Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TAP Flugleiða á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 1.345 milljónum króna en tap félagsins á sama tíma- bili í fyrra nam 1.553 milljónum króna. Flugleiðir tekjufærðu 300 milljóna króna tekjuskatt á fyrsta fjórðungi þessa árs, en á sama tímabili í fyrra var engin tekju- skattsfærsla hjá félaginu. Tap fyrir skatta var því 1.645 milljónir króna í ár, en 1.553 milljónir króna í fyrra. Tap hefur jafnan verið af rekstri Flugleiða á fyrsta fjórðungi ársins. Rekstrartekjur drógust saman um tæpar fimm hundruð milljónir króna milli ára og námu 6,4 millj- örðum króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Rekstrargjöld án af- skrifta lækkuðu um tæpar sex hundruð milljónir króna og námu 7,3 milljörðum króna. 32% fækkun farþega yfir Norður-Atlantshaf Samdráttur var í flutningum yfir Norður-Atlantshaf, farþegum yfir hafið fækkaði um 32% og farþega- tekjur minnkuðu á föstu gengi um 330 milljónir króna. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að bókanir í millilanda- flugi næstu mánuði séu töluvert undir markmiðum og minni en á sama tíma í fyrra. Staða bókana fyrir sumarið hafi verið betri en í fyrra fyrir stríðið í Írak, en inn- streymi bókana hafi stöðvast þegar stríðið hófst. Þess sjáist þó merki síðustu daga að markaðir séu að taka við sér. Ástæða sé til að hafa nokkrar áhyggjur af rekstri Ice- landair næstu mánuði og óhjá- kvæmilegt sé talið að halda áfram að þróa rekstur félagsins í átt til einföldunar og verulegrar lækkun- ar kostnaðar. Tólf mánaða þróun jákvæð Í tilkynningunni segir að Ice- landair vinni nú eftir áætlun um að lækka kostnað í rekstrinum um 1,5 milljarða króna og ætli að hrinda þeirri áætlun í framkvæmd á næstu 12 mánuðum. Ekki er fyrirhugað að fækka leiðum eða breyta flugflot- anum, en meðal þess sem verið er að skoða er aukin sjálfvirkni, ekki síst í miðasölu. Hagnaður Flugleiða fyrir vexti, skatta, afskriftir og flugvélaleigu á tólf mánaða tímabilinu aprílbyrjun í fyrra til marsloka í ár var 7,9 millj- arðar króna samanborið við 4,9 milljarða ári áður. Þessi skilgrein- ing hagnaðar, EBITDAR, gefur til kynna þá fjármunamyndun sem stendur á móti fjárhagslegum skuldbindingum félagsins. Fjár- binding í rekstrinum að meðtöldum eignfærðum leiguskuldbindingum hefur lækkað um 15 milljarða króna á sama tímabili vegna lækk- unar flugvélaleigu og lækkunar á gengi Bandaríkjadals, en nær allar skuldir Flugleiða eru í Bandaríkja- dölum. Í fréttatilkynningunni segir að í fljótu bragði bendi þessar tölur ein- dregið til þess að rekstur félagsins hafi verið að vænkast, en á móti komi samdráttur í eftirspurn sem byrji ekki fyrr en undir lok þessa tímabils og virðist ætla að vera við- varandi næstu vikur að minnsta kosti. Bréf Flugleiða hækkuðu um 1,1% í gær og var lokaverð þeirra 4,65. Flugleiðir með 1.345 milljóna tap Rekstrargjöld drógust hraðar saman en rekstrartekjur Listasafns Íslands. „Það er eðlilegt að aðilar snúi sér til okkar, fagþekkingin er til í Listasafni Ís- lands til að gera svona rannsóknir,“ sagði Ólafur aðspurður um hlutverk safnsins í rannsókn á uppruna málverka. „Við verðum að meta svona verkefni eftir okk- ar aðstæðum. Það eru gífurlega mörg verkefni sem hafa hlaðist upp að undanförnu, ekki síst vegna þeirra miklu rannsókna sem við höfum borið ábyrgð á út af lögreglumálinu. Það er margt sem bíður. Við höfum okkar fyrstu skyld- LISTASAFN Íslands getur ekki sinnt rannsókn- arbeiðni Smiðjunnar listhúss á 13 áður óþekkt- um verkum Nínu Tryggvadóttur vegna mikilla anna. Smiðjan ætlaði að opna sýningu á verk- unum en þar sem verk Nínu Tryggvadóttur hafa komið við sögu í málverkafölsunarmálinu svo- kallaða, þótti öruggara að ganga úr skugga um uppruna þeirra. Vegna anna og manneklu getur safnið hins vegar ekki tekið verkið að sér fyrr en með haustinu, að sögn Ólafs Kvarans, safnstjóra ur gagnvart safneigninni.“ Ólafur segir þá sem standa að sýningum á listaverkum verða að meta hvort þeir telji ráðlegt að setja órannsökuð verk á sýningu. „Í flestum tilvikum liggur eigenda- saga fyrir. En þetta verður að meta í hverju til- felli fyrir sig.“ Ólafur segir ekki hægt að gera kröfu á að eigendasaga liggi fyrir. „Aftur á móti er mjög eðlilegt að þegar fólk kaupir verk í gall- eríum að það fái óyggjandi sönnur fyrir því að verkin séu eftir viðkomandi höfund. Einn þátt- urinn í því er eigendasagan.“ Geta ekki rannsakað verk eignuð Nínu Tryggvadóttur fyrr en í haust Verkefni hafa hlaðist upp FRANSK-íslenska kvikmyndin Stormy Weather eftir Sólveigu Anspach var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær fyrir fullu húsi. Áður en sýning myndarinnar hófst stigu leikarar og aðstand- endur myndarinnar á svið og Sól- veig ávarpaði kvikmyndahúsgesti. Myndin, sem er að stórum hluta tekin í Vestmannaeyjum, hefur fangað athygli fjölmiðlafólks í Cannes. Hún er samstarfsverkefni Frakka, Íslendinga og Belga og var styrkt af Kvikmyndasjóði Íslands/ Kvikmyndamiðstöð. Baltasar Kor- mákur er einn af framleiðendum myndarinnar fyrir fyrirtækið Sögn ehf. sem hann á og rekur í sam- starfi við eiginkonu sína, Lilju Pálmadóttur, og voru þau bæði við- stödd frumsýninguna í gærkvöld. Með tvö stærstu hlutverkin í Stormy Weather fara Elodie Bouchez, ein skærasta stjarnan í Frakklandi um þessar mundir, og Sigurlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem skáldkonan Didda, í sínu fyrsta hlutverki. Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson fara með veigamikil hlutverk í myndinni og margir Íslendingar leika smærri hlutverk. Frum- sýning í Cannes Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Nokkrir af leikurum og aðstandendum Stormy Weather fyrir frumsýninguna í gær. F.v. Ingvar E. Sigurðsson, franska leikkonan Elodie Bouchez, Sólveig Anspach ásamt dóttur sinni Clöru, Didda og Baltasar Kormákur. FYRIRHUGUÐ hótelbygging við Aðalstræti í Reykjavík þar sem fundist hafa rústir skála frá land- námsöld kom til umræðu á borg- arráðsfundi í gær. Sjálfstæðismenn óskuðu eftir bókun þar sem þeir bentu meðal annars á að fundur skálans kallaði á allsherjarendurskoðun á byggingar- framkvæmdum. Bæjarstæðinu væri ekki sýnd virðing með því að byggja þar hótel og nær væri að láta fornleifarnar hafa forgang vegna stórmerks sögulegs gildis þeirra. Bentu þeir meðal annars á þá leið að breyta gamla bæjarstæðinu og kirkjugarðinum handan götunnar í Fornleifagarð Reykjavíkur, þar sem sjá mætti grænar tóftir fyrsta býlisins og hringlaga kirkjugarð með upphlöðnum leiðum. Garðurinn myndi meðal annars hafa aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn í Reykjavík. Fulltrúi frjálslyndra í borgarráði lét bóka að hann fagnaði því að sjálfstæðismenn tækju í meginat- riðum undir þau sjónarmið sem komið hefðu fram í tillögu hans frá árinu 2001 þar sem lögð var áhersla á að varðveisla fornminja á svæðinu og aðgengi að þeim yrðu aðalatriði skipulagsins en þá hefði tillagan hlotið litlar undirtektir borgar- fulltrúa. Fulltrúar Reykjavíkurlistans létu bóka að ítrekað hefði verið fjallað um menningarlegt gildi fornminj- anna og vel færi saman að byggja upp í miðbænum ásamt því að sýna fornminjum sóma. Ljóst væri að Reykjavíkurborg hygðist leggja í mikinn kostnað svo að fornminjar yrðu verndaðar og hafðar til sýnis með umgjörð við hæfi. Sögðu þeir fræðimenn mjög sátta við fyrirhuguð áform eins og komið hefði fram áður í borgarráði og það væri fagnaðarefni að sjá þau áform nú í uppbyggingu. Hótelbygging við Aðalstræti rædd D-listi og F-listi vilja Forn- minjagarð ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 2 11 78 05 /2 00 3 Lagadeild • Viðskiptadeild • Tölvunarfræðideild Námsráðgjöf Alla virka daga kl. 10.00 - 11.30 er fastur viðtalstími þar sem þú getur komið og rætt við námsráðgjafa Háskólans í Reykjavík, kennara eða núverandi nemendur um hvaðeina er lýtur að námi við skólann. Þar fyrir utan getur þú hringt og pantað tíma í síma 510 6200 www.ru.is Umsóknarfrestur er til 5. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.