Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 54

Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 54
FRÉTTIR 54 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SIGURBJÖRN Björnsson getur verið ágætlega sáttur við árangur sinn á opna Neckar-skákmótinu um páskana eins og fram hefur komið í skákþættinum. Hátt í 600 skákmenn frá 26 löndum tóku þátt í mótinu. Sigurbjörn segir það sérstakt ánægjuefni hversu vel honum gekk gegn hin- um stigalægri í mótinu, þar sem hann hefur oft átt í erfiðleikum með þá. Aftur kom í ljós beinn árangur af heim- sóknum skákþjálfara hingað til lands, sem Helgi Áss Grétarsson hefur staðið fyrir, en nýlega hélt Emil Sut- ovsky afar gagnlegt námskeið fyrir ís- lenska skákmenn. Hann er „skelfi- lega“ sterkur skákmaður, eins og einn þátttakenda á námskeiðinu orðaði það. Hann greindi flóknar stöður með bakið í skýringaborðið og sá venjulega lengra en þeir sem sátu í salnum og höfðu borðið fyrir framan sig. Sigurbjörn segir að oft á tíðum hafi hann náð að klára skák- irnar með því sem Sutovsky kallaði „direct approach“ og sýndi fjölmörg dæmi um á námskeiðinu. Gerðist það í þremur skákum á mótinu, að andstæðingar Sigurbjörns náðu ekki að hrókera þar sem þeir léku ónákvæmt í byrjuninni. Í öllum til- fellum náði Sigurbjörn óstöðvandi sókn í kjölfarið. Ein skák stendur þó upp úr að hans mati, en það er skák sem hann tefldi í fjórðu umferð. Hann beitti Grunfeld-vörn að hætti Sutovskys og fórnaði liði til að halda kóngnum á miðborðinu og ná öflugu frumkvæði. Hvítt: Wiertzema (2.159) Svart: Sigurbjörn Björnsson (2.296) Grünfeldsvörn 1.d4 Rf6 2.c4 g6 3.Rc3 d5 4.Rf3 Bg7 5.Db3 dxc4 6.Dxc4 0–0 7.e4 Ra6 8.e5 -- Algengast er að leika hér 8.Be2 c5 9.d5 e6 10.0–0 exd5 11.exd5 Rb4 o.s.frv. 8...Rd7 9.e6 fxe6 10.Dxe6+ -- Eftir 10.Be3 Rb6 11.Db3 Rd5 stendur svartur vel, t.d. 12.Bxa6 bxa6 13.0–0 Dd6 14.Hfe1 Bb7 15.Rg5 Rxc3 16.bxc3 Bd5 17.c4 Hab8 18.Dc2 Dc6 19.Hac1 Bxg2 20.f4 h6 21.Rxe6 Dxe6 22.Dxg2 Df5 23.Kh1 Hb4 24.Bg1 e6 25.De4 Dxe4+ 26.Hxe4, og skákinni lauk með jafntefli 17 leikjum síðar (Tukmakov-Krasenk- ow, Oviedo 1991). 10...Kh8 11.Db3 c5 Önnur leið er 11...e5, t.d. 12.d5 Rac5 13.Da3 e4 14.Rg5 Bd4 15.f3 exf3 16.Rxf3 Re5 17.Be2 Rxf3+ 18.gxf3 He8 19.h4 Rd3+ 20.Kf1 Dd7 21.Be3 Bxe3 22.Bxd3 Dh3+ 23.Hxh3 Bxh3+ 24.Ke2 Bc5+ 25.Be4 Bxa3 og hvítur gafst upp (Vinje Gulbrand- sen-Toro Solis de Ovando, bréfskák 1999). 12.d5 -- Sjá stöðumynd I. 12...Hxf3!? Sigurbjörn teflir af miklum krafti. Skiptamunarfórnin er ný af nálinni, en þekkt er 12...Rb6 13.Be3 Bg4 14.Rg5 Hc8 15.h3 Bf5 16.Bxa6 bxa6 17.0–0 c4 18.Da3 Rxd5 19.Had1 Bxc3 20.bxc3 h6 21.Rf3 Kh7 22.Hd4 e6 23.Re5 Dc7 24.Rxc4 Bd3 25.Hxd3 Dxc4 26.Hfd1 Hf7 27.Bd4 Rf4 28.H3d2 Re2+ 29.Kh2, jafntefli (Matousek-Zacek, bréf- skák 1999). 13.gxf3 Re5 14.Re4 -- Eftir 14.Be2 Rb4 15.0–0 Bf5 16.Be3 Bc2 17.Da3 b6 18.f4 Red3 19.Bf3 Dd7, ásamt 20. -- Hf8 á svart- ur góða stöðu, m.a. vegna þess, hve hvíta drottningin er illa stödd. 14...Rb4 15.Be2 -- Sjá stöðumynd II. 15...Rbd3+! 16.Bxd3 Rxf3+ 17.Kd1 Rd4 18.Dc4 Bg4+ 19.Ke1 b5! 20.Dxc5 Hc8 Sjá stöðumynd III. 21.Dxc8 -- Jafngildir uppgjöf, en svartur virðist standa mun betur, eftir 21.Rg5 Df8!? (21...Rf3+ 22.Kf1 Rxg5 23.Dxb5 Bh3+ 24.Ke2 Bg4+ 25.Kf1 Bh3+, jafnt) 22.Da3 Hxc1+!? 23.Hxc1 Df4, t.d. 24.b4 Dxg5 25.Be4 Bh6! 26.De3 De5! 27.Dxh6 (27.f4 Bxf4 28.Dd3 Bxc1 29.Kf2 Bf5 30.Bxf5 Rxf5 31.a3 Be3) 27...Dxe4+ 28.Kd2 Rf3+ 29.Kc3 Dc4+ 30.Kb2 Dxb4+ 31.Ka1 Dd4+ 32.Kb1 Rd2+ 33.Kc2 Bf5+ 34.Kd1 Rf3+ 35.Ke2 Dd3+ mát. 21...Dxc8 22.Be3 Rc2+ 23.Kd2 -- Eða 23.Bxc2 Dxc2 24.Rg3 Bxb2 og svartur vinnur. Lokin þarfnast ekki skýringa. 23...Rxa1 24.Hxa1 Dd8 25.Kc2 Dxd5 26.Rc3 Bxc3 27.bxc3 Bf5 28.Bxf5 Dxf5+ 29.Kb2 a5 30.Hd1 Dh5 31.Hd8+ Kg7 32.Ha8 De2+ 33.Ka3 a4 34.h4 Kf7 35.Ha7 Dc4 36.Bd4 b4+ 37.Kb2 a3+ og hvítur gafst upp. Þrettán krakkar náðu jafntefli í fjöltefli Í tengslum við hverfishátíð Tóna- bæjar á sumardaginn fyrsta fór fram fjöltefli sem 37 börn og ung- lingar tóku þátt í. Tveir af okkar efnilegustu skákmönnum, þeir Arn- ar Gunnarsson og Bragi Þorfinns- son, tefldu við krakkana. Enginn þeirra náði að sigra meistarana, en engu að síður var árangurinn prýði- legur og 13 krakkar náðu jafntefli. Jafntefli við Braga Þorfinnsson gerðu: Benedikt Sigurleifsson, Laugarnesskóla Bergsteinn Már Gunnarsson, Háteigsskóla Guðni Fannar Kristjánsson, Laugarnes- skóla Ólafur Þórðarson, Fossvogsskóla Einar Ólafsson, Laugarnesskóla Berglind Jónsdóttir, Laugarnesskóla Hrafnkell Ásgeirsson, Fossvogsskóla Eftirtaldir náðu jafntefli við Arn- ar Gunnarsson: Einar Sigurðsson, Laugarnesskóla Róbert Eyþórsson, Laugarnesskóla Ari Þór Magnússon, Hlíðaskóla Ragnar Þór Kjartansson, Álftamýrarskóla Vilhjálmur Pálmason, Laugarnesskóla Arnór Bragi Elvarsson, Fossvogsskóla Arnar vann því 11 skákir en gerði 6 jafntefli. Börn og unglingar úr tíu skólum sem eiga aðild að Tónabæ tóku þátt í fjölteflinu, en þeir eru: Álftamýr- arskóli, Breiðagerðisskóli, Foss- vogsskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Hvassaleitisskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Laugarnesskóli og Vogaskóli. Teflt var hjá Taflfélagi Reykja- víkur. Mótsstjóri fyrir hönd Tóna- bæjar var Sigríður A. Jóhannsdótt- ir, en skákstjóri fyrir hönd TR var Torfi Leósson. Helgi Ólafsson sigraði á afmælismóti Haraldar Hermannssonar Helgi Ólafsson sigraði af öryggi á afmælismóti Haraldar Her- mannssonar sem fór fram á Sauð- árkróki um páskana. Hann leyfði aðeins eitt jafntefli, við Sigurð Ei- ríksson frá Akureyri. Helgi Áss Grétarsson varð annar með 6 vinn- inga og í þriðja sæti varð Akureyr- ingurinn Guðmundur Gíslason með 5 vinninga. Bragi Halldórsson varð fjórði með 4½ vinning og í kjölfarið fylgdu Gylfi Þórhallsson, Lenka Ptácníková, Sigurður Eiríksson, Örn Þórarinsson, Ari Friðfinnsson og Jón Arnljótsson, öll með fjóra vinninga. Þátttakendur voru 22 í þessu vel skipaða skákmóti þar sem meðal- stig þátttakenda voru tæplega 2.000. Fjórða Karpov-skákmótið Það er sjaldgæft að haldin séu skákmót sem í virðingarskyni bera nafn lifandi skákmanna, hvað þá að þau séu nefnd eftir skákmanni sem enn er í fullu fjöri sem keppnismað- ur. Auk Haraldar Hermannssonar hefur Anatoly Karpov þó hlotnast þessi heiður og ekki bara einu sinni heldur stendur nú yfir í Poikovsky í Rússlandi fjórða Karpov-skákmót- ið. Þátttakendur eru 9 stórmeistar- ar með yfir 2.600 skákstig og svo einn alþjóðlegur meistari. Staðan eftir fimm umferðir er þessi: 1.-3. Peter Svidler (2.713), Alex- ander Onischuk (2.647), Joel Laut- ier (2.666) 3½ v. 4.-5. Viktor Bologan (2.663), Giov- anni Vescovi (2.615) 3 v. 6. Vadim Zvjaginsev (2.664) 2½ v. 7. Sergei Rublevsky (2.670) 2 v. 8.-9. Yannick Pelletier (2.623), Smbat Lputian (2.638) 1½ v. 10. Andrei Obodchuk (2.417) 1 v. Það er hins vegar af Karpov sjálf- um að frétta, að hann heldur áfram að hrella sterkustu skákmeistara heims og er skemmst að minnast einvígissigurs hans gegn Kasparov í New York. Þann 7.-10. apríl mætti hann Evrópumeistaranum Bartlo- miej Macieja (2.634). Bartolomiej er 26 ára gamall pólskur stórmeistari, sem hefur unnið marga góða sigra á sínum ferli. Hápunkturinn var samt þegar hann var krýndur Evrópu- meistari í Batumi 2002. Macieja reyndist hins vegar engin fyrirstaða fyrir Karpov, sem sigraði með yf- irburðum, hlaut sex vinninga gegn tveimur. Tefldar voru atskákir. Kasparov-Ponomariov frestað? Samkvæmt grein sem birtist í argentínska blaðinu La Nacion verður einvígi þeirra Kasparov og Ponomariov frestað frá júní til nóv- ember. Hitt einvígi sameiningar- ferlisins“, einvígi Kramnik gegn Leko, verður líklega haldið í Búda- pest í júní. Fetað í fótspor Sutovsky Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Stöðumynd III. Stöðumynd I. Stöðumynd II. Sigurbjörn Björnsson SKÁK Deizisau, Þýskalandi VII. NECKAR-SKÁKMÓTIÐ 17. – 24. apríl 2003 dadi@vks.is ALCAN á Íslandi afhenti á dögun- um Jöklarannsóknafélagi Íslands styrk, sem félagið hyggst nota til að stórbæta aðstöðu sína á Vatnajökli. Styrkurinn nam einni milljón króna og veitti Magnús Tumi Guðmunds- son, formaður Jöklarannsókna- félagsins, honum viðtöku. Jöklarannsóknafélagið hyggst koma upp rafstöð við rannsókna- setur félagsins á Grímsfjalli í sum- ar, en með slíkri rafvæðingu verður frumúrvinnsla gagna og eftirlit með tækjum auðveldara en áður. Hægt verður að raflýsa skálana á fjallinu, sem auka mun öryggi jöklafara þar sem ekki þarf að treysta á gas til lýsingar þegar raf- stöðin er kominn í gagnið. Mögu- leikinn á notkun raftækja mun greiða fyrir viðhaldi og viðgerðum af ýmsu tagi og rafstöðin mun skapa möguleika á bættum fjar- skiptum á Vatnajökli, með uppsetn- ingu senda og endurvarpa fyrir síma eða önnur fjarskiptakerfi. Slíkt myndi auka mjög öryggi allra sem fara um svæðið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Rannveig Rist afhendir Magnúsi Tuma Guðmundssyni styrkinn. Alcan á Íslandi styrkir Jöklarannsóknafélagið KARLAKÓR Akureyrar – Geysirverður með söngskemmtun á Hótel Húsavík í dag, laugardaginn 26. apríl kl. 21. Efnisskrá er tvískipt. Fyrri hlut- inn er hefðbundin dagskrá þar sem flutt verða ýmis karlakórslög inn- lend og erlend. Seinni hlutinn er Hæ Hopsa Sí sem eru írsk lög með text- um eftir Jónas Árnason með leik- rænu ívafi og kráarstemmningu. Söngstjórar eru Erla Þórólfsdóttir og Guðmundur Þorsteinsson. Píanó- leikari er Sólveig Anna Jónsdóttir. Snorri Guðvarðarson hefur umsjón með tónlistarflutningi í seinni hluta dagskrárinnar. Karlakór með söngskemmtun á Húsavík SAMTÖK skólamanna um bindind- isfræðslu hafa ályktað eftirfarandi gegn áfengisauglýsingum og sölu áfengis í matvöruverslunum: „Aðalfundur Samtaka skólamanna um bindindisfræðslu, haldinn í Reykjavík 15. apríl 2003, varar sterklega við afleiðingum þess að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun- um, svo sem nú er knúið á um. Telur fundurinn einsýnt að sú breyting hefði í för með sér enn aukna áfeng- isneyslu í landinu og gengi þannig gegn viðleitni þeirra sem vinna að forvörnum. Nær væri í ljósi þróun- arinnar síðustu árin að sporna hér við fótum. Vaxandi skeytingarleysi Einnig lýsir fundurinn yfir furðu og vanþóknun vegna síaukinna áfengisauglýsinga, beinna og óbeinna, í fjölmiðlum og á almanna- færi í trássi við ákvæði í áfengislög- um um algert bann við slíkum aug- lýsingum. Fundurinn telur að þetta sé hvort tveggja til marks um vaxandi skeyt- ingarleysi um skuggahliðar áfengis- neyslunnar og vera unglingum og ungu fólki slakur vegvísir í um- gengni við vímuefnið áfengi.“ Lýsa furðu á endurteknum auglýsingum um áfengi EMERALD EHF. hefur hafið inn- flutning á nýrri tegund öryggis- ljósa, svokölluðum SOS Öryggis- ljósum sem gerð eru úr ljósdíóðum. Í tilkynningu frá innflutningsaðila segir að ljósin séu ný uppfinning og að þau henti vel til lýsingar á slysavettvangi. Í hverju ljósi eru 20 ljósdíóður en líftími ljósdíóðu er 100 þúsund klst. Ljósin eru höggheld og vatns- held, ganga fyrir venjulegum raf- hlöðum og sjást mjög vel úr mikill fjarlægð. Að sögn Gunnlaugs Gestssonar, framkvæmdastjóra Emerald ehf., hafa ljósin verið kynnt forsvars- aðilum björgunarsveita og lögreglu hér á landi að undanförnu. Að hans sögn eru ljósin víða staðalbúnaður í borgum í Ástralíu og Bandaríkj- unum. Ný tegund öryggisljósa á markað ÞING Bandalags kvenna í Reykja- vík var haldið á Hótel Loftleiðum fyrir skömmu. Formaður BKR, Hildur G. Eyþórsdóttir, flutti skýrslu stjórnar og skýrslu stjórn- ar Hallveigarstaða. Þá voru fluttar og ræddar skýrslur einstakra nefnda. Kosin var ný stjórn og er hún þannig skipuð: Hildur G. Eyþórs- dóttir formaður, Hvítabandinu, Margrét K. Sigurðardóttir varafor- maður, Kvenstúdentafélagi Ís- lands, Kristín Zoëga ritari, Thor- valdsensfélaginu, Ragnhildur Jónasdóttir gjaldkeri, Hvítaband- inu, Ríkey Rikharðsdóttir vararit- ari, Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt, Sigurborg Bragadóttir með- stjórnandi, Kvenfélagi Fríkirkj- unnar og Sigríður Ásgeirsdóttir meðstjórnandi, Kvenfélagi Hall- grímskirkju. Ný stjórn Bandalags kvenna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.