Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Miðasala opnar kl. 15.30 kl. 6. Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 12 Kvikmyndir.is Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Ertu nokkuð myrkfælinn? Búðu þig undir að öskra. Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.  HK DV SV MBL  Kvikmyndir.com "Tvöfalt húrra" Fréttablaðið X-ið 977 500 kr Sýnd kl. 8. B.i. 12  Kvikmyndir.com  HK DV "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið SV MBL Kvikmyndir.is 500 kr Sýnd kl. 6. Ísl. texti. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 10.20. KVIKMYNDIN Matrix og fram- haldsmynd hennar, Matrix endur- hlaðið, hafa vakið athygli fyrir stíl og útlit. Fyrsta myndin í þríleiknum var ennfremur valin þriðja stællegasta myndin frá upphafi í könnun kvik- myndahúsakeðju í Bretlandi. Eldri myndir skipa sér í efstu sætin en Rebel without a Cause með James Dean í aðalhlutverki frá árinu 1955 lenti í efsta sæti. Önnur klassísk mynd frá árinu 1961, sem skartaði Audrey Hepburn í stjörnuhlutverki, Breakfast at Tiffany’s, er í öðru sæti. Aðrar myndir á listanum eru einnig í eldri kantinum en óvenjulegt er að svo nýleg mynd sem Matrix fái slíkan stimpil. Byrjaði hjá Baz Luhrmann Kym Barrett er búningahönnuður Matrix-myndanna en hún vakti einnig athygli fyrir búningahönn- un Rómeo og Júlíu í leikstjórn Ástralans Baz Luhrmanns frá árinu 1996. Hún hóf feril sinn í kvikmynd- um, sem aðstoðarmaður búninga- hönnuðar í fyrstu mynd Luhrmanns, Strictly Ballroom frá 1992. Þrátt fyrir að sólgleraugu og síðir frakkar séu einna mest áberandi í myndinni eru búningarnir mismun- andi eftir því hvort um er að ræða tölvu- eða raunheim. „Það líta allir ósnyrtilegar út í raunheiminum en í Matrixinu en Morfeus er undantekn- ing og heldur alltaf virðulegu fasi,“ segir Barrett. Laurence Fishburne, sem leikur Mor- feus, er ánægður með hönnun hennar. „Kym er algjör snillingur. Til dæmis eru skórn- ir sem hún gerði fyr- ir Morfeus mjög töff. Þeir gerðu út- slagið hvað varð- ar persónu hans,“ segir hann. Allir skórnir sem að- alleikarar mynd- arinnar klæðast eru eftir Bar- rett og þeirra á meðal eru fjólubláu krókódílastígvélin hans Morfeusar. Fishburne segir að sólgleraugun hafi sitthvað að segja um persónuleika Morfeusar. Hann tekur þau af sér til að sýna viðkvæmni Morfeusar á mikilvæg- um augnablik- um, eins og einni senu í elt- ingaleiknum á hraðbrautinni. „Þegar allt fer í hnút inni í Matrixinu og Morfeus er ekki viss um hvort hann sleppi í þetta sinn tekur hann sól- gleraugun af sér,“ segir Fishburne. „Hann verður að berjast við það sem er innra með honum frekar en ytri heim,“ seg- ir hann. Notagildi og náttúruleg efni Barrett segir að erfiðasta verkið, eða í það minnsta það stærsta, hafi verið að klæða íbúa Síon. „Aukaleik- ararnir voru fleiri en þúsund talsins og við þurftum að klæða þá alla. Fötin þurftu að vera sveitaleg og jafnframt einföld en fáguð,“ segir hún. Barrett lagði áherslu á að fötin í Síon væru búin til úr náttúrulegum efnum, hampi og öðru, sem hægt væri að rækta í þessari vélrænu neðanjarð- arborg. Jafnframt eru fötin ljós, öfugt við dimma veröld borgarinnar. „Síon er í herkví þannig að fötin, sem eru búin til af íbúunum, og fyrir þá, snúast frekar um notagildi en tísku. Þrátt fyrir þetta er fólkið stolt af sögu sinni og verkkunnáttu og endurspegla fötin því nytjahyggju samfélags- ins,“ útskýrir Barrett. Hún kafaði djúpt inn í æv- intýraheima fyrir hönnun bún- inga á Mervíkinginn (Lambert Wilson) og eiginkonu hans, Perse- fón (Monicu Bellucci). „Ég leit á þau, sem einskonar konung og drottningu í helvíti,“ segir Barrett, sem varð einnig fyrir áhrifum frá Mjallhvít í hönnun búninga parsins. Jada Pink- ett Smith, leikur eina kvenkyns skip- stjórann í Síon, Niobe. „Við vildum að klæðnaður hennar bæri bæði vott um kvenleika og styrk hennar. Hann þurfti einnig að sýna tengingu hennar við Morfeus. Við klæddum Jadu í krókódílaleður og ég valdi vínrautt því liturinn fór svo vel við húð henn- ar,“ segir Barrett. Felulitir stórborgarinnar Að öðrum ólöstuðum má segja að Trinity (Carrie Ann Moss) sé stælleg- ust í myndunum. Hún klæðist í Matrixinu níðþröngum og svörtum glansgalla, sem ver hana í bardögum við jakkafataklædd illmenni. Gallinn á að líkjast olíubrák, „eða kvikasilfri, einhverju sem er ekki hægt að festa hendur á því það hreyfist svo hratt,“ útskýrir Barrett í viðtali við dagblaðið New York Times. Má segja að bún- ingarnir í Matrixinu séu í felulitum stórborgarinnar. Grafíski hönnuðurinn Stefan Sag- meister segir í sama viðtali að hann hafi ekki séð hasarmynd með svo mikinn stíl síðan Blade Runner var frumsýnd. Blade Runner, sem er frá árinu 1982, lenti einmitt í níunda sæti fyrrnefndrar skoðanakönnunar um stællegustu kvikmyndir allra tíma. Bein áhrif á tískuheiminn Fyrsta Matrix-myndin virðist hafa haft bein áhrif á tískuheiminn og aldr- ei að vita nema þau verði meiri með þessum tveimur myndum er frum- sýndar eru á árinu. Í haust- og vetr- arlínu Sean John, fatamerki P. Diddy, voru síðir leðurfrakkar að hætti Mor- feusar áberandi. Hönnun Nicolas Ghesquiere fyrir Balenciaga var líka í takt við Matrix. Hann sýndi m.a. leð- urleggings í stíl Trinity. Ekki er þá allt upptalið því hjá Dolce og Gabbana mátti sjá framtíð- arlegar valkyrjur í þröngum buxum og stuttum jökkum með ótal sylgjum í haust- og vetrartískusýningu þessa ítalska pars. Allt er þetta gott og gilt og þá er bara að bíða og sjá hvort notkun sólgleraugna innandyra auk- ist á næstunni. Rennileg á að líta. Trinity er sannkölluð ofurhetja og hræðist fátt í níðþrönga gallanum sínum. Laurence Fishburne leikur Morfeus. Meira en sólgler- augu og síðir frakkar ingarun@mbl.is Jakkafataklædd illmenni. Neo (Keanu Reeves) klæðist slitn- um og þunnum peysum úr nátt- úrulegu efni í raunheimum. Fyrstu tvær myndirnar um Matrix hafa vakið athygli fyrir stílhreint útlit. Inga Rún Sigurðardóttir kannaði tískuna í þessum sérstaka framtíðarheimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.