Morgunblaðið - 15.04.2003, Page 32

Morgunblaðið - 15.04.2003, Page 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ S stríð reyna á fag- mennsku blaðamanna meira en flest annað. Sagt er að Víetnam- stríðið hafi verið það fyrsta sem háð var í beinni út- sendingu. Flóastríðið var svo fyrsta ritstýrða stríðið enda hafði ráðamönnum í Bandaríkjunum ekki reynst vel að blaðamenn fengu að sinna störfum sínum svo að segja óheftir í Víetnam. Þegar upp var staðið kom í ljós að fjöl- miðlar höfðu látið nota sig í Flóastríðinu. Í Afganistan birtist stríðsfréttamennska svo í sinni dapurlegustu mynd. Geraldo Ri- vera flutti fréttir af stríðinu fyrir Fox-fréttastöðina sem er banda- rísk og í meirihlutaeigu fjölmiðla- kóngsins Ruberts Murdochs. Geraldo hafði verið stjórnandi spjallþáttar og nefndur „andlit ruslsjón- varpsins“ í New York Times. Í frétt sem hann sendi frá vígvell- inum trítlaði hann um svæði sem hann kallaði „heilagt“ í lágum og tilfinn- ingaþrungnum tón en þar áttu bandarískir hermenn að hafa fall- ið í átökum. Síðar kom í ljós að ekkert var til í frásögn Rivera. Hún hafði einungis verið tilraun óvandaðs blaðamanns til þess að búa til „safaríka“ frétt. „Hann hefur gert vígvöllinn að umfangs- miklum helgidómi sínum,“ sagði Wall Street Journal þegar upp komst um kauða. Það er ekki óþekkt í sögunni að fjölmiðlar skáldi upp atburði. Fræg er sagan af því þegar bandaríski fjölmiðlarisinn Will- iam Randolph Hearst reyndi að hefja stríð milli Bandaríkjanna og Spánar skömmu fyrir alda- mótin 1900. Blöð hans fluttu upp- diktaðar fréttir af því að Spán- verjar hefðu grandað bandaríska herskipinu Maine í höfninni í Havana á Kúbu. Þegar meint átök áttu að hefjast sendi Hearst þekktan listamann, Frederick Remington að nafni, til Havana til þess að teikna myndir við fréttirnar sem blaðamenn hans skrifuðu. Ekkert gerðist hins vegar í Havana og Remington fór fljótlega að leiðast daufleg vistin. Hann sendi skeyti til Hearst: „Allt rólegt hér. Það eru engin vandræði hér. Það verður ekkert stríð. Mig langar heim aftur.“ Að sögn ævisöguritara Hearst svar- aði blaðakóngurinn um hæl: „Farðu hvergi. Bú þú til myndir og ég skal búa til stríð.“ Sonur Hearst heldur því fram að faðir sinn hafi aldrei sent þetta fræga svarskeyti en eins og Ian Hargraves segir í nýrri bók um blaðamennsku, Journalism. Truth or Dare (2003), er það ef til vill bara viðeigandi að ein frægustu orð í sögu blaða- mennskunnar séu uppdiktuð. Þau hafa aftur á móti greypst í minni margra vegna þess að atburð- urinn var endurgerður í kvik- mynd Orsons Wells, Citizen Kane, sem er byggð á ævi Hearst. Þar hljómuðu hin fleygu orð svona: „Útvega þú prósa- ljóðin og ég skal útvega stríðið.“ Og enn reynist erfitt að greina á milli frétta og föflugerðar í þeim upplýsingum sem fjölmiðlar dreifa nú um stríðsátökin í Írak. Bæði bandamenn og Írakar hafa orðið uppvísir að því að mata fréttastöðvar á röngum eða vill- andi upplýsingum í her- fræðilegum tilgangi. Og hverju er þá að treysta? Hargraves segir það verða æ erf- iðara að greina á milli góðrar blaðamennsku og vondrar í sí- auknu upplýsingaflæðinu. Og vegna þess að neytendur þurfa ekki lengur að greiða fyrir frétta- þjónustu frekar en þeir vilja stendur þeim jafnvel á sama um það hvort fréttirnar eru vel unn- ar eða illa. Ef kostur er á ókeypis beinni útsendingu frá stríði (og það er oft raunin) sér fólk ekki endilega ástæðu til þess að borga blaðamanni fyrir að vinna frétt um það. Magn og hraði upplýs- inganna gera það líka að verkum að það gefst vart tími til að yf- irvega þær. Þessa dagana senda blaðamenn myndir í beinni út- sendingu frá vígvellinum. Þær eru síðan endurteknar oftar eftir því hversu spennandi þær eru fyrir áhorfendur: ofbeldi er eft- irsótt, mannfall bónus, eins og Hargraves kemst að orði. Auðvit- að skaðar það ekki ef blaðamað- urinn er ungur, glæsilegur og frægur. Fox-fréttastöðin ætlaði að gera út á vinsældir Geraldos Riveras en hann gekk of langt. Philip Knightley, sem hefur skrifað sögu stríðsfrétta- mennsku, benti á það fyrir nokkru að blaðamenn ættu eftir að lúta strangari stjórn hers og ráðamanna en hingað til hefur þekkst í stríði. Hann taldi að fjöl- miðlar myndu sætta sig við þetta vegna þess að þeir teldu það þjóna viðskiptalegum og pólitísk- um hagsmunum sínum best að styðja sitjandi stjórnvöld á stríðstímum. Hargraves bendir hins vegar á að fjölmiðlar standi frammi fyrir siðferðilegum vanda ef lesendur þeirra eiga til dæmis skyldfólk og vini á vígvellinum. Það sé því ekki hægt að gefa sér að fjölmiðlar taki alltaf afstöðu með ráðandi öflum. Reynslan af mætti sjónvarps- ins í Víetnam sannfærði menn hins vegar um að það þyrfti að hafa stjórn á blaðamönnum í stríði. Bretar takmörkuðu að- gang blaðamanna í Falklands- eyjastríðinu 1982. Þeir gátu hvorki komist í námunda við stríðið né sent út myndir af því nema með aðstoð hersins. Í Júgó- slavíu- og Persaflóastríðunum gátu blaðamenn nýtt sér gervi- hnattasjónvarpið og Netið til þess að senda út fréttir, og aftur og kannski enn frekar virtust þeir vera komnir í aðstöðu til þess að segja frá því sem þeir vildu. Viðbrögð hers og yfirvalda voru fólgin í því að spinna upp fréttir, eins og Hargraves bendir á. Og sú aðferð virðist hafa verið notuð meira en nokkru sinni áður í stríðinu í Írak síðustu vikur. En þar hefur einnig verið beitt ann- arri aðferð. Blaðamenn hafa fylgt vissum hersveitum inn í Írak og þannig fengið þröngt en ákaflega áhugavert sjónarhorn á stríðið. Fljótt á litið virðist þetta hafa gert blaðamönnum erfiðara fyrir að sinna störfum sínum af fag- mennsku, að minnsta kosti virtist hlutleysið í bráðri hættu þar sem blaðamenn fögnuðu falli Bagdad með herliði bandamanna. Stríðs- fréttir Ef til vill er það bara viðeigandi að ein frægustu orð í sögu blaðamennskunnar séu uppdiktuð. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ✝ Högni BjörnJónsson bifvéla- virkjameistari fædd- ist í Reykjavík 4. ágúst 1942. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 5. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Björgvin Björnsson, f. 25. desember 1915, d. 29. maí 1965, og Esther Högnadóttir, f. 6. maí 1917, d. 7. september 1992. Systkini Högna eru: 1) Högni, f. 8. júlí 1937, d. 21. júlí 1939. 2) Edda Ís- fold, f. 1. maí 1940, maki a) Garð- ar Hjálmarsson, d. 1963. b) Olgeir Einarsson, d. 1980. c) Steingrím- ur Björgvinsson, f. 31. maí 1941. Edda á þrjú börn. 3) Björgvin, f. 14. október 1944, maki Jónína Bjarnadóttir, f. 7. september 1946, þau eiga þrjú börn. 4) Mar- grét Guðný, f. 30. janúar 1947, maki Ólafur Rúnar Albertsson, f. 23. mars 1945, þau eiga þrjú börn. Högni kvæntist 2. apríl 1966 eftirlifandi eiginkonu sinni Mál- fríði Höddu Halldórsdóttur, f. 10. júní 1946. Foreldrar hennar voru Halldór Einarsson, f. 22. septem- ber 1912, d. 6. apríl 1948, og Sól- gerður Magnúsdótt- ir, f. 23. ágúst 1916, d. 29. júní 1995. Högni og Hadda eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Esther Gerður, f. 13. ágúst 1966, maki Marteinn Karlsson, f . 30. október 1961, þeirra börn eru: a) Hadda Rakel, f. 7. október 1990, b) Magnea Rut, f. 30. júní 1994, c) Birgir Þór, f. 14. september 2001. 2) Þórunn, f. 10. apríl 1971, maki Brandur Gunnarsson, f. 7. júní 1972, börn: a) Aron Högni Georgsson, f. 26. septem- ber 1988, b) Tristan Þór, f. 25. ágúst 1998. c) Birgitta Líf, 24. ágúst 2000. 3) Birgir Þór, f. 18. febrúar 1974, d. 2. október 1999. Högni útskrifaðist sem bifvéla- virki árið 1966 og vann við iðn sína alla tíð, lengst af hjá Kristni Guðnasyni hf. Einnig sat Högni nokkur ár í sveinsprófsnefnd bíl- greina við Iðnskólann í Reykjavík og Borgarholtsskóla. Síðastliðin tíu ár rak hann sitt eigið verk- stæði. Útför Högna fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku besti pabbi, við systur vilj- um kveðja þig með þessum einstöku orðum: „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjarta annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orðið sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Við viljum gera orð Davíðs Stef- ánssonar að okkar þar sem hann segir: Margt er það og margt er það, sem minningarnar vekur. Þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. Guð geymi þig, elsku pabbi. Þínar dætur Esther og Þórunn. Elsku afi. Afabörnin þín langar til að kveðja þig með 23. Davíðssálmi: Drottinn er minn hirðir,mig mun ekkert bresta. Á grænum grundumlætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, Leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottinsbý ég langa ævi. Góða nótt afi, guð geymi þig. Minning þín er ljós í lífi okkar, Aron Högni, Hadda Rakel, Magnea Rut, Tristan Þór, Birgitta Líf og Birgir Þór. Þegar nákomnir ættingjar falla frá leitar hugurinn ósjálfrátt í sjóð minninganna og upp rifjast liðnar ánægjustundir. Þannig er því nú far- ið, þegar góður frændi og vinur er fallinn frá. Högni Björn var einn af þessum góðu drengjum, sem ávallt var hægt að treysta og við voru tengdar ljúfar minningar. Við vorum systkinabörn og mín bernsku- og æskuár tengjast honum og systkin- um hans og móður, því eins og lóan kemur á vorin þá mætti hún til Eyja með systkinahópinn og dvaldi yfir sumarið og fram yfir þjóðhátíð. Hér í Vestmannaeyjum upplifðum við öll, sem tengdust býlinu Vatnsdal, mörg og margvísleg ævintýri. Í Vatnsdal voru kýr, hestar og hænsni ásamt kisum í hlöðunni. Við fórum austur á Urðir að vaða í afapolli, út á sker að veiða, lékum okkur í Helgusteinum, tröðunum, og gamla bílhýsinu hans pabba. Þá tókum við þátt í heyskapn- um á Vatnsdalstúninu og öll eignuð- umst við okkar hrífu, sem afi smíðaði og var okkur sérstaklega merkt, sem varð til þess að þeirra var gætt sem gull væri. Túnið hans afa uppi við Dalabúið, þar sem nú er flugbraut, hafði mest aðdráttarafl og þarna undum við börnin daginn út og daginn inn í leik og starfi. Á kaffitímum var drukkið inni í kofanum, sem þarna var eða setið fyrir utan í góða veðrinu. Hey- flutningarnir fóru síðan fram á bílum þeirra föður míns og Gumma frænda, en við krakkarnir lágum of- an á öllu saman. Svo komu töðugjöld- in og þá var mikið fjör hjá stórfjöl- skyldunni í Vatnsdal. Í kjölfarið kom síðan þjóðhátíðin með öllu því sem henni tilheyrði og alls þessa nutum við með Högna Birni og systkinum hans. En nú eru öll þessi ár löngu liðin og Vatnsdalur, þetta glæsilega hús, horfið ásamt gamla austurbænum, en minningarnar ljúfar og góðar lifa og af þeim er Högni Björn stór og óaðskiljanlegur hluti, enda gerði nærvera hans þær enn betri. Að lok- um viljum við, ég og mín fjölskylda, ásamt bræðrum mínum, þakka sam- fylgdina í gegnum árin, sem aldrei bar skugga á. Kæri frændi. Ég kveð þig með ljóði eftir afa okkar, Högna Sigurðs- son frá Vatnsdal: Lífsins æðsta ljós í heimi lýsir skært í mannlífs geymi, unaðshlýju öllum fær, andans glæðir yndis stundir, afli glæðir hug og mundir, sorgir græðir sárar undir, synda gróm af lýðum þvær. Þessi guðdóms geisla ljómi, gjöf frá drottins helgidómi, geislar inn í hugskot manns. Í ljósaskiptum lífs og dauða, lokaþætti böls og nauða, lýsir ljúft þeim ríka og snauða ljósið mikla kærleikans. Höddu og fjölskyldu sendi ég inni- legar samúðarkveðjur, sem og systk- inunum og fjölskyldum þeirra. Svala Hauksdóttir. „Ég hef augun mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Sálm. 121: 1–2.) Hversu oft erum við ekki minnt á að við höfum bara daginn í dag. Á morgun getur allt verið breytt. Þannig hugsaði ég þegar ég heyrði að Högni mágur minn væri látinn. Svo allt of fljótt er hann farinn, rétt rúmlega sextugur að aldri. Minning- arnar streyma fram. Ég man hann fyrst þegar hann var að stíga í væng- inn við Höddu systur mína. Ég sé þau enn fyrir mér á brúðkaupsdag- inn, brosandi og falleg, og allt lífið framundan. Högni lærði ungur bif- vélavirkjun og var það hans aðalstarf alla ævi. Annars var hann sannkall- aður þúsundþjalasmiður, hann var einstaklega handlaginn og er ég viss um að hann hefði getað gert hvað sem var, svo flinkur var hann og vandvirkur. Alveg ótrúlegt hvað þessi stóri sterki maður gat nostrað við hlutina, með flísatöng og stækk- unargleri. Endalaust var hann búa til eitt- hvað fyrir börnin sín og síðar barna- börnin. Margar ógleymanlegar minningar eigum við fjölskyldan um allar samverustundirnar í sumar- húsinu okkar austur á Síðu. Þar var Högni verkstjórinn yfir stórfjöl- skyldunni og þar sjáum við alls stað- ar handverkið hans bæði inni og úti, sem alltaf mun minna okkur á hann. Högni var einstaklega barngóður og hændust öll börn að honum, hann átti svo auðvelt með að setja sig í inn þeirra hugarheim. Ég man þegar lít- inn dreng langaði einu sinni í bjúgu í kvöldmatinn. Þá fóru þeir í lítið ferðalag upp að stórum steini, sátu þar part úr degi og reyndu að veiða bjúgu. Eitt sumarið ætluðum við að hlaða upp torfvegg og það rigndi endalaust og veggurinn var eigin- lega að „renna“ frá okkur, en Högni vildi ekki gefast upp og tjaldaði bara yfir. Þegar verkinu var lokið orti hann vísu um dagsverkið. Þessi veggur stendur enn. Hann var hag- mæltur og svaraði oft með skemmti- legum vísum. Minningarnar eru svo margar, spjall við eldhúsborðið í Keldulandi eða allar samverustund- irnar í húsinu okkar á Hörgslandi. Við vorum kannski ekki alltaf sam- mála en það var alltaf gaman hjá okkur. Elsku Hadda mín, Esther Gerður, Þórunn, tengdasynir og öll barna- börnin, sem hann dáði svo mjög og fékk aldrei nóg af. Mikið hefur verið lagt á ykkur öll. Þó að dagarnir séu dimmir núna eigið þið öll minning- arnar um hann sem eiga eftir að lýsa ykkur áfram á lífsins leið. Við Berti og börnin okkar sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að styðja ykkur öll og styrkja. Erla. Í dag kveðjum við pabba vinkonu okkar, hann Högna Björn. Við hugs- um aftur til unglingsára okkar. Ávallt vorum við velkomnar í Keldu- landið á heimili þeirra Höddu og Högna. Þar áttum við margar skemmtilegar stundir sem voru okk- ur mjög dýrmætar og eru enn þann dag í dag. Við minnumst Högna sem hlýs og góðs manns sem okkur þótti mjög vænt um. Hann var opinskár, spaugsamur og kom ávallt fram við okkur sem jafningja. Einn er maðurinn veikur en með öðrum sterkur. Einmana huga þrúgar þarflaus kvíði. Ef vinur í hjarta þitt horfir og heilræði gefur verður hugurinn heiður sem himinn bjartur og sorgar ský sópast burt. (J.G. Herder.) Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Högna og vottum Höddu, Esther, Þórunni og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Gyða, Lóa og Hrefna. HÖGNI BJÖRN JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.