Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lögregludagurinn 26. apríl 2003 Kynning á lögreglunni - lögreglustöðvar opnar Í tilefni af 200 ára afmæli hinnar einkennisklæddu lögreglu verður laugardagurinn 26. apríl haldinn hátíðlegur hjá lögreglu um allt land. Verða lögreglustöðvar opnar almenningi og störf lögreglu kynnt og ýmiss búnaður hennar. Sérstöku afmælismerki lögreglunnar verður dreift til barna. Lögregludagurinn hefst kl. 11.00 með ávarpi dómsmálaráðherra, frú Sólveigar Pétursdóttur, í húsakynnum Sögusýningar lögreglunnar á Skúlagötu 21, Reykjavík. Að loknu ávarpi ráðherrans mun sérsveit Ríkislögreglustjórans vera með sýningu í samvinnu við lögregluna í Reykjavík og Landhelgisgæsluna. Opið hús Umdæmi lögreglustjóra Akranes 13.00-17.00 Akureyri 11.00-17.00 Vegna breytinga á húsnæði verður lögreglustöðin ekki opin en kynning og sögusýning lögreglu verður á Glerártorgi. Sérstök dagskrá fyrir ungt fólk o.fl. Blönduós 13.00-16.00 Bolungarvík 13.00-16.00 Borgarnes 11.00-17.00 Búðardalur 13.00-16.00 Eskifjörður 13.30-16.00 Fáskrúðsfjörður, Djúpivogur, Neskaupstaður og Eskifjörður. Hafnarfjörður 11.00-17.00 Hólmavík 11.00-17.00 Húsavík 11.00-17.00 Hvolsvöllur 13.00-16.00 Höfn 11.00-17.00 Ísafjörður 11.00-17.00 Keflavík 11.00-17.00 Lögreglustöðin í Grindavík verður einnig opin frá 13.00-16.00 Keflavíkurflugvöllur 11.00-17.00 Lögreglustöðin við Leifsstöð. Kópavogur 11.00-17.00 Lögreglusk. ríkisins 13.00-16.30 Skipulögð dagskrá með íþróttakeppni, kynningu, sýningu o.fl. Ólafsfjörður 13.00-17.00 Patreksfjörður 13.00-15.00 Reykjavík 11.00-17.00 Aðallögreglustöðin og hverfalögreglustöðvar í Reykjavík, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, nema Miðborgarstöðin við Tryggvagötu þaðan sem haldið er úti löggæslu. Ríkislögreglustjórinn 11.00-17.00 Sögusýning lögreglunnar, kynning á sérsveit og umferðardeild Ríkislögreglustjórans. Sauðárkrókur 13.00-16.00 Selfoss 11.00-17.00 Seyðisfjörður 13.00-15.00 Egilsstaðir, Vopnafjörður og Seyðisfjörður. Siglufjörður 13.00-17.00 Snæfellsnes 13.00-16.00 Stykkishólmur, Snæfellsbær og Grundarfjörður. Vestmannaeyjar 11.00-17.00 Vík 11.00-15.00 Ríkislögreglustjóri hvetur almenning um allt land til að koma á lögreglustöðvar og sýningar lögreglu, ræða við lögreglustjóra og lögreglumenn og kynnast þannig starfsemi lögreglunnar. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga sem fram fara laugardaginn 10. maí 2003 er hafin. Kosið er frá kl. 9:00 til 21:00 á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, 3. hæð, frá mánudegi til föstudags og milli kl. 14:00 og 17:00 á laugardögum og sunnudögum. Á kjördag er opið frá kl. 10:00 til 21:00. Á skrifstofu embættisins í Ráðhúsinu á Dalvík er kosið milli kl. 9:00 og 15:00 frá mánudegi til föstudags. Kosið er hjá hreppstjórum í Grýtubakkahreppi og Grímsey eftir samkomulagi við þá. Sýslumaðurinn á Akureyri, 25. apríl 2003, Björn Jósef Arnviðarson. Þuríður Backman alþingismaður sem skipar 2. sæti VG í Norðaust- urkjördæmi er gestur á 15. laugardagsfundi hjá Vinstrihreyf- ingunni grænu framboði á Akureyri í dag, laugardaginn 26. apríl kl. 11 í kosningamiðstöðinni við Hafn- arstræti 94. Þuríður ræðir heilbrigð- ismál, umhverfismál og kosninga- baráttuna vítt og breitt á þessum fundi. Í DAG NÁMSKEIÐ um ítalska tónskáldið Giuseppe Verdi og eitt frægasta verk hans, Sálumessuna, verður haldið á Akureyri í næstu viku. Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands í sam- vinnu við Tónlistarskólann á Ak- ureyri og Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar efnir til námskeiðsins. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun ráðast í það viðamikla verkefni að flytja Sálumessu Verdis á tón- leikum 11. maí næstkomandi og munu Kristján Jóhannsson, Krist- inn Sigmundsson og Björg Þór- hallsdóttir verða í einsöngshlut- verkum. Námskeiðið verður kennt á tveimur kvöldum og er hið fyrra næstkomandi mánudagskvöld, 28. apríl en þá verður fjallað um ævi og stíl Verdis, sálumessuformið og sögu þess. Síðara kvöldið, 30. apríl, verður Sálumessan skoðuð og skýrð. Námskeiðin standa frá kl. 20 til 21.30 en á þeim verður mikið notast við viðeigandi tón- og mynd- skeið. Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um tónlist og fer fram á sal Tónlistarskólans á Akureyri við Hafnarstræti 81. Þátttakendur fá afslátt á hátíðartónleikana. Námskeið um Verdi og Sálumessuna MÓTTÖKUATHÖFN verður á Ak- ureyrarflugvelli næstkomandi mánudagsmorgun í tilefni af því að þá hefst áætlunarflug flugfélagsins Air Greenland milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Flutt verða ávörp og boðið upp á veitingar. Þeir Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri og Peter Grönvold Sam- uelsen stjórnarformaður Air Green- land munu svo með táknrænum hætti opna hina nýju flugleið milli Ís- lands og Danmerkur. Fulltrúar grænlensku heima- stjórnarinnar, stjórnendur Air Greenland auk bæjarstjórans á Ak- ureyri verða í þessu fyrsta flugi fé- lagsins til Akureyrar. Flogið verður tvisvar í viku framvegis, á mánudög- um og fimmtudögum. Sett hefur ver- ið upp ný heimasíða á Netinu á slóð- inni www.airgreenland.is þar sem tiltækar eru allar nauðsynlegar upp- lýsingar um flugið, þjónustu sem í boði er á flugleiðinni, tollfrjálsan varning og ýmislegt fleira. Áætlunarflug Air Greenland að hefjast Móttöku- athöfn á Akureyr- arflugvelli VORKOMA menningarmála- nefndar Akureyrarbæjar var haldin í Ketilhúsinu á sumardaginn fyrsta. Þar var tilkynnt um starfslaun lista- manna næsta starfsár, auk þess sem veittar voru viðurkenningar menn- ingar- og húsfriðunarsjóðs. Jónas Viðar Sveinsson myndlistarmaður hlýtur starfslaun listamanna til 9 mánaða og Jóhann Árelíuz rithöf- undur hlýtur starslaun til þriggja mánaða. Þá var í fyrsta sinn veittur sér- stakur nýsköpunarstyrkur menn- ingarsjóðs Akureyrar. Yean Fee Quay hlaut þennan fyrsta nýsköp- unarstyrk Menningarsjóðs. Ágúst Hafsteinsson arkitekt hlaut við- urkenningu fyrir byggingalist, Anna Guðný Sigurgeirsdóttir hlaut viðurkenningu Húsverndarsjóðs og Jón S. Arnþórsson hlaut viðurkenn- ingu Menningarsjóðs. Sú nýbreytni var viðhöfð um starfslaun listamanna að auglýst var eftir umsóknum um tvenn starfslaun, til níu og þriggja mán- aða. Mikill áhugi var á meðal lista- manna í bænum og bárust 25 um- sóknir um starfslaun. Jónas Viðar myndlistarmaður er atvinnumaður í sinni list og hefur nær eingöngu unnið að myndlist um þriggja ára skeið. Jónas Viðar lauk fjögurra ára námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri og fjögurra ára há- skólanámi í myndlist á Ítalíu og hlaut hann viðurkenningar frá báð- um skólum fyrir góðan náms- árangur. Frá námslokum hefur hann sýnt á tugum einka- og sam- sýninga heima og erlendis og á þessu og næsta ári eru fyrirhug- aðar sýningar og listkynningar hér- lendis og erlendis. Jóhann Árelíuz rithöfundur hef- ur menntað sig bæði hér heima og í Svíþjóð. Hann hefur gefið út nokkr- ar ljóðabækur og fyrir eina þeirra, Tehús ágústmánans, fékk hann fyrstu verðlaun í Bókmennta- samkeppni Almenna bókafélagsins árið 1991. Væntanleg er í Svíþjóð ljóðabók með ljóðum Jóhanns á ís- lensku og sænsku. Þá hefur Jóhann haft í smíðum verk sem gengur undir nafninu „Akureyrarbókin“ og hefur hann í hyggju að nýta starfs- launin til að koma fyrstu hlutum þess verks til útgáfu. Byggingarlistaverðlaun bæjarins eru veitt fyrir ákveðin heildarsvip sem einkenna verk Ágústar Haf- steinssonar á síðustu árum. Sér- staklega er litið til viðbyggingar við Oddeyrarskóla, einbýlishúsa við Miðteig og Mosateig og fjölbýlis- húsa við Mýrarveg. Anna Guðný Sigurgeirsdóttir fær viðurkenningu Húsverndarsjóðs vegna endurbóta á gömlu húsi sínu við Aðalstæti 50. Húsið er einnar hæðar timburhús með risi og lágum steinhlöðnum grunni og undir húsinu er að hluta til lítill kjallari. Þær endurbætur sem Anna Guðný hefur staðið fyrir hafa miðast við að færa húsið sem næst því útliti og gerð sem var í upphafi. Húsið er svo gott sem kom- ið í endanlegt horf að utan en enn standa yfir endurbætur innan dyra. Jón S. Arnþórsson hlaut við- urkenningu Menningarsjóðs fyrir framlag til menningarmála í bæn- um en hann vann um árabil að stofnun Iðnaðarsafnsins á Akureyri af mikilli þrautseigju. Safnið var opnað 17. júní 1998 og hefur Jón verið safnstjóri allar götur síðan. Ef ekki hefði komið til frumkvæði Jóns hefðu mikilvægir kaflar úr sögu Akureyrar á 20. öld getað glatast. Yean Fee Quay hefur starfað sem sýningarstjóri bæði í New York og Singapore en þaðan fluttist hún til Akureyrar. Hún hefur í hyggju að þróa þjónustu á sviði safnafræðslu fyrir söfn af ýmsum toga á landinu. Tilraunaverkefni hennar hefur ver- ið unnið í samvinnu við Listasafnið á Akureyri og má sjá hluta af af- rakstri þess á heimasíðu safnsins. Vorkoma menningarmálanefndar Akureyrarbæjar í Ketilhúsinu Jónas Viðar og Jóhann Árelíuz hlutu starfs- laun listamanna Morgunblaðið/Kristján Einstaklingarnir sem fengu viðurkenningar og starfslaun á vorkomu menningarmálanefndar. Fremri röð f.v.: Jóhann Árelíuz, Anna Guðný Sig- urgeirsdóttir og Yean Fee Quay. Aftari röð f.v.: Ágúst Hafsteinsson, Jónas Viðar Sveinsson og Jón S. Arnþórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.