Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Landssamtaka lífeyris- sjóða, LL, hefur nýlega samþykkt að skipa starfshóp til að skoða kosti og galla ólíkra réttindakerfa og hvort hægt væri að vinna að breytingum án þess að sjóðfélagar bæru skarðan hlut frá borði. Þórir Hermannsson, stjórnarformaður LL, greindi frá þessu á aðalfundi samtakanna í gær. Hann sagði að mál þetta væri ekki auðvelt í um- fjöllun og ljóst að sjónarmið manna væru töluvert misvísandi, þegar um það er fjallað. „Ég tel hins veg- ar mjög brýnt að nýskipaður starfshópur LL vinni ítarlega í þessu máli,“ sagði Þórir. „Það eru margir sem bíða eftir niðurstöðum hans.“ Þórir sagði að neikvæð ávöxtun og einnig auknar skuldbindingar lífeyrissjóðanna vegna áætlana um lengri lífaldur sjóðfélaga valdi því að tryggingafræðileg staða flestra þeirra hafi versnað mjög mikið. Starfsmenn og stjórnendur sjóð- anna séu því nú í mjög mörgum til- vikum að leita hvers kyns leiða sem rétt geti halla á skuldbind- ingum þeirra. Þórir sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að margir lífeyr- issjóðir hafi staðið frammi fyrir því að þurfa að skerða réttindi sjóð- félaga. Í upphafi þegar almennu líf- eyrissjóðirnir voru stofnaðir hafi verið ákveðið að nota svonefnt stigaávinnslukerfi en í dag sé í vax- andi mæli farið að skoða það sem kallað er aldurstengt kerfi. Þeim sjóðum sem noti aldurstengt kerfi hafi farið fjölgandi. Í stigakerfinu eigi sér stað ákveðinn flutningur á greiðslum frá þeim yngri til þeirra eldri, því viðkomandi ávinni sér jöfn réttindi allan tímann. Í aldurs- tengdu kerfi sé hins vegar mesti ávinningurinn fyrstu árin. Stjórn LL hafi því ákveðið vegna ábend- inga að skoða þessi mál og reyna að finna kosti og galla þessara tveggja mismunandi leiða. Mikill munur á örorkubyrði Einnig kom fram í máli Þóris á aðalfundinum í gær að annað stór- mál sem lífeyrissjóðirnir stæðu frammi fyrir væri hve verulega mismikil örorkubyrði þeirra er, sem hlutfall af heildarlífeyri þeirra. Hann greindi frá því að þegar 54 lífeyrissjóðir séu reiknaðir út komi í ljós að meðalbyrði örorkulífeyris hjá þeim sé um 16%. Séu einstakir sjóðir hins vegar skoðaðir komi í ljós að fimm þeirra séu með ör- orkubyrði á bilinu 40–50% og sjö sjóðir séu á bilinu 30–40%. „Það er alveg ljóst að staða þess- ara sjóða verður jafnan verulega lakari verði þetta stóra vandamál ekki leyst með sértækum aðgerð- um.“ Þórir sagðist telja mjög mikil- vægt að þetta mál verði skoðað ít- arlega. Margar leiðir komi til skoð- unar, þ.á.m. að flytja örorku- lífeyrinn alfarið til almannatrygg- inga, stofna sérstaka tryggingar- einingu lífeyrissjóðanna, sem kosti lagabreytingu og sé flókið mál, eða hækka iðgjöld hjá þeim sjóðum sem hafa óvenjulega háa örorkulíf- eyrisbyrði. Það verði væntanlega einungis ákveðið í kjarasamning- um. Lífeyrissjóðagreiðslur fram úr bótum almannatrygginga Þórir sagði að nú sé svo komið að greiðslur lífeyrissjóðanna séu komnar fram úr lífeyrisbótum al- mannatrygginga og hlutfalla þeirra sem hafi engar aðrar tekjur en greiðslur Tryggingastofnunar hafi lækkað verulega á umliðnum árum. Það stafi fyrst og fremst af fjölgun þeirra sem fái greiðslur frá lífeyr- issjóðum. Í hlutfalli við landsfram- leiðslu hafi lífeyrisútgjöld lands- manna vaxið úr 3,9% á árinu 1990 í 5,6% á árinu 2001. Þessi þróun muni halda áfram á næstu árum og áratugum, því enn eigi lífeyrissjóð- irnir eftir um 15–20 ár þar til þeir öðlist fulla greiðslugetu eins og til- greint sé í skuldbindingum þeirra. Góður árangur í erlendum samanburði Þórir greindi frá því að árið 2002 hafi verið íslenskum lífeyrissjóðum á ýmsan hátt erfitt og þriðja árið í röð sem meðalávöxtun þeirra var neikvæð. Hann sagði að þó svo að meðalávöxtun lífeyrissjóða hafi orðið neikvæð í fyrra, væntanlega á bilinu 2–3%, þá standist þeir fyllilega samanburð við lífeyrissjóði í öðrum löndum. Hann nefndi sem dæmi neikvæða raunávöxtun lífeyr- issjóða í Bretlandi upp á um 17%, í Japan og Bandaríkjunum um 10% og Sviss um 9%. Sagði Þórir að ár- angur íslenskra lífeyrissjóða sé staðreynd sem eigi að hampa meira en nú sé gert. Íslenskir líf- eyrissjóðir hafi raunverulega sýnt mjög mikla færni og fyrirhyggju í verðbréfaviðskiptum sínum. Sam- anburðurinn við lífeyrissjóði í öðr- um löndum staðfesti það. Fram kom í máli Þóris að heild- areignir lífeyrissjóðanna í landinu um síðustu áramót voru um 677 milljarðar króna. Þar af námu er- lendar eignir sjóðanna 104 millj- örðum, eða rúmum 15%, sem er lækkun frá fyrra ári um 31 millj- arð, eða 23%. Heildareignir jukust um 5% á síðasta ári samanborið við tæp 14% árið áður og rúm 9% á árinu 2000. Sagði Þórir að aukn- ingin á síðasta ári hafi verið sú minnsta sem mælst hefur í meira en tvo áratugi. Hrein eign lífeyr- issjóðanna í landinu í árslok 2002 hafi svarað til tæplega 87% af landsframleiðslu, sem sé nánast það sama og næstu þrjú árin þar á undan, en áður hafi hlutfallið verið stöðugt vaxandi. Benedikt Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Talnakönnnar hf., og Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík og fyrrverandi formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verkfræð- inga, fluttu erindi á aðalfundinum í gær, og fjölluðu um ímynd og sér- stöðu íslensku lífeyrissjóðanna. Benedikt sagðist býsna ánægður með lífeyrissjóðakerfið hér á landi svo og lífeyrissjóðina. Mjög mikið hafi breyst í þessum efnum frá því við upphaf síðasta áratugar síðustu aldar. Til að bæta ímynd sjóðanna þurfi að styrkja stöðu þeirra með jákvæðri ávöxtun. Þeir verði að hafa skýra stefnu um fjárfestingar og aðkomu að stjórnum fyrirtækja. Þeir eigi að vera virkir en ekki koma beint að stjórn fyrirtækja. Þá sagði hann að það verði að hleypa sjóðfélögum að stjórnum líf- eyrissjóða þannig að einhverjir stjórnarmenn séu kosnir beint. Að endingu nefndi hann að það verði að leggja af skylduaðild að ákveðnum lífeyrissjóðum. Nýr stjórnarformaður Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði bankamanna, var kosinn formaður stjórnar Landssamtaka lífeyris- sjóða á aðalfundi samtakanna í gær. Hann tekur við af Þóri Her- mannssyni, sem er frá Lífeyris- sjóðnum Lífiðn. Þórir hefur verið formaður frá stofnun samtakanna eða í tæp fjögur og hálft ár en hann gaf ekki lengur kost á sér til formennsku. Verri staða lífeyrissjóða rædd á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða Neikvæðri ávöxtun verði snúið við Morgunblaðið/Arnaldur Borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, ásamt Hrafni Magnússyni, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, og Þóri Hermannssyni, fráfarandi formanni stjórnar samtakanna. rænna viðskipta við tryggingafélög, ferðaskrif- stofur og önnur gagnvirk þjónustufyrirtæki, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem gefin var út á fundinum. Þjónustufulltrúinn í myndsíma Á meðal nýjunga sem felast í Albankanum er að hægt er að komast í beint myndsímasamband við þjónustufulltrúann sinn í bankanum. Ef þörf er á þjónustufulltrúa er hægt að styðja á hnapp og hringja í nafngreindan fulltrúa og tala við hann í gegnum myndsíma, en á skjánum birtist mynd í rauntíma af þjónustufulltrúanum og hann sér einnig viðskiptavininn þar sem hann stendur í skjástandinum. Einar S. Einarsson segir að þessi lausn, að gera þjónustufulltrúa og viðskiptavini kleift að horfast í augu yfir Internetið, færi hin mannlegu tengsl aftur inn í bankaviðskiptin, en fjármálastofnanir hafa að hans sögn bent á að með aukinni notkun netbanka hafi þær misst sjónar af mörgum við- skiptavinum, en með gagnvirku myndsímum Í GÆR tók danski bankinn Andelskassen í gagnið nýja gerð þjónustuskjástanda, nokkurs konar mannlaus bankaútibú, sem byggjast á íslensku hugviti og tæknilausnum frá íslensk-bandaríska fyrirtækinu, Allbank International á Íslandi. Skjástandarnir sem kallast Albankar og eru net- tengdir tölvuturnar búnir snertiskjá, myndsíma, posa, prentara og öðrum búnaði, eru alls tíu tals- ins, staðsettir í Grindsen og Öse á Jótlandi. Einar S. Einarsson, starfandi stjórnarformað- ur Allbank, sagði á blaðamannafundi sem hald- inn var í tilefni opnunarinnar að Allbank hyggist selja Albankana sem víðast og hafa þeir verið kynntir hér heima og erlendis. Hann sagði að við- tökur hefðu verið góðar og samningaviðræður stæðu yfir við stóra aðila erlendis um kaup á lausninni, auk þess sem íslenskir bankar hefðu sýnt áhuga. Í skjástöndunum getur fólk tengst sínum við- skiptabanka á Netinu, sama hvaða banki það er, og gert sín viðskipti í gegnum hann. Jafnframt getur standurinn nýst til upplýsingaleitar og raf- Albankans verði þeir aftur „sýnilegir“. Hann sagði að Albankinn væri einkar hentug lausn til að setja upp í nágrenni við stóra vinnu- staði, þjónustumiðstöðvar, verslunarkjarna, há- hýsi og smærri sveitarfélög, eða á stöðum þar sem fólk hefði ekki aðgang að heimabanka í gegnum einkatölvuna. Hann sagði að standurinn leiddi til minni fjarvista fólks frá vinnu, aukins hagræðis, öryggis og til mikils tímasparnaðar fyrir alla. Að sögn Einars er á döfinni að setja upp þrjá þjónustustanda hér á landi; í Landspítalanum, hjá Íslenskri erfðagreiningu og í Vöruhóteli Eim- skips í Sundahöfn, allt fjölmennum vinnustöðum. Einar sagði að fyrirtækið og framleiðslan hingað til hefði eingöngu verið fjármögnuð af eigin fé sem einkaaðilar hefðu lagt til, fyrir utan 40% sem væru í eigu C-target, hugbúnaðarfyr- irtækis í eigu tæknilegs framkvæmdastjóra All- bank, Gunnlaugs Jósefssonar, en C-target er einnig samstarfsaðili Allbank við gerð Albankans. Íslensk „mannlaus“ bankaútibú í Danmörku KAUPHÖLLIN í Svíþjóð, OM, hefur keypt Hex, sem rekur kauphallir í Finnlandi, Eistlandi og Lettlandi. Ætlunin er að sameina fyrirtækin undir nafninu OM Hex og úr verður sjöunda stærsta kauphöll Evrópu mælt í veltu, að því er fram kemur í sænska dagblaðinu Dagens Industri. Greiðslan fer fram með hlutafé í OM og munu eigendur OM eiga um 71% í sameinuðu fyrirtæki, en 29% koma í hlut eigenda Hex. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að þetta skref sem kauphallirnar tvær eru að taka sé gríðarlega mikilvægt þegar litið sé til framtíðar. Þetta sé fyrirboði þess sem eigi eftir að verða í framtíð- inni því framundan sé samrunaþróun og aukin samvinna kauphalla. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess fyrir Ísland að hafa aðgang að stærra markaðssvæði í gegnum þessa sam- vinnu norrænu kauphallanna. Kauphöll Íslands er aðili að NOREX-samstarfinu ásamt OM og fleiri kauphöllum á Norðurlöndum, en finnska kauphöllin hefur ekki verið þátttakandi í því samstarfi. Þórður segir að þegar sé farið að íhuga frek- ari þróun þessa samstarfs. Þeir sem vilji ganga lengst vilji sameiningu allra kauphalla Norðurlanda og Eystrasaltslanda, en aðrir vilji byggja á NOREX-samstarfinu og tryggja þannig að þetta markaðs- svæði verði ein heild. Þórður segir að Kauphöll Íslands hafi haft skýra afstöðu til þessa, hún hafi viljað að svæðið allt væri einn markaður en að kauphallirnar séu að öðru leyti sjálfstæðar. Ekki sé þó loku fyrir það skotið að þessi afstaða kunni að breytast, því hún sé meðal annars háð því hver þróunin verði. Dagens Industri hefur eftir Magn- us Böcker, sem verður framkvæmda- stjóri sameinaðs félags en er nú að- stoðarframkvæmdastjóri OM, að miklu skipti að sameinaðar verði kauphallirnar mun eftirsóknarverð- ari samstarfsaðili fyrir aðrar kaup- hallir, bæði í og utan Evrópu. Þá er haft eftir Böcker að umtalsverð sam- legðaráhrif séu fyrir hendi og að sam- einuð kauphöll verði eftirsóknarverð- ari markaður fyrir skráð fyrirtæki og muni eiga auðveldara með að afla nýrra skráninga. Í Financial Times kemur fram að árlegur sparnaður vegna samruna þessara tveggja stærstu kauphalla á Norðurlöndum sé áætlaður um þriðj- ungur af rekstrarkostnaði Hex, en kostnaður vegna samrunans nemi um tvöföldum árlegum sparnaði. Kaupþing banki hf. er skráður í OM-kauphöllinni, jafnframt skrán- ingu félagsins í Kauphöll Íslands. Sænska og finnska kauphöllin sameinast HAGNAÐUR Orkuveitu Reykjavíkur, OR, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam 1.094 milljónum króna. Tekjur námu alls 3.110 millj- ónum, sem er 11% aukning frá sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður Orkuveit- unnar fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) var 1.067 milljónir og veltufé frá rekstri var 921 milljón. Eigið fé Orkuveitunnar 31. mars síðastliðinn var 39,1 milljón króna og eiginfjárhlut- fall 60,5%. Hagnaður OR tæpur 1,1 millj- arður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.