Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 68

Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 68
68 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndir.is Sýnd kl. 10.10. B.i. 12.Sýnd kl. 6 og 10.10. B.i. 16. HILARY SWANK AARON ECKHART DELROY LINDO STANLEY TUCCI Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 2, 4 og 6. / Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. ÁLFABAKKI / AKUREYRI / KEFLAVÍK KRINGLAN  Radio X  Kvikmyndir.is  HL MBL Kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Óskarsverðlaun Besti leikari í aukahlutverki Chris Cooper Sýnd kl. 4. ísl. tal.Sýnd kl. 3,50. Tiboð 500 kr. Fyrst var það Mr Bean. Nú er það Johnny English. Grín og fjör alla leið. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 10. B.i.14 ára. SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið  Radíó X  H.K. DV 1/2 HL Mbl Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.05. B.i. 14. Mögnuð hrollvekja frá Stephen King sem engin má missa af! Sýnd kl. 4, 6 og 8. Kvikmyndir.com HJ MBL ÓHT RÁS 2  Radio X 3 Besti leikari í aðalhlutverk Adrien Brody Besti leikstjóri Roman Polanski Besta handritÓSKARS- VERÐLAUN Sýnd kl. 6. Kvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs hefst 30 apríl. Sýnd kl. 5 og 8. Sýnd kl. 8. SMÁRALIND • S. 555 7878 UNDANFARIÐ eitt og hálft ár eða svo hafa íslenskir dægurtónlistar- menn tekið að sýna frændum vorum í Færeyjum aukna eftirtekt. Ástæðan er einföld: Í þessu 50.000 manna þjóð- félagi er virkni og sköpunarkraftur í þessum efnum í sögulegu hámarki um þessar mundir og sætir næsta furðu hversu rík tónlistarmenningin er þar nú. Hér á landi hefur sömuleið- is verið mikill vaxtarbroddur í dæg- urtónlist í rúman áratug og þetta gleðilega ástand í Færeyjum því við- líka smáþjóð kunnuglegt. Þetta skýr- ir ábyggilega þennan vaxandi áhuga Frónbúans á hvað „litli“ bróðir er að aðhafast. Það má segja að „færeyska bylgj- an“, ef svo má að orði komast, hafi byrjað með innrás þungarokkaranna í Tý sem hittu Íslendinga einhverra hluta vegna í hjartastað með lagi sínu „Ormurin langi“ sem var spilað von úr viti á Rás 2 í upphafi síðasta árs. Stuttu síðar flutti einn allra hæfi- leikaríkasti tónlistarmaður eyjanna, Eivør Pálsdóttir, búferlum hingað og iðkar hún sína list nú með íslenskum tónlistarmönnum. Síðasta haust kom svo hingað drjúgur slatti af tónlist- armönnum til spilamennsku, m.a. rokksveitin Clickhaze, sigurvegari síðustu Prix keppninnar. Poppstjörn- unni Brandi Enni (hin íslenska Jó- hanna Guðrún) hefur þá brugðið nokkuð fyrir í fjölmiðlum og svo má telja. Kreppa til góðs Umrædd listræn athafnasemi á rætur að rekja til voveiflegra atburða í færeyskri samtímasögu. Haustið 1992 reið gríðarleg kreppa yfir landið þar sem það varð bókstaflega gjald- þrota. Ríflega 7.000 manns flúðu land í kjölfarið vegna þessara hamfara. En í stað þess að keyra þjóðarsál Fær- eyinga niður í moldina styrktist hún. Allt í einu varð lýð ljóst að öryggisnet Danmerkur var kannski ekki eins öruggt og menn höfðu haldið. Fær- eyingar yrðu að sýna og sanna að þeir gætu staðið á eigin fótum. Upp úr þessu hefur listalíf í landinu staðið í miklum blóma, hálfgerð þjóðarvakn- ing átt sér stað og í raun má segja að pattstaða sé kominn upp í sjálfstæð- ismálum þar sem um helmingur þjóð- arinnar vill slíta tengslin við Dan- mörku að fullu, líkt og við Íslendingar. Fyrir kreppu var það mikill minnihluti sem það vildi. Og nær allir hinna brottfluttu eru komn- ir aftur heim. Eitt af því sem rekja má til allra þessara láta er umrædd keppni, Prix Føroyar. Þeir sem að henni standa eru Norðurlandahúsið í Føroyum, Undirhaldstónleikarafelagið (FUT), Útvarp Føroya og Sjónvarp Føroya. Keppnin var fyrst haldin árið 1995 og síðan á tveggja ára fresti eftir það. Tilgangurinn var og er að stuðla að auðugra tónlistarlífi á eyjunum og gera sveitum kleift að komast utan til spilamennsku. Sigurvegarar í gegnum árin hafa verið eftirfarandi: Moira (’95), Mark No Limits (’97), Taxi (’99) og svo loks Clickhaze (’01). Keppnin send út „beinleiðis“ Færeyingar hafa mikinn metnað fyrir keppninni í ár og er umfangið stærra en nokkru sinni. Undan- keppni hófst þegar í janúar og er fyr- irkomulagið þannig að fimm þannig keppnir eru haldnar þar sem sigur- vegarinn í hverri þeirra fer áfram til úrslita. Sjötta undankeppnin er svo skipuð þeim sveitum sem höfnuðu í öðru sæti í hinum fimm. Sigurvegar- inn úr þeirri keppni fer svo áfram til úrslita, þannig að samtals sex sveitir keppa í lokin. Undankeppnirnar í ár voru haldnar í Mentanarhúsinu í Fuglafirði en lokakvöldið verður í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. Hana senda bæði færeyska sjónvarpið og útvarpið „beinleiðis“. Áhuginn í ár hefur verið gríðarleg- ur. 29 sveitir hafa keppt (til saman- burðar má geta þess að um 60 sveitir kepptu í Músíktilraunum í ár) og 4.000 manns sóttu undankeppnirnar sem er met. Tíu manna dómnefnd sá um dómgæslu í undankeppnum en í úrslitunum verður hún stækkuð til muna og eru þá 28 manns í dómnefnd, sumir þeirra erlendir fagmenn. Þær sveitir sem keppa til úrslita í ár eru Déjá Vu, MC Hár, Hate- speech, Gestir, Braquet og Makrel. MC Hár og Hatespeech eru reynd stríðshross en hinar sveitirnar eru yngri og til gamans má geta að Makrel hafnaði í þriðja sæti Músíktil- rauna í fyrra og var það í fyrsta sinn sem útlend sveit tók þátt í tilraun- unum. Vinningar eru flestir í formi tilboða um spilamennsku á hinum ýmsu tón- leikahátíðum í Skandinavíu. Sigur- vegararnir fá aukinheldur vikuað- gang að Lundgaardhljóðverinu í Danmörku. Úrslit Prix Føroyar fara fram í kvöld Keppt í færeysk- um „tónleik“ Í kvöld fara fram úrslit í fimmtu Prix Føroyar-keppninni, hljómsveitarkeppni sem lýtur svipuðum lögmálum og Músíktilraunir. Arnar Eggert Thoroddsen er staddur ytra til að fylgjast með framganginum og greinir hér frá inntaki og sögu keppninnar. Eivör Pálsdóttir á sviði þegar Clickhaze sigraði í Prix Føroyar árið 2001. TENGLAR ..................................................... -www.nlh.fo -www.pop.fo arnart@mbl.is Blaðamaðurinn Martin Bashir, sem gerði hina umdeildu mynd um Michael Jackson, hefur verið ávíttur af BSC – siðanefnd breskra ljós- vakamiðla. Ekki þó vegna Jackson-myndarinnar, heldur vegna annars viðtals sem hann tók við föður undrabarnsins Sufiah Yusof. Þessi 15 ára stúlka komst í fréttirnar er hún hvarf í tvær vikur frá Oxford-háskólanum þar sem hún nam stærðfræði. Bash- ir var fyrsti blaðamaðurinn til að fá aðgang að fjölskyldunni. Síðar ljóstraði faðirinn því upp að Bashir hefði komist á snoðir um hvar dótt- irin væri niðurkomin og boðið upp- lýsingar að launum fyrir viðtalið. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.