Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 11 ÓVENJUMARGIR flækingsfuglar hafa sést hér við land í ár en síðast í fyrradag fannst laufglói á Reyð- arfirði eftir að hafa flogið á glugga og vankast. Laufglói er evrópskur fugl sem á varpstöðvar í Evrópu, SV-Asíu og á Indlandi en á sumrin heldur hann til Mið-Afríku. Talið er að hann hafi níu sinnum sést hér áð- ur. Þegar hafa alls sést um 140 teg- undir fugla í ár og er það líklega met miðað við árstíma, að sögn Brynjúlfs Brynjólfssonar, fuglaáhugamanns á Höfn í Hornafirði. „Hér hefur aldrei sést til jafnmargra tegunda á þess- um árstíma og nú og þar hlýtur veð- urfarið að hafa mikið að segja. Í fyrra var algert metár en þá höfðu sést 105 tegundir eftir maímánuð.“ Hann bætir við að vindáttir hafi verið suðaustlægar í vor en þá villist gjarnan mikið af flækingum hingað frá Evrópu. Þá hafi áhugi á fugla- skoðun aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum og það sé ef til vill ein ástæða þess að fleiri fuglar sjáist en áður. Einnig hafi tæknibúnaður eins og sjónaukar og myndavélar orðið fullkomnari og flæði upplýsinga meira, fuglaskoðarar noti Netið óspart til að skiptast á fréttum. Ferðast langar leiðir til að skoða spennandi fugl Að sögn Brynjúlfs kemst lítið ann- að að en fuglaskoðunin þegar kemur að áhugamálum en hann er ásamt fleirum að vinna að því að koma upp fuglaathugunarstöð á Höfn í Horna- firði þar sem hann býr. Hann segir það mjög skemmtilegt að finna sjaldgæfan fugl. „Menn ferðast lang- ar leiðir um landið til að skoða góð- an fugl. Strákarnir hérna hafa stundum grínast með að fyrir okkur sé þetta svipað og fyrir suma að sjá fallegt kvenfólk, hjartað tekur snöggan kipp,“ segir hann hlæjandi og bætir við að hérlendur fugla- áhugamaður hafi ekið um 20.000 kílómetra í fyrra í fuglaskoð- unarferðum. Brynjúlfur telur upp þá sjaldgæfu flækingsfugla sem þegar hafa sést hér við land en á meðal þeirra eru bláheiðir, runntítla, trjámáfur, hringönd, svartsvanur, bresk mar- íuerla, hringmáfur, vatnagleða, þaraþerna, hrókönd, gultittlingur, lyngstelkur, flóastelkur, lind- arstelkur, austrænar og vestrænar margæsir, mandarínönd, amerísk korpönd, rákönd og sönglævirki. Óvenju margir flækingar við landið í ár Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Margir hafa komið að skoða laufglóann sem er nú í vörslu Náttúrustofu Austurlands, en hann var handsamaður á Reyðarfirði. „Hjartað tekur snöggan kipp“ TILLÖGUR meirihluta Reykjavík- urlistans um fjárframlög til einkarek- inna grunnskóla verða ekki lagðar fram í fræðsluráði fyrr en 2. júní næstkomandi. Aðspurð um áhrif þess að tillagan nái ekki fyrr fram að ganga segist María Solveig Héðins- dóttir, skólastjóri Tjarnarskóla, vera uggandi um framtíð skólans og öll starfsemi sé í rauninni í biðstöðu. Hún bætir samt við að hún fagni því að ver- ið sé að vinna í þessum málum en seg- ir það bagalegt að málið skuli ekki hafa verið tekið fyrir eins fljótt og hægt var úr því sem komið var. „Enn sem komið er hafa engir einkaskólar auglýst eftir nemendum fyrir næsta vetur. Vegna óvissu um rekstrargrundvöll hefur enn ekki ver- ið hægt að ákveða skólagjöld og þess vegna hefur engum nýjum nemend- um verið veitt skólavist. Þeir einstak- lingar sem hafa sett sig í samband við okkur og eru að velta fyrir sér skóla- vist þurfa því að hafa biðlund. Okkar nemendur hafa getað endurnýjað um- sóknir sínar þrátt fyrir að upphæð skólagjaldanna liggi ekki fyrir. For- eldrahópurinn sýnir þessu máli mik- inn áhuga og fylgist með fréttunum en auðvitað er óvissuþátturinn mjög slæmur, bæði fyrir nemendur, for- eldra og starfsfólk skólans,“ leggur hún áherslu á. Hún óttast að fjárhagsvandinn rýri traust fólks á skólunum og á jafnvel von á að þess sjái merki í nýskrán- ingum nemenda. „Foreldrum er auð- vitað annt um að skólaganga barnanna þeirra takist sem best og það að skipta um skóla er stór ákvörð- un. Enginn tekur þá ákvörðun án þess að vita að starfs- og rekstrarum- hverfi skólanna sé tryggt. Biðstaðan sem nú hefur skapast er því óviðun- andi, sama hvernig á málið er litið,“ segir María Solveig. Beðið eftir afgreiðslu borgaryfirvalda Að hennar sögn ætla skólastjórar einkaskólanna að funda í dag og bera saman bækur sínar. Þá eiga skóla- stjórar Tjarnarskóla fund með for- manni fræðsluráðs einnig í dag, auk þess sem þeir hafa pantað fund með borgarstjóra. „Síðan er ekkert sem við getum gert nema að bíða eftir af- greiðslu borgaryfirvalda. Það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi í byrjun júní og þá eigum við eftir að meta hvort til- lögur borgaryfirvalda séu þess eðlis að rekstri Tjarnarskóla verði haldið áfram eða hvort 18 ára sögu skólans lýkur nú í vor,“ segir María Solveig. Edda Huld Sigurðardóttir, skóla- stjóri Ísaksskóla, segir að innritun nemenda fyrir næsta haust sé lokið. Hún segir aðspurð að umræðan um fjárhagsstöðu einkaskólanna hafði haft minni áhrif á aðsókn en hún hafi átt von á. Hún bætir jafnframt við að starfsmannamál séu í eðlilegum far- vegi. „Við högum allri skipulagningu eins og venjulega. Tillagan hefur ver- ið rædd hér í foreldraráði og við bíð- um átekta. Innskráningar eru mjög svipaðar og undanfarin ár. Við skráum mest í 5 ára deild og 1. bekk og þar er fólk oft búið að skrá inn með kannski tveggja, þriggja ára fyrir- vara og því er engin breyting á því. Við erum ekki búin að senda út bréf með beiðni um staðfestingu en ég hef ekki heyrt neitt um neinar breyting- ar,“ segir Hjalti Þorkelsson, skóla- stjóri Landakotsskóla. Óttast að fjárhagsvandinn rýri traust fólks á skólunum ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ hefur gefið út Manntalið 1910 fyrir Reykjavík í tveimur bindum og er hér um að ræða stærsta viðfangs- efni félagsins í einum áfanga til þessa. Við hátíðlega athöfn í Þjóð- skjalasafninu á þriðjudag sagði Ólafur H. Óskarsson, formaður Ættfræðifélagsins, að hafist hefði verið handa við Manntalið 1910 árið 1994 og því væri þetta mikill árang- ur. Hann sagði það ánægjulegt að ritið kæmi út þegar 300 ár væru síð- an manntalið 1703 var gefið út, en það er elsta manntal í heimi sem nær til heillrar þjóðar. Ólafur benti á að Ættfræðifélagið hefði gefið út fjölda manntala sem næðu alla leið aftur til ársins 1801, en fyrir voru fjögur bindi af Mann- talinu 1910. „Við tökum hverja sýslu fyrir og núna var Reykjavík tekin fyrir. Þessi bindi eru að því leytinu til mikilvægari en hin manntölin vegna þess að það eru svo margir Reykvíkingar frá 1910 aðfluttir. Ár- ið 1910 voru rúmlega 11 þúsund íbú- ar í Reykjavík og 70–80% þeirra voru aðfluttir,“ lagði Ólafur áherslu á og sagði að í ritinu kæmi fram hvar fólk væri fætt. Hann sagði að fyrir væru bindi um Skaftafells- sýslu, Rangárvallasýslu, Vest- mannaeyjar, Gullbringu- og Kjósar- sýslu og næst á dagskrá væri Mýrasýsla. „Við erum að reyna að kynna þetta og halda upp á þetta því það er mikill sigur að koma þessu út, þó svo að fjármálin séu í kalda koli, en ég vona að úr því rætist. Það hefur tekið í það minnsta fimm ár að vinna Reykjavíkurbindin, ef ekki lengur, en verkið er unnið í sjálf- boðavinnu,“ sagði hann. Sameiginlegt átak Þótt útgáfan á Manntalinu 1910 sé eignuð Ættfræðifélaginu er hún sameiginlegt átak þess, Þjóðskjala- safns Íslands, sem lagði til handritið og erfðafræðinefndar Háskóla Ís- lands sem lagði til tölvuútskrift af grunnhandritinu. Ættfræðifélagið lét síðan yfirfara það og bera saman við kirkjubækur og leiðrétti og lag- færði eftir bestu getu. Að sögn Ólafs er Ættfræðifélagið áhugamannafélag, stofnað árið 1945. Félagið lítur á sig sem þjón- ustustofnun og er tilgangurinn að koma út merkilegum heimildum um ættfræði, enda er það skráð í lög fé- lagsins. Félagsmenn eru um 800 talsins og gefur félagið út veglegt fréttabréf fjórum sinnum á ári. Fé- lagið gerðist fullgildur aðili að Nor- rænu samstarfsnefndinni í ættfræði (NORDGEN) fyrir mánuði síðan. Ættfræðifélagið gefur út Manntal 1910 fyrir Reykjavík Ljósmynd/Eddi Ólafur H. Óskarsson, formaður Ættfræðifélagsins, afhendir Ólafi Ás- geirssyni þjóðskjalaverði Manntalið árið 1910 fyrir Reykjavík. BÚIÐ er að fara yfir umsóknir þeirra sem sóttu um störf hjá ítalska verk- takafyrirtækinu Impregilo vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun en eins og fram hefur komið bárust 2.762 umsóknir um þau 200 störf sem í boði eru. Enn er verið að meta um- sækjendur og verður fljótlega haft samband við þá sem til greina koma, að sögn Öglu Sigríðar Björnsdóttur, ráðningarstjóra hjá vinnu.is., sem vinnur úr umsóknum ásamt Mannafli. Aðallega er um að ræða störf við stjórnun vinnuvéla sem krefjast vinnuvélaréttinda og störf sem ekki krefjast fagmenntunar en Agla segir að umsækjendur komi úr öllum stétt- um samfélagsins, þarna sé um að ræða háskólamenntað fólk, iðnmennt- að og ófaglært. „Hér er fólk á öllum aldri, úr öllum stéttum og með mis- mikla reynslu,“ segir Agla en bætir þó við að meirihluti umsækjenda sé karlar. Hún segir marga umsækjend- anna þegar vera í föstum störfum og vilji greinilega breyta til. Fólk úr öll- um stéttum sækir um Störf hjá Impregilo TILLÖGU Sjálfstæðisflokks vegna fjárframlags til nemenda í einka- reknum skólum var frestað á borgarráðsfundi í gær. Sjálfstæðis- menn lögðu þar til að Reykjavík- urborg samþykkti að greiða sam- bærilegt fjármagn með hverjum reykvískum nemanda óháð því hvort hann gangi í einkarekinn skóla eða borgarrekinn með þeim rökum að þannig væri jafnræði með nemend- um tryggt og tekið tillit til þess að rekstrarþarfir skólanna væru mis- jafnar. Sjálfstæðismenn gagnrýndu jafn- framt aðgerðaleysi R-listans gagn- vart einkareknum grunnskólum í Reykjavík. Sögðu þeir það bera vott um einstakt ráðaleysi að fulltrúar R- listans hefðu vísað frá tillögu full- trúa Sjálfstæðisflokksins í fræðslu- ráði 19. maí um fjárframlag til einkarekinna grunnskóla án þess að geta sjálfir gert tillögu til lausnar á fjárhagsvanda skólanna. Sögðu þeir að með töfum og vandræðagangi skapaði R-listinn óvissu og kvíða meðal foreldra, nemenda og starfs- fólks skólanna. Tillaga ekki í takt við veruleikann Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkur- listans lögðu fram bókun þar sem þeir sögðu að sú ógn og skelfing sem lýst væri í tillögu Sjálfstæðisflokks ætti sér enga samsvörum í þeim veruleika sem blasti við þeim sem átt hafa í viðræðum við forsvars- menn skólanna. Margoft hefði komið fram að ekki stæði hugur til annars hjá meirihlut- anum en að tryggja betur þá einka- skóla sem nú starfa í borginni. Fundað með forystu- mönnum skólanna Jafnframt var vísað í bókun meiri- hlutans á fundi fræðsluráðs á mánu- dag þar sem meðal annars kom fram að fundað hafði verið með forsvars- mönnum skólanna og óskað eftir til- lögum og yrði niðurstaða þeirra funda sem og tillögur skólanna kynntar á næsta fundi fræðsluráðs. Rætt um einkarekna skóla í borgarráði Tillögu um fjár- framlag frestað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.