Morgunblaðið - 26.04.2003, Síða 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sveinn Guðnasonfæddist í Kot-
múla í Fljótshlíð 17.
nóvember 1911.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands á
Selfossi föstudaginn
langa, 18. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðni Guðmundsson
bóndi í Kotmúla, f. 9.
ágúst 1883, d. 1949,
og Steinunn Hall-
dórsdóttir organisti í
Breiðabólstaðar-
kirkju, f. 18. maí
1884, d. 28. nóvember 1966. Sveinn
var annar af sjö börnum foreldra
sinna. Systkini hans eru: Guðmund-
ur, f. 4. október 1909, látinn. Að-
alheiður, f. 9. mars 1914, látin. Mar-
grét Sigríður, f. 25. júní 1916, Skúli,
f. 25. febrúar 1920, Dóra Ragnheið-
ur, f. 28. júní 1924, og Arnþór, f. 13.
febrúar 1928, látinn.
Árið 1945 kvæntist Sveinn Jónu
Guðlaugsdóttir húsmóður og mat-
ráðskonu, f. 15. ágúst 1903, d. 20.
desember 1985. Foreldrar hennar
látinn, Arndís Ey og Ingvar Örn.
Kona Guðsteins Inga er Bjarnveig
Skaftfeld, f. 4. júlí 1945. Synir
þeirra eru: Jón Bjarni, maki Ingunn
Helga Hallgrímsdóttir, börn þeirra
eru Hildur María, Ingi Viðar, Guð-
rún Bjarnveig og Skúli Snær;
Sveinn Steinar, maki Sylvía Sigurð-
ardóttir, börn þeirra eru Guðsteinn
Ingi og Hildur Svava, dætur hans
eru Snædís Ylfa og Svava Helga.
Dóttir Jónu og uppeldisdóttir
Sveins er Ásta Kristinsdóttir, f. 5.
október 1934, maki Grímur Sig-
urðsson, f. 6. október 1928, látinn.
Börn þeirra eru: Sigurður Ingvar,
maki Jóna Ingvarsdóttir og eru
börn þeirra Grímur, Anna Valgerð-
ur og Ægir; Kristinn Ómar, maki
Erla Gísladóttir, dætur þeirra eru
Ásta Björg og Bjarnveig Sif; Jóna,
lést á fyrsta ári; Sveinn, maki Sædís
Jónsdótttir, dóttir þeirra er Dröfn.
Sveinn vann mestan sinn starfs-
aldur sem bifreiðarstjóri og lengst
af hjá Mjólkurbúi Flóamanna.
Sveinn og Jóna bjuggu allan sinn
búskap í Smáratúni 2 á Selfossi.
Nokkrum árum eftir lát hennar
flutti hann á dvalarheimili aldr-
aðra, Kirkjuhvol á Hvolsvelli, og
dvaldi þar til æviloka í góðum fé-
lagsskap.
Útför Sveins verður gerð frá Sel-
fosskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
voru Guðlaugur Guð-
mundsson sjómaður og
bóndi á Eyrarbakka og
Þuríður Magnúsdóttir
húsfreyja, sem meðal
annars fékkst við
saumaskap á íslensk-
um kvenbúningi og
herrafatnaði. Synir
Sveins og Jónu eru: 1)
Guðlaugur Þórir hita-
veitustjóri Þorláks-
hafnar, f. 30. október
1940, kvæntur Krist-
ínu Kristjánsdóttur, f.
22. október 1942. Börn
þeirra eru: Jóna, maki
Gísli Guðnason, synir þeirra eru
Guðlaugur Orri og Guðni Berg;
Karólína Inga, maki Reinhard
Reinhardsson, dóttir hennar er
Kristín Kara; Kristján Gauti, maki
Ragnhildur Þorsteinsdóttir, dætur
þeirra eru Una Guðrún og Katla
Ýr. 2) Guðsteinn Ingi bakari í Sand-
gerði, f. 4. september 1945, d. 30.
júlí 1967, dóttir hans Ingibjörg Eva
Arnardóttir, ættleidd, maki Gunnar
Sveinsson, dóttir þeirra er Guð-
finna Rós, börn hennar Vilhjálmur,
Nú þegar minn hjartfólgni afi er
horfinn á braut, einn af hornsteinun-
um í lífi mínu, þá sest ég niður og
hugsa um liðin ár með tár í augunum
af söknuði en hugann fullan af góðum
minningum.
Afi var stórbrotinn persónuleiki,
hávaxinn með djúpa bassarödd, mað-
ur sem enginn komst hjá því að taka
eftir eða hlusta á. Ekki var hann held-
ur alveg skap- eða skoðanalaus, það
gat gustað hressilega af honum þegar
hann vildi það við hafa. Þegar ég
hugsa um hann er það eitt sem ég
heyrði hann ekki segja það var: „ég
man það ekki“, hann hafði ótrúlegt
minni og það fram á sinn síðasta dag.
Afi var mjög barngóður og sem
börn fengum við að fara með honum í
mjólkurbílnum, man ég sérstaklega
eftir ferðum í Fljótshlíðina á æsku-
stöðvar hans, skoðaði t.d. í einni ferð-
inni svínabú og fannst lyktin hræði-
leg, afi glotti bara að mér. Síðar þegar
ég var byrjuð í skóla á Selfossi var
gott að koma til ömmu og afa á
Smáratúnið og fá sér eitthvað í
svanginn, spjalla eða ef ég átti ekki að
mæta klukkan átta þá stóð húsið opið
og uppábúið rúm handa mér.
Hin síðari ár, eftir að hann flutti á
Hvolsvöll, áttum við margar
skemmtilegar stundir með honum og
Gunnu. Við hjá þeim eða þau hjá okk-
ur inn í hlíð. Afi leiðbeindi okkur og
studdi á margan hátt, hringdi og
spurði frétta og hafði áhuga á því sem
við vorum að gera. Þegar við unnum
að brúargerðinni leiðbeindi hann okk-
ur hvar við ættum að setja grjótið og
að sjálfsögðu vígði hann síðan brúna.
Nú í desember síðastliðinn þegar
sumarbústaðurinn var kominn inn í
hlíð, keyrði afi inneftir til að skoða bú-
staðinn, hann gladdist yfir því að
þessum áfanga væri náð þó ekki væri
bústaðurinn fullbúinn.
Minningarnar eru margar og góð-
ar: afi við píanóið, fastur í læknum, að
kenna mér að búa til sultu, að spjalla
við barnabörnin, segja skemmtilegar
sögur og margt margt fleira.
Elsku afi, ég sagði að ég ætlaði að
verða eins og þú þegar ég horfði á þig
fastan í læknum, ég vona að ég kom-
ist kannski með tærnar, þar sem þú
hafðir hælana. Ég sakna þín og lang-
ar til að kveðja þig með þessum orð-
um:
Ég horfi yfir lífsins sýn
minn hugur reikar oft til þín.
Því minning þín er huggun mín
ég síðar kem, upp til þín.
(J.G.)
Elsku Gunna mín, guð blessi þig
fyrir allt það sem þú varst afa og ert
okkur.
Jóna.
Elsku afi, það er svo erfitt að sjá á
eftir þér, þó svo að þú hafir verið orð-
inn fullorðinn þá leit maður aldrei á
þig sem neitt gamalmenni þrátt fyrir
að þú værir kominn á tíræðisaldur-
inn, því þú varst alltaf svo hress. Eins
og þú sagðir sjálfur „þessir læknar
halda bara að það sé ekkert að mér
því ég tala alltaf svo mikið“, kannski
er það galdur lífsins.
Það var svo frábært að koma og
spjalla við þig því þú hélst einhvern
veginn fjölskyldunni saman. Alltaf
gat maður spurt um ættingjana og þú
vissir alltaf allt um alla. Fjölskyldan
skipti þig svo miklu máli, alltaf vildir
þú vita hvar allir væru og ef einhver
fór eitthvað lengra á flakk þá vildir þú
vita þegar heim væri komið. Í Fljóts-
hlíðinni ólst þú upp og stuðluðuð þið
amma að því að þar eignaðist fjöl-
skyldan sælureit, þar höfum við eytt
síðastliðnum sumrum og annað slagið
komst þú inn eftir að athuga með
mannskapinn. Eitt skiptið þurftir þú
að komast fyrir lækinn sem var óbrú-
aður og þú varst bara á blankskóm,
minn maður vippaði sér bara inn í
Súbarúinn og yfir lækinn skyldir þú á
bílnum. En eitthvað var laust í botn-
inum á læknum svo að bíllinn festist
og var dreginn upp. Þú opnaðir dyrn-
ar á bílnum og lést vatnið leka út, lok-
aðir síðan dyrunum og brunaðir svo
yfir lækinn. Þetta lýsir þér best, þú
lést ekkert stoppa þig ef þú ætlaðir
þér eitthvað. Þú varst svo ánægður
með að sumarbústaðurinn væri nú
loksins kominn inn í Fljótshlíð og í
desember sl. bauðst þú Gunnu í bíltúr
inn hlíð að kíkja á bústaðinn.
En elsku afi, við náðum aldrei að
drekka kaffið okkar saman inni í bú-
staðnum eins og við ætluðum okkur.
Á föstudaginn langa töluðum við um
það og þú sagðir, æææii Kalla mín,
svo maldaði ég eitthvað í móinn og þá
sagðir þú svaka rogginn: „Jæja fyrst
ég var búinn að segja það, þá verð ég
að standa við það“. En þegar ég fór
frá þér þennan dag vissi ég innst inni
að þetta væri okkar síðasta spjall. En
ég ætlaði samt að koma til þín daginn
eftir og hitta þig. Ég er stolt yfir því
að hafa erft það sem kallað er Kot-
múlakæfan, frá þér en það er skapið
og þrjóskan okkar kölluð.
Elsku Gunna, þú reyndist afa alltaf
svo vel og ekki síst síðustu vikurnar
þegar halla fór undan fæti, þá sastu
hjá honum og prjónaðir.
Karólína Inga.
Hann afi á mjólkubílnum er farinn í
síðustu ferðina, ekki í Fljótshlíðina og
ekki í Þykkvabæinn, heldur ferðina
löngu, ferðina sem við öll á endanum
förum.
Hún amma dó fyrir 18 árum, svo
það var langt að bíða endurfundanna.
Á stundum sem þessum hrannast
upp minningar. Minningar frá barn-
æsku sem fullorðinsárum okkar.
Eftir að við bræðurnir fluttum
norður í Þistilfjörð 6 árum eftir að
pabbi heitinn dó, þá kornungir „peyj-
ar“, komuð þið amma oft að heim-
sækja okkur í sveitina. Alltaf færandi
gjafir af miklum rausnarleik, og var
tilhlökkunin mikil hjá okkur. Eins
fórum við suður á vorin og dvöldum
hjá ykkur og móðurfólkinu til að
halda tengslum við ættmennin syðra.
Var þá fastur liður að fara í mjólk-
urbílinn. Það var alltaf gaman, afi
minn. Þar höfðum við góðan tíma til
að spjalla, og sáum mikið til sveitar
og sveitunga þinna.
Alltaf var mikil reisn yfir að vera
hjá ykkur ömmu. Mikið var gert og
farið, og alltaf rjúkandi veisla.
Heimsóknir til ættingja, búðar-
ferðir og „ökutúrar“ var nokkuð sem
heyrði til. Og mikið var spjallað
heima í Fossmúla, oft lengi fram eftir,
og mikið var það lærdómsríkt sem
rætt var um.
Það sama gilti fyrir okkar börn,
rausnarskapurinn og umhyggjan var
alltaf mikil. Enginn mátti líða nokkuð
vont.
Lengi, lengi gætum við talið upp
minningarbrotin frá liðinni tíð, en í
stuttri grein sem þessari verður ekki
tækifæri til þess.
Það er með miklum söknuði og eft-
irsjá sem við kveðjum þig, afi. Einnig
með stóru þakklæti fyrir liðnar
stundir og allt gott í okkar garð. Kon-
urnar okkar, þær Ingunn og Silvía, og
börnin okkar eiga einnig margar góð-
ar minningar frá samvistum með þér,
og eiga honum afa margt gott að
þakka.
Í sorginni finnst okkur það nokkur
huggun harmi gegn hvað þú varst
hraustur fram til síðustu stundar og
við eigum í minningunni sterkan og
duglegan afa, sem öllum reyndist vel.
Við sendum öllum ættmennum og
aðstandendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jón Bjarni og Sveinn Steinar
Guðsteinssynir.
Elsku langafi.
Það var alltaf eftirvænting í því að
komast á Hvolsvöll að hitta ykkur
Gunnu. Það má segja að engin logn-
molla hafi verið þegar þú varst nærri.
Þú sagðir okkur krökkunum margar
góðar sögur sem allir fylgdust með af
áhuga enda munu sumar þeirra seint
gleymast. Þú leyndir aldrei þinni
skoðun á hinu daglega lífi, hugurinn
var alltaf skýr og minnið með ólík-
indum. Í þér er mikil eftirsjá en við
vitum að þú ert komin í góðar hendur
þótt þín sé sárt saknað.
Þitt orð er lampi fóta minna
og ljós á vegum mínum.
(Sálm. 119:105.)
Guðlaugur Orri, Guðni Berg,
Kristín Kara, Una Guðrún og
Katla Ýr.
Mig langar í fáum orðum að minn-
ast Sveins Guðnasonar sem ég alltaf
kallaði afa, þó ekki værum við svo
skyldir sem nafnið ber með sér.
Mér eru efst í huga allar ferðirnar í
mjólkurbílnum á árum áður. Það get-
ur varla talist einleikið hvað ég sóttist
eftir að fá að vera með þér á ferðum
þínum og ykkar ömmu. Ferðirnar
suður í Sandgerði er mér ógleyman-
legar þegar sonur ykkar, sem við
misstum svo sviplega í blóma lífsins,
bjó þar með fjölskyldu sinni.
Þá er mér sérstaklega minnisstætt
hvað börn hændust að þér hvar sem
þú komst, þar sem málrómur þinn og
fas var ekki beint til þess fallið við
fyrstu sín, oft linnti barnahópurinn
ekki látum fyrr en allir voru komnir í
fangið á þér.
Aldrei varð þér orða vant og allar
sögurnar sem þú sagðir mér af ferða-
lögum um hálendið og þulurnar um
veðurspár eru mér í minni.
Ekki er það vafi að þessar frásagn-
ir af ferðalögum hafa hvatt mig til
ferðlaga um landið okkar. Eftir að þú
fluttir aftur að Hvolsvelli eftir nærri
hálfrar aldar búsetu á Selfossi þá
fækkaði samverustundum okkar,
hafðir þú orð á því að það hefði ekki
þurft að verða ef sambærileg aðstaða
hefði verið til á Selfossi eins og
Kirkjuhvoll á Hvolsvelli er.
Fullviss er ég að þar leið þér vel og
Guðrúnu Sveinsdóttur vinkonu þinni
að þakka hversu vel tókst til seinni
árin.
Far þú í friði.
Sveinn Grímsson.
SVEINN
GUÐNASON
Í vor rann sól mín til viðar,
í vor ég þig kvaddi.
Nú bleiklit blóm
á braut minni liggja.
Á ný hefur tómleiki tímans
mig tekið í fang sitt
og þrýst köldum kossi
á kinn mína.
En mynd af bjartleitu blómi
við brjóst mitt ég fel.
Hún er angur míns hjarta
og hlátur lífs míns.
(Stefán Hörður Grímsson.)
Að leiðarlokum koma upp í hugann
þeir helstu þættir sem eru minnis-
stæðastir í þeirri manneskju sem
kveðja skal, en Sigga og fjölskylda
hennar eru órjúfanlegur hluti af lífi
okkar systra, – allt frá því við komum
í afmæli barna hennar og Palla
frænda á Hrefnugötuna og til glæsi-
legrar afmælisveislu Siggu núna í
febrúar á Hótel Holti.
Allar minningar tengdar Siggu eru
SIGRÍÐUR
HELGADÓTTIR
✝ Sigríður Helga-dóttir fæddist á
Akureyri 15. febr-
úar 1933. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi fimmtudaginn
17. apríl síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Dómkirkjunni 25.
apríl.
hátíðar- og gleðistundir.
Þær tengjast þeim
glæsilegustu og
skemmtilegustu afmæl-
isveislum sem við systur
höfum nokkurn tíma
sótt. Í afmælisveislun-
um, sem reyndar voru
oftast afmælin hans
Palla frænda, kom
skemmtilega í ljós
hvernig Palli og Sigga
bættu hvort annað upp;
Palli með gamansögur af
sér og sínum, hlæjandi,
hlýr og fyrirferðamikill,
Sigga hæg og hlédræg, falleg og
smekkleg, vel að sér og kímin.
Allt sem Sigga kom nálægt og lét
frá sér fara, hvort sem það var til
munns eða handar, einkenndist af
vandvirkni hennar og glæsileika. En
það var einmitt í afmælisveislunum
þar sem þessir eiginleikar hennar
komu best í ljós og við systur þekkt-
um helst. Frábærar veitingar á fal-
legu og hlýlegu heimili, yndislegir
gestgjafar, hlýir og skemmtilegir, og
glæsileg börn og barnabörn sem eru
verðugir fulltrúar foreldra sinna og
ömmu og afa.
Elsku Kara, Siggi, Sigrún og fjöl-
skyldur ykkar, missir ykkar er mikill
en það góða veganesti sem þið fenguð
úr foreldrahúsum mun vonandi reyn-
ast ykkur vel á þessari sorgarstundu.
Megi góður Guð fylgja ykkur öllum.
Jóhanna, Kristín og Áslaug
Jóhannsdætur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BJÖRN JÓHANNSSON
blaðamaður,
varð bráðkvaddur á heimili sínu, Mávahrauni 3,
Hafnarfirði, að morgni miðvikudagsins
23. apríl sl.
Útför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnar-
firði föstudaginn 2. maí kl. 13.30.
Guðrún Egilson,
Jóhann Áki Björnsson, Dagmar Gunnarsdóttir,
Kristrún Helga Björnsdóttir, Snorri Már Snorrason,
Snædís Huld Björnsdóttir, Ægir Þór Þórsson,
Þorsteinn Brynjar Björnsson, Friðsemd Dröfn Guðjónsdóttir
og barnabörn.
AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur bor-
ist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda
(vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á
útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bil-
um) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og
votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um
hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin
verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar
sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests.
Frágangur afmælis- og minningargreina