Morgunblaðið - 26.04.2003, Page 64
FÓLK Í FRÉTTUM
64 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
lau 26/4 Örfá sæti
mið 30/4 Sellófon 1. árs
Örfá sæti
Í tilefni afmælis Sellófon er
miðaverð kr. 1600 30/4.
föst 2/5 Örfá sæti
lau 3/5 Nokkur sæti
föst 9/5 Laus sæti
nýr vefur www.sellofon.is opnar um helgina
Stóra svið
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
FRUMSÝNING su 27/4 kl 20 - UPPSELT
Mi 30/4 kl 20 - UPPSELT
Fi 1/5 kl 20 - 1.maí tilboð kr. 1.800
Fö 2/5 kL 20, Lau 10/5 kl 20
PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht
í kvöld kl 20, Su 4/5 kl 20, Su 11/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Lau 3/5 kl 20, Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20
Fö 23/5 kl 20, Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20
ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR
Nýja svið
Þriðja hæðin
Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga.
Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is
Miðasala 568 8000
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
Lau 3/5 kl 20
Su 11/5 kl 20
Takmarkaður sýningarfjöldi
Litla svið
RÓMEÓ OG JÚLÍA
e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT
Su 27/4 kl 20, Fö 2/5 kl 11 - UPPSELT
Fö 2/5 kl 20, Mi 7/5 kl 20 - UPPSELT
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ
Leikrit með söngvum - og ís á eftir!
Í dag kl 14, Lau 3/5 kl14, Lau 10/5 kl. 14
GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt
Su 11/5 kl 20
Su 18/5 kl 20
Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana
"MANSTU EKK´ EFTIR MÉR"
dagskrá Kringlusafns í lok bókaviku
ætluð börnum 10-12 ára
Rithöfundar koma í heimsókn, spilað og sungið
Þri 29/4 kl 11- ÓKEYPIS AÐGANGUR
SJÖ BRÆÐUR e. Aleksis Kivi
Gestaleiksýning Mars frá Finnlandi
Mi 7/5 kl 20 - AÐEINS EIN SÝNING
SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og
leikhópinn
Í kvöld kl 20, Su 27/4 kl 20,
Fö 2/5 kl 20, Su 4/5 kl 20
MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS
VÆRI HATTUR
eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne
Fi 1/5 kl 20, Fö 9/5 kl 20,. Fö 16/5 kl 20
KVETCH eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Lau 3/5 kl 20 SÍÐASTA SÝNING
Smurbrauðsverður innifalinn
Miðasala Iðnó í síma 562 9700
Hin smyrjandi jómfrú
sýnt í Iðnó
Lau 26. apríl kl 20
Sun 27. apríl kl 20
Fös 2. maí kl 20
Fös 9. maí kl 20
Lau 10. maí kl 20
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Vesturgötu 3 Í HLAÐVARPANUM
Hugleikur sýnir:
„Þetta mánaðarlega“
í kvöld lau. 26. apríl kl. 20.00
sun. 27. apríl kl. 20.00
Ljúffengur málsverður
fyrir alla kvöldviðburði
MIÐASALA: 551 9030 kl. 10-16
má.-fö. Símsvari á öðrum tímum.
Lab Loki sýnir barnaleikritið:
Listasafni Reykjavíkur
Kjarvalsstöðum
lau. 26. apríl. kl.14
lau. 3.maí. kl.14
sun.25.maí kl.16
sun. 1. júní kl.16
Miðaverð: 1.200 kr.
Pantanir í síma 5526131 kl.10-17
miðasala opin klukkutíma fyrir sýningu.
Guðbrandsmessa
eftir Hildigunni Rúnarsdóttur
í Langholtskirkju
sunnud. 27. apríl kl. 20
Flytjendur:
Kór Langholtskirkju
Kammersveit Langholtskirkju
Ólöf Kolbrún Harðard., sópran
Marta Hrafnsdóttir, alt
Björn Jónsson, tenór
Eiríkur Hreinn Helgason, bassi
Stjórnandi: Jón Stefánsson
Pantanir í síma 520 1300 og
klang@kirkjan.is
Miðasala í Langholtskirkju
og við innganginn.
ÞAÐ er mikill heiður að fá að
fjalla um þessa sýningu í fjölmiðli
þar sem helst má ekki minnast á
hráefnið sem hér er notað í skúlpt-
úra réttu nafni, hvað þá birta af því
mynd. En þá er bara að skrifa
smekklega í kringum hlutina. T.d.
mætti nefna að japanska orðið
„origami“, sem notað er í undirheiti
sýningarinnar, er skv. ensk-íslenskri
orðabók listgrein sem felst í því að
brjóta saman pappír á ýmsa vegu
þannig að úr verði alls kyns skraut-
munir. Aðstandendur þessarar sýn-
ingar nota aftur á móti engan pappír
til þessara hluta og leiðréttist hér
með leiður misskilningur í þessa
veru í Fréttablaðinu nýverið.
Fyrsti vísir að þessari sýningu var
samnefnt dagatal sem Simon nokkur
Morley, Ástrali með mikið ímynd-
unarafl og þor til að framkvæma fá-
ránlegustu hugdettur sínar, átti
hugmyndina að og lét gefa út árið
1996. Sýningin var þróuð til að vekja
athygli á og selja ofangreind daga-
töl. Hann fékk David Friend sér til
aðstoðar – en sá hafði haft framfæri
af því að flíka leyndarlim sínum – og
þeir héldu ótrauðir af stað að leggja
heiminn að fótum sér.
Með viðkomu á Grínhátíðinni í
Melbourne í heimalandi sínu 1998,
hringferð um sama heimaland og
Jaðarleikhúshátíðinni í Edinborg í
Skotlandi enduðu þeir loks í mekka
allra ungra Ástrala, Lundúnaborg,
þar sem þeir gerðu garðinn frægan í
vesturenda borgarinnar um fimm
mánaða skeið. Síðan hafa þeir stung-
ið niður fæti vítt og breitt um Bret-
landseyjar og hjá hinum herskáu
frændum sínum í Norður-Ameríku í
enn lengri tíma.
Pétur Jóhann Sigfússon og Bryn-
dís Ásmundsdóttir voru fengin til að
setja þessa sýningu í samhengi við
hérlendan þankagang. Pétur, sem
hefur verið auðkenndur með viður-
nefninu „Dingdong“, sem er vel við
hæfi, setti efni sýningarinnar í sam-
band við samfélagslega sýn íslenska
karlmannsins á fyrirbærið. Það
verður að taka fram að hann var á
báðum áttum hvort hann ætti að
grípa efniviðinn styrkum íslenskum
höndum, en vegna eðlislægrar
feimni ákvað hann að láta munnleg-
ar lýsingar nægja þó að hann hótaði
annað slagið að láta verða af því að
renna niður buxnaklaufinni og leiða
út grána sinn. Pétur var valinn
fyndnasti maður landsins seint á síð-
ustu öld og er nokkuð markaður því
tímabili. Samt var innlegg hans
nokkuð fræðandi en einlægur áhugi
hans á barnungu kvenfólki sem
skrýddi fremsta bekk vinstra megin
vakti grun um að hann stefndi í að
verða yngsti „dirty-old-man“ Ís-
landssögunnar.
Bryndís Ásmundsdóttir, sem kaus
einhverra hluta vegna að koma fram
undir nafninu „Beez“, er ný og fersk
á þessum vettvangi, enda rétt
óskriðin úr leiklistarnámi í Listahá-
skólanum. Hennar sýn á þennan
neðanþindarveruleika er sýn nýrrar
aldar þó sárt vanti hana goðfjónina.
Hún velti t.d. fyrir sér af hverju eng-
um konum hefði dottið í hug að gera
eitthvað svipað og gerði sitt besta til
að ræða hjónabandsvandamál sín
sem skapast hefðu vegna þátttöku
hennar í sýningunni við áhorfendur.
Að loknu endasleppu framlagi uppi-
standara var gert örstutt hlé.
Simon Morley og David Friend,
frumkvöðlar fyðilföndursins, hafa nú
skipt liði til að geta breitt fagnaðar-
boðskap skökulsskúlptúrista sem
víðast um heiminn. David Friend
hefur fengið nafna hins, Simon
Bradley, til að ljá sér lim, og stóðu
þeir félagar sig vel við flannaföndrið.
Þar sem ætla mætti að það gæti orð-
ið þreytandi fyrir listamenn af þessu
tagi að teygja og toga ákveðna lík-
amsparta út í hið óendanlega var
sýningin skiljanlega stutt í annan
endann. Undirrituðum taldist til að
föndrið hefði staðið yfir í rúman
klukkutíma. En sú stund leið ótrú-
lega fljótt, enda hefur hagnýtara
föndur ekki borið
fyrir augu undirrit-
aðs síðan fylgst var
með Stundinni okkar
í árdaga sjónvörpun-
ar hér á landi. Ann-
ars var athyglisvert
að kvenfólkið í saln-
um skemmti sér
áberandi betur en
karláhorfendur;
sennilega vegna
þess að fátt í sýning-
unni kom hinu sterk-
ara kyni beint á
óvart og að þær kon-
ur sem hæst lét í og
höfðu sig mest í
frammi komu vel
undirbúnar hvað
áfengisneyslu varðar
inn á sýninguna.
Og hvað er hægt
að föndra með teygj-
anlegan koðra? Ja,
t.d. litla fallhlíf, sem gæti komið sér
vel við vissar aðstæður, kjúklinga-
bita úr vissum skyndibitastöðum
sem kenndur er við ákveðið ríki
Bandaríkjanna. Og ef hreðjarnar
eru teknar með má t.d. búa til nokk-
uð trúverðugt líkan af mannsheila.
Ef hvort tveggja er notað með trítl-
inum sjálfum má forma eftirlíkingar
af fleiri tegundum skyndibita, t.d.
hamborgara í brauði eða pylsu með
öllu. Föndrararnir flinku léku sér
einnig að því að nota brúsa sína til að
skapa dýr eins ólík og svanga fugls-
unga, Loch Ness-skrímslið ógur-
lega, kengúruunga og sæfífla. Hvað
hið síðasttalda snertir stórefar und-
irritaður að margir í salnum hafi
skilið út á hvað grínið gekk, enda
hefði annaðhvort þurft að aðlaga
textann, sem fluttur var á áströlsku
talmáli, íslenskum áhorfendum eða
einfaldlega fá snjallan og líflegan
þýðanda á svið.
En hinar óteljandi uppstillingar
sem handverksmennirnir hnoðuðu
saman úr félögum sínum nægðu ekki
til að fylla upp í gap tímans. Stærst-
ur hluti þeirra framlags var kynn-
ingar á skúlptúrum í mótun og ann-
ars sem yfir vofði áhorfendum, svo
sem hlaup þeirra um salinn í hunds-
líki eða krafa um að sjálfboðaliði að-
stoðaði þá á sviðinu.
Allt þetta reyndist á endanum
saklaus skemmtun, þó að vissulega
færu áhorfendur af vettvangi
nokkru fróðari um teygjanleika slát-
urs flytjenda og iðuðu án efa í skinn-
inu að halda heim og hefja tilraunir
annaðhvort í einrúmi eða hvað veik-
ara kynið snertir í hlýju hjónasæng-
ur.
Leikbrúðuland lendaspjótanna
SKEMMTANIR
Prom.is í Austurbæ
Leikstjóri sýningarinnar í London: Tim
Fountain. Ljósahönnun: Janey Rainey.
Stjórn skjávörpunarmyndavélar: Darren
Male. Upphitunaruppistand: Bryndís
„Beez“ Ásmundsdóttir og Pétur Jóhann
„Dingdong“ Sigfússon. Gjörningamenn:
David Friend og Simon Bradley. Miðviku-
dagur 23. apríl.
Puppetry of the Penis: The Ancient
Australian Art of Genital Origami
Leikhúslimirnir David Friend og Simon Bradley
fullklæddir með Sigurstein Halldórsson á milli sín.
Sveinn Haraldsson
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði er alltaf
í sparifötunum á laugardögum. Þá
dregur það upp úr pússi sínu þess-
ar líka fínu kvikmyndir og margar
hverjar teljast til helstu perlna
kvikmyndasögunnar.
Í dag er það myndin Le Loca-
taire eða Leigjandinn eftir pólska
kvikmyndaleikstjórann Roman
Polanski, en hann fékk einmitt
Óskarverðlaunin fyir nýjustu mynd
sína, Píanistann, sem enn má sjá í
kvikmyndahúsum borgarinnar um
þessar mundir. Handritshöfund-
urinn er Gérard Brach, hans helsti
samstarfsmaður í Frakklandi.
Gérard hefur einnig skrifað hand-
rit að flestum mynda leikstjórans
Jean-Jacques Annaud og á að baki
stórglæstan feril.
Myndin Leigjandinn er sál-
fræðihrollvekja frá árinu 1976 og
gerist í Frakklandi. Polanski – sem
lærði leiklist áður en hann sneri
sér að kvikmyndaleikstjórn – leik-
ur sjálfur aðalhlutverkið; mann
sem tekur íbúð á leigu en fyrrum
leigjandi íbúðarinnar svipti sig lífi.
Fljótlega fer manninn að gruna að
nágrannar hans og leigusali séu í
samsæri gegn sér og vonist jafnvel
til þess að hann fremji sjálfsmorð.
Ásamt Polanski má sjá nokkra af
vinsælli leikurum Frakka einsog
Isabelle Adjani, Josiane Balasko og
Michel Blanc í myndinni.
Leigandinn er af mörgum talin
vera mjög vanmetin mynd sem vel
þoli samanburð við þekktari mynd-
ir leikstjórans. Myndin var m.a. til-
nefnd til Gullpálmans í Cannes, en
tapaði fyrir ekki minni mynd en
Leigubílstjóranum (Taxi Driver)
eftir Martin Scorsese.
Vanmetin sálfræðihrollvekja
Sýningarnar fara fram í Bæjarbíói,
Strandgötu 6, Hafnarfirði, og hefjast
kl. 16. Miðaverð er 500 kr.