Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN
26 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík
Sími: 577 4500 • www.velaland
velaland@velaland.is
VÉLA-
VIÐGERÐIR
d
es
ig
n.
is
2
00
3
ÓHJÁKVÆMILEGA mæta flest
okkar álagi frá degi til dags. Svo-
lítið álag er nauðsynlegt til þess að
drífa okkur áfram
og án þess yrði
sjálfsagt minna um
framfarir og fram-
kvæmdir. Margir
kannast við að skila
af sér drýgsta verk-
inu þegar álag er
mikið, t.d. þegar
skilafrestur vegna verkefnis eða
framkvæmda er að renna út. Af-
köst á síðari stigum verkefna eru
jafnvel margföld í magni talið mið-
að við á fyrri stigum þegar tíma-
pressan er minni. Að loknu vel
unnu verki er töluverð umbun sem
fylgir því að skila af sér og meta
afrakstur starfsins og í kjölfarið
fylgir líkamleg og andleg vellíðan
og væntingar um hvíld eftir krefj-
andi vinnutörn. Það hljómar vel
þetta með hvíldina, en er því mið-
ur ekki alltaf staðreyndin.
Lýsingin hér á undan er nefni-
lega sífellt óraunhæfari í nútíma
starfsumhverfi. Vaxandi fjöldi
fólks er í þeirri aðstöðu að verk-
efni og kröfur vinnuumhverfisins
eru svo yfirþyrmandi að það nær
sjaldan eða aldrei því slökunar-
ástandi sem er nauðsynlegt til að
endurhlaða batteríin eða safna
orku fyrir næstu álagstörn. Að af-
loknu einu verkefni eru hugur og
líkami þegar uppspennt við að tak-
ast á við það næsta. Sum okkar
upplifa hverja klukkustund, dag,
ár eða jafnvel áratug í stanslausu
kapphlaupi við klukkuna vegna
krafna sem ekki sér fyrir endann
á.
Langtíma misræmi milli krafna
umhverfisins og bjarga okkar til
þess að ráða við þær leiðir til nei-
kvæðra líkamlegra og andlegra
viðbragða sem nefnd eru streita.
Afleiðingar og fylgifiskar streitu
eru óteljandi. Streita veldur okkur
ekki aðeins líkamlegum og and-
legum óþægindum heldur gerir
okkur berskjaldaðri fyrir ýmsum
sjúkdómum og tefur eða kemur í
veg fyrir bata vegna sjúkdóma og
meiðsla. Þetta er vegna þess að
streituviðbrögð líkamans búa okk-
ur undir átök með því spenna okk-
ur upp til þess að mæta tíma-
bundnu álagi. Hjartsláttur og
blóðþrýstingur aukast, vöðvar út-
lima spennast upp til að búa okkur
undir átök, en það hægir á melt-
ingu og annarri langtímastarfsemi
sem má bíða þar til við fáum hvíld
eftir álagstörn. Vandinn er sá að ef
álagið er endalaust og við erum
alltaf uppspennt á kostnað lang-
tímastarfsemi líkamans kemur það
að lokum niður á varna- og við-
haldskerfi okkar og við veikjumst.
Allt hefur sínar björtu hliðar.
Ein er sú að hugur og líkami
senda okkur ýmis skilaboð til að
vara okkur við að nóg sé komið af
spennuástandi og breytinga sé
þörf. Að finna fyrir einkennum
streitu, til dæmis vöðvaspennu,
höfuðverk, hækkuðum blóðþrýst-
ingi, svita, meltingartruflunum,
svefntruflunum, skipulagsleysi,
pirringi, óþolinmæði, einbeiting-
arskorti, verkkvíða eða lágu sjálfs-
mati gefur tilefni til þess að
staldra við og endurskoða vinnu-
umhverfi sitt, aðstæður, lífsstíl og
hugarfar. Best er þó að sinna for-
vörnum en ekki bara bregðast við
þegar líkami og sál eru farin að
kvarta og jafnvel láta undan álag-
inu eins og oft vill verða.
Lykilinn er að finna jafnvægi
milli krafna umhverfisins og getu
okkar til þess að ráða við þessar
kröfur, jafnvægi milli hugar og lík-
ama og jafnvægi milli einkalífs og
vinnu. Við þurfum að auka leikni
okkar til þess að ráða við álagið og
í æði mörgum tilvikum þurfum við
einfaldlega að minnka álagið. Við
þurfum að greina streituvaldana,
eða uppsprettu álags í umhverfi
okkar eða hugsun, þekkja viðbrögð
okkar við þeim og afleiðingarnar
sem þessi viðbrögð hafa. Því fjöl-
breyttari aðferðir sem við notum
til þess að mæta álagi því betra.
Má þar nefna, auk endurskoðunar
eða breytinga á kröfum umhverf-
isins (og kröfunum sem við gerum
til okkar sjálfra), hreyfingu og
slökun, betri sjálfsstjórn, tíma-
stjórnun, félagslegan stuðning á
vinnustað og í einkalífi, gefandi
tómstundir, hæfilegan svefn, heil-
brigt mataræði, reglubundið heil-
brigðiseftirlit og ráðgjöf fagfólks í
streitustjórnun, blandað slatta af
bjartsýni og æðruleysi. Það er
aldrei of seint að ná stjórn á
streituvöldunum í lífinu, breyta því
sem við getum breytt, sætta okkur
við það sem við getum ekki breytt
og auka leikni okkar í að greina
þarna á milli. Þannig náum við
betri stjórn á álaginu sem er æski-
legt til að krydda líf okkar og
störf, en getur ef rangt er haldið á
spilunum valdið veikindum og jafn-
vel dauða.
Álag – krydd
lífsins eða
dauðans alvara?
Eftir Steinunni I. Stefánsdóttur
Höfundur er ráðgjafi í viðskiptasálfræði
og streitustjórnun hjá Starfsleikni.is.
Í GREIN Hrefnu Haraldsdóttur
og Þorleifs Haukssonar frá 30. apríl
sl. er vakin athygli á því að ekki liggi
ljóst fyrir hvernig
aukaframlagi til efl-
ingar skamm-
tímavistunar fyrir
fatlaða í Reykjavík
hafi verið varið. Hér
á eftir mun ég gera
grein fyrir ráðstöfun
þessarar fjárveitingar á árinu 2002
og fyrirhugaðri ráðstöfun á árinu
2003.
Um er að ræða 25 milljóna kr.
framlag sem kom inn við þriðju um-
ræðu fjárlaga í árslok 2001. Fram-
lagið er til komið vegna aukinnar eft-
irspurnar eftir stuðningsúrræðum og
því að kostnaður ársins 2001 var
kominn fram úr áætlun. Nið-
urskurður á kostnaði og þjónustu var
því ekki vænleg leið til að rétta upp-
safnaðan og fyrirsjáanlegan halla af.
Á árinu 2002 voru þessir fjármunir
nýttir til að styrkja stuðnings-
fjölskyldur verulega, til styrkingar
skammtímavistana í Hólabergi 86 og
Víðihlíð 9 og til að fjármagna sér-
úrræði fyrir þrjá einstaklinga sem
ekki var önnur fjárveiting fyrir.
Þessi styrking og frekari úrræði
nema 27, 3 millj. á árinu 2002 sem
skiptist þannig að 14,8 millj. fóru til
stuðningsfjölskyldna og skammtíma-
vistana en afgangurinn eða 12,5 millj.
varið í önnur skammtímavistunar-
úrræði. Á árinu 2003 mun hluti af
þessum sértæku úrræðum ganga til
baka og því fer hluti af framlaginu í
rekstur Holtavegar 27 á þessu ári.
Það mun m.a leiða til betri nýtingar á
plássum og til fjölgunar á vist-
unardögum miðað við það sem raun-
in var á í skammtímavistuninni Víði-
hlíð 9. Einnig er vert að ítreka að
skammtímavistunarrými verða í
raun 5 í Holtavegi 27 þar sem 5. rým-
ið er skiptipláss í heimiliseiningunni.
Síðustu 2 rýmin verða síðan fyrir
langveik fötluð börn þar sem verið er
að leysa forgangsmál sem getur vart
talist gagnrýni vert. Rekstur skipti-
plássins verður einnig að hluta fjár-
magnað af ofangreindu framlagi.
Nú á ári fatlaðra er auk þess verið
að vinna að lausn á stuðnings-
úrræðum fyrir þau 13 fötluðu börn í
Reykjavík sem höfðu enga stuðn-
ingsþjónustu í lok apríl sl. Mun því
verða mætt bæði með fleiri stuðn-
ingsfjölskyldum og með viðbótar
vistunarúrræðum.
Skammtíma-
vistun fatlaðra –
ráðstöfun viðbót-
arframlags
Eftir Pál Pétursson
Höfundur er félagsmálaráðherra.
UNDIRRITAÐUR var formað-
ur Bandalags sjálfstæðra leikhúsa
(SL) þar til síðastliðið haust. Á
þeim vettvangi var
oft fjallað um þær
menningarpólitísku
áherslur sem koma
fram í fjárveit-
ingum stjórnvalda
hverju sinni. Í slík-
um umræðum er
óhjákvæmilegt að bera saman út-
gjaldaliði til að skoða menning-
arstefnu stjórnvalda. Þá er ekki
komist hjá því að ræða framlög til
einstakra aðila, eins og t.d. til
Þjóðleikhússins annars vegar og
sjálfstæðu leikhúsanna hins vegar.
Í þeim umræðum var aldrei fundið
að fjárveitingum til Þjóðleikhúss-
ins, heldur þvert á móti því haldið
á lofti hversu mikilvægu hlutverki
leikhús allra landsmanna á að
gegna. Í formannstíð minni í SL
setti ég aldrei fram skoðanir mínar
á því hvernig ég tel að Þjóðleik-
húsið eigi að rækja hlutverk sitt.
Þar sem ég er ekki lengur í for-
svari fyrir SL langar mig til að
gera hlutverk leikhússins að um-
ræðuefni.
Þjóðleikhúsið er flaggskip ís-
lenskrar leiklistar. Um það hlut-
verk ríkir víðtæk samstaða og til-
vist leikhússins er tryggð í lögum
og fjárlögum íslenska ríkisins
hverju sinni, sem gerir stöðu þess
eintaka. Það gefur leikhúsinu
tryggari rekstrarforsendur en öðr-
um leiklistarstofnunum, félögum
eða fyrirtækjum og sú staðreynd
leggur leikhúsinu ríkar skyldur á
herðar. Það skiptir máli hvernig
Þjóðleikhúsið hagar starfsemi sinni
og hvar áherslur í starfi þess
liggja. Þegar rætt er um hlutverk
leikhússins má draga fram ákveðin
meginsvið í rekstri þess og ætla ég
að víkja að nokkrum mikilvægum
þáttum.
Þjóðleikhúsið verður að standa
undir þeim væntingum sem rík-
isvaldið gerir til starfsemi þess. Þá
á ég ekki einungis við rekstrarlega
afkomu og lögbundið hlutverk,
heldur einnig listrænt vægi í sam-
félaginu. Ríkið hefur ákveðnar
væntingar til leikhússins, sem m.a.
endurspeglast í árangursstjórn-
unarsamningi frá árinu 1999, en
einnig í því hlutverki sem leikhúsið
á að gegna í að sinna gríð-
armiklum áhuga almennings á leik-
list og rækta hann af alúð.
Sú skylda leikhússins að sinna
almennum leikhúsáhuga lands-
manna kemur einnig fram í því
skilgreinda hlutverki, að það á að
flytja dreifðari byggðum landsins
leiklist atvinnumanna. Það skal
gert með leikferðum, sem hægt er
að útfæra með ýmsum hætti. Að
færa leiklist út um landið á ekki að
einskorðast við það að fara í leik-
ferðir með sýningar, sem hannaðar
eru fyrir leikhúsið við Hverfisgöt-
una. Leikhúsið á að setja upp leik-
sýningar sem sérstaklega eru ætl-
aðar til leikferða og þar getur
samstarf við ýmis sjálfstæð leikhús
verið góður kostur.
Starf Þjóðleikhússins á bæði að
vera framsækið og alþýðlegt í
senn. Í því felst að leikhúsið á að
vera í fararbroddi hvað varðar að
kynna til sögunnar ný ögrandi
verk og vinnuaðferðir, en bjóða á
sama tíma upp á álitlega vinsæl
verkefni, sem líkleg eru til að
njóta almennrar hylli. Þessar
áherslur gætu virst andstæðar og
ósættanlegar í rekstri sama leik-
hússins. Þær eru það þó ekki. Þar
kemur tvennt til; einstakur al-
mennur áhugi landsmanna á leik-
húsinu og framkvæmdageta Þjóð-
leikhússins í krafti fjármagns og
mannauðs.
Á tímum alþjóða-lágkúruvæð-
ingar á Þjóðleikhúsið að vera móð-
urstöð íslenskrar leikritunar. Ís-
lensk leikverk eiga að skipa í
öndvegi í verkefnaskrá leikhússins
hvert leikár. Til að þetta markmið
megi nást verður að búa til marg-
þætt kerfi hvatningar, skrifa, úr-
vinnslu, prófunar, breytinga og til-
rauna, þar sem leikhúsið leggur til
vettvanginn og þekkinguna á eðli
uppsetninga, en leikskáldin hug-
myndaríki sitt, sköpun og viljann
til að vinna á forsendum leiksviðs-
ins. Einnig mætti nefna möguleika
leikhússins til að vinna að tilrauna-
starfi ýmiskonar, þar sem lista-
menn væru að kanna frásagn-
arefni, ólíkar vinnuaðferðir og
frásagnarhátt.
Þjóðleikhúsið býr við einstakar
aðstæður hvað starfsmannahald
varðar. Ekkert annað leikhús hef-
ur yfir fjölmennari sveit hæfi-
leikafólks og listamanna að ráða.
Leikhúsið ætti á hverjum tíma að
leggja ríka áherslu á að hvetja
listamenn sína til aukins þroska og
þjálfunar og eitt af markmiðum
leikhússins ætti að vera að vinna
að stefnumiðaðri mannauðs-
stjórnun, þar sem starfshópum og
einstaklingum með ólík hlutverk
innan leikhússins væri sérstaklega
gaumur gefinn.
Að síðustu vil ég geta þess að
það felast gríðarmiklir möguleikar
fyrir Þjóðleikhúsið í samstarfi við
sjálfstæð leikhús og sviðslistahópa.
Allir sem fylgjast með leiklist vita
að margir listamenn leikhússins
hafa tekið þátt í fjölmörgum verk-
efnum og sýningum utan leikhúss-
ins og sjálfstætt starfandi lista-
menn eru mikilvægur hluti
starfshóps leikhússins. Þjóðleik-
húsið getur tekið þátt í fjöl-
breyttum verkefnum utan leik-
hússins, sem væru til þess fallin að
styrkja leiklistina í landinu al-
mennt, leikhúsunum til vegsauka
og leikhúsgestum til ánægju.
Hvert er hlutverk
Þjóðleikhússins?
Eftir Þórarin Eyfjörð
Höfundur er fyrrverandi formaður SL.
ÞORVALDUR Árnason lyfja-
fræðingur ritar grein í Morg-
unblaðið 13. maí sl. þar sem
hann telur á sig hallað í heil-
indum af framkvæmdastjórum
lyfsölukeðjanna tveggja, Lyfja
& heilsu hf. og Lyfju hf. Viðtal
við þá aðila birtist daginn eftir
að Þorvaldur lýsti yfir skoðun
sinni á lyfjadreifingarmálum í
Morgunblaðinu hinn 6. s.m. í til-
efni þess að hann opnaði nýtt
apótek við hlið Lyfja & heilsu í
Mjódd.
Í viðtalinu bendir Þorvaldur á
ýmislegt sem hann telur sýna
að tímabært sé að stjórnvöld
veiti honum aukið starfsöryggi
miðað við þær reglur sem í dag
gilda um samkeppni á lyfja-
markaði. Vitnar Þorvaldur af
því tilefni til samtals við vara-
mann í stjórn Lyfja & heilsu hf.
og á þar líklega við undirrit-
aðan. Í grein sinni rammar
hann inn umsögn sem viðkom-
andi aðili átti að hafa borið hon-
um. Ég vísa ávirðingum hans í
minn garð, sé ég varamaðurinn
sem hann vísar til, heim til föð-
urhúsanna og hef af þessu til-
efni fengið lögmenn mína til að
fara yfir málið og kanna hvort
grundvöllur sé fyrir meiðyrða-
máli á hendur Þorvaldi.
Rangfærslur Þorvaldar
Jón Þórðarson
Höfundur er lyfsöluleyfishafi í
Lyfjum & heilsu í Mjódd.
MIÐVIKUDAGINN 7. maí síðastliðinn var gengið frá endurskoðun
úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Stúdentaráð, undir
forystu Vöku, leiddi viðræðurnar fyrir hönd háskólastúdenta. Árang-
urinn í ár er sambærilegur við þann sem náðist síðast-
liðið vor en þá fékkst meiri hækkun en síðustu 11 ár
þar á undan, þegar Vaka sat í minnihluta. Ef ráðstöf-
unartekjur námsmanna á mánuði eru skoðaðar frá því
að Vaka tók við forystu í Stúdentaráði í fyrra kemur í
ljós að þær hafa hækkað um tólf þúsund krónur.
Sá árangur sem náðist í ár er að grunnframfærsla á
mánuði hækkaði um tvö þúsund krónur og er nú 77.500
krónur. Þetta er hækkun umfram verðbólguspá fyrir
næsta ár og heldur því grunnframfærslan í við verðlag
og gott betur. Frítekjumarkið hækkaði úr 280 þúsund í
300 þúsund krónur og skerðingarhlutfallið lækkaði úr
40% í 35%.
Þá náðust þær breytingar fram að nú er sérstaklega
tekið tillit til stúdenta sem búa hjá efnalitlum foreldrum
og fá þeir óskert lán. Fimm ára reglunni var breytt,
þannig að nú geta stúdentar fengið lán í 6 ár, í stað 5
áður, ef þeir ljúka sínu öðru lokaprófi í lánshæfu námi á
árinu. Þetta kemur þeim vel sem ljúka tveimur gráðum,
hafa til dæmis lokið iðnámi áður en þeir hófu há-
skólanám.
Yfir 90% lánþega eru með hærri tekjur en 300.000 og það er því
staðreynd að aðeins lítill hluti lánþega fær óskert lán. Stúdentar sem
vinna með námi eru þeir sem mest þurfa á aukatekjum að halda. Þess
vegna er nauðsynlegt að sporna við þeim þáttum í kerfi lánasjóðsins
sem refsa stúdentum fyrir sjálfsbjargarviðleitni. Lækkun skerðing-
arhlutfallsins er skref í rétta átt sem mun nýtast langflestum stúd-
entum.
Lækkun skerðingarhlutfallsins og hækkun frítekjumarksins er í
samræmi við áherslur Vöku í lánasjóðsmálum og við fögnum þeim ár-
angri sem náðist ár. Stúdentar gengu að samningaborðinu vel und-
irbúnir og með skýr markmið að leiðarljósi. Þó er enn mikið verk
óunnið við að bæta kjör stúdenta og mun forysta Vöku í Stúdentaráði
halda ótrauð áfram.
Veruleg hækkun
námslána í tíð Vöku
Eftir Ingunni Guðbrandsdóttir og Jarþrúði Ásmundsdóttur
Ingunn er fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN og Jarþrúður
er formaður lánasjóðsnefndar Stúdentaráðs.
Jarþrúður
Ásmundsdóttir
Ingunn Guð-
brandsdóttir