Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 6

Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA var mesti hraði sem ég hafði nokkurn tíma séð, jafnt innan- bæjar sem utan,“ segir Pétur Guð- mundsson, varðstjóri hjá lögregl- unni í Reykjavík, sem var ásamt öðrum lögreglumanni við hraðamæl- ingar á Miklubraut, vestan við Elliðaár í fyrrakvöld. Rétt fyrir klukkan ellefu var tveimur kraft- miklum sportbílum ekið niður Ár- túnsbrekkuna á 190 km hraða. Und- ir stýri voru tveir 17 ára piltar. Lendi bíll í árekstri við kyrrstæðan hlut á þessum hraða getur ekkert komið í veg fyrir dauðaslys. Ekið samsíða Bílunum var ekið nánast samsíða, annar var á akreininni lengst til vinstri en hinn var lengst til hægri. Slíkur hraði var á bílunum að Pétur segir alveg ljóst að piltarnir hafi ekki orðið varir við lögreglubílinn. Hraðamæling var staðfest með rad- ar og bílunum síðan veitt eftirför. Beðið var með að kveikja á for- gangsljósum og sírenum enda talin hætta á að lögreglan yrði stungin af en vegna hins mikla hraða höfðu sportbílarnir mikið forskot á lög- reglubílinn. Annar bílinn var stöðv- aður fljótlega og skráðu lög- reglumennirnir niður skrán- ingarnúmer á þeim bíl og héldu áfram að elta hinn bílinn sem var stöðvaður til móts við Kringluna. Piltarnir voru sviptir ökuréttindum á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu eru báðir bílarnir skráðir á foreldra eða forráðamenn piltanna. Sprengdu skalann Piltarnir tveir sprengdu sekt- arskalann. Reglugerð um hvaða sektum skuli beitt við hraðakstri þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst nær nefnilega „aðeins“ upp í 160 km/ klst. Viðurlög við slíkum akstri er 70.000 króna sekt og svipting öku- réttinda í þrjá mánuði. Jóhann Hauksson, lögfræðingur hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, segir að samkvæmt lögum verði gef- in út ákæra á hendur piltunum. Dómari muni ákveða refsinguna en hún verði varla minni en 100.000 króna sekt og svipting ökuréttinda í sex mánuði. Samkvæmt reglum sem tóku gildi um áramót fá byrjendur í akstri bráðabirgðaökuréttindi til eins árs en fullnaðarskírteini að því loknu, fullnægi þeir ákveðnum skil- yrðum m.a. þeim að hafa ekki verið sviptir ökuréttindum. Piltarnir tveir fá því ekki fullnaðarökuskírteini í bráð. Dauðaslys óhjákvæmilegt við árekstur Magnús Þór Jónsson, prófessor í véla- og iðnaðarverkfræði við Há- skóla Íslands, hefur sett upp líkan sem sýnir beyglun á bílum við árekstur. Samkvæmt þessu líkani beyglast bílar sem ekið er á 190 km hraða um meira en 1,7 metra við að aka á kyrrstæðan hlut s.s. annan bíl, vegrið eða ljósastaur. Í raun má því segja að húddið gangi aftur í aft- ursætið eða jafnvel lengra. Við slík- an árekstur duga hvorki loftpúði né svokölluð formbreytingavörn til að koma í veg fyrir dauðaslys. Hefðu piltarnir ekið aftan á bíl sem ekið var á löglegum hraða yrði beyglun á bílunum svo mikil að bú- ast mætti við stórslysi. Strangari skilyrði um bifhjól en bíla Í umferðarlögum eru sett skilyrði um aldur og reynslu þeirra sem fá réttindi til að stjórna öflugum mót- orhjólum. Hægt er að fá réttindi á minni bifhjól við 17 ára aldur. Eftir tvö ár öðlast viðkomandi réttindi á öflugt mótorhjól. Vilji menn taka próf á stóru bifhjólin, án þess að hafa reynslu af minni hjólunum, þurfa þeir að hafa náð 21 árs aldri. Engin sambærileg skilyrði eru um ökuréttindi á bifreiðum. Tveir sautján ára piltar óku sportbílum á 190 km hraða niður Ártúnsbrekku „Mesti hraði sem ég hafði nokkurn tíma séð“ Morgunblaðið/JúlíusPétur Guðmundsson útivarðstjóri og Þórir Rúnar Geirsson við eftirlit á Miklubrautinni. ÞETTA er skelfilegt, það er eina orðið yfir þetta,“ segir Sigurður Helgason, sviðsstjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu, um ofsa- aksturinn í fyrrinótt. Þetta sé þó ekki fyrsta dæmið um slíkt. Því miður sé ástandið þannig að gríðarlega stór hluti ökumanna aki langt yfir leyfi- legum hámarkshraða á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Vísar hann m.a. til sjálfvirkra hraðamælinga Gatna- málastjórans í Reykjavík og Vegagerð- arinnar. Þar kemur m.a. fram að um þriðjungur ökumanna ekur hraðar en á 90 km hraða um Ártúnsbrekku og 1% aka á a.m.k. 110 km hraða. „Þetta eru alltof háar tölur,“ segir Sig- urður og minnir á að menn hafi sjálf- stæðan vilja. „Ef menn vilja fleiri ljót slys, alvarleg meiðsli og dauðaslys, þá eiga þeir endilega að halda áfram að keyra svona. Ef ekki, þá eiga þeir að láta af þessu.“ Sigurður varast að draga álykt- anir af ungum aldri ökumannanna og bendir á að ökufantar séu á ýmsum aldri. „Þessir 17 ára gaurar eru jafnólíkir og þeir eru margir. Það er mín skoðun að það hafi orðið geysilegar framfarir í ökukennslu og í þjálfun ungra ökumanna á síðustu árum. Það hefur hreint út sagt skilað sér í stórfækkun á tjón- um hjá þeim, langt umfram aðra,“ segir hann. Viðhorf til aksturs fari eftir ýmsu, s.s. félagahópnum, uppeldi og viðhorfi til lífsins al- mennt. Þriðjungur ekur hraðar en á 90 um Ártúnsbrekku HÁSKÓLI Íslands þarf að greiða fyrrverandi prófessor við læknadeild HÍ, sjö milljónir króna vegna þess að prófessorsstaða hans var lögð nið- ur með ólögmætum hætti og réttra málsmeðferð- arreglna var ekki gætt þegar honum var vikið úr starfi um stundarsakir vegna meintrar vanrækslu í starfi, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur sem kveðinn var upp í gær. Landspítali – há- skólasjúkrahús var sýknaður af kröfum prófess- orsins. Prófessornum, Gunnari Þór Jónssyni, var sagt upp störfum 1999 en Hæstiréttur dæmdi upp- sögnina síðar ógilda. Eftir það greiddi spítalinn honum laun en deilt í málinu var um hvernig þau skyldu reiknuð. Sama ár var honum veitt lausn frá störfum sem prófessor við HÍ um stund- arsakir en störfunum við spítalann og háskólann gegndi hann samhliða. Árið 2001 ákvað deild- arráð læknadeildar að leggja niður prófessors- stöðu hans um leið og breytingar voru gerðar á skipulagi og kennslufyrirkomulagi í læknadeild. Prófessorinn krafðist m.a. bóta á þeim grund- velli að ólögmætt hafi verið að leggja stöðuna nið- ur enda um dulbúna uppsögn að ræða. Krafðist hann alls um 75 milljón króna í bætur og byggði stærstur hluti kröfunnar á því að brotinn hafi verið á honum réttur sem æviskipuðum embætt- ismanni. Vald ekki framselt með fullnægjandi hætti Dómurinn féllst ekki á að ákvörðun um að leggja niður prófessorsstöðuna hafi verið ógild og prófessorinn ætti því ekki rétt á launum til 2012. Þá hafnaði dómurinn því að eini tilgangurinn með því að leggja niður stöðuna hafi verið að koma honum úr starfi. Ákvörðun um að leggja niður stöðuna var tekin af deildarráði en ekki deildarfundi sem skv. lög- um um Háskóla Íslands fer með ákvörðunarvald í málefnum deilda skólans, í þeim málum sem deildirnar hafa á annað borð vald um. Dómurinn taldi á hinn bóginn ljóst að hvorki hafi verið tekin ákvörðun á deildarfundi að leggja niður stöðuna sem prófessorinn gegndi, né hafi deildarfundur framselt deildarráði með nægilega skýrum hætti vald til að taka slíka ákvörðun. Því hafi ekki verið staðið rétt að þessari ákvörðun og hún að því leyti ólögmæt. Héraðsdómur komst ennfremur að þeirri nið- urstöðu að réttra málsmeðferðarreglna hafi ekki verið gætt þegar prófessornum var vikið frá störfum um stundarsakir. Með því hafi prófess- ornum verið sýnd óvirðing og í málsmeðferðinni fælist ólögmæt meingerð. Var hann því talinn eiga rétt á miskabótum vegna þess og bótum vegna missis prófessorsstöðunnar, samtals sjö milljónir. Dóminn kváðu upp héraðsdómararnir Sigríður Ingvarsdóttir og Skúli J. Pálmason auk Sturlu Stefánssonar yfirlæknis. Jón Steinar Gunnlaugs- son hrl. flutti málið f.h. Gunnars Þórs. Hörður Felix Harðarson hrl. var til varnar fyrir HÍ og Óskar Norðmann hdl. fyrir Landspítalann. Fyrrverandi prófessor dæmd- ar sjö milljónir í bætur frá HÍ VETURINN sem nú er liðinn var óvenju hlýr á landinu og í Reykjavík og í Stykkishólmi var þetta þriðji hlýjasti vetur- inn frá upphafi mælinga, aðeins 1964 og 1929 voru hlýrri, sam- kvæmt upplýsingum frá Veður- stofu Íslands. Mest munaði um fádæma hlýjan desember en aðrir mán- uðir voru einnig hlýir. Í Reykjavík hefur hiti síðastliðna 12 mánuði verið hærri en með- alhiti nokkurs almanaksárs frá upphafi mælinga. Veturinn var einnig hlýr fyrir norðan, á Ak- ureyri var aðeins hlýrra 1964 en nú, en þar hófust mælingar árið 1881. Hið óvenju hlýja veðurfar í vetur getur þó engar vísbend- ingar gefið um hvernig veðrið verður í sumar, að sögn Þór- önnu Pálsdóttur veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún bendir þó á að samkvæmt spá frá Evrópsku veðurspámið- stöðinni í Reading virðist horf- ur á að meðalhiti tímabilsins apríl til júní verði yfir meðallagi á Íslandi. Óvenju hlýr vetur að baki SVEITARSTJÓRN Mýrdals- hrepps hefur ákveðið að ganga að tilboði Svisslendingsins Rudolf Lamprecht í eyðijörðina Engigarð, sem er við Heiðar- dal. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hafði sveit- arstjórnin áður ákveðið að nýta sér ekki forkaupsrétt á tveimur bújörðum, Litlu- og Stóru- Heiði í Heiðardal, sem Lamp- recht hefur gert tilboð í. Jörðin Engigarður sem verið hefur í eigu hreppsins hefur verið í eyði áratugum saman. Skv. upplýsingum Sveins Páls- sonar sveitarstjóra var ásett verð jarðarinnar 5 ½ milljón króna og er söluverðið ekki fjarri þeirri upphæð. Lamprecht, sem er umsvifa- mikill fiskiræktandi, hefur einnig samið við Veiðifélag Vatnsdalsár, Kerlingardalsár og Heiðarvatns um leigu á þessum veiðisvæðum til næstu tíu ára. SEXTÁN umsóknir bárust um stöðu forstjóra nýrrar lýð- heilsustofnunar en umsóknar- frestur um stöðuna rann út 22. apríl. Umsækjendur eru Ari Nyysti tannlæknir, Björn Daníelsson lögfræðingur, Elín Ebba Ásmundsdóttir forstöðu- iðjuþjálfi LSH, Esther Guð- mundsdóttir framkvæmda- stjóri, Guðjón Magnússon læknir, Hulda Ólafsdóttir markaðs- og rekstrarráðgjafi, Ingunn Björnsdóttir fram- kvæmdastjóri, Laufey Stein- grímsdóttir forstöðumaður, Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir, María Heimisdóttir læknir, Pétur Ó. Stephensen forstöðu- maður ÍTR, Sigurður P. Sig- mundsson forstöðumaður, Skúli Thoroddsen forstöðu- maður, Soffía Gísladóttir fé- lagsmálastjóri, Sólveig Hjalta- dóttir viðskiptafræðingur og Stefán Hrafn Jónsson lýðfræð- ingur. Tekið er á móti umsókn- um sem bera póststimpil frá 22. apríl og því geta umsóknir enn átt eftir að berast. Sextán sóttu um Ákveðið að taka tilboði Svisslendings

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.