Morgunblaðið - 06.05.2003, Side 48

Morgunblaðið - 06.05.2003, Side 48
HESTAR 48 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ENGIN stórtíðindi urðu í kynbótadómum í Gunn- arsholti um helgina. Góðir toppar voru í röðum stóð- hesta sex vetra og eldri þar sem Sjóli frá Dalbæ bætti stöðu sína frá síðasta ári nokkuð. Hækkaði hann úr 8,0 í 8,5 fyrir bæði tölt og brokk en lækkaði úr 9,5 í 9,0 fyrir skeið. Með þessum breytingum ætti hann heldur að styrkja stöðu sína á akri notkunar. Hlaut hann 8,42 í aðaleinkunn en næstur í röð var Gellir frá Árbakka sem lækkaði um eina kommu frá síðasta ári var nú með 8,32. Í þriðja sæti varð svo Rökkvi frá Hárlaugsstöðum með 8,26 en han hlaut meðal annars 9,0 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið og 9,5 fyrir vilja og geðslag. Þorvaldur Þorvaldsson sýndi Rökkva, Sigurður Sig- urðarson sýndi Gelli og Daníel Jónsson sýndi Sjóla en hann var mjög atkvæðamikill á þessari sýningu og var með fjóra af sex efstu hestunum í elsta flokki. Einn fimm vetra hestur náði einkunn yfir 8,0, Hvinur frá Egilsstaðakoti sem Sigurður Óli Kristinsson sýndi. Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur lýsti á sýningunni áhyggjum sínum yfir því hversu fjór- gangsstóðhestar væru að ná yfirhöndinni í íslenskri hrossarækt. Voru þeir þeim sem hlutu einkunn 7,0 eða hærra fyrir skeið á sýningunni teljandi á fingrum annarrar handar. Fákur stóð fyrir hinni árlegu reiðhallarsýningu í Reiðhöllinni í Víðidal og var þar mikið um dýrðir á tveggja og hálfs tíma sýningu. Þar kom að venju fram mikið af góðum hrossum og endaði með mikilli munsturreið sem vakti mikla athygli sýningargesta. Á Ingólfshvoli voru sunnlenskir hrossaræktamenn með sína sýningu þar sem einnig voru að sögn drjúg- góð hross þar sem Suðri frá Holtsmúla sló öðru sinni í gegn á þessum stað með sínu einstæða brokki. Rökkvi frá Hárlaugsstöðum stóð vel undir einkunnum síðasta árs og bætti heldur í en hann er verðugur fulltrúi fjórgangshesta í röðum stóðhesta. Knapi er Þorvaldur Þorvaldsson Morgunblaðið/Vakri Sjóli frá Dalbæ hélt merki alhliðagæðingsins vel á lofti í Gunnarsholti þótt skeiðeinkunn hans lækkaði lítillega. Knapi er Daníel Jónsson. Sjóli frá Dalbæ styrkir stöðu sína Íþróttamót Glaðs haldið í Búðardal Börn – fjórgangur 1. Sandra S. Sæmundsdóttir á Kol- finnu, 7 v. brúnni frá Stórholti, 4,33 2. Heiðrún S. Grettisdóttir á Sunnu, 8 v. rauðri frá Hofakri, 4,12 Tölt 1. Fanney L. Arnarsdóttir á Perlu, 10 v. grárri frá Vatni, 4,31 2. Heiðrún S. Grettisdóttir á Sunnu, 8 v. brúnni frá Hofakri, 4,24 3. Karen L. Hilmarsdóttir á Yrpu, 8 v. jarpri frá Kambi, 3,86 4. Sandra S. Sæmundsdóttir á Kol- finnu, 7 v. brúnni frá Stórholti, 3,43 5. Sigurður B. Gilbertsson á Fagrablakki,3,04 6. Telma Magnúsdóttir á Sokka, 21 v. rauðsokkóttum frá Grímsstöð- um, 2,25 Íslensk tvíkeppni Heiðrún S. Grettisdóttir, 31,14 stig Stigahæsti knapi: Heiðrún S. Grettisdóttir, 62,29 stig Unglingar – fjórgangur 1. Ástríður Ólafsdóttir á Surti, 16 v. brúnum frá Magnússkógum, 4,80 Tölt 1. Ástríður Ólafsdóttir á Surti, 16 v. brúnum frá Magnússkógum, 5,08 Íslensk tvíkeppni: Ástríður Ólafsdóttir, 42,72 stig Stigahæsti knapi: Ástríður Ólafsdóttir, 85,44 stig Ungmenni – fjórgangur 1. Sjöfn Sæmundsdóttir á Skjóna, 8 v. jörpum frá Selkoti, 5,75 2. Auður Guðbjörnsdóttir á Kol- skör, 10 v. brúnni frá Magnússkóg- um, 5,21 Tölt 1. Sjöfn Sæmundsdóttir á Skjóna, 8 v. jörpum frá Selkoti, 6,50 2. Auður Guðbjörnsdóttir á Jarli, 8 v. brúnum frá Magnússkógum Íslensk tvíkeppni Sjöfn Sæmundsdóttir með 53,62 stig Stigahæsti knapi: Sjöfn Sæmundsdóttir,107,25 stig Opinn flokkur – fjórgangur 1. Skjöldur O. Skjaldarson á Snerri, 9 v. jörpum frá Bæ, 6,74 2. Agnar Þ. Magnússon á Selju, 6 v. rauðri frá Miklagarði, 6,20 3. Harald Ó. Haralds á Funa, 6 v. rauðum frá Geirmundarstöðum, 5,58 4. Eyþór J. Gíslason á Sópi, 7 v. rauðum frá Búðardal, 5,55 5. Jón Ægisson á Gógó, 7 v. jarp- stjörnóttri frá Gillastöðum, 5,47 Fimmgangur 1. Hlynur Þ. Hjaltason á Skerpi, 9 v. gráum frá Vörðufelli,5,72 2. Jón Ægisson á Úrsúlu, 8 v. brúnni frá Gillastöðum, 5,61 3. Agnar Þ. Magnússon á Pontíusi, 7 v. rauðum frá V-Leirárgörð- um, 5,55 4. Sigurður H. Jökulsson á Teklu, 11 v. brúnni frá Vatni, 5,51 5. Skjöldur O. Skjaldarson á Ljá, 9 v. brúnum frá Búðardal, 5,00 Tölt 1. Skjöldur O. Skjaldarson á Snerri, 9 v. jörpum frá Bæ, 7,00 2. Sigurður H. Jökulsson á Dórótheu, 7 v. jarpri frá Reykja- vík, 6,63 3. Jón Ægisson á Gógó, 7 v. jarp- stjörnóttri frá Gillastöðum, 6,58 4. Margrét Guðbjartsdóttir á Hörpu, 10 v. jarpri frá Mikla- garði, 6,41 5. Harald Ó. Haralds á Eldingu, 8 v. rauðri frá Fremri-Hundadal, 6,28 Gæðingaskeið 1. Sigurður H. Jökulsson á Mónu, 11 v. móálóttri frá Vatni, 7,21 2. Hlynur Þ. Hjaltason á Skerpi, 9 v. gráum frá Vörðufelli, 3,45 3. Hallur Jónsson á Hrannari, 12 v. leirljósum frá Búðardal, 3,33 4. Skjöldur O. Skjaldarson á Ljá, 9 v. brúnum frá Búðardal, 3,28 5. Jón Ægisson á Hvelli, 9 v. mold- óttum frá Gillastöðum, 1,33 Íslensk tvíkeppni Skjöldur Orri Skjaldarson, 62,30 stig Stigahæsti knapi: Sigurður H. Jökulsson, 225,76 stig Sigurvegarar í þriggja móta stigakeppni: Töltmeistari: Jón Ægisson Skeið- meistari: Sigurður H. Jökulsson Samanlagður stigameistari: Sig- urður H. Jökulsson Kvennatölt Gusts haldið í reiðhöllinni Glaðheimum 3. flokkur 1. Guðrún L. Kristinsd., Fáki, og Íris frá Bergþórshvoli 7v. brún., 5.87/6.41 2. Sólrún Sigurðard., Sleipni, og Kopar frá Selfossi, 10v. jarpur, 5.67/6,34 3. Silvía R. Gíslad., Andvara, og Krummi frá Breiðholti 8v. brúnn, 4.43/5.61/5.80 4. Dagbjört R. Helgad., Sörla, og Strengur frá Hrafnkelsst. 10v. grár, 5.47/5.63 5. Elísabet Sveinsdóttir, Andvara, og Prins frá Hafnarfirði 6v. grár, 5.43/5.49 6. Guðrún Pétursdóttir, Fáki, og Atlas frá Ártúnum 8v. brúnskj., 4.53/5.48 7. Helga R. Júlíusd., Gusti, og Hrannar frá Skeiðháholti, 12v. jarpur, 4.33/5.33 8. Harpa Kristjánsd., Andvara, og Galdur frá Akureyri 9v. brúnn, 4.07/4.53 9. Erla Pétursdóttir, Andvara, og Stígandi frá Stóra-Hofi 7v. rauðskj., 4.03/4.89 10. Þóra Ólafsdóttir, Fáki, og Stjarna frá Skyggni 12v. brún- stjörn., 4.07/4.53 2. flokkur 1. María Þórarinsd., Loga, og Fjarki frá Fellskoti leirljósnös., 5.90/6.73 2. Rósa Valdimarsd., Fáki, og Zorró frá Álfhólum, 7v. svart- ur, 5.77/6.51 3. Signý Ásta Guðmundsd., Fáki, og Framtíð frá Árnagerði 7v. brún, 5.73/6,37/6.46 4. Anita Aradóttir, Fáki, og Sunna frá Reykjum 10v. rauð- skjótt,5.80/6.43 5. Jóhanna Þ. Magnúsd., Sleipni, og Goði frá Strönd 7v. moldótt- ur, 5.80/6.33 6. Sigrún Valdimarsd., Mána, og Tenór frá Rifshalakoti 9v. svartur, 5.77/6.18 7. Gréta Boða, Andvara, og Hnota frá Garðabæ 8v. jörp, 5.73/5.97 8.–9. Hulda G. Geirsd., Gusti, og Mjölnir frá Hofi, 7v. bleikál., 5.47/5.97 8.–9. Ásta B. Benediktsd., Herði, og Snót frá Akureyri 8v. jörp, 5.70/5.97 10. Auður Möller, Fáki, og Fiðla frá Höfðabrekku 10v. rauð- stjörn., 5.47/5.96 1. flokkur 1. Anna B. Ólafsdóttir, Sörla, og Harpa frá Gljúfri 12v. rauð, 6.63/7.45 2. Þórunn Hannesdóttir, Andvara, og Gjöf frá Hvoli 8v. jörp, 6.60/ 7.39 3. Lena Zielinski, Fáki, og Huld frá Auðsholtshjáleigu 6v. bleikál., 6.47/7.21 4. Sara Ástþórsdóttir, Fáki, og Þyrnirós frá Álfhólum 7v. brún, 6.67/7.17 5. Hulda Gústafsd., Fáki, og Þeng- ill frá Kjarri 8v. rauðbles.glóf., 6.47/7.0 6. Edda R. Ragnarsd., Fáki, og Gnótt frá Skollagróf, 6.43/6.70/ 6.94 7. Þórdís E. Gunnarsd., Fáki, og Skellur frá Hrafnkelsstöðum 8v. rauður, 6.23/6.67 8. Birgitta Magnúsd., Herði, og Óðinn frá Köldukinn 15v. rauð- stjörn., 6.30/6.42 9.–10. Hugrún Jóhannsd., Sleipni, og Drífa frá Þverárkoti 8v. grá, 6.17/6.38 9.–10. Erla G. Gylfad., Andvara, og Brúnka frá Varmadal 9v. brún, 6.23/6.38 Úrslit „LOKSINS, loksins.“ Þau fleygu orð eru gjarnan notuð þegar rofar til í einhverju sem telst til tímamóta. Og nú er ástæða til að dusta rykið af þessum spariorðum. Sýning nema og reiðkennara á reiðkennarabraut Hólaskóla var lík- lega ekki sú mesta að fyrirferð eða umfangi og fyrirfram ekki talin sú merkilegasta sem boðið var upp á um helgina. Raunin reyndist önnur hvað síðasttalda atriðið varðaði. Eftir að hafa setið límdur við sýninguna í tæpar þrjár klukkustundir var ekki um að villast að hér var um tíma- mótaviðburð að ræða og því við hæfi að hrópa „Loksins, loksins“. Þótt þróun kennslunnar og náms- ins á Hólum hafi gengið nokkuð vel er langt frá því að ekki hafi gætt and- byrs á þeirri löngu leið. Með kennslu- sýningunni á sunnudag er óhætt að fullyrða að blað hafi verið brotið í þessari gerð sýninga eða kennslu sem hefur verið að þróast með frekar hægum hætti síðustu árin. Má nú ætla að að þær vel kunnu gagnrýn- israddir sem fylgt hafa þróun reið- mennskunnar fari að verða býsna mjóróma svo að til aðhláturs verður. Frammistaða nemenda bæði í sýnikennslu og útskýringu á því sem fram fór var í alla staði mjög góð. Hestakosturinn mjög góður og þeir greinilega mjög vel undirbúnir. En það sem kannski er mikilvæg- ast af öllu er að framsetning á því víð- feðma efni sem þarna var á borð bor- ið fyrir hinn almenna hestamann var mjög auðskiljanlegt. Enda sátu áhorfendur sem voru vel á annað hundrað eins og límdir allan tímann og athyglin spennt til hins ýtrasta. Þá virðist jaðvegurinn fyrir þann boðskap sem þarna var fram borinn orðinn býsna frjór í flestum kimum hestamennskunnar. Athygli vakti hversu framsögn nemenda var örugg og skipulögð og greinilegt að þau kunna teóríuna býsna vel. Þá stóðu kennarar skólans sig ekki síður í erfiðari æfingum á hestum sem þeir útskýrðu jafnharð- an. Eitt þeirra atriða sem gerir þessa sýningu svo góða sem raun ber vitni um er hversu vel knapar og hestar útfærðu æfingar í mjög góðu sam- spili við þann sem útskýrði hvernig þær væru framkvæmdar, hvaða gildi þær hefðu fyrir uppbyggingu hests- ins og svo hvenær knapa og hesti tókst vel upp og hvenær framkvæmd æfingar fór úrskeiðis og þá hvers- vegna. Ekki þarf að að efast um að gildi sýningar eins og hér um ræðir er mikið fyrir þá sem í brekkunni sátu en þær hafa ekki minna gildi fyrir þá sem í eldlínunni stóðu; nemendurna. Það er mikil eldskírn að standa frammi fyrir eitt eða tvö hundruð manns og flytja fyrirlestur og út- skýra hluti sem þarna virtust margir hverjir ekki svo flóknir. En það vita þeir sem í hafa komist að lítið má út af bera til að allt geti farið í vitleysu. Þarna má ætla að Hólaskóli hafi fundið góðan farveg fyrir þjálfun nemenda skólans á reiðkennarabraut sem vafalaust á eftir að veita þeim gott vegnesti á sviði reiðkennslu. Morgunblaðið/Vakri Frækileg frammistaða reiðkennaraefnanna í Reiðhöllinni í Víðidal verður án efa lengi í minnum höfð. Tímamót í kaupstað- arferð Hólanema Úr mörgu var að moða fyrir hestamenn um helgina og meðal þess sem Valdimar Kristinsson valdi að horfa á var fagsýning Hólanema, „Fagmennska til framtíðar“, í Reiðhöllinni í Víðidal. Morgunblaðið/Vakri Hinrik Þór Sigurðsson sýndi sveigjustöðvun á öllum gangteg- undum og þar á meðal stökki sem hér getur að líta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.