Morgunblaðið - 06.05.2003, Page 4

Morgunblaðið - 06.05.2003, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMARI í Reykjavík hefur stefnt ríkislögreglustjóra og krefst þess að úrskurður hans um að synja dómaranum um að flytja inn Mauser-veiðiriffil verði ógiltur, aðallega vegna þess að samkvæmt lögum verði að miða við metra- kerfið í útreikningum á hlaupvídd en ekki við enskar tommur eins og ríkislögreglustjóri geri. Í stefnunni segir að hlaupvídd riffilsins sé kalíber 7,92 sem rík- islögreglustjóri og dómsmálaráðu- neytið segja að sé of mikið, miðað sé við cal. 30 sem jafngildi 7.62 mm en riffill dómarans sé með hlaupvíddina 7,92 mm. Þessu hafn- ar dómarinn og færir m.a. rök fyr- ir því að samkvæmt lögum skuli miða hlaupvíddina við 30 mm. Algengt veiði- kalíber í Evrópu Fram kemur að dómarinn, Pétur Guðgeirsson, hafi langa reynslu af skotvopnum. Riffilinn hafi hann látið umsmíða og setja saman í Bandaríkjunum og hugðist nota hann til að veiða stór dýr erlendis en þá íþrótt hefur hann stundað reglulega um árabil. Hlaupvíddin sé enn algengt veiðikalíber á meg- inlandi Evrópu og einkar hentugt til veiða á stærri dýrum. Lög- reglustjórinn í Reykjavík lagðist ekki gegn umsókn hans um inn- flutning en ríkislögreglustjóri hafnaði beiðninni og var sú ákvörðun staðfest af dómsmála- ráðuneytinu. Samkvæmt reglugerð um skot- vopn er hámarkshlaupvídd riffla „cal. 30“. Dómarinn telur að skýra beri ákvæðið í samræmi við lög um vog, mál og faggildingu en þau kveða á um að hér á landi skuli notast við metrakerfið. Orðið „cal.“ í reglugerðinni sé hvergi skýrt en ætla verði að það tákni kalíber. Enga frekari skilgreiningu á hlaupvídd að finna í reglugerðinni. Hvergi sé heldur útskýrt hvaða stærð „30“ sé í þessu samhengi, þ.e. hvaða mælieiningu sé miðað við. Ljóst sé á hinn bóginn að dómsmálaráðuneytið og ríkislög- reglustjóri leggi enskt tommumál til grundvallar. Um þá röksemd að notast skuli við metrakerfið segi dómsmálaráðuneytið ekki annað en að „á mörgum öðrum sviðum [sé] stuðst við aðrar mælieiningar en metramál“. Þetta segir dómarinn að sé órökstutt og stangist á við lög. Reglugerðina verði því að skýra þannig að hámarkshlaupvídd sé 30 mm. Slíkir rifflar hafi verið fram- leiddir, bæði til veiða og til hern- aðar og slík vopn séu enn fram- leidd. Þá hljóti enn að mæla gegn skilningi ráðuneytisins að hér sé átt við enskt tommumál að rithátt- urinn „30“ sé ekki í samræmi við viðurkennda ensk-ameríska rit- venju og hefðu Engilsaxar í stað- inn ritað hér 0.30 eða .30. Geðþótti má ekki ráða Þá telur dómarinn að reglugerð um skotvopn sé svo óskýr að á henni verði ekki byggt og bæði í reglugerðinni og lögunum sé að finna rugling sem bendi eindregið til þess að þau hafi verið samin af ókunnugleika og handahófi. Menn eigi ekki að þurfa að geta sér til hvaða skorður eru settar við at- hafnafrelsi þeirra og stjórnvöld verði að byggja á skýrum rétt- arheimildum þegar þau taki íþyngjandi ákvarðanir. „Að öðrum kosti er stórhætta á því að geðþótti yfirvaldanna ráði ákvörðun þeirra,“ segir í stefn- unni. Pétur Guðgeirsson hyggst sjálf- ur flytja málið fyrir þegar það verður tekið fyrir dóm. Dómari stefnir ríkislög- reglustjóra vegna úr- skurðar um veiðiriffil SIGURÐUR Einarsson, arkitekt hjá Batteríi, segir að við endurgerð forsalar gamla Alþingishússins verði notast við upphaflegar teikn- ingar af húsinu, sem eru frá ár- unum í kringum 1880, en arkitekt hússins var Ferdinand Meldahl. Jafnframt verður notast við gaml- ar ljósmyndir af forsalnum sem og lýsingar af honum í bókum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er stefnt að því að gera endurbætur á forsal þing- hússins í sumar með það að mark- miði að færa hann í sem næst upp- runalegt horf. Arkitektastofan Batterí mun sjá um endurhönnun salarins. Meðal þess sem á að gera er að sameina anddyrið forsalnum, skipta um gólfefni og rífa niður salerni við stigann í salnum. Á annarri af meðfylgjandi mynd- um má sjá hvernig salurinn leit út í kringum árið1930, en síðan þá hafa verið gerðar ýmsar breytingar á salnum, eins og sjá má af hinni myndinni, sem sýnir hvernig sal- urinn lítur út í dag. Ljósmynd sem tekin var af forsal þinghússins í kringum 1930. Forsalur þinghússins eins og hann lítur út um þessar mundir. Notast við upprunalegar teikningar Endurbætur á forsal Alþingis Hugmyndin um aðra læknadeild rædd í LÍ Á FUNDI stjórnarmanna Lækna- félags Íslands, sem haldinn var fyrir nokkru við Eystri-Rangá, kom fram sú hugmynd að ef til vill væri væn- legast að stofna nýja læknadeild til að veita læknadeildinni í Háskóla Íslands samkeppni. Frá þessu er sagt í nýjasta hefti Læknablaðsins en undanfarið hafa verið uppi hug- myndir í þessa veru. M.a. reifuðu Bergur Guðmundsson, frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins í Norð- austurkjördæmi, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður, Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, hug- myndina á framboðsfundi á Akur- eyri. Vildu þeir að kannaður yrði möguleiki á að stofna læknadeild við Háskólann á Akureyri sem yrði í tengslum við Fjórðungssjúkrahúsið þar í bæ. Reynir Tómas Geirsson, deildar- forseti læknadeildar Háskóla Ís- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið sl. sunnudag að þessi ummæli væru sett fram án þekkingar á námi í nútímalæknadeild. Kostnaður við að setja upp slíka deild á Akureyri yrði mikill og upptökusvæði Fjórð- ungssjúkrahússins væri það lítið að það stæði ekki undir læknakennslu. Nauðsyn að hrista upp í náminu Í Læknablaðinu kemur fram að hugmyndin hafi einnig verið rædd á fundi formanna félagsins í aprílmán- uði og að flestir þeirra sem tjáðu sig um þetta mál hafi tekið hugmynd- inni vel. Ný læknadeild þyrfti þó ekki endilega að lúta nákvæmlega sömu lögmálum og sú sem fyrir er, hægt væri að byggja hana upp með allt öðrum hætti. Í blaðinu segir að mörgum hafi þó greinilega þótt jaðra við drottinsvik að ganga í berhögg við lærifeðurna í deildinni sem fóstrað hefði nánast alla íslenska lækna. „Samt var eins og menn sæju nauðsyn þess að hrista upp í námi verðandi lækna ef læknastéttin vildi standa undir nafni í framtíðinni,“ segir í Lækna- blaðinu. SJÓMANN af frystitogaranum Sléttbaki EA tók út af skipinu þar sem það var að veiðum á svonefndu Hampiðjutorgi, um 100 mílur aust- ur af Látrabjargi síðastliðinn föstudag. Manninum var bjargað úr sjónum eftir um fimm mínútur, en sjórinn var um 6 gráða heitur. Ívan Brynjarsson sem var skip- stjóri á Sléttbak í þessari ferð sagði að atvikið hefði átt sér stað um kl. 7 að morgni föstudagsins. Verið var að kasta trollinu þegar maðurinn kipptist fyrir borð með keðju í hler- um. Ívan sagði að skipinu hefði ver- ið bakkað að manninum, en hann náði ekki taki á björgunarhring sem til hans var kastað. „Við létum því annan mann fara í línu á eftir honum og hífðum hann svo upp á gils,“ sagði Ívan. Var 5 mínútur í sjónum Hann sagði að maðurinn sem féll fyrir borð hefði verið um fimm mín- útur í sjónum áður en honum var bjargað, en hinn skemur. „Þeim varð ekki meint af volkinu,“ sagði Ívan. Hann sagði að manninum hefði verið komið undir sængur og hann fljótt fengið yl í kroppinn. „Ég hef aldrei lent í þessu áður, en þetta er eitthvað sem alltaf getur komið fyrir. Sem betur fer fór þetta allt vel, menn brugðust strax hárrétt við og það hefur eflaust skipt miklu,“ sagði Ívan. Sléttbakur er á grálúðuveiðum og sagði Ívan aflabrögð einkar lé- leg. „Þetta er yfirleitt besti tíminn á grálúðunni, en nú er ekkert að hafa, við erum að fá þetta 8–10 tonn á sólarhring,“ sagði Ívan, en skipið kemur til hafnar á Akureyri fyrir sjómannadag. Sjómann tók út af togaranum Sléttbaki á Hampiðjutorgi Fékk fljótt yl í kroppinn undir hlýrri sænginni Sýknuð af ákæru um líkamsárás HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur sýknað konu á þrítugs- aldri fyrir líkamsárás með því að hafa stjakað við annarri konu á bíla- stæði á Akureyri fyrir tveimur árum. Féll konan í götuna, með þeim afleið- ingum að hún handleggsbrotnaði á fjærenda hægri framhandleggs og hlaut áverka á brjóski, liðþófa og krossbandi á vinstra hné. Héraðsdómur taldi ekki að ákæru- valdinu hafi tekist að sýna fram á að ákærða hafi með saknæmum og ólögmætum hætti valdið þeim áverk- um sem hin konan hlaut. Ólafur Ólafsson héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi ákærðu var Árni Pálsson hrl. Sækjandi var Ey- þór Þorbergsson sýslumannsfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.