Morgunblaðið - 26.04.2003, Síða 57
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 57
Rær frá Ólafsvík
Ranghermi var í myndatexta á
blaðsíðu 2 í blaðinu á fimmtudag.
Daníel Jónsson rær frá Ólafsvík en
ekki Ólafsfirði eins og stóð. Beðist
er velvirðingar á þessum mistök-
um.
LEIÐRÉTT
Astma- og ofnæmisfélagið verður
með fræðsludag fyrir almenning
um fæðuofnæmi í dag, laugardaginn
26. apríl, kl. 10–12, í húsakynnum
Múlalundar, Hátúni 10C, Reykjavík.
Erindi halda: Ari Axelsson læknir,
Rósa Karlsdóttir, móðir þriggja
barna með fæðuofnæmi, Borghildur
Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi,
Valentina Björnsdóttir fulltrúi frá
leikskólanum Laufásborg og Svafa
Líf Eggertsdóttir fulltrúi frá hverf-
isstofnun. Pallborðsumræður og fyr-
irspurnir frá gestum í sal. Fund-
urinn er opinn öllum sem áhuga hafa
á ofnæmi. Aðgangur er ókeypis.
Bráðger börn sýna afrakstur
námskeiða sem þau sátu við Há-
skóla Íslands, í sal 1, í Háskólabíói í
dag, laugardaginn 26. apríl kl. 10.30–
13.30. M.a. verður sagt frá spænsku,
ensku, verkfræði, ljósfræði vetn-
isframleiðslu, kvikmyndarýni, fyrir-
tækjarekstri og heimspeki. Einnig
fer fram keppni milli rafknúinna far-
artækja sem hönnuð voru. Í hléi
syngur Anna María Björnsdóttir úr
Garðaskóla og danshópurinn Eld-
móður sýnir. Til sýnis verða ýmis
verkefni sem unnin voru á nám-
skeiðunum. Hátíðin er öllum opin og
aðgangur ókeypis.
Átak gegn stríði boðar til mót-
mælastöðu við stjórnarráðið, gegn
stríðsrekstri og hernámi Bandaríkj-
anna og Bretlands í Írak og gegn
stuðningi íslenskra stjórnvalda við
það, laugardaginn 26. apríl kl. 14.
Ármann Jakobsson íslenskufræð-
ingur flytur ávarp og dúettinn Helv-
ar flytur tónlist.
Í DAG
Íslandsmót stúlkna 2003 – ein-
staklingskeppni í skák Íslandsmót
stúlkna (grunnskólamót) 2003 verð-
ur haldið á morgun, sunnudaginn 27.
apríl, í húsnæði Skáksambands Ís-
lands, Faxafeni 12, Reykjavík. Mótið
hefst kl. 13 og verða tefldar 10 mín.
skákir. Keppt verður í tveimur ald-
ursflokkum, 12 ára og eldri og 11 ára
og yngri. Veitt verða verðlaun fyrir
3 efstu sætin í hvorum flokki.
Á MORGUN
Aðalfundur Heyrnarhjálpar verður
haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 20
á Fosshóteli Lind við Rauðarárstíg.
Til fundarins er boðið fulltrúum frá
ráðuneyti, Heyrnar- og talmeinastöð
og Heyrnartækni ehf. Kynnt verður
ný reglugerð heilbrigðisráðuneytis
um þátttöku ríkisins í kostnaði við
heyrnar- og hjálpartæki og munu
fulltrúar söluaðila og ráðuneytis
sitja fyrir svörum. Sýning verður á
heyrnar- og hjálpartækjum. Kaffi-
veitingar, rittúlkur, tónmöskvi.
Málþing um börn og fátækt Ís-
Forsa, samtök áhugafólks um rann-
sóknir og þróunarstarf á sviði fé-
lagsráðgjafar, halda málþing mánu-
daginn 28. apríl, undir yfirskriftinni
„Örbirgð eða allsnægtir, búa börn
við fátækt á Íslandi?“ Málþingið
verður haldið á Grand hóteli
Reykjavík kl. 13–16. Leitast verður
við að varpa ljósi á velferðarhug-
takið út frá alþjóðlegum veruleika
og íslenskum aðstæðum með börnin
í brennidepli. Erindi halda: Stefán
Ólafsson prófessor, Guðný Björk
Eydal lektor, Harpa Njáls, Sigríður
Jónsdóttir félagsfræðingur og Sig-
urður Snævarr hagfræðingur. Gefn
Baldursdóttir og Sigurður H.
Sveinsson greina frá því hvernig það
er að lifa af lágum launum til langs
og skamms tíma.
Endurmenntun HÍ heldur nám-
skeið um ný lög um fasteigna-
kaup dagana 6.– 8. maí nk. Fjallað
verður um stofnun samninga um
fasteignakaup, formkröfu laganna
til kaupsamninga, gallahugtak lag-
anna, sem er frábrugðið því sem áð-
ur gilti. Farið verður ítarlega í regl-
ur um vanefndir o.fl. Námskeiðið er
ætlað lögfræðingum, þ.e. lögmönn-
um, dómurum og öðrum sem fást við
fasteignakaup. Kennari er Viðar
Már Matthíasson, prófessor við
lagadeild HÍ. Frekari upplýsingar
og skráning er á www.endurmennt-
un.is.Á NÆSTUNNI
Kosningaskrifstofa Samfylking-
arinnar opnuð í Garðabæ í dag,
laugardaginn 26. apríl kl. 16 að
Kirkjulundi 19. Frambjóðendur
taka á móti gestum. Tónlistaratriði
og veitingar. Allir velkomnir. Skrif-
stofan verður opin á virkum dögum
kl. 16–19 og á laugardögum kl. 10–
14.
Fuglaskoðunarferð um Álftanes
á vegum Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs verður í dag,
sunnudaginn 27. apríl kl. 14. Safn-
ast verður saman í Haukshúsi þar
sem Guðmundur Á. Guðmundsson
fuglafræðingur mun fræða gesti
um fuglalífið á Álftanesi. Því næst
verður gengið um nesið og fjöl-
skrúðugt fuglalífið skoðað. Kaffi-
veitingar verða að lokinni göngu.
Allir velkomnir.
Menningarmálasmiðja VG Þriðju-
dagskvöldið 29. apríl, kl. 20.30
verður menningarmálasmiðja VG, í
Ingólfsstræti 5, Reykjavík. Smiðj-
an ber yfirskriftina: Opinber menn-
ingarstefna; fjötrar eða frelsi? Kol-
brún Halldórsdóttir þingkona VG
og leikstjóri verður fundarstjóri og
Tinna Gunnlaugsdóttir, formaður
Bandalags íslenskra listamanna, og
Felix Bergsson, formaður Sjálf-
stæðu leikhópanna, verða með
framsögu. Umföllunarefnið er: Op-
inber menningarstefna; fjötrar eða
frelsi? Hver er ábyrgð stjórnvalda
á lista- og menningarlífi? Er tilvilj-
anakenndur stuðningur, sem mark-
ast af ákvörðunum einstakra ráða-
manna vænlegur til að geta af sér
öflugt menningarlíf eða er með-
vituð framtíðarsýn sem stjórnvöld
samþykkja með opinberum leik-
reglum skynsamlegri leið? Allir
velkomnir, kaffiveitingar verða í
boði.
STJÓRNMÁL
Í dag, laugardaginn 26. apríl kl. 14 ætla sjálfstæ›iskonur í Reykjavík a› rölta um mi›bæinn
í fylgd Bjargar Einarsdóttur, rithöfundar. Vi› munum hittast kl. 14 vi› styttu Leifs heppna á
Skólavör›uholti. A› göngu lokinni ver›ur bo›i› upp á kaffi í Kosningami›stö› flokksins á Kaffi Hressó,
flar sem nokkrir kvenframbjó›endur flokksins í Reykjavík spjalla vi› gesti.
Vi› hlökkum til a› sjá sem flestar konur á morgun. Allir velkomnir.
Me› baráttukve›ju
Hvöt, félag sjálfstæ›iskvenna í Reykjavík
áfram Íslandxd.is
Mi›bæjarrölt
me› Björgu Einarsdóttur