Morgunblaðið - 15.04.2003, Page 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 41
HÁSKÓLINN í Reykjavík útskrif-
aði nýlega 15 manns úr versl-
unarstjóranámi Hagkaupa. Námið
byggðist á sérsniðinni lausn fyrir
stjórnendur í verslunum Hag-
kaupa með tilliti til þess bak-
grunns sem einkenndi hópinn.
Námið stunduðu verslunarstjórar
Hagkaupa ásamt nokkrum að-
stoðarverslunarstjórum og inn-
kaupamönnum á matvörusviði.
Námið hefur staðið yfir í rúmt
ár og hefur verið unnið í sam-
starfi Háskólans í Reykjavík og
Hagkaupa, en þessir aðilar hafa
skipt með sér kennslunni. Kennt
hefur verið 16 klukkustundir í
hverjum mánuði eða samtals um
130 klst.
Markmiðið er að efla þekkingu
nemenda á grundvallargreinum í
viðskiptafræðum og verslun og
gera þá betur í stakk búna til
þess að sinna því krefjandi starfi
sem verslunarstjórnun er og um
leið opna fyrir nýjar hugmyndir
um hvernig best megi koma til
móts við þarfir viðskiptavina,
segir í fréttatilkynningu.
Náminu var skipt niður í 6
hluta, kaupmennsku, verslun,
kostnaðarstýringu, upplýs-
ingakerfi, innkaup og stjórnun og
starfsmannamál. Aðaláherslan í
náminu var á verslunar- og kostn-
aðarstýringarhlutann. Meðal þess
sem kennt var í verslunarhlut-
anum var markaðsstefna, sala í
smásölu, vörumerkið, þjónusta,
hreinlæti. Í kostnaðarstjórnun
var lögð áhersla á stærðfræði,
rekstrarhagfræði, tölfræði, fjár-
hagsbókhald, rekstrarreikninga
verslana, áætlanagerð, laun,
rýrnun og hlutföll í versl-
unarrekstri. Einnig fór drjúgur
tími námsins í stjórnun og starfs-
mannamál.
Morgunblaðið/Golli
Útskrifa nemendur úr
verslunarstjóranámi
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Hag-
stofu Íslands vegna samanburðar á
útgjöldum Íslendinga og annarra
OECD-ríkja til fræðslumála:
„Í riti OECD, Education at a
Glance 2001, koma fram eftirfarandi
tölur um útgjöld Íslendinga til
fræðslumála árið 1998 sem hlutföll af
landsframleiðslu:
Útgjöld hins opinbera til fræðslu-
mála 6,55.
Útgjöld einstaklinga (meðtalin í
einkaneyslu 0,32.
Útgjöld til fræðslumála, alls 6,87.
Þessar tölur eru byggðar á sund-
urliðuðu efni sem Þjóðhagsstofnun lét
OECD í té á árinu 2000, en OECD
hefur dregið saman heildartölur og
reiknað hlutföll af landsframleiðslu.
Tölur OECD eru hærri en samrýmist
efni Þjóðhagsstofnunar og að svo
stöddu er ekki unnt að skýra hvers
vegna svo er.
Hagstofan hefur nýlega uppfært
þetta efni og kemur það meðal annars
fram á vefsíðum hennar undir liðnum
fjármál hins opinbera. Um leið hefur
eldra efni verið yfirfarið. Endurskoð-
un útgjaldatalna fyrir árið 1998 hefur
leitt til smávægilegrar breytingar,
eða sem nemur innan við 0,1% af
landsframleiðslu. Niðurstöður fyrir
árin 1998–2000 eru sem hér segir:
Útgjöld hins opinbera til fræðslu-
mála voru 5,59 árið 1998, 5,74 árið
1999 og 5, 75 árið 2000. Útgjöld ein-
staklinga (meðtalin í einkaneyslu)
voru 0,53 árið 1998, 0,55 árið 1999 og
0,56 árið 2000. Útgjöld til fræðslu-
mála alls voru því 6,12 árið 1998, 6,29
árið 1999 og 6,31 árið 2000. Ítrekað
skal að birt efni OECD sýnir hærri
tölur en samrýmast því efni sem Þjóð-
hagsstofnun vann upphaflega og lét
frá sér. Munurinn á útgjöldum hins
opinbera til fræðslumála er 0,96% af
landsframleiðslu. Mögulegt er að
OECD hafi meðaltalið útgjöld vegna
Lánasjóðs ísl. námsmanna sem skv.
skilgreiningu OECD eiga ekki að telj-
ast með í samanburðartölum á milli
landa. Þessi útgjöld hafa numið u.þ.b.
0,3% af landsframleiðslu undanfarin
ár. Sé þetta rétt til getið stendur eftir
munur á birtum tölum OECD og töl-
um Hagstofunnar (og áður Þjóðhags-
stofnunar) sem nemur um 0,6%. Sem
fyrr segir kann Hagstofan ekki skýr-
ingu á þessu mun.
Síðustu birtar tölur OECD um út-
gjöld til fræðslumála sem hlutfall af
landsframleiðslu, eru frá árinu 2000.
Séu fyrrnefndar tölur Hagstofunnar
bornar saman við tölur OECD kemur
eftirfarandi í ljós meðal annars:
Heildarútgjöld Íslendinga til
fræðslumála (einkaneysluútgjöld
meðtalin) námu 6,3% af landsfram-
leiðslu árið 2000.
Sambærileg tala fyrir meðaltal
allra OECD ríkja var 5,4%.
Af einstökum ríkjum eru Kanada,
Danmörk, Svíþjóð og Bandaríkin
með hærra hlutfall en Ísland, önn-
ur ríki jafnhá eða lægri.
Röð Norðurlandanna er eftirfar-
andi: Danmörk 6,7%, Svíþjóð 6,5%,
Ísland 6,3%, Noregur 5,9% og
Finnland 5,6%.
Tölur um útgjöld hins opinbera til
fræðslumála eru tiltæk í samanburði
fyrir árið 1999 og sýna meðal annars
eftirfarandi:
Ísland hefur hlutfallið 5,7%.
Meðaltal OECD ríkja er 4,9%.
Ríki OECD ofar Íslandi eru Aust-
urríki, Danmörk, Frakkland, Nýja
Sjáland, Noregur og Svíþjóð.
Tölur fyrir Norðurlöndin eru eft-
irfarandi: Noregur og Svíþjóð
6,5%, Danmörk 6,4%, Ísland og
Finnland 5,7%.
Ótal álitamál koma upp við saman-
burð af þessu tagi, ekki síst vegna
mismunandi skipulags menntamála í
einstökum ríkjum. Tölur einstakra
ríkja ættu hins vegar að gefa góða vís-
bendingu um þróun hvers ríkis yfir
tímann. Í því ljósi má nefna að hér á
landi hafa útgjöld hins opinbera til
fræðslumála aukist úr u.þ.b. 4% af
landsframleiðslu á fyrri hluta 9. ára-
tugarins í 4,2–4,4% um og eftir 1990.
Þau fóru í fyrsta sinn yfir 5% 1996 og
voru komin í 5,75% árið 2000 eins og
fyrr segir.
Athugasemdir frá Hagstofu Íslands
Samanburður á út-
gjöldum OECD-ríkja
til fræðslumála
„ÉG varð alveg steinhissa þegar ég
sá hvað margir mættu á kynning-
arfundinn en um leið mjög ánægð,“
segir Elísabet Jónsdóttir sem hefur
átt frumkvæði að stofnun félags fyr-
ir fólk sem býr eitt. Um 250 manns
mættu á kynningarfund um félagið
fyrir stuttu en stofnfundur þess
verður haldinn í kvöld, þriðjudag,
kl. 20 á Grand hóteli.
Hún segir að á kynningarfundinn
hafi komið fólk á öllum aldri og
margir boðið sig fram til starfa fyrir
félagið. Sérstaklega hafi verið
ánægjulegt að sjá hversu margir
karlmenn mættu á kynningarfund-
inn. „Konurnar hafa hingað til oft
verið duglegri í félagsmálunum en
það var frábært að sjá hvað margir
karlar komu líka. Það myndast
nefnilega skemmtilegasta stemning-
in í blönduðum hópi.“
Hún bætir við að hjá félaginu sé
ætlunin að búa til hópa eftir áhuga-
málum stofna t.d. bíóhóp, leikhús-
hóp, ferðahóp eða hvað sem fólk
kunni að hafa áhuga á.
Hún segir viðtökurnar sýna að
greinilega sé þörf fyrir félag af
þessu tagi hér á landi enda sé fjórð-
ungur þjóðarinnar fólk sem býr eitt.
Fólk sé mun einangraðra en áður,
samfélagið lokað og erfitt að kynn-
ast nýju fólki. „Þú getur ekkert far-
ið að spjalla við bláókunna mann-
eskju nema ef til vill á stöðum þar
sem áfengi er haft um hönd. Hér er
ýmislegt sem hefur breyst, sjón-
varpið gerir það ef til vill að verkum
að fólk heimsækir ekki lengur hvað
annað og svo ferðast allir um í bíl-
um, en hérna áður fyrr gekk fólk
meira og hitti þá hvað annað á förn-
um vegi.“
Stofnfundur félags einstæðs
fólks haldinn á Grand hóteli í kvöld
Viðtökurnar
komu á óvart
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi tilkynning frá stjórn
Skólafélags Menntaskólans við
Sund:
„Stjórn Skólafélags Menntaskól-
ans við Sund harmar þá leiðu at-
burði sem ákveðnir nemendur skól-
ans urðu valdir að í miðbæ
Reykjavíkur hinn 11. apríl. Dimm-
isjónir menntskælinga hafa sett og
eiga að setja skemmtilegan vorblæ
á mannlífið í borginni. Því miður
sneru nokkrir nemendur því í and-
hverfu sína.
Stjórnin hefur tekið málið til um-
fjöllunar og biður alla hlutaðeigandi
afsökunar á þessum atburðum.
Framferði nokkura nemanda var
skólanum og öllum nemendum hans
til skammar. Stjórnin vill hins vegar
árétta að einungis örfáir einstak-
lingar innan skólans voru að verki
og þessi atvik lýsa á engan hátt al-
mennum nemendum Menntaskólans
við Sund. Okkur þykir leitt að
ímynd skólans hafi beðið hnekki.
Stjórnin hefur ákveðið að leita
leiða með skólayfirvöldum til að
koma í veg fyrir að slíkir atburðir
endurtaki sig. Hún mun og styðja
allar ákvarðanir skólayfirvalda hvað
varðar þá sem hlut áttu að máli. Að
lokum vill stjórnin biðja alla sem
urðu fyrir ónæði eða eignatjóni inni-
legrar afsökunar fyrir hönd allra
nemenda skólans.“
Skólafélag MS harmar
atburði á dimmisjón
BÚIÐ er að endurútgefa og bæta
krossgátu- og þrautablaðið Hrafna-
spark nr. 1, 2 og 3. Í blaðinu eru um 50
þrautir af öllum stærðum og gerðum
fyrir alla aldurshópa. Hrafnasparki
hefur verið deift um allt land. Svör við
þrautunum eru aftast í hverju blaði.
Útgefandi: KRASS ehf – Sandgerði.
Ábyrgðarmaður er Hrafnhildur Val-
garðsdóttir, segir í fréttatilkynningu.
Krossgátur og þrautir
Hrafnaspark
♦ ♦ ♦