Morgunblaðið - 26.04.2003, Page 60

Morgunblaðið - 26.04.2003, Page 60
ÍÞRÓTTIR 60 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ  PAOLO di Canio, hinn reyndi ítalski sóknarmaður, verður líklega kallaður inn í lið West Ham á ný í lokaleikjum liðsins í ensku úrvals- deildinni. Di Canio hefur ekki spilað undanfarna tvo mánuði eftir að hann lenti upp á kant við Glenn Roeder, knattspyrnustjóra félagsins. Trevor Brooking, sem stýrir liðinu í síðustu leikjunum vegna veikinda Roeders, hefur hins vegar hug á að nýta sér krafta Ítalans.  DI CANIO, sem var fyrirliði þegar Roeder kippti honum út úr liðinu fyrir tveimur mánuðum, verður þó ekki með gegn Manchester City á morgun þar sem hann er veikur. West Ham gæti þurft að vinna alla þrjá leiki sína til að halda sér í deild- inni.  NIJTAP Geremi, kamerúnski landsliðsmaðurinn sem Middles- brough er með í láni frá Real Madrid, segir að ekkert sé til í frétt- um um að hann sé á leiðinni til Man- chester United. Geremi segir að enginn hafi rætt við sig eða umboðs- mann sinn um þetta mál og því sé að- eins um vangaveltur fjölmiðla að ræða.  GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, verður á sínum stað í vörn liðsins þegar það tekur á móti Arsenal í úr- valsdeildinni í dag. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, teflir væntanlega fram sama liði og gerði jafntefli við Blackburn á útivelli á annan í páskum.  DAVID Seaman verður líklega í marki Arsenal á ný þar sem hann hefur náð sér eftir veikindi, og Mart- in Keown kemur að öllum líkindum aftur inn í vörnina en hann var ekki með gegn Middlesbrough um síð- ustu helgi vegna tognunar. Patrick Vieira, Francis Jeffers og Edu verða ekki með Arsenal vegna meiðsla.  EIÐUR Smári Guðjohnsen heldur væntanlega sæti sínu í byrjunarliði Chelsea sem tekur á móti nágrönn- um sínum í Fulham í dag. Þess má geta að heimavöllur Chelsea, Stam- ford Bridge, stendur við Fulham Road svo þetta er alvöru nágrannas- lagur.  ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, vill ekki aðeins sigur gegn Tottenham á White Hart Lane á morgun, hann vill fá mörg mörk. „Það er nauðsynlegt að við höldum okkar striki og skor- um mikið af mörkum því þau geta ráðið úrslitum þegar upp er staðið,“ sagði Ferguson í gær en lið hans hef- ur gert 23 mörk í síðustu 7 leikjum sínum.  PAUL Scholes, miðjumaðurinn sterki, sem hefur verið á skotskón- um að undanförnu, kemur inn í lið Manchester United á ný. Hann hef- ur skorað 5 mörk í tveimur síðustu deildarleikjum liðsins en missti af viðureigninni við Real Madrid á mið- vikudag þar sem hann tók út bann. FÓLK SOL Campbell, hinn öflugi varn- armaður Arsenal og enska landsliðsins í knattspyrnu, leik- ur í dag sinn síðasta leik á þessu keppnistímabili. Campbell hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann og missir því af þremur síðustu deildarleikjum Arsenal og úrslitaleik bikar- keppninnar. Arsenal áfrýjaði rauða spjald- inu sem Campbell fékk í leik liðsins gegn Manchester United á dögunum en aganefnd enska knattspyrnusambandsins ákvað í gær að úrskurðurinn skyldi standa. Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal, ekki síst vegna þess að ljóst er að Patrick Vieira, fyrir- liði, missir að minnsta kosti af tveimur næstu leikjum, gegn Bolton og Leeds, vegna meiðsla. Arsenal mætir Bolton á úti- velli í dag og síðan Leeds, South- ampton og Sunderland í þremur síðustu leikjum sínum í úrvals- deildinni, og Southampton í úr- slitaleik bikarkeppninnar hinn 17. maí. Arsenal berst hat- rammri baráttu við Manchester United um enska meistaratitil- inn og þar getur hvert einasta mark sem skorað verður héðan í frá ráðið úrslitum. Síðasti leikurinn hjá Sol Campbell Sol Campbell SIGFÚS Sigurðsson skoraði sex mörk, öll í síðari hálfleik, og þótti standa sig vel þegar Magdeburg vann Eisenach, 30:28, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Ólafur Stefánsson skor- aði eitt mark fyrir Magdeburg en hann og Ólafur eru að jafna sig eftir flensu. Magdeburg er sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig að loknum 29 leikjum, einu stigi á eftir Flensburg, en lemgo hefur svogott sem tryggt sér þýska meistaratitilinn. „Við ætlum okkur annað sætið,“ sagði Sigfús í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Julian Róbert Duranona var markahæstur hjá Wetzlar, skoraði 8 mörk, þegar liðið vann mikilvægan sigur, 22:21, á Wilhelmshavener á heimavelli. Róbert Sighvatsson skoraði í þrígang fyrir Wetzlar og Gylfi Gylfason skoraði tvisvar sinnum fyrir Wilhelmshavener. Með sigrinum færðist Wetzlar upp í 11. sæti 1. deildar, hefur 24 stig að loknum 29 leikjum og er að mestu úr fallhættu, a.m.k. að sinni. Wil- helmshavener er hins vegar í veikri stöðu í 14. sæti af átján liðum í deildinni, með 20 stig og má lítið út af bera á lokasprettinum svo það falli ekki í 2. deild en stutt er í neðstu liðin. Sigfús með sex mörk fyrir Magdeburg INGI Höjsted, efnilegasti knatt- spyrnumaður Færeyja sem leikur með unglingaliði Arsenal, hefur verið kallaður í A-landsliðshóp Færeyinga sem mætir Kazakhstan í tveimur vináttuleikjum á heima- velli á næstu dögum. Fyrri leikur- inn er á morgun og sá síðari á þriðjudag. Dómarar leikjanna verða Bragi Bergmann og Kristinn Jakobsson. Ingi er aðeins 16 ára gamall en hann gekk til liðs við Arsenal í fyrra og þykir geysilega efnilegur miðjumaður. Færeyingar eru næstu andstæð- ingar Íslendinga í undankeppni EM en grannþjóðirnar mætast á Laug- ardalsvellinum 7. júní. Henrik Lar- sen, hinn danski þjálfari Fær- eyinga, valdi 24 leikmenn fyrir leikina gegn Kazakhstan. Fimm þeirra leika erlendis en auk Inga eru það Jón Rói Jacobsen frá Bröndby, markvörðurinn Jákup Mikkelsen frá Molde, Christian H. Jacobsen frá Vejle og Óli Johanne- sen frá Hvidovre. Aðrir leikmenn eru: Jens Martin Knudsen (NSÍ), Bjarni Johansen (VB), Fróði Hansen (B68), Fróði Benjaminsen (B68), Jann Ingi Petersen (B68), Jó- hannes Joensen (FS Vágar), Pól Thorsteinsson (B36), Heðin á Lakj- uni (B36), Julian Johnsson (B36), Jákup á Borg (B36), John Petersen (B36), Suni Olsen (GÍ), Símun Samuelsen (GÍ), Atli Danielsen (KÍ), Hjalgrím Elttör (KÍ), Allan Joensen (KÍ), Jonhard Frederiksberg (Skála), Andrew av Flötum (HB) og Rógvi Jacobsen (HB). HB-mennirnir tveir verða ekki með á morgun þar sem þeir leika þá með liði sínu gegn KR. Heimir segir að sigur ÍR-inga ífyrrakvöld hafi komið sér á óvart, hann reiknaði með því að Vals- menn myndu vinna. „Valsliðið byggist upp á mjög fáum en góðum leikmönnum og þar leikur Roland Eradze markvörður stórt hlutverk. Hann er einn þeirra manna sem get- ur unnið leiki nærri því upp á eigin spýtur. Ætli Valsmenn sér að snúa taflinu við í næsta leik er ljóst að þeir verða að bæta varnarleikinn veru- lega og þar með fá Roland í gang,“ segir Heimir og bendir á að leik- mannahópur ÍR sé fjölmennur, þar séu nánast tveir leikmenn um hverja stöðu. Þá sé hægri vængur sóknar- leiksins afar sterkur, mun sterkari en hjá Val, enda hafi ÍR-ingar úr a.m.k. þremur góðum vinstrihandar mönnum að spila sem gefi sóknar- leiknum meiri fjölbreytileika á sama tíma og þessi vængur sé vandamál hjá Val eftir að Bjarki Sigurðsson sleit krossband fyrir nokkrum vik- um. „Júlíus [Jónasson þjálfari] er ómetanlegur fyrir ÍR-liðið. Hann ásamt Fannari Þorbjörnssyni bind- ur vörnina saman og rekur menn áfram með slíkum myndarskap að varnarleikurinn er afbragðsgóður þegar vel tekst til. Þá má heldur ekki gleyma því að að baki vörninni er Hallgrímur Jónasson. Hann hefur staðið sig ákaflega vel eftir að hann hljóp í skarðið fyrir Hreiðar Guð- mundsson.“ Heimir segir að þrátt fyrir allt sé ómögulegt að spá fyrir um hvernig rimma ÍR og Vals fari, ekki sé hægt að slá neinu föstu þrátt fyrir að staða ÍR-inga sé vissulega. „Fyrirfram taldi ég möguleika Valsmanna vera meiri en eftir tap þeirra í fyrsta leiknum hafa möguleikar ÍR-inga aukist að sama skapi og von Vals hef- ur minnkað. ÍR er með pálmann í höndunum og mannskapinn til að vinna þessa rimmu, ekki vantar liðs- menn heldur viljann.“ Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram, reiknar með oddaleik hjá ÍR og Val Of snemmt að afskrifa Valsmenn „ÍR-INGAR eru í afar vænlegri stöðu eftir sigurinn á Hlíðar- enda, en það má aldrei afskrifa Valsmenn, seiglan, baráttan er svo gríðarlega mikil,“ segir Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram, spurður um hvort nú sé tími ÍR-liðsins að renna upp, hvort því takist að leggja Vals- menn öðru sinni þegar liðin mætast á morgun í annað skipt- ið í undanúrslitum Íslandsmóts- ins í handknattleik karla. Eftir Ívar Benediktsson Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ÍR-ingurinn Ingimundur Ingimundarson sækir að marki Vals í viðureign liðanna á Hlíðarenda á fimmtudagskvöldið. Ragnar Ægisson, Valsmaður, er til varnar. Sextán ára frá Arsenal í færeyska landsliðshópnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.