Morgunblaðið - 15.04.2003, Qupperneq 46
ÍÞRÓTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RÚNAR Kristinsson,
landsliðsfyrirliði í knatt-
spyrnu, var valinn maður
leiksins af dagblaðinu
Het Nieuwsblad í sigri
Lokeren á Lommel, 5:0, í
belgísku 1. deildinni á
laugardagskvöldið. Rún-
ar, sem skoraði þrennu í
leiknum, var jafnframt
valinn í lið vikunnar í
deildinni af blaðinu.
Hann fékk 3 af 4 mögu-
legum í einkunn hjá
blaðinu. Hinir íslensku
leikmennirnir hjá Lokeren, Arnar
Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson
og Marel Baldvinsson fengu allir
tvo í einkunn.
Rúnar var jafnframt kjörinn
maður leiksins í dagblaðinu Het
Laaste Nieuws, og þar var skrifað
um hann. „Hinir tryggu
aðdáendur Lokeren vita
að Rúnar Kristinsson
töfrar alltaf fram eitt-
hvað sem gleður augað.
Það er Íslendingarnir
sem vísa veginn fyrir
Lokeren í átt að Evrópu-
keppninni.“
Allt stefnir í einvígi
milli Anderlecht og
Lokeren um annað sætið
í belgísku 1. deildinni,
sem gefur þátttökurétt í
lokaumferðinni fyrir
Meistaradeild Evrópu næsta haust.
Þegar sex umferðum er ólokið er
Anderlecht stigi á undan, 11 stigum
á eftir toppliðinu Club Brugge, sem
á meistaratitilinn vísan. Lokeren er
síðan sex stigum á undan Lierse
sem er í fjórða sæti deildarinnar.
Rúnar í liði vikunnar
Rúnar
ARNAR Þór Viðarsson, fyrirliði og
miðjumaður Lokeren, á möguleika
á að verða kjörinn besti knatt-
spyrnumaður Belgíu tímabilið
2002–2003 af dagblaðinu Het
Niuewsblad. Þegar sex umferðum
er ólokið er Arnar Þór í 3.–4. sæti
yfir stigahæstu leikmenn 1. deildar-
innar í einkunnagjöf blaðsins.
Danny Boffin, þrautreyndur
landsliðsmaður Belga sem leikur
með St. Truiden, er efstur í ein-
kunnagjöfinni með 68 stig. Timmy
Simons, miðjumaður Club Brugge
og belgíska landsliðsins, er annar
með 66 stig og síðan koma þeir
Arnar Þór og franski miðjumaður-
inn Eric Joly sem leikur með Mons-
Bergen, báðir með 65 stig.
Arnar Grétarsson er skammt
undan í einkunnagjöfinni með 62
stig en Rúnar Kristinsson hefur
misst af of mörgum leikjum til að
eiga möguleika í þessari baráttu.
Hann er með 55 stig en hefur misst
úr fimm leiki í vetur. Arnar Grét-
arsson hefur misst af tveimur leikj-
um en Arnar Þór hefur leikið alla
leiki Lokeren.
Arnór Guðjohnsen var besti leik-
maður belgísku 1. deildarinnar
tímabilið 1986–1987, þá leikmaður
með Anderlecht, samkvæmt ein-
kunnagjöf Het Nieuwsblad, og það
skýrist á næstu vikum hvort Arnari
Þór takist að feta í fótspor Arnórs,
sem var markahæsti leikmaður
deildarinnar 1987.
Arnar Þór einn sá
besti í Belgíu
Arnar Þór
Níu þjóðir
vilja halda
EM 2006
NÍU þjóðir hafa lýst yfir
áhuga á að fá að halda úr-
slitakeppni Evrópumóts
landsliða í handknattleik
karla árið 2006. Þetta er
Austurríki, Tékkland, Dan-
mörk, Þýskaland, Grikkland,
Makedónía, Noregur, Sviss
og Tyrkland en mótið á að
fara fram 26. janúar til 5.
febrúar.
Á þingi evrópska hand-
knattleikssambandsins sem
fram fer í Nicosiu í Kýpur í
maí verður tekin ákvörðun
um hvar keppnishaldið fer
fram.
Næsta Evrópumót fer
fram í Slóveníu 2004 og þar
verða Íslendingar á meðal
keppenda en fjórða sætið
sem Ísland hafnaði í á
Evrópumótinu í Svíþjóð í
fyrra gaf farseðilinn til
Slóveníu.
ROY Keane, fyrirliði Manchester
United, verður næsta örugglega
með félögum sínum þegar þeir
sækja Arsenal heim í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu á morgun.
Keane fór meiddur af leikvelli undir
lok viðureignarinnar við Newcastle
á laugardaginn og var óttast að það
kynni að koma í veg fyrir þátttöku
hans í leiknum mikilvæga á High-
bury.
MEIRI vafi leikur hins vegar á að
David Beckham, Ryan Giggs, Wes
Brown og John O’Shea geti tekið
þátt í leiknum. Þrír þeir fyrrnefndu
eru meiddir í lærvöðva en O’Shea
meiddist á ökkla snemma í síðari
hálfleik gegn Newcastle.
KEVIN Keegan knattspyrnu-
stjóri Manchester City er afar
óhress með miðherjapar sitt þá
Robbie Fowler og Nicolas Anelka
en þeir hafa engan veginn staðið
undir væntinum á tímabilinu. Keeg-
an, sem greiddi 19 milljónir punda
fyrir leikmennina, hefur varað leik-
mennina við og sagt að hann kunni
jafnvel að kaupa nýja framherja í
sumar en Anelka og Fowler hefur
aðeins tekist að skora eitt mark
hvorum í síðustu átta leikjum City.
SPÆNSKA 1. deildarliðið Rayo
Vallecano sparkaði þjálfara sínum,
Paragvæanum Gustavo Benitez, í
gær í kjölfar slaks gengis liðsins á
leiktíðinni en Vallecano situr á
botni deildarinnar eftir 1:1 jafntefli
við Athletico Bilbao á heimavelli
sínum í gær.
ANTONIO Iriondu, þjálfari ung-
lingaliðsins, mun stýra liðinu til
loka keppnistímabilsins og verður
hann þriðji þjálfari liðsins á leiktíð-
inni en Benitez tók við stjórn liðsins
í janúar af Fernando Vazguez þeg-
ar liðið var í 18. sæti deildarinnar af
20 liðum. Benitez er sjöundi þjálf-
arinn á Spáni sem fær að taka poka
sinn á yfirstandandi tímabili.
ALAN Shearer, leikmaður New-
castle, hefur verið valinn besti
enski leikmaðurinn á fyrstu tíu ár-
um ensku úrvalsdeildarinnar, en
alls tóku um 750.000 manns frá 183
þjóðum þátt í valinu sem fram fór á
Netinu.
ERIC Cantona, fyrrverandi leik-
maður Manchester United og
Leeds, var kjörinn besti erlendi
leikmaðurinn á tíu fyrstu árum úr-
valsdeildarinnar.
SIR Alex Ferguson varð fyrir
valinu í kjörinu á knattspyrnustjóra
deildarinnar fyrstu tíu árin, en und-
ir hans stjórn hefur Manchester
United unnið deildarkeppnina sjö
sinnum.
AFTURELDING og ÍA leika á
grasvellinum á Tungubökkum í
Mosfellsbæ kl. 18 í kvöld. Leikurinn
er liður í deildabikarkeppni KSÍ og
átti að fara fram í Fífunni á skírdag.
FÓLK
TEITUR Þórðarson hefur breyst
geysilega mikið sem þjálfari á tíu
árum, að sögn aðstoðarþjálfara
hans hjá norska knattspyrnu-
félaginu Lyn. Fyrir tíu árum var
Sture Fladmark, leikmaður Lyn,
undir stjórn Teits, í fyrra stýrði
Fladmark liðinu með frábærum
árangri, en nú er hann hægri
hönd Teits Þórðarsonar sem sneri
aftur til Oslóarfélagsins frá
Brann að loknu síðasta tímabili.
Fladmark sagði í samtali við
Verdens Gang að sér hefði tekist
að ná miklu út úr leikmannahópi
Lyn á síðasta ári með því að vera
á lágu nótunum og reyna að fá
sem mest út úr hverjum ein-
staklingi og nýta persónuleika
hvers og eins þeirra, liðinu í hag.
Þegar Fladmark var spurður
hvort Teitur gæti unnið á slíkum
nótum svaraði hann því játandi.
„Þjálfunarstíll Teits hefur
breyst geysilega mikið frá því ég
spilaði undir hans stjórn árin
1992 og 1993. Þá stýrði hann öllu
með harðri hendi en nú er hann
mikið jákvæðari og opnari, og
hefur spurt mig mikið um hvernig
hlutirnir gengu fyrir sig á síðasta
ári.“
Fladmark kveðst hafa lært mik-
ið af Teiti. „Sérstaklega um upp-
byggingu sóknarleiks, skipulag
æfinga og fjölbreytni á þeim,
hvernig komið er fram við leik-
menn – fjölmörg lítil en mikilvæg
atriði. Í stuttu máli sagt, þá veit
Teitur allt um hvernig gera eigi
gott lið betra,“ segir Sture Flad-
mark.
Teitur hefur breyst mikið
Ég hef kennt þeim öllum,“ sagðiRaj um mótherja sína á mótinu.
Hann lagði Andra Jónsson í úrslitum
með sigri í tveimur
settum en það kom
ekki á óvart að þeir
tveir skyldu berjast í
úrslitum því þeir eru
stigahæstir tennismanna á Íslandi í
dag og Raj hefur unnið öll mótin í ár.
„Það er alveg í lagi að keppa við þá
en þarf að brjóta niður ákveðinn múr
til þess, setja upp keppnisgrímurnar
og vonandi gleymist að þjálfari sé að
mæta nemanda,“ bætti Raj við en
hann hefur búið hér á landi í 10 ár og
stuðlað að uppgangi íþróttarinnar.
„Við erum með mikið af góðum
krökkum, fleiri en áður og þar liggur
framtíðin í tennis á Íslandi. Okkar
markmið er að fjölga mótum því
þessir krakkar eiga að verða góðir í
tennis þegar þeir eru í yngri flokk-
unum.“
Í kvennaflokki lék Sigurlaug til
úrslita við Rakel Pétursdóttir og
vann 6:3 og 6:2. „Við þekkjumst
mjög vel og því eru leikirnir erfiðari
en þó að úrslitaleikurinn hafi verið
mjög erfiður var mjög gaman að
keppa – ætli ég hafi ekki haft sigur
með einbeitinguna í lagi,“ sagði Sig-
urlaug eftir mótið. Hún þekkir verð-
launapallinn ágætlega því hún var
oft Íslandsmeistari í yngri flokkun-
um en það var ekki fyrr en í fyrra að
hún vann í meistaraflokki utanhúss
og varði titil sinn innanhúss. „Það
hefur gengið vel í ár og ég vona að
það haldi áfram.“
Enn vinna Raj
og Sigurborg
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
Raj Bonifacius og Sigurlaug Sigurðardóttir urðu Íslandsmeist-
arar í tennis innanhúss á sunnudaginn.
KLUKKUSTUNDAR leik þurfti til
að knýja fram úrslit á Íslands-
mótinu í tennis sem fram fór í
Sporthúsinu í Kópavogi um
helgina. Þegar upp var staðið
tókst Sigurlaugu Sigurðardóttur
að verja titil sinn og Raj Boni-
facius hafði sigur í karlaflokki
en hann hefur einnig þjálfað
flesta mótherja sína. Það var
samt ekki annað að sjá en hann
hefði miðlað einhverju til þeirra
því þeir létu hann oft hafa mikið
fyrir stigunum sínum.
Stefán
Stefánsson
skrifar
KNATTSPYRNA
Svíþjóð
Djurgården - Halmstad ............................2:0
Gautaborg - Malmö ...................................3:0
Örebro - Hammarby .................................2:3
Staðan efstu liða:
Djurgården 2 2 0 0 6:0 6
Hammarby 2 2 0 0 6:2 6
Gautaborg 2 1 0 1 4:2 3
AIK 2 1 0 1 4:2 3
Landskrona 1 1 0 0 2:1 3
Helsingborg 2 1 0 1 4:4 3
Halmstad 2 1 0 1 2:2 3
Öster 2 1 0 1 3:4 3
Elfsborg 2 1 0 1 3:4 3
Noregur
Lyn - Brann ...............................................0:0
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Milwaukee – Indiana...........................107:98
Minnesota – Chicago...........................119:95
Portland – LA Lakers.........................101:99
Memphis – Detroit ............................107:110
Philadelphia – New Orleans.................89:94
Miami – Boston......................................86:94
Phoenix – San Antonio..........................92:85
Phoenix tryggði sér áttunda og síðasta
sætið í úrslitakeppni Vesturdeildar með
sigrinum og þar með er endanlega ljóst
hvaða 16 liða leika til úrslita um meistara-
titilinn.
SKOTFIMI
Íslandsmeistaramót, frjáls skammbyssa –
50 metrar:
Carl J. Eiríksson, SÍB .............................464
Steindór Grímsson, SFK .........................376
Bikarmeistaramót, 60 skot liggjandi riff-
ill, 50 metrar:
Carl J. Eiríksson, SÍB .............................593
(98, 99, 100, 98, 98, 100)
Arnfinnur Jónsson, SFK .........................580
Eyjólfur Óskarsson..................................576
Viðar Finnsson .........................................572
Carl J. varð bikarmeistari 2003.
ÚRSLIT