Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 30

Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 30
Mynd/U.S. Army Photograph. Ljósmyndasafn Sævars Þ. Jóhannessonar Bandarískur hermaður og íslenskur lögregluþjónn við umferðarstjórn á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. L ÖGREGLAN er ein elsta og rótgrónasta stofnun þjóðfélagsins og nú er þess minnst að tvær aldir eru liðnar frá því einkennisklæddir lög- regluþjónarnir sáust fyrst á götum Reykjavíkur. Löggæsla er þó mun eldra fyrirbæri en 200 ára afmæli hins einkennisklædda lögregluþjóns gefur til kynna. „Með lögum skal land vort byggja, en með ólögum eigi eyða,“ er haft eftir Njáli á Bergþórshvoli, þeim mikla lögspek- ingi, og víst er að Íslendingar hafa reynt að hafa þau orð í heiðri allt frá upphafi landnáms, þótt aðferðir og aðstaða til að framfylgja lögum hér fyrr á öldum hafi verið æði frá- brugðnar því sem við þekkjum nú til dags. Þjóðveldi og Jónsbók Á þjóðveldistímanum, frá 930 til 1262 lutu Íslendingar lögum sem lögsögumenn kváðu upp á Alþingi og voru þau geymd í minni manna þar til ákveðið var að skrá þau árið 1117. Í lögbókinni Grágás má sjá að helstu refsingar á þessum tíma voru fjársektir og hin þyngsta refsing út- legð, en með þeim dómi voru menn útilokaðir frá samfélaginu og rétt- dræpir. Þegnar samfélagsins áttu sjálfir að útkljá sín mál og ef maður var veginn stóð upp á aðstandendur hans að hefna vígsins. Með Gamla sáttmála, sem gerður var er Íslendingar gengu Nor- egskonungi á hönd 1262–1264, er konungi gert skylt að halda uppi lögum og reglum í landinu. Magnús lagabætir færði Íslendingum nýja lögbók, Járnsíðu, árið 1271 og árið 1280 gekk í gildi svokölluð Jónsbók. Samkvæmt lögbókunum var fram- kvæmdavaldið í höndum umboðs- manna konungs, sakamál urðu op- inber og blóðhefnd numin úr lögum. Þá var farið að beita líkams- og dauðarefsingum. Fram til siða- skipta hafði kaþólska kirkjan enn- fremur dómsvald í málum sem tengdust kirkjunni og fólust refs- ingar hennar einkum í fjársektum, forboði og bannfæringu. Samkvæmt Jónsbók voru sýslu- menn helstu löggæslumenn kon- ungs og var þeim meðal annars ætl- að að sjá um handtöku þjófa og ofbeldismanna, rannsaka mál, með- al annars með yfirheyrslum og vitnaleiðslum. Margt í starfi þeirra á Jónsbókartímanum, sem stóð frá 1281 og fram á 18. öld, minnir því á skyldur lögreglunnar í dag. Ekki er unnt að fara hér nánar í saumana á þessari sögu, en bent skal á ágæta samantekt Sólborgar Unu Páls- dóttur sagnfræðings og Ólafs K. Ólafssonar sýslumanns um Lög- gæslu fyrri alda í ritinu Ágrip af sögu lögreglunnar, sem Ríkislög- reglustjórinn hefur gefið út í tilefni af 200 ára afmælis hins einkenn- isklædda lögregluþjóns á Íslandi. Fyrstu lögregluþjónarnir Guðmundur Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn við embætti Ríkislög- reglustjóra, er manna fróðastur um sögu íslensku lögreglunnar enda hefur hann skrifað gagnmerka bók um þá sögu og er jafnframt formað- ur afmælisnefndar og ritstjóri áð- urnefnds rits um Ágrip af sögu lög- reglunnar. Það er því fróðlegt að ganga um með Guðmundi á Sögu- sýningu lögreglunnar, sem opnuð hefur verið í húsakynnum Ríkislög- reglustjóra á Skúlagötu 21, í tilefni 200 ára afmælis hins einkenn- isklædda lögregluþjóns á Íslandi. „Hér má sjá endurgerð að ein- kennisbúningi fyrstu lögregluþjón- anna í Reykjavík frá 1803,“ sagði Guðmundur og benti á fagurrauðan lögreglubúning að danskri fyr- irmynd. „Reykjavík varð, sam- kvæmt konungsúrskurði, sérstakt lögsagnarumdæmi 15. apríl 1803. Reykjavík varð fullburða kaup- staður með sérstökum staðarrétt- indum þegar ráðinn var bæjarfógeti sama ár. Bæjarfógetinn, Rasmus Frydensberg, tók við lögreglustjórn bæjarins og honum til aðstoðar voru ráðnir tveir danskir lögregluþjónar, sem áður höfðu verið undirforingjar í danska hernum. Þeir hétu Ole Biörn og Vilhelm Nolte. Sá síð- arnefndi kunni fyrir sér í skósmíði og skipti það máli um ráðningu hans. Iðn sína skyldi hann stunda jafnhliða lögreglustarfinu. Vilhelm Nolte lagðist strax í drykkju og var vikið úr starfi ári síðar. Var þá ann- ar danskur lögregluþjónn ráðinn, skraddari að mennt. Fyrsti íslenski lögregluþjónninn hét Jón Benja- mínsson, en hann tók við starfi Ole Biörns í Reykjavík árið 1814. Hann starfaði í eitt ár. Næsti íslenski lög- regluþjónninn var Magnús Jónsson, en hann starfaði í Reykjavík á ár- unum 1826 til 1839. Síðasti danski lögregluþjónninn í Reykjavík starf- aði á árunum 1857 til 1859. Eftir það er löggæslan alíslensk. Vaktarar Innréttinganna Guðmundur sagði að nokkur að- dragandi hefði verið að stofnun starfsstéttar lögregluþjóna í Reykjavík og að upphafið mætti rekja til svokallaðra vaktara við Innréttingarnar, en frá því er greint í Ágripi af sögu lögreglunnar svo- hljóðandi: „Í hallæri sem gekk yfir Ísland á árunum 1751–1758 var mikið um þjófnaði og gripdeildir um allt land og voru margir dæmdir til þrælkun- ar í Kaupmannahöfn fyrir þá sök. Sýslumenn urðu að geyma fangana þar til skipsrúm fengist til að flytja þá úr landi og kostaði það sýslu- mennina offjár. Rituðu þeir konungi bænaskrá sumarið 1757 um að leyft yrði að hengja þjófa í stað þess að senda þá utan til þrælkunar, en það myndi horfa til sparnaðar og hagn- aðarauka. Ekki var fallist á þessa beiðni en sýslumenn virðast, þrátt fyrir það, hafa tekið þjófa af lífi í einhverjum tilvikum. Árið 1759 var samkvæmt kon- ungsúrskurði lagður fasteignaskatt- ur á húseigendur, til að standa straum af kostnaði við byggingu tukthúss á Íslandi og kostnaði af gæsluvarðhaldsvist fanga og flutn- ingi þeirra til Danmerkur. Einnig skyldi konungur leggja fram til- tekna fjárhæð. Þá var ákveðið að af- brotamenn skyldu í stað refsingar vinna við smíði tukthúss í Reykja- vík. Vorið 1761 var byrjað að draga að grjót og grafa fyrir veggjum. Tukthúsið var svo tekið í notkun ár- ið 1764. Sama ár varð stórbruni í verk- smiðjuhúsum Innréttinganna. Ekki er ósennilegt að bruni verksmiðju- húsanna og tilkoma tukthússins hafi orðið til þess öðru fremur að Inn- réttingarnar réðu vaktara, en fyrir kom að fangar frá tukthúsinu bryt- ust inn í hús í þorpinu. Ráðsmaður var við Innréttingarnar 1766–1767 og annaðist ýmislegt sem síðar varð á verksviði vaktara. Hvenær vakt- arar hófu störf er annars óvíst, en þeim var sett erindisbréf árið 1778. Segja má að vaktararnir hafi verið forverar lögregluþjóna, því að þeim bar ekki aðeins að líta eftir eignum Innréttinganna og gera viðvart ef eldur kæmi upp, heldur láta sig varða allt annað sem óeðlilegt gæti talist í þess tíma skilningi. Vakt- ararnir sungu svokölluð vakt- aravers á klukkustundarfresti að gömlum evrópskum sið, og létu með því vita að allt væri með felldu auk þess að tilkynna hvað tímanum liði. Til starfa síns höfðu vaktararnir stundaglas og lukt en líka langan staf með göddóttum hnúð á öðrum endanum, svokallaða morg- unstjörnu. Þetta skæða vopn er vís- bending um að vökturunum hafi verið ætlað að takast á við og yf- irbuga afbrotamenn ef nauðsyn krafði. Næturvarsla Innréttinganna lagðist af 4. júní árið 1791. Eftir að stórþjófur einn slapp úr tukthúsinu síðla september sama ár, tóku nokkrir mektarborgarar sig saman um að greiða kostnað af næt- urvörslu. Jafnframt kvörtuðu þeir til amtmanns undan aðgerðarleysi í löggæslumálum. Fór svo að Reykja- víkurkaupstaður réð vaktara 10. nóvember 1791, sem jafnframt var fyrsti starfsmaður kaupstaðarins. Í lok árs 1802 var amtmannsemb- ættið í Vesturamtinu veitt Ludvig Erichsen. Hann hafði skömmu áður komið til Kaupmannahafnar og lýsti því þar fyrir rentukammerinu að stjórnarfarið á Íslandi væri mjög bágborið. Var þá óskað eftir því við Ludvig að hann tæki saman skýrslu um ásakanir sínar um hvernig hátt- að væri eftirliti með opinberum stofnunum, löggæslu í Reykjavík- urbæ og umsjón með framkvæmd lagaboða og fyrirmæla stjórn- arinnar á Íslandi. Í þeirri skýrslu víkur Ludvig að löggæslunni í Reykjavík, sem hann taldi vera nán- ast enga, slökkvitæki skorti með öllu og vaktari bæjarins væri drykkfelldur og hirðulaus. Þá væru afbrot undantekningarlítið ekki kærð né fyrir slíkt refsað, heldur gerðu menn jafnan málin upp sín í milli. Agaleysið væri takmarkalaust og þjófnaðir hefðu færst í vöxt.“ Þegar hér var komið sögu þótti sýnt að óhjákvæmilegt væri að skipa sérstaka lögregluþjóna til starfa í Reykjavík, eins og Guð- mundur greinir frá hér að framan. Löggæslan úti á landi Alþingi setti lög um lögreglu- samþykktir, sem gildi tóku árið 1891, og voru fljótlega upp úr því smám saman ráðnir lögregluþjónar í helstu þéttbýli landsins utan Reykjavíkur. Snemma hafði þó verið ráðinn sérstakur löggæslumaður á Ak- ureyri, líklega í kringum 1820, þeg- ar íbúar bæjarins voru um 50. Mað- ur þessi var danskur og kaupmönnum bæjarins var gert að greiða honum launin. Meðal skyldu- verka hans var að hirða upp ölvaða menn og hindra skotveiði á „poll- inum“ á helgum dögum. Ekki leið á löngu áður en kaupmenn fóru að draga við sig launagreiðslurnar og embættið lagðist af. Á Akureyri leiddi verslunarfrelsið árið 1854 til aukinnar þarfar fyrir löggæslu, enda fjölgaði þar skipakomum til muna. Sama ár var ráðinn fyrsti næturvörðurinn en laun hans voru Með lögum skal land byggja Merki sem hannað var í tilefni 200 ára afmælisins. Teikning/Ásgeir Júlíusson Vaktari frá tímum Innréttinganna með stundaglas, lukt og morg- unstjörnu. Morgunblaðið/Sverrir Eftirlíking af „fyrirrennara lögreglubílsins“, en í slíkum kerrum var ofur- ölvi mönnum ekið í „steininn“ hér í eina tíð. Tvær aldir eru nú liðnar frá því fyrstu einkenn- isklæddu lögregluþjónarnir sáust á götum Reykjavíkur. Sveinn Guðjónsson rifjar upp þætti úr sögu íslenskrar löggæslu og skoðar Sögusýn- ingu lögreglunnar í fylgd með Guðmundi Guð- jónssyni yfirlögregluþjóni, sem er allra manna fróðastur um þessi mál. LÖGREGLAN Í 200 ÁR 30 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA einkennistákn íslenskr- ar lögreglu er hönd með auga greyptu í lófa. Uppruni táknsins er ævaforn og hefur verið rakinn til Mið-Austurlanda, allt aftur til tíma Gamla testamentisins – og jafnvel enn lengra. Höndin táknar nærveru guð- dómsins, sem hin dæmandi hönd, hin hjálpandi hönd og hin hlífandi hönd, en augað var hinsvegar tákn um guðdómsins alsjáandi og ávallt vakandi og verndandi auga. Þessi tákn eru þekkt í kristni. Áður stóðu þessi tákn ein og sér en fyrsta þekkta dæmi þess að augað sé fellt inn í höndina er lík- lega frá 14. öld. Í fyrstu var augað í lófa uppréttrar handar en síðar breyttist táknið í þá veru sem sést á hnöppum einkennisbúninga dönsku og íslensku lögreglunnar; augað á útréttri hönd. Höndin og augað eru elsta tákn íslensku lögreglunnar, sem fékk öll sín einkenni frá lögreglunni í Kaupmannahöfn. Eftir miðja 19. öld var það í hjálm- og húfumerki, og prýddi beltissylgjur og hnappa á einkennisfötum íslensku lög- reglunnar. Danska húfu- og hjálmmerkið var lagt niður um 1915 en hnapparnir notaðir áfram og eru enn. Sú breyting varð á húfumerkjum íslensku lög- reglunnar að tekinn var upp spor- öskjulagaður látúnsskjöldur í ís- lensku fánalitunum. Skjöldurinn var festur langsum á húfurnar, sem á þeim tíma líktust frönskum einkennishúfum. Hann var lagður niður árið 1930 er nýtt merki, lög- reglustjarnan, var tekið upp. Fyrsta lögreglutáknið Heimild: Ágrip af sögu lögreglunnar Sýnishorn af lögreglutáknum. Fyrir miðju er beltissylgja með fyrsta einkennistákninu, hönd með auga greyptu í lófa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.