Morgunblaðið - 15.04.2003, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 8.
Sýnd kl.6. 400 kr. Sýnd kl. 10.
400
kr
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 400 kr.
Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 14.
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8 og 10.20.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
400
kr
kl. 6.30 og 9.30.
Sjónvarps-
framleiðandi
á daginn,
leigumorðingi
fyrir CIA á kvöldin
- ótrúleg sönn saga!
George Clooney og
Steven Soderbergh (Traffic)
kynna svölustu
mynd ársins!
DREW
BARRYMORE
GEORGE
CLOONEY
JULIA
ROERTS
AND SAM
ROCKWELL
CONFESSIONS OF
A DANGEROUS MIND
I
I
Kvikmyndir.com
X-97,7
áfram Ísland
Daví› Oddsson Geir H. Haarde Geir H. Haarde
Til fundar vi› flig
Húsavík
firi›judagur 15. apríl
Hótel Húsavík kl. 20.00
Ólafsfjör›ur
firi›judagur 15. apríl
Glaumbær kl. 12.00
Siglufjör›ur
firi›judagur 15. apríl
N‡ja bíó kl. 20.30
Á næstu dögum og vikum munu Daví› Oddsson, forsætisrá›herra og forma›ur Sjálfstæ›isflokksins, og Geir H.
Haarde, fjármálará›herra og varaforma›ur Sjálfstæ›isflokksins, ásamt ö›rum flingmönnum og frambjó›endum
Sjálfstæ›isflokksins halda fundi um land allt og heimsækja vinnusta›i.
Vi› hlökkum til a› fá tækifæri til a› kynnast sjónarmi›um flínum, ræ›a vi› flig um flann mikla árangur sem vi›
Íslendingar höfum í sameiningu ná› og hvernig vi› getum best tryggt a› Ísland ver›i áfram í fremstu rö›.
GLEÐISVEITIN Tequila Jazzz frá
Sankti Pétursborg heldur tónleika
á Gauki á Stöng næstkomandi laug-
ardag. Hr. Örlygur og Einar Bárð-
arson standa fyrir komu þessarar
rússnesku hljómsveitar til landsins
en möguleiki er á því að sveitin taki
þátt í tónlistarhátíðinni Iceland
Airwaves í haust.
Tequila Jazzz er með vinsælli
hljómsveitum í Rússlandi, að því er
fram kemur í tilkynningu frá skipu-
leggjendum. „Sveitin á að baki 12
plötur og hefur á síðustu árum ver-
ið á tónleikaferðalagi um Evrópu
og Bandaríkin. Eins og nafnið gef-
ur til kynna leikur hljómsveitin
blöndu af partýmúsík og rokki. Í
nokkrum lögum þeirra má meira að
segja heyra smá hipp hopp-áhrif,“
segir ennfremur í tilkynningunni
en þeim til halds og trausts á
Gauknum verður Buff, önnur gleði-
sveit, auk plötusnúða.
Hljómsveitina Tequila Jazzz
skipa Eugene „Ay-Ay-Ay“ Fedorov,
sem leikur á bassa, gítarleikarinn
Konstantin „Balbes“ Fedorov og
trommuleikarinn Konstantin „Dus-
er“ Voronov.
Aðstandendur tónleikanna vilja
hvetja alla, sem hafa gaman af því
að heyra eitthvað nýtt og vilja
kynna sér strauma og stefnur í tón-
listarheiminum, að mæta.
Vegna þess að Tequila Jazzz er
enn sem komið er óskrifað blað hér
á landi verður miðaverði stillt í hóf
en aðgangseyrir er 1.000 krónur.
Stuðhljómsveit frá Rússlandi
Hljómsveitina Tequila Jazzz skipa Eugene „Ay-Ay-Ay“ Fedorov, sem leik-
ur á bassa, gítarleikarinn Konstantin „Balbes“ Fedorov og trommuleik-
arinn Konstantin „Duser“ Voronov.
Rússneska sveitin Tequila Jazzz
spilar á Gauki á Stöng lau. 19. apríl.
Hljómsveitin Tequila Jazzz heimsækir landið
ÞAÐ má öllum vera ljóst að þegar
skemmtun á borð við „Don’t try this
at home“ er haldin klukkan 23:00 á
föstudagskvöldi er þess ekki að vænta
að áhorfendur séu settlegir eldri
borgarar í bingóhugleiðingum. Með-
alaldur gesta var þó örugglega ekki
langt yfir tilskildum 16 ára lágmarks-
aldri og menn og konur greinilega
búnir nota kvöldið vel til að „koma sér
í fíling“. Það var því hálfgerð versl-
unarmannahelgarstemning í Há-
skólabíói þetta kvöld, bæði á sviði og
utan.
Það er ekki óalgengt að fólk drekki
frá sér allt vit og fari sjálfu sér og öðr-
um að voða. En að gera það að lífsvið-
urværi sínu er nokkuð sem fáum hef-
ur dottið í hug og ábyggilega engum
öðrum á þann hátt sem Jackass-hóp-
urinn gerir. Það er eiginlega útilokað
annað en að forsprakkinn, Steve-O, sé
annaðhvort með skaddað taugakerfi
og nær ónæmur fyrir sársauka eða
hreinlega haldinn sjálfspíningarhvöt.
Eftir örstutta og lítt fyndna kynn-
ingu „Þjóðartittlingsins“ var Steve-O
mættur á sviðið og hafði
meðferðis kassa af bjór-
dósum sem hann ýmist
sprengdi með því að
berja í hausinn á sér eða
dreifði til áhorfenda.
Þetta gaf tóninn fyrir
sýninguna þar sem hann
og þó einkum félagar
hans drukku nær sleitu-
laust alla sýninguna.
Fyrsta eiginlega atriðið
var einmitt þannig að
fyrst tóku þeir salt í nef-
ið, drukku síðan gúlsopa
af tequila og kreistu síð-
an sítrónusafa í augun á
sér. Og ældu svo á sviðið í
u.þ.b. 10 mínútur!
Annars var Steve-O allt í öllu og
misþyrmdi sér nær stanslaust alla
sýninguna. Þeir Ryan Dunn og Bam
Margera sátu hjá mestallan tímann
og horfðu á, áttu aðeins eitt sólómis-
þyrmingaratriði hvor og voru þau
bæði frekar bragðdauf miðað við flest
það sem Steve-O tók sér fyrir hendur.
Dunn hjólaði á barnahjóli á fullri ferð
á snæri sem hinir strengdu á milli sín
(þannig að hálsinn lenti á snærinu og
hann skall aftur fyrir sig) og Margera
fór á hjólabretti niður nær lóðréttan
stiga (og skall auðvitað harkalega í
gólfið).
Steve-O aftur á móti skar sjálfan
sig í tunguna með glerbroti, kveikti í
hausnum á sér, lék jafnvægislistir
með búrhníf og stóran á
stiga og fleira í þeim dúr.
Hápunkturinn var svo
heftibyssuatriðið þar sem
hann heftaði fyrst brjósta-
haldara við bringuna á sér
og svo punginn á sér við
lærið á sér! Er hægt að
gera eitthvað kjánalegra?
Sýningin var kvikmynd-
uð og henni varpað upp á
sýningartjald svo alltaf
sást hvað var á seyði, jafn-
vel fyrir þá sem sátu á öft-
ustu bekkjum. Hins vegar
var hljóðblöndun afar slök
og illmögulegt að skilja
hvað þeir félagar sögðu í
hljóðnema utan orð á
stangli. Vafalaust hefur áfengisneysla
þeirra ekki hjálpað upp á skýrmælg-
ið. Inn í sýninguna var svo skotið at-
riðum sem þeir hafa tekið upp á ferða-
lagi sínu og var eitt þeirra ógeðslegra
en svo að hægt sé að lýsa í virðulegu
dagblaði. Sýningunni lauk svo afar
skyndilega og var greinilegt að marg-
ir áhorfendur höfðu átt von á meiru.
Það fer ekki hjá því, eftir að hafa setið
í stærsta sal Háskólabíós, troðfullum
af fólki sem borgaði dágóða summu
fyrir herlegheitin, og horft á fyllerí og
sjálfsmisþyrmingar þeirra fífla, að
maður spyrji sig hverjir hafi verið hin
raunverulegu fífl; við eða þeir?
Skemmtun
Háskólabíó
Háskólabíó, salur 1, föstudaginn 11. apr-
íl kl. 23.00. Fram komu Þjóðartittling-
urinn Pétur „Ding Dong“ Sigfússon og
liðsmenn úr Jackass-flokknum banda-
ríska, þ.á m. Steve-O, Bam Margera og
Ryan Dunn.
JACKASS – DON’T TRY THIS AT HOME
Svona gera bara kjána-
prik, er það ekki?
Ármann Guðmundsson
Hverjir eru fíflin?
Morgunblaðið/Jón Svavarsson