Morgunblaðið - 26.04.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.04.2003, Qupperneq 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í SEINASTA útdrætti happdrætt- isársins hjá Happdrætti DAS í vik- unni kom 10 milljóna króna vinn- ingur á miða í eigu sjómannsekkju sem býr í þjónustuíbúðum Hrafn- istu í Hafnarfirði. Í frétt frá Happdrætti DAS segir að vinningshafinn hafi jafnan átt fjóra til fimm miða en haldið eftir einum þegar hún fór á eftirlaun. Hún hefði keypt miða í upphafi til að styðja við málefnið. Vinningur- inn tryggði henni fjárhagslegt ör- yggi í ellinni sem væri afar þægileg tilfinning. Nýtt happdrættisár er nú að hefjast og verður fyrsti útdráttur 8. maí. Vinningum verður fjölgað um 20% og verður heildarfjöldi þeirra 51 þúsund. Verðmæti þeirra verður 626 milljónir króna og verður dreg- ið vikulega á fimmtudögum. Í hverri viku er aðalvinningur fjög- urra milljóna króna íbúðar- eða bílavinningur á tvöfaldan miða en tvær milljónir á einfaldan miða. Einfaldur miði kostar áfram 800 krónur. Þá segir í frétt frá happdrættinu að það hafi lengi verið fjárhags- legur bakhjarl við uppbyggingu dvalarheimila. Á næsta ári verða 50 ár liðin frá stofnun þess. Þörf sé á frekari uppbyggingu og nú sé unnið að byggingu 60 rúma hjúkrunar- álmu við Hrafnistu í Reykjavík. Nýtt happdrættis- ár hjá DAS HELMINGUR þeirra 22 sem sagt hafa upp störfum hjá Búnaðar- banka Íslands og ráðið sig hjá Landsbanka Íslands á undanförn- um dögum var í stöðu fram- kvæmdastjóra eða forstöðumanna hjá Búnaðarbanka. Þrír af fimm framkvæmdastjórum hafa sagt upp hjá Búnaðarbanka og þriðj- ungur forstöðumanna. Flestir þeirra sem sagt hafa upp störfuðu á verðbréfasviði. Að sögn Sólons R. Sigurðssonar, bankastjóra Búnaðarbanka Ís- lands, hafa viðræður átt sér stað milli Búnaðarbanka og Lands- banka um að reyna að ná saman um lok á þessu áhlaupi. Segist hann vonast til þess að því sé nú lokið. Jafnframt er unnið að sam- komulagi um hvenær þeir, sem eru bundnir samkvæmt ráðningar- samningum, geti hafið störf hjá Landsbankanum. Sólon segir að þar sé verið að tala um dagsetn- ingarnar 1. júní og 10. júní. „Átta af þeim starfsmönnum sem sagt hafa upp munu starfa hjá Bún- aðarbankanum út maí vegna þeirra verkefna sem þeir eru í en aðrir eru hættir hjá Búnaðarbank- anum,“ segir Sólon. „Það er mikil eftirsjá að þessu fólki enda allt hæft og gott starfs- fólk,“ segir Sólon. Samið við 20 manns nú þegar Hjá Landsbankanum fékkst staðfest að gengið hefði verið frá ráðningarsamningum við um 20 starfsmenn sem koma frá Bún- aðarbankanum. Ekki sé hægt að gefa upp hvenær þeir hefji störf. Í gær var gengið frá tímabund- inni ráðningu Friðriks Halldórs- sonar í starf framkvæmdastjóra verðbréfasviðs Búnaðarbankans. Friðrik starfaði áður sem forstöðu- maður verðbréfasviðs bankans eða frá 1993–1996 og sem forstöðu- maður fjárstýringar frá 1996 til ársins 1999. Frá janúar 2002 hefur Friðrik starfað sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri einstaklingssviðs bankans. Þrír af fimm framkvæmda- stjórum farnir Samkvæmt skipuriti Búnaðar- bankans frá 7. febrúar sl. skiptist starfsemi bankans í fimm svið og er framkvæmdastjóri yfir hverju sviði. Framkvæmdastjórar á fyr- irtækjasviði, verðbréfasviði og rekstrarsviði eru allir komnir yfir til Landsbanka Íslands. Flestir þeirra sem sagt hafa upp störfuðu á verðbréfasviði. Alls hafa fimm af tíu forstöðumönnum verðbréfa- sviðs, sem nafngreindir eru á skipuritinu, sagt upp. Þá hafa þrír forstöðumenn rekstrarsviðs sagt upp auk forstöðumanns lögfræði- deildar. Alls hafa þrettán manns sagt upp störfum á verðbréfasviði Bún- aðarbanka. Framkvæmdastjóri sviðsins, Yngvi Örn Kristinsson, sagði upp störfum og fór yfir til Landsbankans. Hið sama gerðu Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningar og rannsókna, Guðmundur Guðmundsson, for- stöðumaður fyrirtækjaráðgjafar, Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestingar, og Jón Þor- steinn Oddleifsson, forstöðumaður fjárstýringar. Fimmti forstöðu- maðurinn á verðbréfasviði sem sagt hefur upp er Steinþór Gunn- arsson. Hann sagði upp nokkru fyrr en hinir en mun starfa hjá Landsbankanum nú. Sjö starfs- menn til viðbótar hafa sagt upp á verðbréfasviði en þar störfuðu um 90 manns. Á rekstrarsviði Búnaðarbankans hættu fjórir, auk framkvæmda- stjórans, Sigurjóns Árnasonar, sem nú er annar bankastjóra Landsbankans. Atli Atlason, for- stöðumaður starfsmannahalds, Jó- hann Þór Sigfússon, forstöðumað- ur upplýsingatækni, og Viggó Ásgeirsson, forstöðumaður vef- deildar, sögðu allir upp og einn starfsmaður sviðsins til viðbótar. Elín Sigfúsdóttir, framkvæmda- stjóri fyrirtækjasviðs Búnaðar- banka, hefur sagt upp störfum og fer yfir til Landsbanka. Tveir starfsmenn að auki hafa sagt upp á fyrirtækjasviði. Forstöðumaður lögfræðideildar, Ársæll Hafsteinsson, er farinn yfir til Landsbanka og einn starfsmað- ur deildarinnar að auki. Flestar uppsagnir á verðbréfasviði                                          !"  #           !       "  $  %& # $%  $  %& &'  '& #    ()!*    !  %&  +,%&  %   ( &  - &    )  *+&&   "   %    &   .   , --  / , &  01 "   ",% &    2 %&*!* # ,.&  .     /  )3*!* -%&  ,  "   / + *  4 , &   (  0  4% "    #  (  2%    , / +   #       %&   ( ! ,%& * &&+  &0&    %   / 1& %                                                                  !"   #    $ % %  #          % % $   0   *   # 2&&+    3+    ( 4  .  "   %  ,&(   5     #   / ! (   5 -     / ! (    6    5   # "  -  "   % % %   %    # &&  4    , '  &   %  7-    /  1 #   2   "    %    8 &   Tuttugu og tveir færa sig úr Búnaðarbanka í Landsbanka PÓST- OG fjarskiptastofnun hefur gert Landssíma Íslands hf. að lækka heildsöluverð inn í GSM-farsímanet sitt um 15% að meðaltali frá og með 1. júní nk. Heildsöluverð hjá Lands- símanum lækki því úr 11 krónum á dagtaxta og úr 10 krónum á nætur- taxta í eitt verð, 8,92 krónur. Lækkun þessi gefur fjarskiptafyr- irtækjunum svigrúm til þess að lækka verð til neytenda á símaþjón- ustu sem tengist farsímakerfi Landssíma Íslands. Heildsöluverð í GSM-netum er það verð sem fjarskiptafyrirtæki greiða til að viðskiptavinir þeirra geti hringt í notendur annarra GSM- farsímakerfa. Sambærileg heildsöluverð hjá Og Vodafone (áður Íslandssími) eru nú 13,50 krónur og er verðmunur á heildsöluverði félaganna því 2,50 krónur á dagtaxta fyrir ákvörðun þessa. Þróun heildsöluverðs erlendis er með svipuðum hætti. Í Noregi og Svíþjóð hafa systurstofnanir Póst- og fjarskiptastofnunar gert farsíma- fyrirtækjum með umtalsverða mark- aðshlutdeild að lækka heildsöluverð. Sambærilegt verð í Noregi og Sví- þjóð eru um ISK 8, en það er lægsta heildsöluverð í Evrópu nú. Í Bret- landi er heildsöluverð á dagtaxta um 15 krónur og mun lækka í um 9 krón- ur árið 2005 í þremur 15% skrefum. Póst- og fjarskiptastofnun mun í framhaldi af ákvörðun þessari kanna markaðsstöðu Og Vodafone í þeim tilgangi að kanna hvort fyrirtækið hafi umtalsverða markaðshlutdeild í skilningi fjarskiptalaga. Reynist svo vera getur Póst- og fjarskiptastofn- un m.a. lagt þá kvöð á fyrirtækið að það verði að bjóða heildsöluverð inn í net sitt á kostnaðargrundvelli eins og Landssíma Íslands er skylt að gera. Landssímanum gert að lækka heildsöluverð NEMENDUR 7. bekkjar grunn- skólanna á Egilsstöðum og Hall- ormsstað hafa opnað nýja heimasíðu um Færeyjar. Heimasíðan er hluti af verkefninu Fitur, sem efla á samvinnu milli ís- lenskra og færeyskra skólabarna og er hér um að ræða samstarf barna í Rúnavík og á Austur-Héraði. Heimasíðan var unnin á rúmum mánuði og inniheldur greinargott yfirlit yfir mannlíf og atvinnuvegi í Færeyjum, auk myndefnis. Nemendaskipti eru hluti verkefn- isins og munu nemendur frá Rúna- vík koma austur í vor og íslensku krakkarnir fara til Færeyja í haust. Eiríkur Bj. Björgvinsson opnaði heimasíðuna formlega að viðstödd- um nemendunum sem útbjuggu hana, ásamt kennurum og skóla- stjórum. Slóð Færeyjasíðunnar er www.eg- ilsstadir.is/faereyjar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Bæjarstjóri A-Héraðs opnaði nýja heimasíðu um Færeyjar, en nemendur í 7. bekk grunnskólanna á Egilsstöðum og Eiðum unnu hana. Íslensk og færeysk skólabörn í samstarfi Egilsstöðum. Morgunblaðið. STJÓRNENDUR Landsbankans og ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo hafa skrifað undir samninga um verklokaábyrgð, ábyrgð vegna fyrirframgreiðslu og almenn bankaviðskipti vegna framkvæmda við Kárahnjúka- virkjun. Landsbanki Íslands, aðal- viðskiptabanki Impregilo á Ís- landi, í samvinnu við innlendar fjármálastofnanir og ítalska banka, stendur á bak við verkloka- ábyrgð og ábyrgð vegna fyrir- framgreiðslu til Landsvirkjunar. Ábyrgðirnar eru bæði vegna stíflu- og aðrennslisganga Kára- hnjúkavirkjunar og gilda meðan á framkvæmdum stendur. LÍ og Impregilo semja um ábyrgðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.