í hálft tonn af skjölum að hafa fundizt á staðnum. Segja átökum að mestu lokið Tikrit, Washington. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.