Morgunblaðið - 26.04.2003, Síða 53

Morgunblaðið - 26.04.2003, Síða 53
við komum síðan til baka um kvöldið var lesið yfir þér og þú reyndir að af- saka ómakið. Þá tók ég oft hljóðlát- lega í höndina á þér og teymdi þig í burtu og við skildum konuna eftir fussandi út í loftið. Þegar við síðan komum í lyftuna, hlógum við eins og tvær litlar stelpur sem vita upp á sig sökina. Þú vissir alltaf hvernig staðan var í ástarmálum, bæði mínum, eins Jó- hönnu, Birnu og Rakelar, en aldrei kjaftaðir þú af þér. Ef maður spurði fékk maður aðeins ófullnægjandi svör frá þér þar sem þú sast með sposkan svip. Ég lýsi þér sem hinum róman- tíska sálfræðingi mínum. Rómantíkin var meðalið. Elsku amma, ég er svo þakklát fyr- ir að eiga svona indælar minningar um þig, þær lifa áfram. Ég kveð þig í bili. Þín Katrín. Elsku amma Kata er dáin. Það er sárt að kveðja ástvin. Ég kynntist ömmu Kötu fyrst árið 1995 en þá fór Elli með mig að heim- sækja ömmu sína og kynna hana fyrir mér. Hún tók á móti mér með hlýlegu brosi og faðmlagi, dró fram drekk- hlaðið veisluborð eins og það væri von á forsetanum. Amma Kata var einstaklega hlý kona. Hún hafði svo gaman af því þegar stórfjölskyldan kom saman, þá var hún mætt með bros á vör eins og við minnumst hennar alltaf. Hún var alltaf með á hreinu hvað allir voru að fást við og spurði um krakkana til að fylgjast með, það var hennar yndi. Það var gaman að sitja og hlusta á hana rifja upp gamlar minningar. Hún sagði mér ófáar sögurnar af Ell- unum þremur og prakkarastrikunum þeirra. Andlit hennar ljómaði er hún horfði dreymandi framfyrir sig að rifja upp þessar skemmtilegu minn- ingar. Mikið hafði hún gaman af börnunum. Mér þykir mjög vænt um að dóttir okkar, hún Erla Guðfinna, fékk að kynnast langömmu sinni, eða „litlu ömmu götu“ eins og hún kallar hana, enda ekki nema 2 ½ árs gömul. Elsku amma Kata, við kveðjum þig með söknuði. Guð blessi þig. Anna Lára, Erlendur og Erla Guðfinna. Elsku amma Kata. Sumrin hjá þér í Firði eru ógleym- anleg, að fara með þér upp á fyrsta klett og láta gjarðir rúlla niður. Einn- ig að fara með þér á bæjarrölt þar sem allir heilsuðu þér af mikilli alúð og virðingu, (frú Katrín). Þá var ekki laust við að við fyndum fyrir stolti. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, ör- lát og vildir allt fyrir okkur gera. Minnumst við þess þegar þú fórst með okkur niður að Lóni og við reyndum að koma út flekum til að sigla á. Þetta var nú ekki vel liðið en þú tókst samt sem áður þátt í laumu- spilinu. Auðvitað baðst þú okkur að fara varlega en við tókum það nú ekki alltaf hátíðlega. Við vorum svo lánsöm að fá þig til okkar á Lynghagann stuttu eftir að afi Erlendur dó. Ófáar eru stundirnar sem við vorum niðri hjá þér, hlust- uðum á þig spila á píanóið, töluðum við þig um lífið og tilveruna eða bara létum okkur líða vel saman án þess að nokkuð sérstakt væri aðhafst. Þú sagðir okkur frá því þegar þú varst að alast upp á Seyðisfirði og dvöl þinni í Þýskalandi. Þú hlýddir okkur yfir tónfræðina, hlustaðir á okkur spila á píanóið og einnig hafðir þú gaman af að hlusta á okkur syngja við undirleik þinn. Léttleikinn einkenndi þig og okkur fannst nærvera þín vera svo góð. Þú heillaðir alla með einlægni og sjarmerandi persónuleika þínum. Þegar vinir okkar komu í heimsókn fengum við oft að heyra spurninguna: „Hvar er amma Kata?“ Þú varst vin- ur allra okkar, vina. Það er margt sem við getum lært af þér, elsku besta yndi, t.d. hversu jákvæð þú varst, kurteis, lífsglöð og að hvern dag vaknaðir þú með bros á vör. Það var óskaplega sorglegt að heyra að þú værir dáin en þegar hugsað er til þess að þú sért nú búin að hitta afa aftur verður þetta létt- bærara. Nú er sumarið gengið í garð. Það var þinn uppáhaldsárstími. Þegar leiðir skilja viljum við syngja við þinn undirleik inn í eilífðina: Ó, blessuð vertu, sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár, nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. (Páll Ólafsson.) Erlendur Þór, Jóhanna Margrét og Birna Halldóra. Ekki var ég hár í loftinu þegar for- eldrar mínir fundu mér það helst til forfrömunar og fágunar að senda mig í „spilatíma“ til hennar Katrínar í Firði. Og þau hefðu getað valið verr! Ég tölti með Klaverskole upp í Fjörð, tíu ára snáðinn, þar sem sýslu- mannsfrúin beið mín við gamla Zimmermann-píanóið sem Ingi Lár. hafði hantérað á hans tíma. Þar kynntist ég gömlu evrópsku meistur- unum; tónlistinni og þýska „kúltúrn- um“ í ríkum mæli í meðförum Katr- ínar Jónsdóttur í Firði, þessarar fallegu, fíngerðu lady sem sjálf hafði numið suður í Lübeck á fjórða ára- tugnum. Rétt eins og Björn bróðir hennar sem þá þegar hafði lyft íþróttaiðkun og fegurð heilbrigðar sálar í hraustum líkama Seyðfirðinga, löngu áður en aðrir Íslendingar létu sér detta í hug að orða líkamsrækt, hvað þá meir! En í Firði drakk ég líka í mig virðingu og aðdáun fyrir hinni seyðfirsku menningu og sögu sem hvergi blómstraði frekar en einmitt þar. Og hvar hefði hún átt að þrífast betur en á landnámsjörðinni? Enda fyrirfannst ekki seyðfirskari Seyð- firðingur en Katrín í Firði. Og hún var afar sérstök kona; batt ekki bagga sína sömu hnútum og sam- ferðamenn. Allt sameinaði hún í per- sónu sinni; fölskvaleysi barnsins, fág- un heimsdömunnar, veðrun þeirrar er ártugina lifir og lífsgleði þeirrar sem skynjar að tilveran er til þess eins að hafa gaman af henni. Heyrt hef ég sagt að eitt sinn hafi vagnstjóri hjá SVR orðið svo berg- numinn af henni að hann hafi brugðið út af leið og ekið henni alla leið heim að dyrum! Og þeirri sögu trúi ég vel, eftir kynni mín af Katrínu í Firði! Sagt var um Björn bróður hennar lát- inn að svo virtist á Seyðisfirði að við fráfall hans væri saknað margra manna í stað. Þau orð eiga ekki síður við um Katrínu systur hans: Með henni kveður gamli Seyðisfjörður, „kúltúr“ , fágun, kurteisi, siðprýði, norska á sunnudögum og þéranir í dalferðum, heilindi og hlýja sem ég hef hvergi fundið svo ríka sem með henni og hennar kynslóð. Hafi hún heila þökk fyrir hundrað ára vináttu og trygglyndi Fjarðarfólksins við fjölskyldu mína – og mig. Þegar sólin ljómar Fjörð á svell- andi seyðfirskum sumardögum skal hennar minnst. Sýnist oss er slíkir deyja, sól og sumar sé á förum, allt snauðara, allt heimskara sem eftir hjarir. (Matt. Joch.) Jón Benedikt Guðlaugsson. Hún Kata í Firði er dáin. Við þessa fregn syrti um stund í huga mínum. Það eru ósjálfráð og eðlileg viðbrögð sem grípa huga hvers manns þegar vinur hverfur af sviði þessa lífs. Á því sviði stóð Kata keik í nærfellt 90 ár og lék sína rullu með sóma. Mér hlotnaðist sá heiður og lukka að fá að vera álengdar við hana á því í næstum 70 ár, og að leika smá hlutverk með henni á þeim sama palli, í meira en hálfa öld. Í það hlut- verk komst ég með aðstoð bróður hennar, sem var fimleikakennari og þjálfari okkar strákanna á Seyðis- firði, sjálfur Björn í Firði. Við fregnina um lát Kötu flugu minningabrot um hugann. Í ljósi þeirra minninga birti aftur. Því þegar ró kemst á hugann, og menn gera sér grein fyrir að ekkert varir að eilífu, sjá menn að dauðinn er eðlilegt fram- hald af lífinu. Svona einfalt er þetta. Segja má þó að lífið geti sigrað dauð- ann, því góðar minningar eru líf sem dauðinn getur ekki tekið. Minning- arnar um Kötu í Firði eru þannig. Katrín Jónsdóttir fæddist hér á Seyðisfirði 20. apríl 1913, og lék hlut- verk lífs síns á sviði seyðfirsks menn- ingar- og mannlífs. Hún var dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Hall- dóru Björnsdóttur, sem bæði voru komin af sterkum austfirskum ætt- um. Hún var yngst þriggja barna þeirra hjóna. Bræður Kötu voru Björn Jónsson, lögregluþjónn og fim- leikakennari hér á Seyðisfirði í ára- tugi, afreksmaður á sviði íþrótta, og þekktur undir nafninu Björn í Firði. Hinn var Steinn Jónsson, lögmaður í Reykjavík. Báðir eru þeir látnir. Kata giftist árið 1939 Erlendi Björnssyni, sem þá var bæjarstjóri á Seyðisfirði, og síðar sýslumaður í Norður-Múlasýslu. Erlendur lést ár- ið 1980. Hann var af húnvetnskum ættum, fæddur að Orrastöðum í Torfulækjarhreppi A-Hún., sonur Björns Eysteinssonar og Kristbjarg- ar Pétursdóttur. Börn þeirra Kötu og Erlendar urðu 5: Jón, lögmaður og fulltrúi saksóknara í Reykjavík, Kristbjörg, sem lést árið 1982. Björn, rekstrar- og tæknifræðingur í Reykjavík, Halldóra, launafulltrúi við Landspítalann háskólasjúkrahús og Hákon, kennari í Reykjavík. Ung hélt Kata til tónlistarnáms í Þýskalandi, og var síðar nemandi Árna Kristjánssonar í Tónlistarskól- anum. Eftir það var hún aðalpíanist- inn hér í bæ í áratugi, enda mjög fær á því sviði. Hún kemur einnig við sögu kvikmyndasýninga á Íslandi, því í upphafi kvikmyndasýninga hér í bæ lék hún undir við sýningar á þöglu myndunum. Ekkert barnaball var án þess að Kata settist við píanóið og héldi uppi fjöri, bæði í söng og dansi. Kata var einstaklega kvik og létt í hreyfingum, enda stundaði hún fim- leika á sínum yngri árum. Í hennar ætt eru greinilega sterk „íþrótta- gen“. Það sýndu hreyfingar hennar, sem voru allt í senn mjúkar, þokka- fullar og tignarlegar, eins og hjá þjálfuðum íþróttamanni, það þótt hún væri komin á efri ár. Eftir sextugt renndi hún sér á skautum, með meiri mýkt og þokka en henni yngri iðk- endur. Hátt á níræðisaldri sást henni bregða fyrir í sjónvarpinu, þar sem hún tók þátt í dansi eldri borgara í Reykjavík. Kata var létt í lund, og sú tegund manna sem öllum vildi vel, og engu illu trúði á menn. Viðmót hennar gagnvart sínu samferðafólki bar þess glöggt vitni. Persónuleiki hennar var hluti af „bæjarkúltúrnum“. Síðustu ár bjó Kata í Reykjavík, en kom venjulega austur á æskuslóðirn- ar snemma á hverju sumri. Hún var okkar vorboði, og lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þegar hylling íþrótta- manna fór fram við gröf Björns bróð- ur hennar 17. júní ár hvert. Kata mín, þú heldur áfram að mæta. Snemma á unglingsárunum kynnt- ist ég Kötu vel, því iðulega var farið upp í Fjörð eftir fimleikatíma, með Birni bróður hennar, og þegnar góð- gerðir. Björn var lengst af til heimilis í sama húsi og hún og Erlendur mað- ur hennar. Björn lést í maí árið 1965, og á afmælisdegi hans, 6. ágúst 1967, var yngsti sonur okkar hjónanna skírður í höfuð hans. Kata sýndi á margan hátt að hún mat það mikils. Kata lést í Reykjavík 2. apríl sl., og verður jarðsett á æskuslóðum sínum undir hlíðum Bjólfs, í Seyðisfjarðar- kirkjugarði 26. apríl, við hlið Erlend- ar bónda síns og Kristbjargar dóttur þeirra. Kata mín, ég og fjölskylda mín þökkum þér samfylgdina, og vottum aðstandendum þínum samúð okkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Við óskum Kötu notalegrar heim- komu í aðra vist, því „þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti“. Jóhann B. Sveinbjörnsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 53 Ástkær amma okkar og systir, BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Lindargötu 61, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 24. apríl. Jarðarför verður auglýst síðar. Ásgeir Guðnason, Elín Gróa Guðjónsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir, Hörður Lárusson, Kristín Guðmundsdóttir, Guðmundur Ófeigsson. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ALBERTS KARLS SANDERS fyrrv. bæjarstjóra, Hraunsvegi 19, Njarðvík. Sigríður Friðbertsdóttir Sanders, Friðbert A. Sanders, Linda María Runólfsdóttir, Jónína A. Sanders, Þorbergur Karlsson, Margrét Ó. A. Sanders, Sigurður Guðnason, Karl A. Sanders, Nicolette Prince, Hörður A. Sanders, Sonja Hermannsdóttir, Birgir A. Sanders, Rakel Ósk Þórðardóttir, Albert Haukur Ólafsson og barnabörn. Innilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur samúð vegna andlát móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, KRISTBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Ysta-Felli. Ragnhildur H. Ingólfsdóttir, Hreinn Valtýsson, Kristbjörg Ingólfsdóttir, Ólafur Dan Snorrason, Gunnhildur Ingólfsdóttir, Árni Njálsson, Helga Ingólfsdóttir, Valdimar Valdimarsson, Ólafur Ingólfsson, Elín Björg Sigurbjörnsdóttir, Ari Ingólfsson, Berit Hilda Ljung, Sverrir I. Ingólfsson, Guðrún Petra Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. „Allt veraldar líf er eitt vængjablak hins vold- uga Guðs, og þúsundir ára eitt andartak hins eilífa Guðs“. (Páll J. Árdal). Einlægar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur hluttekningu og vinarhug við veikindi og fráfall okkar hjartkæra GEIRS G. JÓNSSONAR, Aflagranda 40. Marín Sjöfn Geirsdóttir, Örvar Omrí Ólafsson, Jón Örvar G. Jónsson, Þóra Sigurðardóttir og Sigurrós Jónsdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐLAUGAR J. VESTMANN, Höfðabraut 10, Akranesi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á A-deild Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaka alúð og umönnun. Börn, tengdabörn, ömmu-, langömmu-, og langalangömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.