Morgunblaðið - 26.04.2003, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 26.04.2003, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI TÓMAS Ingi Olrich mennta- málaráðherra og Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, undirrituðu í gær í gamla hér- aðssjúkrahúsinu á Ísafirði sam- komulag um endurbyggingu þriggja menningarhúsa á Ísa- firði. Þessi hús eru gamla sjúkra- húsið, Edinborgarhúsið og salur tónlistarskólans. Samkomulagið sem nú liggur fyrir hefur grundvallarþýðingu fyrir það menningarstarf sem unnið hefur verið að á Ísafirði, að sögn Jóns Sigurpálssonar, stjórnarformanns Edinborg- arhússins. „Þetta hefur þá þýðingu að við höldum uppbyggingunni áfram og sjáum fram á að ljúka þessari hugmynd um menning- armiðstöð í Edinborgarhúsinu,“ segir Jón. Grundvöllur samningsins er ákvörðun ríkisstjórnar frá árinu 1999 um að veita stofnstyrki til uppbyggingar fimm menningar- húsa utan höfuðborgarsvæðis- ins. Ríkisstjórnin ákvað síðast- liðinn þriðjudag að leggja fram 251 milljón króna til þessara þriggja verkefna við endurbygg- ingu þriggja menningarhúsa á Ísafirði. Verður gamla héraðssjúkra- húsinu ætlað það hlutverk að vera bóka- og listasafn, salur Tónlistarskóla Ísafjarðar verður nýttur til tónleikahalds og margs konar listastarfsemi, m.a. sviðslistir, mun fara fram í Ed- inborgarhúsinu. Fjölnota salur fyrir 280 manns Framkvæmdir við húsin hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Endurbygging Edinborgarhúss- ins er stórt og viðamikið verk- efni að sögn Jóns Sigurpáls- sonar. Gera grófar áætlanir ráð fyrir að heildarkostnaður vegna þessa verkefnis geti numið ná- lægt 150 milljónum króna. „Við sjáum fram á það núna að hefja vinnu þar sem frá var horfið við þennan stóra fjölnota sal og munum hefja það verk á næstu vikum,“ sagði Jón. Salurinn mun taka um 280 manns í sæti og er að öllum lík- indum stærsti salur sem byggð- ur hefur verið á Vestfjörðum. „Við sjáum fram á að nýta hann undir sviðslist, tónlist og aðra listastarfsemi, auk þess að hann muni þjóna svæðinu sem fjöl- nota salur,“ segir hann. Eru bundnar vonir við að tak- ast muni að ljúka fram- kvæmdum við leikhúsið og fjöl- nota salinn í Edinborgarhúsinu á næsta ári. Samkomulag um enduruppbyggingu þriggja menningarhúsa á Ísafirði „Hefur grundvallarþýðingu fyrir menningarstarfið“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Sigríður Björk Guðjónsdóttir sýslumaður kemur í safnahúsið á Ísafirði til að vera viðstödd undirritun samnings sem þar fór fram í gær. LÖGREGLUDAGURINN verður haldinn hátíðlegur í dag og verður opið hús á lög- reglustöðvum víða um land. Í gær minntu lögreglumenn í Reykjavík með áberandi hætti á daginn og óku hring um borgina á bifhjólum og bílum. Lögregludagurinn er haldinn í tilefni 200 ára afmælis hinnar ein- kennisklæddu lögreglu 15. apríl sl. Morgunblaðið/Júlíus Haldið upp á afmælið  Með lögum skal/30–31 VILHELM Þorsteinsson EA, fjölveiði- skip Samherja, var væntanlegur til hafnar í Reykjavík nú í morgunsárið með fullfermi af úthafskarfa af Reykja- neshrygg eftir 14 daga veiðiferð. Aflinn er hausaður og frystur um borð og er afli upp úr sjó um 750 tonn og afurðir um 410 tonn. Aflaverðmæti skipsins er um 50 milljónir króna. Hér er um mjög mikinn afla að ræða á ekki lengri tíma. Guðmundur Jónsson skipstjóri sagði að úthafskarfaveiðin færi vel af stað og að vonandi yrði framhald á en síðustu þrjá til fjóra veiðidagana var aflinn um 350 tonn. „Við erum með mikla frystigetu um borð og ég er ekki viss um að þeir séu margir sem hafa komið með 20.000 kassa að landi eftir 14 daga veiðiferð,“ sagði hann. Þetta var fyrsti túrinn á Reykjanes- hrygginn og Guðmundur sagði að Vil- helm Þorsteinsson hefði verið fyrsta ís- lenska skipið á miðin en þar væru nú um 15 íslensk skip. Í gær voru einnig 43 erlendir togarar að veiðum við lögsögumörkin á Reykja- neshrygg skv. athugun Landhelgisgæsl- unnar. Þar af var 31 togari frá aðild- arlöndum Norður-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar (NEAFC). Fleiri togarar voru á svæðinu frá löndum sem ekki eiga aðild að NEAFC, þ.e. frá svo- nefndum utansamningsþjóðum, þar á meðal fimm togarar frá Litháen, eitt skip frá Belís og fimm skráð í Dóm- iníska lýðveldinu, en skv. upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar er ekki vitað til þess að fiskiskip skráð í Dóminíska lýðveldinu hafi áður verið á úthafskarfamiðunum á Reykjanes- hrygg. Með 750 tonn af karfa eftir 14 daga Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA kemur drekkhlaðið að landi. EKKERT hefði forðað banaslysi ef tveir 17 ára piltar, sem óku kraftmiklum sportbílum á 190 km/klst. hraða niður Ártúns- brekkuna í fyrrakvöld, hefðu misst stjórn á bílunum og hafnað á kyrrstæðum bíl, ljósastaur eða vegriði. Hefðu þeir ekið aftan á bíl sem ekið var á löglegum hraða er einnig ljóst að stórslys hefði orðið. Þetta er niðurstaða Magnúsar Þórs Jónssonar, prófessors í véla- og iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, en hann hefur sett upp líkan sem sýnir beyglun á bílum við árekstur. Sportbílunum tveimur, öðrum bandarískum en hinum japönsk- um, var ekið nánast samsíða nið- ur brekkuna á þessum ógnar- hraða rétt fyrir klukkan ellefu um kvöldið. Varðstjóri hjá lög- reglunni sem mældi bílana í rad- ar segist aldrei hafa séð slíkan hraða áður, hvort sem er utan- eða innanbæjar. Piltarnir sprengdu sektarskalann Hámarkshraði á þessum slóð- um er 80 km/klst. og óku piltarnir því 110 km hraðar en leyfilegt er. Með þessu sprengdu þeir sekt- arskalann. Reglugerðarákvæði um sektir fyrir hraðakstur, þar sem hámarkshraði er 80 km/klst., nær ekki hærra en upp í 160 km/ klst. Við því liggur 70.000 króna sekt og þriggja mánaða svipting á ökuréttindum. Máli sem þessu lýkur þó ekki með sekt heldur ákæru og dómi. Lögfræðingur hjá lögreglustjóranum í Reykja- vík telur ólíklegt að sektin verði minni en 100.000 krónur og öku- réttindasvipting í sex mánuði. Þess má geta að ekki er hægt að öðlast réttindi til að stjórna öflugustu mótorhjólum nema við- komandi hafi náð 19 ára aldri og hafi tveggja ára reynslu af því að aka minni mótorhjólum. Engin slík skilyrði eru um ökuréttindi á bifreiðum. Hefur reiknað út afleiðingar 190 km/klst. ofsaaksturs Banaslys er óhjá- kvæmilegt í árekstri  Mesti hraði/6 VIÐBÚNAÐUR vegna hugsan- legs tilfellis bráðalungnabólgu hérlendis er nú eitt brýnasta verkefni hjá landlæknisembætt- inu og er mikil áhersla lögð á rétt viðbrögð þegar og ef smit berst hingað. Landlæknir hefur útbúið við- bragðanet um land allt og er sjónum í fyrsta lagi beint að millilandaflugvélum. Hefur upp- lýsingum um einkenni veikinnar verið dreift til farþega og hvert þeir eigi að snúa sér ef grunur er um smit. Einnig hafa verið sendar leiðbeiningar til allra heilsugæslustofnana í landinu. Guðrún Sigmundsdóttir smit- sjúkdómalæknir segir aðgerð- irnar miðast að réttum við- brögðum á viðkomandi stað þar sem tilfelli kann að greinast. Komi upp tilfelli þarf tafarlaust að hafa samband við Landspít- alann og sjá til þess að sjúkling- ur verði fluttur þangað. Einnig miðast viðbúnaðurinn við að ná til þeirra sem gætu hafa smitast af einhverjum sem sannanlega hefur fengið lungnabólguna. Landlæknir útbýr við- bragðanet um land allt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.