Morgunblaðið - 15.04.2003, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 51
Tvö sóltjöld
fylgja öllum
bílstólum
til páska.
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i 12. Ísl. texti.
Sýnd kl. 8. B.i 12
HK DV
Kvikmyndir.com
SV MBL
HJ MBLHK DV
Kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 10. B.i 14. Síðasta sýning
GAMLE MÆND I NYE BILER
sýnd kl. 6. ísl. texti.
28 DAYS LATER
Sýnd kl. 6. enskt tal.
RABBIT PROOF FENCE
Sýnd kl. 6. enskt tal.
ELSKER DIG FOR EVIGT
Sýnd kl. 6. ísl. texti.
EL CRIMEN DEL PADRE AMARO
sýnd kl. 8. enskur texti.
COMEDIAN
Sýnd kl. 10.20. enskt. tal.
GOOD GIRL
sýnd kl. 10.20. ísl. texti.
Sýnd kl. 8. B.i 12.
ÓHT Rás 2
BESTA HEIMILDARMYNDIN
ÓSKARSVERÐLAUN
HK DV
X-97,7
HJ MBL
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 400 kr. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Tilboð 700 kr.
Sýnd kl. 5.45. Tilboð 700 kr.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Tilboð 700 kr.
Sýnd kl. 8 og 10. Tilboð 700 kr.
400
kr
PÁSKATILBOÐ: 700 KR Í ALLA SALI
KRISTÍN Atladóttir hjá Ísfilm er í
hópi rúmlega tuttugu framleiðenda
sem hafa verið valdir til þess að taka
þátt í „Producers On The Move“,
kynningu á nýrri kynslóð framleið-
enda, á hinni þekktu kvikmyndahá-
tíð í Cannes í Frakklandi í maí.
Kristín framleiddi m.a. myndina
Mávahlátur eftir Ágúst Guðmunds-
son, sem naut vinsælda hérlendis og
velgengni á erlendri grundu.
Samtökin European Film Promo-
tion, EFP, völdu framleiðendurna til
þátttökunnar en til þess að koma til
greina þurftu þeir að hafa framleitt
að minnsta kosti eina mynd sem hef-
ur notið vinsælda í heimalandinu,
verið seld utan eða boðið á stóra
kvikmyndahátíð.
„Þetta er frekar tækifæri en við-
urkenning að því leyti að þarna gefst
manni tækifæri til að ná beint til
þess fólks, sem maður er annars að
reyna að nálgast. Það er óskaplega
mannmargt á svona hátíðum og
mörkuðum og þú veist ekki hverjir
eru hvað og erfitt er að nálgast ein-
staklingana. Þarna er valið úr og
fólki komið saman. Í því felst tæki-
færið,“ segir Kristín, sem finnst
gaman að vera í þessum hópi.
„Starf framleiðandans felst að
miklu leyti í því að koma upp sam-
böndum og tengslum. Framleið-
endur eru að því allt árið um kring.
Þarna geturðu verið nokkuð viss um
að þú hittir réttu aðilana,“ segir hún.
Áhersla á alþjóðlegt verkefni
Kristín ætlar að leggja áherslu á
kynningu á alþjóðlegu verkefni úti í
Cannes en nokkur stefnubreyting er
framundan hjá Ísfilm. „Við erum
alltaf með nokkur verkefni á okkar
könnu í þróun og undirbúningi. Ég
legg að sjálfsögðu áherslu á verkefni
sem er alþjóðlegt og krefst þess að
það þurfi að fara út fyrir landstein-
ana til að leita fjármagns. Annars
væri ég ekki að nýta þetta tæki-
færi,“ segir hún.
Hún útskýrir að framundan hjá
Ísfilm sé „ekki íslenskt verkefni sem
vantar erlent fjármagn inn í heldur
alþjóðlegt verkefni þar sem Ísland
verði sjálfsagt í minnihluta“. Um er
að ræða kvikmynd í fullri lengd,
framleidda fyrir alþjóðlegan markað
í samvinnu við alþjóðleg fyrirtæki.
„Við erum núna búin að fara í
gegnum tvö íslensk-alþjóðleg verk-
efni, þar sem verkin eru á íslenskri
tungu og slíkt. Að okkar mati er
kominn tími á að hvíla sig á því og
fara annars vegar algjörlega í ís-
lensk verkefni og hins vegar í stærri
alþjóðleg verkefni þar sem við erum
ekki með Ísland sem okkar að-
almarkaðssvæði,“ segir Kristín og
útskýrir að hún sé að vinna að tveim-
ur verkefnum af þessum toga.
Stríð og ástarþríhyrningur
Bæði verkefnin eru tilbúin til
kynningar í Cannes en hún er ekki
búin að gera upp við sig hvort verk-
efnið hún ætlar að leggja meg-
ináherslu á. „Það fer dálítið mikið
eftir tíðarandanum. Annað verkefnið
er stríðsmynd. Stríð í heiminum hafa
áhrif á framleiðslu slíkra mynda.
Þau geta haft þau áhrif að það getur
verið áhugi fyrir þeim, sérstaklega
myndum sem segja mannlegar sög-
ur af stríðum. Síðan geta þau líka
haft þau áhrif að áhuginn verður
enginn,“ útskýrir hún.
„Hitt verkefnið er saga frá París á
öðrum og þriðja áratugnum. Sagan
fjallar um hjón og er ástarþríhyrn-
ingur á milli tveggja persóna,“ segir
Kristín og bætir við að þetta sé eró-
tísk og persónuleg frásaga af hjóna-
bandi ungra málarahjóna.
Bæði handritin eru eftir Kristínu
og helsta samstarfsmann hennar og
eiginmann, Ágúst Guðmundsson.
„Þetta er nokkuð sem við erum búin
að vera að þróa í nokkur ár. Að öðru
leyti erum við búin að vera að vinna
að íslenskum verkefnum, sem eru al-
gjörlega íslensk og ekki er leitað að
erlendu fjármagni.“
Hún hefur áhuga á að reyna þessa
alþjóðlegu leið í framleiðslu kvik-
mynda. „Við höfum í raun og veru
ekki aðgang að fjármagni til að
leggja í enskumælandi myndir. Okk-
ar framlag yrði að vera lítið en við
getum hugsanlega verið með ákveð-
ið listrænt forræði og annað slíkt.
Það má prófa þessa leið eins og aðr-
ar.“
Þess má geta að Mávahlátur er á
dagskrá Sjónvarpsins klukkan 20.10
að kvöldi páskadags.
Kristín Atladóttir í hópi framleiðenda sem kynntir verða í Cannes
Frekar tækifæri en viðurkenning
ingarun@mbl.is
Kristín Atladóttir,
framleiðandi
Mávahláturs, er í
hópi útvalinna
framleiðenda, sem
fá aukið tækifæri
til að kynna ný
verkefni í Cannes.
GRANDROKK Jagúar heldur tón-
leika. Sveitin
er nýkomin
heim úr vel
heppnaðri
Lundúnareisu
þar sem hún
hélt m.a. tón-
leika á hinu
margfræga
Jazz Café fyr-
ir fullu húsi.
Sveitin heldur
svo til Belgíu í enn eina tónleikareis-
una.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is