Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 69

Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 69 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 16. kl. 2 og 4. ísl. tal / kl. 6. ísl. tal / kl. 2. ísl. tal. Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 2. HILARY SWANK AARON ECKHART DELROY LINDO STANLEY TUCCI Mögnuð hrollvekja frá Stephen King sem engin má missa af! EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45, 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16. ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Sýnd kl. 2. ísl. tal. ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 2 og 4. / Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 4 ÁLFABAKKI / AKUREYRI / KEFLAVÍK kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. / kl. 5.20, 8 og 11. B.i. 14. / kl. 10. B.i. 14. / kl. 10. B.i. 14.kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14. / kl. 5.50, 8, 10.10 og 12.15. / kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. / kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK Tilboðkr. 500  Radio X  Kvikmyndir.is Sjónvarpsferill Monicu Lew- insky virðist ætla að fara vel af stað. Veru- leikaþátturinn sem hún stjórnar og heitir Herra persónuleiki hóf göngu sína á mánudag og var áhorf vel yfir meðallagi. Þátturinn er í anda Piparmeyjarinnar, að því breyttu að herramennirnir sem piparmeyjan þarf að velja úr eru allir með grímur fyrir andlitinu – sem skýrir nafn þáttanna, hún neyðist til að velja út frá persónuleika en ekki útliti … Írska söngkonan Sinead O’Connor hefur ákveðið að segja skilið við tón- listarbransann og setjast í helgan stein. Í orðsendingu sem hún sendi aðdáendasetri sínu á Netinu segir hún þessa ákvörðun sína byggða á því að hún hafi ekkert lengur fram að færa. Plötufyrirtæki hennar hef- ur síðan rennt stoðum undir þessi tíðindi. Í yf- irlýsingunni seg- ist O’Connor ætla að þreifa fyrir sér á öðrum miðum, en fer ekkert nánar út í hvar það verður. „Frá og með júlí næstkomandi bið ég vin- samlegast um að endurheimta einkalíf mitt, því ég vil ekki lengur vera álitin fræg og óska þess að geta lifað eðlilegu lífi.“ Fjölmiðlar í Eng- landi hafa sett þann varnagla við þetta nýjasta útspil söngkonunnar uppátækjasömu að hún hafi marg- sinnis áður lýst yfir að hún sé hætt öllum afskiptum af tónlist, og nú séu 12 ár liðin síðan hún gerði það í fyrsta sinn. Síðastu upptökurnar sem hún segist ætla að senda frá sér verða lag á plötu tileinkaðri sveita- söngkonunni Dolly Parton og ann- að sem verður á plötu söngkonunnar Sharon Shannon …Fjórir foxillir aðdáendur bandarísku rokksveit- arinnar Creed hafa höfðað mál gegn sveitinni og farið fram á 150 millj- óna króna skaðabætur vegna þess að þeir vilja meina að söngvarinn Scott Stapp hafi verið ofurölvi á tónleikum sem sveitin hélt í ná- grenni Chicago 29. desember síð- astliðinn. Aðdáendurnir fullyrða að Stapp hafi verið svo drukkinn á tón- leikunum að hann hafi verið ófær um að syngja hvað þá muna texta sína. Hinir sannkristnu Creed-liðar hafa þegar birt skriflega afsök- unarbeiðni á vefsetri sínu vegna framferðisins á umræddum tón- leikum, þar sem þeir segjast miður sín yfir að hafa valdið aðdáendum sínum svo sárum vonbrigðum. Þeir segja tónleikana hafa verið eins- dæmi í sögu sveitarinnar og skella skuldinni á rokklífstílinn. Fjór- menningarnir sem kært hafa Stapp og sveitina segja að hann hafi ýmist verið utan sviðs eða velst um á svið- inu hálfrænulaus, að virtist. Aðdá- endurnir fjórir fara því fram á að fá endurgreiddar þær 17 þúsund krón- ur sem þeir segjast hafa lagt út fyrir ferðinni á tónleikana, í ferðakostnað og fyrir miða inn á tónleikana. Hin háa skaðabótaupphæð sem form- lega er höfðuð gegn umboðsmanni sveitarinnar og miðasölufyrirtækinu Ticketmaster, segja þeir ætlaða til að endurgreiða öllum 15 þúsund áhorfendum á tónleikunum. Creed er ein allra vinsælasta hljóm- sveit heims og hafa plötur hennar selst í á annan tug milljóna eintaka og sveitin leikið fyrir meira en 4 milljónir tónleikagesta um heim all- an. Sveitin byrjaði sem kristileg rokksveit en virðist hafa verið að reyna að hrista af sér þann stimpil undanfarið - og gengur bara ágæt- lega …Kelly Clarkson, sigurveg- arinn í fyrstu stjörnuleitar- keppninni American Idol fór beint á topp bandaríska plötu- sölulistans með sinni fyrstu plötu. Platan heitir Thankful og seld- ist í 297 þúsund eintökum. Fyrsta lagið hennar kom út í fyrra. Það heitir „A Moment Like This“ og hef- ur selst í yfir 600 þúsund eintök- um … FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.