Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÁKVÆÐI UM SAMEIGN
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er gert ráð fyrir að í sjáv-
arútvegskafla nýs stjórnarsáttmála
Sjálfstæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins verði ákvæði um að sam-
eign þjóðarinnar á fiskimiðunum
skuli sett í stjórnarskrá á kjör-
tímabilinu.
Skoða kosti og galla
Stjórn Landssamtaka lífeyr-
issjóða hefur samþykkt að skipa
starfshóp til að skoða kosti og galla
réttindakerfa og hvort unnt sé að
vinna að breytingum án þess að það
komi niður á sjóðfélögum.
Starfsemin í biðstöðu
Skólastjóri Tjarnarskóla segist
vera uggandi um framtíð skólans
enda sé öll starfsemi í rauninni í bið-
stöðu þar sem tillögur meirihluta
Reykjavíkurlistans hafi ekki enn
verið kynntar.
Jarðgöng um Almannaskarð
Stefnt er að því að hefja fram-
kvæmdir við jarðgöng undir Al-
mannaskarð austan Hafnar í Horna-
firði um næstu áramót en
undirbúningur er nú í fullum gangi.
Sáu ekki él vegna myrkurs
Ekkert óeðlilegt hefur komið í ljós
varðandi hreyfil eða stjórntæki flug-
vélarinnar sem brotlenti í Hvalfjarð-
arsveit í lok mars. Vegna myrkurs
sáu flugkennari og nemandi hans
ekki él sem nálgaðist og brotlenti
vélin örstuttu síðar.
Árásir sagðar yfirvofandi
Stjórnvöld í Bandaríkjunum,
Bretlandi og Þýskalandi loka tíma-
bundið sendiráðum og ræðisskrif-
stofum í Sádi-Arabíu vegna fyr-
irliggjandi leyniþjónustuupplýsinga
um að nýjar hryðjuverkaárásir af
hálfu al-Qaeda-liða séu yfirvofandi í
landinu.
Bush þrýstir á Abbas
George W. Bush Bandaríkja-
forseti ræddi í gær í síma við
Mahmoud Abbas, forsætisráðherra
nýrrar heimastjórnar Palestínu-
manna. Var þetta í fyrsta sinn sem
Bush á bein samskipti við palest-
ínskan leiðtoga, þar sem hann hefur
kosið að sniðganga Yasser Arafat.
AUDI A4 AVANT
RALL OG ENDURO
FRÁ POBEDA TIL BMW
EÐALVAGNAÞJÓNUSTA
RÚNAR SNÝR AFTUR
NÁM Í BÍLIÐNUM
BUICK SUPER ’58 MEÐ
PLÖTUSPILARA OG SAUÐARGÆRU
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI
SÍMI 555 6025 • www.kia.is
K IA ÍSLAND
Bílar sem borga sig!
S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2
S í m i 5 4 0 1 5 0 0
w w w. l y s i n g . i s
LÝSING
Alhliða
lausn í
bílafjármögnun
Dúndrandi!
af bassakeilum, bassaboxum
og mögnurum í eina viku.
25% afsláttur
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Viðskipti 12/13 Minningar 32/37
Erlent 14/17 Bréf 40
Höfuðborgin 18 Staksteinar 42
Akureyri 19 Dagbók 42/43
Suðurnes 20 Kirkjustarf 43
Landið 21 Fólk 48/53
Listir 22/25 Bíó 50/53
Umræðan 26/27 Ljósvakamiðlar 54
Forystugrein 28 Veður 55
* * *
Júróbíll
LAND ROVER DISCOVERY 09/99.
Ekinn 78 þ. km. Vél 2500 cc dísel. Sjálfskiptur. Verð 2.790 þ. kr.
www.toyota.is
„You gotta speed it up. You gotta turn it on.“
Kauptu Júróbíl fyrir 24. maí.
Þú gætir unnið bíl
til ókeypis afnota í heilt ár!
VATNSYFIRBORÐ Kleifarvatns
hefur hækkað lítillega frá því
sem minnst var en yfirborð vatns-
ins lækkaði mikið í kjölfar jarð-
skjálftanna á Suðurlandi árið
2000.
Vatnamælingar Orkustofnunar
Íslands, OÍ, fylgjast grannt með
vatninu en stafrænn síriti er stað-
settur úti í vatninu sem stöðugt
mælir vatnsborðið.
Í gærkvöldi voru starfsmenn
Vatnamælinga að taka saman
gögn úr síritanum og er nið-
urstaðna að vænta í dag. Þær
upplýsingar fengust frá Vatna-
mælingum að úrkoma í seinni
hluta mars og í byrjun apríl ylli
því að yfirborðið hefði hækkað
lítið eitt að nýju.
Í júlí árið 2001 var vatnsborðið
það lægsta sem mælst hafði frá
því mælingar með sírita hófust
árið 1967. Vatnsborð vatnsins
hafði þá lækkað um 4 metra frá
því í júní árið 2000. Segir á vef-
síðu OÍ að líklegt sé að sprungur
í vatnsbotninum hafi opnast í
Suðurlandsskjálftunum í júní árið
2000 og valdið auknum leka úr
vatninu.
Flatarmál Kleifarvatns hefur
einnig minnkað um 20% á þessum
tíma og er sandur og leir sem áð-
ur var undir vatnsborði nú á
þurru. Botn vatnsins mun með
tímanum þéttast á ný með leir og
öðru seti og vatnsborð hækka.
Það mun þó taka Kleifarvatn ár
eða áratugi að ná þeirri vatns-
hæð sem var fyrir Suðurlands-
skjálftana í júní árið 2000 sam-
kvæmt vefsíðu OÍ.
Morgunblaðið/Jim Smart
Starfsmenn Vatnamælinga, Snorri Zóphoníasson og Kristjana G. Eyþórsdóttir, við mælingar á Kleifarvatni í gær.
Yfirborð Kleifar-
vatns hækkar á ný
TENGLAR
.....................................................
www.os.is
SÖLUVIRÐI seldra hlutabréfa rík-
issjóðs við einkavæðingu á síðasta
kjörtímabili nam rúmlega 54,6 millj-
örðum króna, að því er fram kemur
í nýrri skýrslu framkvæmdanefndar
um einkavæðingu. Tekjur af sölu
hlutabréfa ríkissjóðs á kjörtíma-
bilinu nema 54,6 milljörðum króna,
á verðlagi ársins 2003.
Í skýrslunni segir að þessum
tekjum hafi að mestu verið ráð-
stafað til að greiða niður skuldir,
þ.á m. að bæta erlenda stöðu rík-
isins, og til verkefna á sviði sam-
göngu- og fjarskiptamála. Stærsta
salan á tímabilinu var í Landsbanka
Íslands hf., samtals fyrir rúmlega
22,4 milljarða króna, Búnaðarbanka
Íslands hf., fyrir tæplega 17 millj-
arða og Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins hf., fyrir rúma 11 millj-
arða.
Heildarkostnaður við einkavæð-
ingu á kjörtímabilinu nam tæplega
479 milljónum króna. Þar af var
sölutengdur kostnaður, á borð við
söluþóknun, tæpar 444 milljónir
króna. Annar kostnaður var 35
milljónir.
Kostnaður undir 1%
Í skýrslu nefndarinnar segir, um
kostnað við einkavæðingu á tíma-
bilinu: „Stærstur hluti kostnaðar af
hálfu nefndarinnar er tengdur ár-
angri í tengslum við tilgreind verk-
efni. Munar þar mest um söluþókn-
un sem yfirleitt er að stærstum
hluta árangurstengd þó að í flestum
tilfellum sé um einhvern fastan
kostnað að ræða.
Áhugavert er að bera saman
kostnað af einkavæðingu annars
vegar og heildartekjur af einka-
væðingu til að fá raunhæfan sam-
anburð við það sem eðlilegt má telj-
ast á almennum markaði. Á
almennum markaði er ekki óal-
gengt að við útboð eða sölu á mark-
aðsbréfum sé gert ráð fyrir 1–3%
kostnaði. Hins vegar hefur þessi
kostnaður einkavæðingarnefndar
verið undir 1% í flestum verkefnum
sem verður að teljast vel viðun-
andi.“
Þá segir að grundvöllur þess að
tekist hefur að halda kostnaðinum
eins lágum og raun ber vitni hafi
verið sú aðferðafræði sem beitt hef-
ur verið við val á sérfræðingum til
vinnu fyrir nefndina.
Tilboða leitað
„Umsjónaraðilar sölu og aðrir
ráðgjafar hafa iðulega verið valdir
með útboðum þar sem leitað hefur
verið til verðbréfafyrirtækja eða
ráðgjafarfyrirtækja um tilboð í til-
tekin verkefni. Óhætt er að segja að
þetta hafi skilað góðum árangri
enda hefur verið lögð áhersla á í
slíkum útboðum að gengið verði að
því tilboði sem er hagkvæmast með
tilliti til kostnaðar, reynslu tilboðs-
gjafa og lýsingar á því hvernig við-
komandi hyggist takast á við verk-
efnið,“ segir m.a. í skýrslunni.
Skýrsla einkavæðingarnefndar um sölu hlutabréfa ríkissjóðs
Einkavætt fyrir 55 millj-
arða á síðasta kjörtímabili
!
!"
# $%
" &
''())
*+())
+))())
+'())
+'())
,,())
*+())
''())
,(-.
')(++
,)())
+)(/.
/*(0)
/*(0)
,(*)
.(++
'.(0-
! !
1
2 " %
,))'
3 4
Heildarkostnaður tæplega
479 milljónir króna