Morgunblaðið - 26.04.2003, Page 56

Morgunblaðið - 26.04.2003, Page 56
56 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                              !        "#                BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. OFT hefur maður heyrt og séð van- hugsaðar og heimskulegar tillögur um stjórnun fiskveiða, en tillögur Vinstri grænna sem birtust í grein þingmann- anna Jóns Bjarnasonar og Árna Steinars Jóhannssonar í Morgunblaðinu 15. apríl sl. taka þó öllu fram í þeim efnum, ef undanskilin er núverandi fiskveiðistefna ríkis- stjórnarinnar. Þeir skrifa um að aflaheimildir verði afskrifaðar um 5% á ári frá núverandi kvótahöfum og þeim skilað þjóðinnni á 20 árum. Það er að sjálfsögðu réttmæt krafa að lög- mætur eigandi fiskveiðiheimilda, íslenska þjóðin, fái aftur eign sína til baka. Það þarf ekki að rekja stærstu eignaupptöku Íslandssög- unnar á sameign þjóðarinnar fisk- inum, sem núverandi ríkisstjórnar- flokkar bera alla ábyrgð á. Tillögur Vinstri grænna um skiptingu afskrifta eru á þá leið að endurheimtum veiðiheimildum 5% á ári verði skipt í þrennt. l. Einn hluti l,67% verði færður til byggðanna og þeim verði í sjálfs- vald sett hvort þau leigja þann hluta eða deila honum út eftir öðrum reglum. 2. l,67% verði boðin út til leigu á landsmarkaði til sex ára í senn og útgerðum og vinnslustöðum heimilt að vera leigutakar. 3. Og svo kemur rúsínan í pylsu- endanum að l,67% verði endur- leigð með sérstökum samningi til þeirra kvótaeigenda sem fyrnt var frá. Þá vita sjávarbyggðirnar hvers þær mega vænta af Vinstri græn- um. l,67% koma í þeirra hlut á ári. Greinarhöfundar telja að tillögur þeirra tryggi rétt og öryggi sjáv- arbyggðanna, stöðugleika og fulla hagkvæmni í rekstri útgerðar og fiskvinnslu svo notuð séu þeirra orð. Þeir geta þess sérstaklega að umræddar tillögur séu grundvall- aðar á mikilli sanngirni, varfærni og festu. Halda greinarhöfundar að þeir geti blásið lífi í sjávarbyggðir með slíkum tillögum sem þegar eru bún- ar að missa nánast allar fiskveiði- heimildir og standa uppi með verð- lausar eignir. Fólkið streymir frá þessum byggðarlögum og það snýr ekki til baka fyrir l,67% árlega aukningu veiðiheimilda. Við lestur þessarar greinar varð ég undrandi og sár að heyra svona vanburða og flónslega skilgreingu á úrlausn stærsta vandamáls þjóðar- innar. Það er reyndar með ólíkindum að flokkur Vinstri grænna sem stend- ur fyrir mörgum góðum málefnum skuli láta frá sér fara annað eins rugl. Kannski er þarna kominn a.m.k. hluti af skýringu þess hvað flokkurinn mælist lítill í könnunum. Væri ekki vænlegra að leita til frændþjóðar okkar og vina í Fær- eyjum um lausn þessara mála. KRISTJÁN PÉTURSSON, fv. deildarstjóri. Tillögur vinstri Vinstri grænna í fiskveiðistjórnun Frá Kristjáni Péturssyni Kristján Pétursson HANS Kristján Árnason skrifar í Mogga 20/4 og spyr Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttir hvort hún sé sú sem hún segist vera og sú sem hann heldur að hún sé, sannorð og heið- arleg, fulltrúi fólksins, sem stendur við það sem hún segir. Hans hefur greinilega ekki horft á sjónvarpið fyrir kosningar til borgarstjórnar á síðasta ári. Þá sagði hún oftar en einu sinni að hún ætlaði að vera borgarstjóri í Reykjavík í 4 ár, „því mættu Reykvíkingar trúa“. Sá sannleikur entist ekki út árið því hún var hlaupin vestur á Granda á jólaföstu og lýsti því yfir að hún væri að fara í framboð fyrir krata og yrði næsti forsætisráðherra. For- sætisráðherra-framboð hefur aldrei verið fyrr á Íslandi. Það er skrítið ef Hans hefur ekki fylgst neitt með öllu þessu, en veit þó að „allir hafa svikið öll loforð eftir kosningar“ (og er þó nokkuð til í því) og tek ég und- ir það. Þessvegna finnst mér skrítið ef honum finnst Ingibjörg Sólrún sérstaklega trúverðug eftir borgar- stjórnarkosningarnar á síðasta ári og hversu mikið var að marka yf- irlýsingar þær sem hún gaf… Hann Björn var bara svo lyginn að hann bjó þessa sögu til... „en hún ætlaði að vera borgarstjóri næstu 4 ár, því mættu Reykvíkingar trúa“. Nú fer hún margar ferðir upp í Borgarnes til að hella úr skálum reiði sinnar og þylur upp allskonar sögur í Leitis- Gróu stíl. Er það að draga taum þeirra sem Össur skrifaði svo mik- inn óhróður um á síðasta ári og varð að skrifa þeim afsökunarbréf. Nú kemur Össur hvergi fram, situr bara eins og Skotta á feldinum þeg- ar Ingibjörg Sólrún leggur land undir fót og fer um landið. Ekki veit ég hvað fólkið í Borgarnesi hefur gert til þess að verðskulda það að allar sögur byrji þar. Hans ætti að skoða málið upp á nýtt og kanna gildi þess, að hafa skal það sem sannara reynist. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Hafa skal það sem sannara reynist Frá Guðmundi Bergssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.