Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MYRKRAVÍK eða Dark-ness Falls er hryllings-mynd af gamla skól-anum, en slíkar myndir eru að koma fram um þessar mundir (sjá t.d. Kofakvillinn (Cabin Fever) eftir Eli Roth, sem sló í gegn á kvik- myndahátíðinni í Toronto á dög- unum). Blaðamaður hringdi í aðal- leikara Myrkravíkur, hinn unga Chaney Kley, en þetta er fyrsta kvikmyndin sem hann leikur í. – Til hamingju með myndina. „Takk kærlega fyrir.“ – Þú gætir kannski sagt mér að- eins frá sjálfum þér? Þetta er fyrsta myndin þín, er það ekki? „Jú, þetta er fyrsta aðalhlutverkið mitt í mynd. En að vísu er þetta önn- ur myndin sem ég leik í. Ég fór með hlutverk í Lögleg ljóska en hafnaði því miður á klippiborðinu að lokum!“ En Myrkravík hefur þá vænt- anlega verið hvalreki? „Algerlega. Þetta fór eiginlega á sömu leið og þegar ég var í leikhús- inu. Ég var í leikhóp í háskólanum og eftir skóla fluttist ég til Chicago. Þar fékk ég aðalhlutverk í leikriti – í fyrsta skipti – og vann í kjölfarið Joseph Jefferson-verðlaunin sem eru virtustu leikaraverðlaunin í Chicago. Þannig að svona hefur þetta verið hjá mér. Risastökk við og við.“ Og hvernig fer það í ungan og efnilegan leikarann? „Þetta er vissulega stressandi. Þarna þurfti ég allt í einu að bera heila mynd á bakinu. En þetta er það sem ég hef alltaf stefnt að. Maður ætti því að fara varlega í það hvers maður óskar sér. Óskin getur ræst!“ Frá Hollywood til jaðarsins Og fyrsta aðalhlutverkið er í hryll- ingsmynd. Hvernig tilfinning er það? „Ég er nú ekki mikill aðdáandi hryllingsmynda viðurkenni ég. Mér finnst nógu ógnvænlegt að vera í þessu leikarapuði (hlær). Þannig að þetta var pínu skrýtið. En þetta var mikil áskorun og ég var það hrædd- ur og taugatrekktur að það flaut út í leikinn. Þannig að ég þurfti ekki að reyna það mikið á mig! En maður lærði alveg rosalega mikið um kvik- myndagerð með því að taka þátt í þessu ferli. Reynslan er góð og sömuleiðis hjá Jonathan (Liebes- man) en þetta var fyrsta leikstjórn- arverkefnið hans“ Næsta verkefni þitt er hins vegar óháð, „lítil“ mynd sem heitir Skinn- hesturinn (The Skin Horse). Það hlýtur að vera dálítið önnur reynsla? „Jú, vinnan við hana og Myrkra- vík var á margan hátt mjög ólík. Eitt af því eru t.d. peningarnir. Ég fékk fullt af peningum fyrir Myrkravík en lágmarkslaun leikara fyrir Skinn- hestinn. Og sú reynsla var alveg frábær, þarna vann maður með fólki sem gerði þetta vegna ástar sinnar á list- inni.“ Hverjar eru vonir þínar í framtíð- inni sem leikari? „Ég held að ef maður ætlar að lifa af þessu þurfi maður að fara bil beggja – leika í listrænum myndum sem markaðsvænum. Frumástæða þess að ég fór í leiklist var af hreinni, listrænni þörf. Og mig langar til að lifa af list minni. En síðan eru auðvit- að til markaðsmyndir sem ná því að vera listrænar – t.d. Matrix.“ Hvað er svo á döfinni hjá þér? „Við erum svona að skoða næstu skref. Það eru ýmis tilboð á borðinu og við þurfum að taka ákvarðanir um hvað skal gera. Ætti ég að vera áfram aðal eða ætti ég að takast á við sterk aukahlutverk? Það er sem sagt ýmislegt í stöðunni og við viljum vanda okkur.“ Chaney Kley leikur aðalhlutverkið í Myrkravík Chaney Kley í hlutverki sínu í Myrkravík. „Alveg dauðhræddur“ arnart@mbl.is Bobby Donnel og aðrar persónur úr Lögfræðistofunni (The Practice) eru landsmönnum vel kunnir. Nú er útlit fyrir að sex af níu aðalleikurum þáttanna hafi sagt við þá skilið. Með- al annars hverfa þau Dylan McDer- mott og Lara Flynn Boyle á braut, en ein aðalorsökin virðist vera launalækkun sem varð í kjölfar minnkandi áhorfs þáttanna. ... Góð- mennið David Gilmour, gít- arleikari Pink Floyd gaf á dög- unum jafnvirði hátt í hálfs millj- arðs króna til góðgerðarfélags sem veitir heim- ilislausum og öðr- um á Lundúnasvæðinu sem halloka standa húsaskjól. Góðgerðarverk- efnið hefur það að markmiði meðal annars að leyfa lágtekjufólki að búa í miðju Lundúna, þar sem ofurhátt fasteignaverð hefur rekið flesta venjulega launamenn út í út- hverfin …Marcus Chong sem fór með hlutverk Tank í fyrstu Matrix- kvikmyndinni hefur höfðað mál á hendur framleiðendum þríleiksins fyrir samningsbrot og rógburð. Í lok fyrstu myndarinnar virðist hann hafa lifað af, en í Matrix - End- urhlaðið kemur fram að hann hafi látið lífið. Eitthvað virðist vera á reiki hvers vegna Chong var látinn fjúka, en hitt er víst að aðdáendur eru margir nokkuð ósáttir. FÓLK Ífréttum Sýnd kl. 6. Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. Sýnd kl. 8 og 10.05. B.i.14. Sýnd kl. 10. B.i.12 ára. Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 11. B. i. 12 ára. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.  KVIKMYNDIR.COM Kvikmyndir.is SV MBLHK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI / AKUREYRI Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. KRINGLAN Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK KVIKMYNDIR.COM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.