Morgunblaðið - 26.04.2003, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.04.2003, Qupperneq 11
RÍKIÐ hefur selt fjölda prests- setra sem voru eign þjóðkirkjunn- ar án þess að hafa til þess nokkra heimild. Jarðir hafi verið teknar gegn loforðum um bætur en lof- orðin ekki efnd. Nemur þessi ólög- lega eignaupptaka í heild milljörð- um króna. Þetta segir sr. Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holti í Rangárvallasýslu og kirkjuráðs- maður. Hann situr jafnframt í samninganefnd kirkjunnar um kirkjueignir. Árið 1984 komst nefnd á vegum þáverandi dóms- og kirkjumálaráð- herra að þeirri niðurstöðu að kirkjujarðir og prestssetur sem ekki voru seldar með lögmætum hætti væru eign kirkjunnar. Árið 1997 var síðan gert samkomulag um að ríkið tæki við kirkjujörðum á móti skuldbindingu um að greiða prestum laun o.fl. Þá átti eftir að ganga eftir samningum um prests- setrin og því sem þeim fylgdi. Slík- ur samningur hefur ekki enn verið gerður. „Það verður að segjast eins og er að þó að þjóðkirkjan vilji gjarnan semja um þessi mál þá hefur ekk- ert gengið í samningaviðræðum síðustu fjögur árin,“ segir Halldór. Endanlega hafi slitnaði upp úr við- ræðunum sl. haust þegar ríkið bauð þjóðkirkjunni 150 milljónir í einni greiðslu fyrir prestssetrin og það sem þeim fylgdi ásamt öðrum skuldbindingum. Halldór segir að þjóðkirkjan vilji gera svipaðan samning um prestssetrin og gerður var um kirkjujarðirnar, þ.e. að rík- ið greiði kirkjunni árlegt arðgjald. „Þessi mál eru óafgreidd og mér finnst afskaplega erfitt að una því að ríkið sé að stefna þessum mál- um í gerðardóm eða málaferli sem við kirkjunnar menn viljum alls ekki,“ segir hann. Verðmæti lands sem tekið var af Garðakirkju 2–3 milljarðar Halldór segir að kirkjan vilji fá afhent prestssetrin enda hafi þau hvorki verið afhent ríkinu né tek- in eignarnámi. Það sem út af standi séu prestssetrin sem ríkið hafi selt án samþykkis þjóðkirkj- unnar. Verðmæti þeirra nemi ein- hverjum milljörðum. Á fundi sem kirkjuráð efndi til með fulltrúum stjórnmálaflokkanna á miðviku- dag afhenti Halldór þeim minn- isblöð um sölu prestssetursjarða. Þar kemur m.a. fram að árið 1992 hafi þáverandi landbúnaðarráð- herra gengið frá kaupsamningi um sölu 410 hektara úr Garða- kirkjueign. Stjórnvöld kirkjunnar mótmæltu þessu og m.a. lét þá- verandi biskup, Ólafur Skúlason, þinglýsa mótmælum með þinglýs- ingu kaupsamningsins. Þrátt fyrir ótvíræð lagaákvæði um að kirkjan ætti að fá andvirði sölunnar hafi kirkjan aðeins fengið greiddar tæplega 50 milljónir fyrir allt þetta land, 5,2 milljónir hafi verið greiddar út og afgangurinn greiddur á skuldabréfi til 10 ára með 2% fasta vexti á ári. Árið 1999 hafi ríkið enn selt hluta af landi Garðakirkjulandsins, sem þá var talið eign ríkisins, án nokkurs sam- ráðs við kirkjuna. Halldór segir að ef miðað sé við sölu á landi í Arn- arnesi til Jóns Ólafssonar og á landi úr Vatnsenda til Kópavogs- bæjar megi gera ráð fyrir að eign- arupptaka á landi Garðakirkju nemi 2–3 milljörðum króna að lág- marki. Halldór segir að þrátt fyrir þetta verðmat sé það alls ekki svo að kirkjan muni krefjast þess að fá fullt verð fyrir prestssetursjarðirn- ar. Um það þurfi að semja með ákveðinni árlegri arðgreiðslu. Þingvellir eru prestssetur Ósamið er um fjölda annarra prestssetursjarða og hjáleigna þeirra. „Ef við tölum um Þingvelli sem er ákaflega viðkvæmt mál og við viljum ná samkomulagi um, þá verðum við að horfast í augu við að Þingvellir eru prestssetur að lög- um og því eign kirkjunnar. Og þó að lög hafi verið sett árið 1928 um að Þingvellir séu þjóðareign þá verður ríkið að taka Þingvelli eign- arnámi og það hefur ekki verið gert,“ segir hann. Halldór minnir einnig á að prestsbústaðurinn á Þingvöllum hafi verið reistur fyrir fé úr kirkjujarðasjóði að 2⁄3 hlutum og því eign kirkjunnar. Samt sem áður hafi ríkið úthýst prestinum þaðan. „Það er ekki hægt að meta Þingvelli til verðs en það verður engu að síður að ná einhverju sam- komulagi milli ríkisins og kirkjunn- ar um Þingvelli. En það að ríkið bjóði okkur í eingreiðslu minni upphæð en andvirði húsa sem ríkið keypti á Þingvöllum á síðasta ári og vilji síðan ekki tala við okkur meira, það er ekki til sóma fyrir ríkisstjórn,“ segir Halldór. Ríki og kirkja hafa enn ekki náð samningum um prestssetur Segir ólöglega eignaupp- töku nema milljörðum FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 11 1907 Jarðeignir kirkjunnar og tíundin stóðu undir þjónustu kirkj- unnar og öðrum rekstri allt til ársins 1907. Þá tók ríkið við ábyrgð á launagreiðslum til presta og umsjá kirkjugarða og prestssetra. Miklu af jarðeignum kirkjunnar var ráðstafað frá ríkinu á 20. öld. 1984 Nefnd skipuð af dóms- og kirkjumálaráðherra kemst að þeirri niðurstöðu að kirkjan eigi kirkju- og prestssetursjarðir, aðrar en þær sem látnar hafa verið af hendi með lögmætum hætti. 1992 Kirkjan og ríkið skipa samninganefndir til að ræða framtíð- arskipan mála er varða kirkjujarðir 1997. Kirkjan og ríkið ganga frá kirkjujarðasamkomulagi. Prestssetrin standa þó út af. Ríkið fær kirkjujarðir gegn skuldbindingu um til- teknar launagreiðslur til starfsmanna kirkjunnar o.fl. 2003 Samningaviðræðum milli ríkis og kirkju um prestssetursjarðir er ólokið. Sinueldur logaði á stóru svæði haugtankinn sem tengdur var við dráttarvélina. Fór hann svo að eldinum og sprautaði yfir það svæði sem var í mestri hættu og varð þetta til þess að hefta út- breiðsluna. Á eftir komu svo slökkviliðs- menn með dælubíl til öryggis en þá var eldurinn á hröðu und- anhaldi. Ekki er vitað með vissu hverjir voru þarna að verki en svo virð- ist sem kveikt hafi verið í tímariti á milli þúfna í grasinu þar sem eldurinn byrjaði. Grunur leikur þó á að þarna hafi börn eða ung- lingar verið á ferð. MIKILL reykur sást meðfram Reykjadalsá fyrir neðan bæinn Lyngbrekku í Þingeyjarsveit og varð það til þess að heimilisfólk þar fór að gá hvað væri að ger- ast. Þegar að var komið logaði eld- ur á stóru svæði meðfram ánni í graslendinu og stefndi í norður- átt að landi Daðastaða undan sunnanvindinum sem var nokkuð stífur þann daginn. Ekki var annað að sjá en að eldurinn myndi fara áfram norð- ur dalinn ef ekkert yrði að gert og brá Hermann Aðalsteinsson bóndi fljótt við og setti vatn í Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hermann Aðalsteinsson slekkur í eldinum með dráttarvél og haugtanki. Laxamýri. Morgunblaðið. HIÐ fjölþætta samstarf sem skapast hefur á norðurslóðum var umfjöllunar- efni Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Íslands, í setningarræðu hans á Norður- þingi (Northern forum Assembly) sem hófst í Pét- ursborg í Rússlandi í gær. Við- fangsefni þingsins er framtíð sam- starfs á norðurslóðum, efling efnahagssamvinnu og viðskipta, vöxtur og viðgangur mannlífs og menningar. Þingið sitja ríkisstjórar, héraðs- stjórar, borgarstjórar og aðrir for- ystumenn frá Rússlandi, Bandaríkj- unum, Kanada og Norðurlöndum og mun forseti Íslands eiga við- ræður við ýmsa þeirra meðan á þinginu stendur. Ólafur sagði í setningarræðu sinni að skipta mætti samstarfi á norðurslóðum í fjóra flokka. Í fyrsta lagi væri samstarf ríkja inn- an Norðurskautsráðsins, Barents- ráðsins og Eystrasaltsráðsins. Í öðru lagi væri samstarf borga og héraða, í þriðja lagi samstarfsnet um 40 háskólastofnana sem kallast Háskóli norðurskautsins og loks Rannsóknarþing norðursins sem stofnað var á Íslandi árið 2000. Þá rakti hann ýmis verkefni sem blasa við á sviði umhverfisverndar á norðurslóðum. Þinginu lýkur í dag. Forseti Íslands setti Norðurþing í Pétursborg Ólafur Ragnar Grímsson Ræddi fjöl- þætt sam- starf á norð- urslóðum SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra skrifuðu í gær, á Degi umhverfisins, undir samning um innleiðingu Staðardagskrár 21 í fámennum sveitarfélögum og stuðn- ing við áform um að gera Hrísey að sjálfbæru samfélagi. Skrifað var undir samkomulagið í Hrísey. Ráð- herrarnir tveir munu beita sér fyrir því að til þessa samstarfsverkefnis verði til ráðstöfunar samtals 8 millj- ónir króna á ári á þriggja ára tíma- bili. Af þessu fé fara 2 milljónir króna á ári í þrjú ár til sérstaks þróunar- verkefnis um sjálfbært samfélag í Hrísey. Stuðningur stjórnvalda við verk- efniði í Hrísey mun m.a. renna til þess að ljúka við gerð skýrslu um orkuvinnslu í Hrísey og til þess að kaupa jarðgerðarílát, sem notuð verða til þess að jarðgera lífrænan úrgang og draga þar með verulega úr því sorpmagni sem flutt er frá eyj- unni. Fram kom í máli Sivjar Frið- leifsdóttur umhverfisráðherra að í Hrísey væru allar aðstæður, bæði af náttúrunnar hendi og hvað áhuga íbúanna varðaði, til að koma á fyr- irmyndarsamfélagi frá sjónarhóli umhverfisverndar. „Ég hef fundið fyrir mkilum áhuga hjá sveitar- stjórnarmönnum í Hrísey og hér ætla menn ekki að leggja árar í bát, heldur sækja fram með ný verkefni. Og markmiðið með fjárstyrknum er að hér í Hrísey verði sjálfbærasta samfélagið á Íslandi.“ Ragnar Jörundsson, sveitarstjóri Hríseyjarhrepps, sagði að samkomu- lagið væri aðeins skref og þróunar- verkefni að miklu stærra og meira markmiði í sjálfbærni. Það væri ein- stakt tækifæri að byggja upp fyrir- mynd að sjálfbæru samfélagi í Hrís- ey. Hann sagði stærsta verkefnið að nýta þá orkulind sem væri til staðar í eynni, þ.e. heita vatnið og ef borað yrði eftir meiru heitu vatni hefðu heimamenn ákveðnar hugmyndir um hvernig það yrði nýtt. Í fyrsta lagi að byggð yrði raforkuvinnslustöð knúin jarðvarma sem gerði eyjaskeggja sjálfbæra með eigin umhverfisvæna orku. Jafnframt að framleiða orku- gjafa fyrir rekstur ökutækja og ferj- una – rafmagn og vetni. Einnig væri hægt að nýta heita vatnið til útflutn- ings og er þar m.a. horft til Grenivík- ur. „Allt er þetta mögulegt, tæknin er til staðar og Hrísey yrði einstök á heimsvísu fyrir hreinleika með eigin umhverfisvæna orku í svo til öllum atriðum,“ sagði Ragnar. Staðardagskrá 21 er langtíma- áætlun sem nær til allra þátta í rekstri sveitarfélaga og öflugt starf fer fram í fjölmörgum sveitarfélög- um. Hins vegar er þörf á að styrkja framkvæmd hennar í smærri sveit- arfélögunum.Valgerður Sverrisdótt- ir iðnaðarráðherra sagði að í byggða- áætlun 2002–2005 væri lögð áhersla á að byggðin, atvinnulífið og náttúran væru ekki andstæður, heldur sam- verkandi þættir. Sjálfbær þróun mið- aði að því að samþætta efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg markmið, enda væru markmið sjálfbærrar þró- unar og byggðastefnu mörg hin sömu. Þá sagði iðnaðarráðherra að árangur í byggðaþróuninni byggðist ekki hvað síst á því að það tækist að virkja mannauðinn. Samningur umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra Hrísey verði sjálfbær- asta samfélag landsins Morgunblaðið/Kristján Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Sveinn Þorgrímsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðu- neytinu, og Hugi Ólafsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, gæða sér á kræklingi frá Norðurskel eftir undirskrift samningsins í Hrísey í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.