Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Störf í grunnskólum Hvaleyrarskóli (565 0299) Almenn kennsla. Náttúrufræði á unglingastigi. Skólaliðar. Setbergsskóli (565 1011) Matráður í eldhús starfsmanna. Öldutúnsskóli (555 1546) Tungumálakennsla. Allar upplýsingar veita skólastjórar við- komandi skóla. Umsóknarfrestur er til 26. maí en í samræmi við jafnréttis- stefnu Hafnarfjarðar er körlum jafnt sem konum bent á að sækja um störfin. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði. Varmárskóli í Mosfellsbæ auglýsir Smíðakennari/ þroskaþjálfi Varmárskóli auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: 1. Stöðu smíðakennara í yngri deild skól- ans, allt að 100% staða. 2. 1-2 stöður þroskaþjálfa á yngsta- og miðstigi 70-80% starfshlutfall hvor staða. Umsóknarfrestur er til 5.júní nk. Upplýsing- ar veita Þórhildur Elfarsdóttir, aðstoðar- skólastjóri, í síma 525 0700 og Viktor A. Guðlaugsson, skólastjóri, í símum 525 0700 og 895 0701. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Sjálfstæðisflokkurinn Flokksráðsfundur Flokksráð Sjálfstæðisflokksins er boðað til fundar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, fimmtudaginn 22. maí kl. 18.00. Sjálfstæðisflokkurinn. ATVI upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR Hver er framtíð verslunar á Austurlandi? Málþing verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum í dag, miðvikudaginn 21. maí, kl. 11. Þar verður rædd framtíð verslunar á Austurlandi, skipulag og stefnu- mótun. Erindi halda m.a.: Jóhann- es Jónsson, forstjóri Bónus, Sig- urður Jónsson, frá Samtökum verslunar og þjónustu, og Gísli Blöndal, markaðsráðgjafi. Fulltrú- ar sveitarfélaga, verslunar og at- vinnuþróunar á Austurlandi munu einnig taka til máls. Markmiðið er að ýta af stað umræðu um stöðu verslunar á svæðinu, styrkleika hennar og veikleika. Málþingið er haldið á vegum Austur-Héraðs, í samvinnu við Fjarðabyggð, Seyð- isfjarðarkaupstað, Fellahrepp og Þróunarstofu Austurlands og er öllum opið. Úthlutun úr Forvarnasjóði 2003 Áfengis- og vímuvarnaráð verður með hátíðadagskrár í dag, mið- vikudaginn 21. maí, kl. 9 í Ráðhúsi Reykjavíkur í Tjarnarsal. Tilefnið er úthlutun úr Forvarnasjóði 2003. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir viðurkenn- ingar ÁVVR. Erindi halda: Þór- ólfur Þórlindsson, prófessor og formaður ÁVVR, Inga Dóra Sig- fúsdóttir, félagsfræðingur, Hildi- gunnur Ólafsdóttir, afbrotafræð- ingur, Tómas Helgason, Soffía Gísladóttir, félagsmálastjóri, Hlynur Snorrason, lögreglu- fulltrúi, og Árni Einarsson, fram- kvæmdastjóri. Steinunn Ýr Ein- arsdóttir flytur eigið ljóð við flautuleik Ásrúnar Evu Harð- ardóttur og videóverk Ragnars Rael. Fundarstjóri er Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs. Allir velkomnir. Evrópumeistari í blómaskreyt- ingum í Garðyrkjuskólanum Gitte Hüttel Rasmussen, Evr- ópumeistari í blómaskreytingum, verður með myndasýningu í dag, miðvikudaginn 21. maí, kl. 18-20 í kennslustofum Garðyrkjuskólans, Reykjum í Ölfusi. Myndasýningin er opin öllu fagfólki og starfsfólki blómaverslana. Einnig verður Gitte með námskeið fyrir nem- endur blómaskreytingarbrautar á morgun, fimmtudaginn 22. maí. Föstudaginn 23. maí verður hún með námskeið fyrir fagfólk í húsa- kynnum skólans báða dagana kl. 9-17. Í DAG Lúpus- og Sjögrens-hóparnir verða með sameiginlegan fræðslu- fund fyrir félagsmenn og þá sem áhuga hafa á málefninu, á morgun, fimmtudaginn 22. maí, kl. 20 í hús- næði Gigtarfélags Íslands, Ármúla 5, annarri hæð. Erindi halda: Björn Guðbjörnsson, dósent í gigt- arrannsóknum, Rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum, og Gerður Gröndal, sérfræðingur í gigt- arsjúkdómum, gigtardeild Land- spítala. Umræður og fyrirspurnir verða á eftir erindum þeirra. Kaffiveitingar verða seldar. Allir velkomnir. Söguferð Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni um Rangárþing verður farin á morg- un, fimmtudaginn 22. maí, og er brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 9. Farið verður á slóðir Njáls sögu, Þorsteins Erlingssonar og Guðmundar skólaskálds. Viðkomu- staðir: Hvolsvöllur, Oddi, Breiða- bólsstaður, Hlíðarendi, Þorsteins- lundur, Múlakot. Ekið móts við Barkarstaði og Bleiksárgljúfur. Síðan ekið upp Land. Komið við hjá Hrólfsstaðahelli (Kirkjuhvoll) og að Skarði. Kaffi og meðlæti í Hestheimum. Leiðsögumaður verður Sigurður Kristinsson. Fræðslu- og forvarnarverkefni Alnæmissamtakanna heldur fund á morgun, fimmtudaginn 22., mars kl. 9.50, í Ölduselsskóla, Ölduseli 17, Reykjavík. Þegar þessum fundi lýkur hafa yfir 9.000 nemendur í 9. og 10. bekk grunn- skóla landsins verið heimsóttir og fengið fræðslu á vegum Alnæm- issamtakanna. Alls er um að ræða um 140 skóla auk þess sem nokk- ur meðferðarheimili unglinga hafa verið heimsótt, segir í frétta- tilkynningu. Kynning á BS-verkefnum við sjúkraþjálfunarskor verður á morgun, fimmtudaginn 22. maí, í Odda, stofu 101, kl. 9.30. Allir vel- komnir. Eitt erindanna verður túlkað af táknmálstúlki. Eft- irtaldir kynna: Berglind Erla Halldórsdóttir og Linda Karen Guttormsdóttir, Karólína Ólafs- dóttir, Kristín Inga Pálsdóttir, Guðjón Karl Traustason, Sandra Dögg Árnadóttir, Helga Torfa- dóttir, Helga Ágústsdóttir, Þor- valdur Skúli Pálsson, Svanur Snær Halldórsson, Matja Dise M. Steen, Árni Baldvin Ólafsson, Aníta Pedersen, Kristín Björg Jakobsdóttir og María Jónsdóttir og Mikael Þór Björnsson. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni er á morgun, fimmtu- daginn 22. maí. Í tilefni þess bjóða umhverfisráðuneytið og Nátt- úrufræðistofnun Íslands til fræðsluráðstefnu í Borgartúni 6, Reykjavík, 4. hæð, kl. 14–17. Fjallað verður um hugmyndafræði og framkvæmd samningsins um líffræðilega fjölbreytni o.fl. Þá munu sérfræðingar frá Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun Ís- lands, Umhverfisstofnun, Nátt- úrufræðistofu Kópavogs og Haf- rannsóknastofnun fjalla um flokkun vistgerða, stöðuvatna, um botndýr á Íslandsmiðum, válista og náttúruverndaráætlanir. Ráð- stefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar á www.umhverfisraduneyti.is. Á MORGUN Möguleikar og áherslur í erlend- um fjárfestingum Sænsk-íslenska verslunarráðið heldur morgunverð- arfund föstudaginn 23. maí um möguleika og áherslur í erlendum fjárfestingum. Frummælandi verð- ur Kai Hammerich framkvæmda- stjóri Invest in Sweden-skrifstof- unnar í Svíþjóð. Fundurinn verður í fundarsal Verslunarráðs Íslands, 7. hæð í Húsi verslunarinnar, hefst kl. 8.30 og er öllum opinn. Enginn aðgangseyrir en fyrirframskráning er nauðsynleg hjá ráðinu. Heima- síða Verslunarráðs Íslands: www.chamber.is. Á NÆSTUNNI Mynd í Lesbók Ranglega var getið í myndatexta með grein í Lesbók um afmæli List- dansskóla Íslands að myndin væri frá fyrstu vorsýningu Listdansskól- ans. Svo var ekki heldur var hún frá frumsýningu Ég bið að heilsa 16. janúar 1953 sem var á verkefnaskrá Þjóðleikhússins. Þar dönsuðu meðal annarra Sigríður Ármann, Björg Bjarnadóttir, Irmý Toft og Kristín Kristinsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Fjárfestingar í veitum Í frétt þar sem segir af bókun Al- freðs Þorsteinssonar, stjórnarfor- manns Orkuveitu Reykjavíkur, á stjórnarfundi OR sl. föstudag og birt var í gær var rangt farið með er vitn- að var í eina málsgrein í bókun Al- freðs. Hún er rétt sem hér segir: „Eðli málsins samkvæmt tekur það mörg ár að fjárfestingar í veitum skili sér til baka.“ Beðist er velvirðingar á þessu. Regnbogabörn Í frétt um Regnbogabörn í blaðinu í gær var rangt farið með hvaða bekkur hefði borið sigur úr býtum í samkeppni 7. bekkjar við lausnum á eineltisklípum. Bekkurinn sem vann er 7. bekkur RB Hjallaskóla í Kópa- vogi. Bílvelta í Borgarfirði Í frétt á mánudag af bílveltu í Borgarfirði var rangt farið með bæj- arnafn. Sagt var að bíll hefði oltið við Stórás en hið rétta er að hann valt við Stóra-Ás. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT STJÓRNARFUNDUR Sam- bands ungra framsóknarmanna fór fram 16. maí sl. og hefur blaðinu borist svohljóðandi er- indi frá fundinum: „Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna fagnar ár- angri Framsóknarflokksins í nýafstöðnum alþingiskosning- um. Sérstakt ánægjuefni er að þingflokkurinn státar af yngstu þingkonu og yngsta þingmanni Alþingis. Einnig jókst hlutur kvenna innan þingflokks Fram- sóknarflokksins. Stjórn SUF hvetur forystu Framsóknarflokksins til að nýta þennan árangur vel og tryggja það að sjónarmið ungs fólks hljóti brautargengi í stjórnarmyndunarviðræðum.“ Fagna árangri í kosningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.