Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 55
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 55
UNGMENNAFÉLAGIÐ Aftureld-
ing og Bónus standa nú fyrir körfu-
knattleikskynningu fyrir 5.–10.
bekkinga í samstarfi við Körfu-
knattleikssamband Íslands. Til-
gangurinn er að kanna hvort
grundvöllur sé fyrir því að stofna
körfuknattleiksdeild innan Aftur-
eldingar aftur.
Verkefnið byrjaði í mars þegar
Pétur Guðmundsson, fyrrverandi
NBA-leikmaður, hemsótti 5.–8.
bekkinga í Varmár- og Lágafells-
skóla í leikfimitíma og kynnti fyrir
þeim og sýndi ýmsar þrautir. Í
framhaldi af því var krökkunum
boðið að mæta á æfingar hjá honum
fram í maímánuð.
Boðið er upp á æfingar í 4 flokk-
um og hefur æfingagjald verið fellt
niður; Minnibolta (11 ára og yngri),
8. flokk drengja og stúlkna (7. og 8.
bekkur) og 10. flokk drengja (9. og
10. bekkur).
Allir flokkar æfa tvisvar í viku og
endar kynningin í maí með Bónus-
mótinu, þar sem allir flokkar fá til
sín lið í heimsókn. Upplýsingar um
æfingatíma er hægt að fá með því
að hafa samband við Íþróttamið-
stöðina að Varmá, segir í fréttatil-
kynningu.
Bónus styrkir körfubolta-
kynningu í Mosfellsbæ
FRIÐARSINNAR á Vestfjörðum
héldu nýlega fund þar sem sam-
þykkt var ályktun um stríðið í Írak.
„Fundurinn mótmælir harðlega
þeirri ákvörðun forsætisráðherra og
utanríkisráðherra að lýsa stuðningi
þjóðarinnar við stríðsrekstur Banda-
ríkjamanna og Breta í Írak. Fund-
urinn átelur þau gerræðislegu
vinnubrögð ráðherranna að gefa út
slíka yfirlýsingu án samráðs við þing
eða utanríkismálanefnd. Ráðherrun-
um mátti auk þess vera það ljóst að
stuðningsyfirlýsing við þessar að-
gerðir gekk þvert gegn vilja meg-
inþorra almennings í landinu. Ef Ís-
land á að geta talist lýðræðisríki,
verða yfirvöld landsins að virða lýð-
ræðið í stað þess að traðka á því með
þessum hætti.“
Mótmæla
stuðningi við
stríðsrekstur
ÍBÚAR og aðrir hagsmunaaðilar
komu saman í Árseli laugardaginn
29. mars og settu fram sínar hug-
myndir um skipulag Árbæjartorgs.
Torgið afmarkast af Árseli, Árbæj-
arkirkju, Árbæjarskóla og bíla-
stæðunum við kirkjuna og Ársel.
Margar hugmyndir komu fram
og hefur Skipulags- og byggingar-
svið Reykjavíkurborgar útbúið
þrjár tillögur að Árbæjartorgi.
Þessar tillögur má skoða á vef
Reykjavíkurborgar, www.reykja-
vik.is, senda ábendingar og taka
þátt í óformlegri skoðanakönnun
um tillögurnar. Á vefnum er einnig
að finna allar hugmyndir sem fram
komu á íbúaþinginu, segir í frétta-
tilkynningu.
Tillögur að
skipulagi
Árbæjartorgs
Alltaf á þriðjudögum