Morgunblaðið - 26.04.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 26.04.2003, Síða 2
FRÉTTIR VÍSITALA neysluverðs hækkaði minna en vænst var í apríl eða um 0,13%, þrátt fyrir áframhaldandi hækkun á markaðsverði húsnæðis, að því er fram kemur í Hagvísum Seðlabanka Íslands, sem komu út í gær. Bent er á í ritinu að markaðs- verð húsnæðis hafi hækkað um 1½% milli mánaða. „Verð íbúðarhúsnæðis hækkar án afláts,“ segir í Hagvís- um. „Í mars var íbúðaverð á höfuð- borgarsvæðinu 9,5% hærra en fyrir ári. Raunverð íbúðarhúsnæðis er nú orðið hærra en þegar það var hæst árið 2001,“ segir þar ennfremur. Þar segir einnig að markaðsverð hús- næðis hafi hækkað samfleytt í fimm mánuði um u.þ.b. 1% eða meira á milli mánaða. „Óvenjulegt er hversu stöðug hækkunin hefur verið að undanförnu,“ segir í Hagvísum. Greiðslukortavelta í seinasta mánuði var 10,5% meiri að raungildi en fyrir ári og 8,3% meiri fyrstu þrjá mánuði ársins. Hefur notkun greiðslukorta ekki aukist jafnört í tvö ár. Hins vegar var ársvöxtur dagvöruveltu öllu dræmari en mán- uðina á undan, að því er fram kemur í Hagvísum Seðlabankans. Þar kemur einnig fram að inn- flutningur varanlegrar neysluvöru fyrstu tvo mánuði ársins jókst á föstu gengi um 57% milli ára, sem er að mati Seðlabankans í takt við aðr- ar vísbendingar um vaxandi einka- neyslu í þjóðfélaginu. Tekjur af sölu Búnaðarbanka stórbættu afkomu ríkissjóðs „Tekjur af sölu Búnaðarbankans stórbættu afkomu ríkissjóðs til marsloka og uppsveifla heldur áfram í tekjum af óbeinum sköttum. Raunvöxtur tekna af virðisauka- skatti um 10% og auknar tekjur af innflutningsgjöldum bera vitni um aukin þjóðarútgjöld. Gjöld ríkis- sjóðs hækka enn umfram tekjur án eignasölu, einkum vegna mikilla út- gjalda til félags- og menntamála. Tekjur voru nær 11 [milljarðar kr.] umfram gjöld fyrstu 3 mánuði árs- ins samanborið við 0,5 [milljarða kr.] halla á sama tíma 2002. Sé horft framhjá eignasölu versnaði hins vegar afkoma ríkisins í 4½ [millj- arða kr.] halla á fyrstu 3 mánuðum 2003 samanborið við 0,5 [milljarða kr.] halla á sama tíma 2002,“ segir í Hagvísum. Atvinnuleysi á landinu mældist 4% í seinasta mánuði. Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 0,1% milli febrúar- og marsmánaða og undanfarna 12 mánuði hefur kaup- máttur launa aukist um 3,4%, skv. Hagvísum Seðlabanka Íslands. Minni verðbólga en búist var við samkvæmt Hagvísum „Verð íbúðarhúsnæðis hækkar án afláts“ Klemmdist milli bíls og járnplatna VINNUSLYS varð á Svalbarðseyri um klukkan 20.30 í gærkvöldi þegar maður klemmdist á milli vörubíls og þungra járnplatna sem verið var að hífa upp á bílinn. Slysið olli því að maðurinn átti erf- itt um andardrátt og að sögn lögregl- unnar á Akureyri virtist hann illa haldinn. Hann var því fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Samkvæmt upplýsingum frá lækni á slysadeild sjúkrahússins var líðan mannsins þokkaleg í gærkvöldi og ekki útlit fyrir að meiðsl hans væru mjög alvarleg. Það átti þó eftir að rannsaka hann nánar. Einkavæðingarnefnd um Íslenska aðalverktaka Rætt við AV ehf. um kaup á hlut ríkisins FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stjórnendur og starfsmenn Íslenskra aðalverk- taka hf. um kaup þeirra á 39,86% hlut ríkisins í fyrirtækinu. Hópurinn myndar eignarhaldsfélagið AV ehf. sem skilaði inn tilboði í hlutinn. Einkavæðingarnefnd auglýsti eft- ir kaupendum í mars sl. en auk AV ehf. sendu Jarðboranir hf., Joco ehf. og JB byggingafélag ehf. og Tré- smiðja Snorra Hjaltasonar ehf. inn tilboð. Segir í fréttatilkynningu frá nefndinni að ákvörðunin sé í sam- ræmi við mat Verðbréfastofunnar á þeim tilboðum sem bárust. Segir í tilkynningunni að ákveðið hafi verið að leita til Verðbréfastofunnar um mat á tilboðunum út frá þeim for- sendum sem skilgreindar voru í skil- málum sölunnar og mat hennar hafi verið að ganga ætti fyrst til viðræðna við AV ehf. Þessi niðurstaða hafi ver- ið lögð fyrir ráðherranefnd um einkavæðingu, sem staðfesti hana. Að sögn Stefáns Friðfinnssonar, forstjóra Íslenskra aðalverktaka, er gert ráð fyrir að hefja viðræður strax eftir helgi. Hann segist bjart- sýnn á að kaup AV ehf. á hlutnum muni ganga eftir. „Við sem stöndum að þessu félagi erum afskaplega fegnir að þetta hafi verið niðurstað- an og ég að auki fyrir hönd fyrirtæk- isins að ljúka þessari óvissu sem hef- ur verið óþægileg,“ segir hann. Búist er við að niðurstaða fáist í viðræðurnar innan tveggja vikna. KARLMAÐUR sem slasaðist 30. mars sl. á Vatnsleysuströnd, þegar 300 kg heybaggi féll á hann, lést af völdum áverka sinna á Landspítal- anum í Fossvogi á fimmtudag. Hinn látni hét Þorkell Krist- mundsson til heimilis að Efri- Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Hann fæddist 12. september árið 1925 og var ókvæntur og barnlaus. Slysið varð með þeim hætti að heybagginn féll á hann af vörubíls- palli úr þriggja metra hæð með fyrr- greindum afleiðingum. Lést af slysförum Kynna nýja með- ferð við ónæmis- göllum LIND, félag um meðfædda ónæm- isgalla, mun kynna nýja tegund heimameðferðar fyrir sjúklinga með ónæmisgalla á aðalfundi félagsins næstkomandi þriðjudag. Nýjungin felst í því að sjúklingar og aðstandendur þeirra geti sjálfir stjórnað meðferð í heimahúsum eftir ítarlegt nám og leiðsögn en nú þegar hefur einn sjúklingur hér á landi haf- ið slíka meðferð með góðum árangri. Þekktir gallar 100 talsins Þekktir gallar innan ónæmiskerf- isins eru um 100 og eru sumir þeirra nánast einkennalausir en öðrum fylgja alvarlegri einkenni. Einstak- lingar sem eru með meðfædda ónæmisgalla eiga fremur á hættu að fá sýkingar en heilbrigðir einstak- lingar og erfiðara er að ráða við sýk- ingarnar. Einkenni sem bent gætu til ónæmisgalla eru meðal annars tíðar eyrnabólgur, endurtekin graft- arkýli í húð eða á innri líffærum og viðvarandi sveppasýking í munnholi. Framsögumenn á aðalfundinum verða Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, læknir og sérfræðingur í barnalækn- ingum og klínískri ónæmisfræði, og Sigrún Þóroddsdóttir hjúkrunar- fræðingur. RAKEL McMahon, 19 ára, var kjörin ungfrú Ísland.is í gær- kvöldi í höfuðstöðvum B&L sem hýstu fegurðarsamkeppnina. Rak- el er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi og starfar með náminu í versluninni Mango í Smáralind. Í öðru sæti varð Jónína Björk Vilhjálmsdóttir, 22 ára við- skiptanemi í Háskólanum í Reykjavík, og í þriðja sæti varð hin tvítuga Svetlana Akoulova, nemi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fjöldi manns fylgdist með keppninni. Morgunblaðið/Golli Rakel McMahon er fyrir miðju, Jónína Björk Vilhjálmsdóttir til vinstri og Svetlana Akoulova til hægri. Rakel McMahon ungfrú Ísland.is ♦ ♦ ♦ 22 HÆTTA HJÁ BÍ Ríflega fjórðungur helstu stjórn- enda Búnaðarbanka Íslands hefur sagt upp störfum og hyggst færa sig yfir til Landsbanka Íslands en af 40 stjórnendum hafa 12 sagt upp. Sam- tals hafa 22 lykilstarfsmenn Bún- aðarbankans ákveðið að færa sig um set að undanförnu. Kuldakast næstu daga Kólna á á landinu öllu næstu daga en því veldur heimskautaloft sem streymir hingað úr norðri. Búist er við snjókomu og miklum vindi um norðan- og austanvert landið og er gert ráð fyrir að kuldinn verði mest- ur á þriðjudag. Óku á 190 km hraða Tveir 17 ára piltar voru teknir í Ártúnsbrekkunni í fyrrakvöld þar sem þeir óku samsíða á tveimur sportbílum á 190 kílómetra hraða. Prófessor í véla- og iðnverkfræði segir að banaslys hefði verið óhjá- kvæmilegt hefðu piltarnir lent í árekstri. Fullfermi af úthafskarfa Fjölveiðiskipið Vilhelm Þor- steinsson EA kom í morgunsárið með fullfermi af úthafskarfa til hafn- ar í Reykjavík eftir 14 daga veiðiferð á Reykjaneshrygg. Verðmæti aflans er áætlað um 50 milljónir króna. Menningarhús endurbyggð Samkomulag um endurbyggingu þriggja menningarhúsa á Ísafirði var undirritað í gær en um er að ræða gamla sjúkrahúsið, Edinborg- arhúsið og sal tónlistarskólans. Rík- isstjórnin ákvað á fundi sínum sl. þriðjudag að verja 251 milljón króna til verkefnisins. Menem með forystu Carlos Menem, fyrrverandi for- seti Argentínu, nýtur mests fylgis fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í landinu á morgun. Ólíklegt er þó að nokkur frambjóðandi fái næg- an stuðning í fyrstu umferð og því verður væntanlega kosið aftur milli tveggja efstu manna. Óvíst að vopnin finnist George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur gefið í skyn í fyrsta sinn að óvíst sé hvort gereyðing- arvopn finnist í Írak. Vera kunni að Írakar hafi eytt þeim öllum áður en stríðið hófst. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 36 Viðskipti 12/13 Viðhorf 40 Erlent 14/16 Kirkjustarf 44/47 Höfuðborgin 20 Minningar 48/53 Akureyri 22 Myndasögur 56 Suðurnes 24 Bréf 56/57 Árborg 25 Dagbók 58/59 Landið 26 Íþróttir 60/63 Neytendur 27 Leikhús 64 Heilsa 28 Fólk 64/69 Listir 32/34 Bíó 66/69 Úr Vesturheimi 34 Ljósvakamiðlar 70 Umræðan 35/42 Veður 71 * * * L a u g a r d a g u r 26. a p r í l ˜ 2 0 0 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.