Morgunblaðið - 15.04.2003, Qupperneq 44
DAGBÓK
44 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Arnarfell kemur í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Olshana kemur í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, er lokuð
vegna flutninga, hún
verður opnuð aftur 6.
maí í Fannborg 8, áður
húsnæði Bókasafns
Kópavogs, lesstofa á
jarðhæð.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
bað, vinnustofa, leirlist
og jóga, kl. 10 og kl. 11
enska, kl. 11 dans, kl.
13 vinnustofa og
postulínsmálun, kl. 14
söngstund.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og opin handa-
vinnustofa, kl. 9–12.30
bókband og öskjugerð,
kl. 9.30 dans, kl. 10.30
leikfimi, kl. 13–16.30
opnar handavinnu- og
smíðastofur.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–13 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–12
tréskurður, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 10–
11.30 sund, kl. 13–16
leirlist, kl. 14–15 dans.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað,
kl. 10 samverustund,
kl. 14 félagsvist.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–16 vefnaður, kl. 10–
13 opin verslunin, kl.
13.30 myndband.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, tré-
skurður, kl. 10–11 leik-
fimi, kl. 12.40 versl-
unarferð í Bónus, kl.
13.15–13.45 bókabíll-
inn, kl. 9–14 hár-
greiðsla.
Korpúlfar, Graf-
arvogi, samtök eldri
borgara. Vatnsleikfimi
er í Grafarvogslaug á
þriðjudögum kl. 9.45.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 11 leik-
fimi, kl. 13 föndur og
handavinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Brids
og biljard kl. 13 saum-
ur og pútt kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Þriðjudagur: Skák kl.
13 og alkort spilað kl.
13.30. Miðvikudagur:
Göngu-Hrólfar ganga
frá Glæsibæ kl. 10.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9–16.30
vinnnustofur opnar,
m.a. glerskurður, kl.
13. boccia.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 og kl. 9.50
leikfimi, kl. 9.30 silki-
málun, handa-
vinnustofan opin, kl.
14 boccia og ganga.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 ganga,
kl. 13–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 19
gömlu dansarnir, kl.
17 línudans.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun og
glerskurður,kl. 10
boccia, kl. 11 leikfimi,
kl. 12.15 verslunarferð,
kl. 13 myndlist og hár-
greiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 boccia, kl. 13 handa-
vinna, kl. 13.30 helgi-
stund, kl. 14.30
spænska. Fótaaðgerð-
ir, hárgreiðsla.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa
og tréskurður, kl. 10–
11 boccia, kl. 9–17 hár-
greiðsla.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–16
bútasaumur og postu-
línsmálun. kl. 9.15–
15.30 handavinna, kl.
10.15–11.45 enska.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 gler-
skurður og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
og fótaaðgerð, kl. 13
handmennt og postu-
línsmálning, kl. 13–14
félagsráðgjafi, kl. 14
félagsvist.
Bridsdeild FEBK,
Gjábakka. Brids í
kvöld kl. 19.
Félag áhugamanna
um íþróttir aldraðra.
Leikfimi í Bláa salnum
kl. 11.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20,
svarað í s. 552 6644 á
fundartíma.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Kl. 20
Páskabingó.
Kívanisklúbburinn
Geysir, Mosfellsbæ.
Félagsvist spiluð í Kív-
anishúsinu í Mos-
fellsbæ í kvöld kl.
20.30.
Minningarkort
Styrktarfélags
krabbameinssjúkra
barna. Minningarkort
eru afgreidd í síma
588-7555 og 588-7559 á
skrifstofutíma. Gíró-
og kreditkortaþjón-
usta.
Í dag er þriðjudagur 15. apríl,
105. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Enginn á meiri
kærleik en þann að leggja líf sitt í
sölurnar fyrir vini sína.
(Jóh. 15, 13.)
Heimasíða ÖgmundarJónassonar, þing-
manns VG, er ein lífleg-
asta pólitíska síðan á Net-
inu. Í gær birtist þar
eftirfarandi pistill Ög-
mundar, undir fyrirsögn-
inni Kim Il Ásgrímsson:
Mörgum brá í brúnþegar þeir óku Suð-
urlandsbrautina fyrir fá-
einum dögum. Hús eitt of-
arlega við brautina hafði
nánast verið betrekt með
risastórum myndum af
Halldóri Ásgrímssyni for-
manni Framsókn-
arflokksins og Jónínu
Bjartmarz frambjóðanda
flokksins hér í Reykjavík.
Ég sá fyrst þessar myndir
kvöldið sem Sjónvarpið
sýndi styttuna af Saddam
Hussein fellda af stalli í
Bagdad. Ef til vill voru
hughrifin sterkari fyrir
bragðið. Ekki veit ég
hvaðan Framsókn-
arflokkurinn fékk þá
hugmynd að flenna for-
ystumenn sína yfir heila
húsveggi. Helst kemur
mér Norður-Kórea í hug
en þar í landi eru menn
mjög útfarnir í að koma
foringjamyndum af þess-
ari stærðargráðu fyrir á
almannafæri.
Sá hængur var á þarna
við Suðurlandsbrautina
að nokkuð vindasamt var
fyrstu dagana eftir að
þau Halldór og Jónína
voru hengd upp þannig
að þau fuku eitthvað til
og um skeið var Halldór
aðeins hálfur á hús-
veggnum. Ekki hef ég
þekkingu á veðurfari í
Norður-Kóreu en þó
kæmi mér ekki á óvart að
þar gæti verið óveðra-
samt. Sennilega væri ráð
að Halldór og félagar
horfðu til Norður-
Kóreumanna um ráðlegg-
ingar varðandi pólitísk
leiktjöld og hvernig bæri
að bregðast við þegar á
móti blési. Mér er sagt að
Norður-Kóreumenn
bregðist helst við með því
að stækka myndirnar. En
það kallar líka á góðar
festingar.“
Ögmundur svarar í öðr-um pistli svohljóð-
andi spurningu Magnúsar
Skarphéðinssonar:
„Steingrímur J. Sigfússon
sagði í þætti sem ég
horfði á, að VG ætti sér
engan höfuðandstæðing.
Hann endurtók þetta svo
aftur. Ég hafði hins vegar
alltaf litið svo á að höf-
uðandstæðingur VG væri
Sjálfstæðisflokkurinn. Er
það ekki rétt munað hjá
mér að þú hefur oftar en
einu sinni sagt op-
inberlega að Sjálfstæð-
isflokkurinn væri höf-
uðandstæðingur þíns
ágæta flokks?“
Þannig svarar Ög-
mundur: „Ekki sá ég um-
ræddan þátt. Ég held að
við séum alveg sammála
um það við Steingrímur
J. Sigfússon að við lítum
svo á að pólarnir í ís-
lenskri pólitík séu Sjálf-
stæðisflokkur og VG. Þar
svíkur minni þitt ekki og
get ég alveg fullvissað
þig um að ég er enn við
sama heygarðshornið
varðandi stjórnarmynd-
unarhugmyndir og ég hef
verið.“
STAKSTEINAR
Ögmundur, Norður-
Kórea og pólar í pólitík
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur yndi af tónlist ogbíður því, eins og svo margir Ís-
lendingar, í ofvæni eftir því að hér
rísi tónlistarhús. Það var stór áfangi
þegar ríki og borg lýstu í ársbyrjun
1999 vilja til að beita sér fyrir bygg-
ingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í
Reykjavík og í apríl í fyrra var annað
stórt skref tekið þegar sömu aðilar
undirrituðu samning um byggingu
húss af þessu tagi. En hvað svo?
Ekkert bólar á framkvæmdum og,
að því er Víkverji best veit, hefur
húsið ekki ennþá verið hannað. Hvað
þá meira. Af orðum borgarstjóra að
dæma nýverið hefjast framkvæmdir
ekki fyrr en 2007 eða 2008 í fyrsta
lagi.
Þetta er óheppilegt. Nóg er að
horfa til tveggja máttarstólpa í ís-
lensku tónlistarlífi, Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands og Íslensku óp-
erunnar, því til rökstuðnings.
Hljómsveitin, sem um árabil hefur
staðist samanburð við það besta sem
gerist úti í heimi, leikur og starfar í
kvikmyndahúsi. Húsi sem þjónar illa
þörfum hennar. Sama er að segja um
Óperuna, ört vaxandi söngstofnun
með mikinn metnað. Hún hefur að-
setur í gömlu kvikmyndahúsi. Húsi
sem hentar starfseminni hreint ekki
vel. Þetta eru svo sem ekki nýjar
staðreyndir en á þær er aldrei of oft
minnt.
x x x
SINFÓNÍAN fær samastað í tón-listarhúsinu þegar þar að kem-
ur. Svo mikið er víst. Hins vegar
bendir fátt til þess að Óperan deili
þar með henni lyklum. Margir furða
sig á þessu, einkum eftir að farið var
að ræða um þrjá sali í húsinu, þar af
einn af millistærð, fyrir sjö til átta
hundruð gesti. Salur af því tagi
myndi falla vel að þörfum Óper-
unnar en það er sætafjöldinn sem
húsbændur þar á bæ telja sig þurfa
til að standa undir kostnaði við sýn-
ingar.
Bjarni Daníelsson óperustjóri hef-
ur ítrekað vakið athygli á þessu, nú
síðast í samtali í Morgunblaðinu sl.
sunnudag. Færir hann þar fyrir því
skynsamleg rök að Óperan eigi er-
indi í tónlistarhúsið, meðal annars á
þeim forsendum að hagræði skap-
aðist vegna náinna tengsla Óp-
erunnar við Sinfóníuna. En hljóm-
sveit Óperunnar er að mestu skipuð
liðsmönnum úr Sinfóníunni.
Víkverji sér ekki annað en sambúð
Sinfóníunnar og Óperunnar gæti
orðið báðum aðilum til framdráttar.
Stofnanirnar myndu styðja við bakið
hvor á annarri og veita gagnkvæman
innblástur. Samt hafa opinberir að-
ilar sýnt þessu lítinn áhuga. Áformað
er að óperuflutningur verði „mögu-
legur“ í húsinu. Kannski verður kall-
að á Íslensku óperuna á tyllidögum?
Það hefur tekið hundrað ár að
leggja drög að byggingu sérhannaðs
tónlistarhúss. Ætli annað hús af því
tagi rísi í bráð?
Það er kannski nóg fyrir Íslensku
óperuna að eignast almennilegt
heimili árið 2103?
Verður Gamla bíó heimili Íslensku
óperunnar næstu hundrað árin?
Sturtur
sundlauganna
VIÐ lifum við endalausar
tæknibyltingar nema í
sundlaugum höfuðborgar-
svæðisins, þar eru því mið-
ur flestar sturtur þannig
útbúnar að það tekur
lengri tíma að stilla hita-
stigið en að baða sig og
myndast við þetta óþarfa
biðraðir fyrir utan sóun á
vatni.
Áður fyrr þótti ekkert
sjálfsagðara en að hafa
megnið af sturtunum með
einum krana eða sveif og
nokkrar aðrar með stilli-
möguleikum, t.d. í Laug-
ardal fyrir breytingar.
Ég legg eindregið til að
það verði prufað að hafa
þetta minnst til helminga
eða að sett verði upp
blöndunartæki sem stilla
mætti með skrúfjárni (ein
ríkisstilling). Þetta myndi í
það minnsta hjálpa krökk-
um.
Virðingarfyllst,
Kristján.
Úrtökuliðið
INNAN heilbrigðiskerfis-
ins þarf að ráða í stöður
sem losna. „Við ráðum ekki
þær gömlu,“ sagði gamli
maðurinn, ívið eldri en þær
gömlu. Hann hlýtur auðvit-
að að þurfa bráðum að
segja af sér vegna aldurs!
Það gengur náttúrulega
ekki að vera að meta hann
eitthvað sérstaklega fyrir
reynslu og þekkingu ef
hann kann ekki að meta
það hjá öðrum. Þetta með
þessar gömlu á reyndar við
ekki bara hjá heilbrigðis-
kerfinu, heldur í öllu þjóð-
félaginu. Það er ekki nóg
með að karlmenn þessa
lands vaði uppi með sjálf-
tökuliðinu, heldur eru þeir
sjálfskipaðir í úrtökuliðið
við að blása þær gömlu út
af, – sem eru stundum
miklu yngri en þeir.
Vinnusálfræðingar ættu
að rannsaka hverju sætir
mismunun kynjanna vegna
aldurs. Hvað veldur því að
úrtökuliðið starfar á þenn-
an hátt? Eru menn ekki
meðvitaðir um að kennitala
er tala á pappír sem hefur
ekkert að gera með hæfni
einstaklingsins? Bæði hjá
konum og körlum! Ég segi
skamm.
Ein 40+ og
ánægð með það.
Peningaplokk
FJÖLSKYLDAN leigði
fellihýsi hjá Tjaldvagna-
leigu Sunnevu á Selfossi
fyrir síðustu verslunar-
mannahelgi og stóð til að
hafa það í viku. Ekki var
það nú ódýrt, rúmar 40.000
kr. greitt fyrir fram.
Maður skilur nú hvers-
vegna var krafist fyrir-
framgreiðslu því fellihýsið
hélt hvorki vatni né vind-
um og var sem sofið væri
undir berum himni í guðs-
grænni náttúrunni. Á
þriðja degi gáfumst við
upp og skiluðum fellihýs-
inu. Lauk þar langþráðri
útilegu fjölskyldunnar.
Þegar krafist var endur-
greiðslu á hluta leigunnar
þar sem verið var að leigja
gallaða vöru var okkur
svarað að éta það sem úti
frysi og síðan skellt á.
Við viljum vara fólk við
óvönduðum aðilum eins og
þessum sem standa að
þessari tjaldvagnaleigu
þannig að aðrir lendi ekki í
því sama.
Ingibjörg
Guðmundsdóttir.
Tapað/fundið
Ljósblátt hjól týndist
LJÓSBLÁTT Bronco
telpnahjól (24"), glænýtt,
týndist frá Lerkihlíð í
Reykjavík 11. apríl sl. Þeir
sem geta gefið upplýsingar
um hjólið vinsamlega hafi
samband í síma 568 2868
eða 660 1040.
Dýrahald
Hvítur fress
fæst gefins
8 mánaða fallegur fress,
hvítur með svart skott og
annað eyrað svart, fæst
gefins. Þetta er mjög sér-
stakur köttur og gæfur.
Upplýsingar í síma
823 9398 og 587 2474.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Sólveig málar Maríönnu Rún og Thelma fylgist með.
Morgunblaðið/Ómar
LÁRÉTT
1 matgráðugur maður,
4 skjall, 7 korns, 8 vatns-
fall, 9 járnkrókur, 11
dýrs, 13 höfuðfat, 14 lóð,
15 mölbrjótur, 17 bæli, 20
stór geymir, 22 vinn-
ingur, 23 horskur, 24
stelur, 25 komast áfram.
LÓÐRÉTT
1 torvelda, 2 mylla, 3
ötul, 4 höfuðborg, 5
ginna, 6 gamalt, 10 há-
setaklefi, 12 flýtir, 13
sjór, 15 hamagangur,
16 undirokun, 18 sjáum,
19 kaka, 20 tölustafur,
21 yfirlið.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 strekking, 8 allar, 9 funar, 10 ill, 11 apann,
13 ilina, 15 þröng, 18 sadda, 21 aum, 22 afrit, 23 Iðunn,
24 friðsamar.
Lóðrétt: 2 telja, 3 eyrin, 4 kefli, 5 nenni, 6 haga, 7 fróa,
12 nón, 14 lóa, 15 þras, 16 ögrar, 17 gatið, 18 smita,
19 dauða, 20 Anna.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16