Morgunblaðið - 26.04.2003, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 26.04.2003, Qupperneq 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 57 Rær frá Ólafsvík Ranghermi var í myndatexta á blaðsíðu 2 í blaðinu á fimmtudag. Daníel Jónsson rær frá Ólafsvík en ekki Ólafsfirði eins og stóð. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. LEIÐRÉTT Astma- og ofnæmisfélagið verður með fræðsludag fyrir almenning um fæðuofnæmi í dag, laugardaginn 26. apríl, kl. 10–12, í húsakynnum Múlalundar, Hátúni 10C, Reykjavík. Erindi halda: Ari Axelsson læknir, Rósa Karlsdóttir, móðir þriggja barna með fæðuofnæmi, Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi, Valentina Björnsdóttir fulltrúi frá leikskólanum Laufásborg og Svafa Líf Eggertsdóttir fulltrúi frá hverf- isstofnun. Pallborðsumræður og fyr- irspurnir frá gestum í sal. Fund- urinn er opinn öllum sem áhuga hafa á ofnæmi. Aðgangur er ókeypis. Bráðger börn sýna afrakstur námskeiða sem þau sátu við Há- skóla Íslands, í sal 1, í Háskólabíói í dag, laugardaginn 26. apríl kl. 10.30– 13.30. M.a. verður sagt frá spænsku, ensku, verkfræði, ljósfræði vetn- isframleiðslu, kvikmyndarýni, fyrir- tækjarekstri og heimspeki. Einnig fer fram keppni milli rafknúinna far- artækja sem hönnuð voru. Í hléi syngur Anna María Björnsdóttir úr Garðaskóla og danshópurinn Eld- móður sýnir. Til sýnis verða ýmis verkefni sem unnin voru á nám- skeiðunum. Hátíðin er öllum opin og aðgangur ókeypis. Átak gegn stríði boðar til mót- mælastöðu við stjórnarráðið, gegn stríðsrekstri og hernámi Bandaríkj- anna og Bretlands í Írak og gegn stuðningi íslenskra stjórnvalda við það, laugardaginn 26. apríl kl. 14. Ármann Jakobsson íslenskufræð- ingur flytur ávarp og dúettinn Helv- ar flytur tónlist. Í DAG Íslandsmót stúlkna 2003 – ein- staklingskeppni í skák Íslandsmót stúlkna (grunnskólamót) 2003 verð- ur haldið á morgun, sunnudaginn 27. apríl, í húsnæði Skáksambands Ís- lands, Faxafeni 12, Reykjavík. Mótið hefst kl. 13 og verða tefldar 10 mín. skákir. Keppt verður í tveimur ald- ursflokkum, 12 ára og eldri og 11 ára og yngri. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki. Á MORGUN Aðalfundur Heyrnarhjálpar verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 20 á Fosshóteli Lind við Rauðarárstíg. Til fundarins er boðið fulltrúum frá ráðuneyti, Heyrnar- og talmeinastöð og Heyrnartækni ehf. Kynnt verður ný reglugerð heilbrigðisráðuneytis um þátttöku ríkisins í kostnaði við heyrnar- og hjálpartæki og munu fulltrúar söluaðila og ráðuneytis sitja fyrir svörum. Sýning verður á heyrnar- og hjálpartækjum. Kaffi- veitingar, rittúlkur, tónmöskvi. Málþing um börn og fátækt Ís- Forsa, samtök áhugafólks um rann- sóknir og þróunarstarf á sviði fé- lagsráðgjafar, halda málþing mánu- daginn 28. apríl, undir yfirskriftinni „Örbirgð eða allsnægtir, búa börn við fátækt á Íslandi?“ Málþingið verður haldið á Grand hóteli Reykjavík kl. 13–16. Leitast verður við að varpa ljósi á velferðarhug- takið út frá alþjóðlegum veruleika og íslenskum aðstæðum með börnin í brennidepli. Erindi halda: Stefán Ólafsson prófessor, Guðný Björk Eydal lektor, Harpa Njáls, Sigríður Jónsdóttir félagsfræðingur og Sig- urður Snævarr hagfræðingur. Gefn Baldursdóttir og Sigurður H. Sveinsson greina frá því hvernig það er að lifa af lágum launum til langs og skamms tíma. Endurmenntun HÍ heldur nám- skeið um ný lög um fasteigna- kaup dagana 6.– 8. maí nk. Fjallað verður um stofnun samninga um fasteignakaup, formkröfu laganna til kaupsamninga, gallahugtak lag- anna, sem er frábrugðið því sem áð- ur gilti. Farið verður ítarlega í regl- ur um vanefndir o.fl. Námskeiðið er ætlað lögfræðingum, þ.e. lögmönn- um, dómurum og öðrum sem fást við fasteignakaup. Kennari er Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild HÍ. Frekari upplýsingar og skráning er á www.endurmennt- un.is.Á NÆSTUNNI Kosningaskrifstofa Samfylking- arinnar opnuð í Garðabæ í dag, laugardaginn 26. apríl kl. 16 að Kirkjulundi 19. Frambjóðendur taka á móti gestum. Tónlistaratriði og veitingar. Allir velkomnir. Skrif- stofan verður opin á virkum dögum kl. 16–19 og á laugardögum kl. 10– 14. Fuglaskoðunarferð um Álftanes á vegum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs verður í dag, sunnudaginn 27. apríl kl. 14. Safn- ast verður saman í Haukshúsi þar sem Guðmundur Á. Guðmundsson fuglafræðingur mun fræða gesti um fuglalífið á Álftanesi. Því næst verður gengið um nesið og fjöl- skrúðugt fuglalífið skoðað. Kaffi- veitingar verða að lokinni göngu. Allir velkomnir. Menningarmálasmiðja VG Þriðju- dagskvöldið 29. apríl, kl. 20.30 verður menningarmálasmiðja VG, í Ingólfsstræti 5, Reykjavík. Smiðj- an ber yfirskriftina: Opinber menn- ingarstefna; fjötrar eða frelsi? Kol- brún Halldórsdóttir þingkona VG og leikstjóri verður fundarstjóri og Tinna Gunnlaugsdóttir, formaður Bandalags íslenskra listamanna, og Felix Bergsson, formaður Sjálf- stæðu leikhópanna, verða með framsögu. Umföllunarefnið er: Op- inber menningarstefna; fjötrar eða frelsi? Hver er ábyrgð stjórnvalda á lista- og menningarlífi? Er tilvilj- anakenndur stuðningur, sem mark- ast af ákvörðunum einstakra ráða- manna vænlegur til að geta af sér öflugt menningarlíf eða er með- vituð framtíðarsýn sem stjórnvöld samþykkja með opinberum leik- reglum skynsamlegri leið? Allir velkomnir, kaffiveitingar verða í boði. STJÓRNMÁL Í dag, laugardaginn 26. apríl kl. 14 ætla sjálfstæ›iskonur í Reykjavík a› rölta um mi›bæinn í fylgd Bjargar Einarsdóttur, rithöfundar. Vi› munum hittast kl. 14 vi› styttu Leifs heppna á Skólavör›uholti. A› göngu lokinni ver›ur bo›i› upp á kaffi í Kosningami›stö› flokksins á Kaffi Hressó, flar sem nokkrir kvenframbjó›endur flokksins í Reykjavík spjalla vi› gesti. Vi› hlökkum til a› sjá sem flestar konur á morgun. Allir velkomnir. Me› baráttukve›ju Hvöt, félag sjálfstæ›iskvenna í Reykjavík áfram Íslandxd.is Mi›bæjarrölt me› Björgu Einarsdóttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.