Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MYRKRAVÍK eða Dark-ness Falls er hryllings-mynd af gamla skól-anum, en slíkar myndir
eru að koma fram um þessar mundir
(sjá t.d. Kofakvillinn (Cabin Fever)
eftir Eli Roth, sem sló í gegn á kvik-
myndahátíðinni í Toronto á dög-
unum). Blaðamaður hringdi í aðal-
leikara Myrkravíkur, hinn unga
Chaney Kley, en þetta er fyrsta
kvikmyndin sem hann leikur í.
– Til hamingju með myndina.
„Takk kærlega fyrir.“
– Þú gætir kannski sagt mér að-
eins frá sjálfum þér? Þetta er fyrsta
myndin þín, er það ekki?
„Jú, þetta er fyrsta aðalhlutverkið
mitt í mynd. En að vísu er þetta önn-
ur myndin sem ég leik í. Ég fór með
hlutverk í Lögleg ljóska en hafnaði
því miður á klippiborðinu að lokum!“
En Myrkravík hefur þá vænt-
anlega verið hvalreki?
„Algerlega. Þetta fór eiginlega á
sömu leið og þegar ég var í leikhús-
inu. Ég var í leikhóp í háskólanum
og eftir skóla fluttist ég til Chicago.
Þar fékk ég aðalhlutverk í leikriti – í
fyrsta skipti – og vann í kjölfarið
Joseph Jefferson-verðlaunin sem
eru virtustu leikaraverðlaunin í
Chicago. Þannig að svona hefur
þetta verið hjá mér. Risastökk við og
við.“
Og hvernig fer það í ungan og
efnilegan leikarann?
„Þetta er vissulega stressandi.
Þarna þurfti ég allt í einu að bera
heila mynd á bakinu. En þetta er það
sem ég hef alltaf stefnt að. Maður
ætti því að fara varlega í það hvers
maður óskar sér. Óskin getur ræst!“
Frá Hollywood til jaðarsins
Og fyrsta aðalhlutverkið er í hryll-
ingsmynd. Hvernig tilfinning er
það?
„Ég er nú ekki mikill aðdáandi
hryllingsmynda viðurkenni ég. Mér
finnst nógu ógnvænlegt að vera í
þessu leikarapuði (hlær). Þannig að
þetta var pínu skrýtið. En þetta var
mikil áskorun og ég var það hrædd-
ur og taugatrekktur að það flaut út í
leikinn. Þannig að ég þurfti ekki að
reyna það mikið á mig! En maður
lærði alveg rosalega mikið um kvik-
myndagerð með því að taka þátt í
þessu ferli. Reynslan er góð og
sömuleiðis hjá Jonathan (Liebes-
man) en þetta var fyrsta leikstjórn-
arverkefnið hans“
Næsta verkefni þitt er hins vegar
óháð, „lítil“ mynd sem heitir Skinn-
hesturinn (The Skin Horse). Það
hlýtur að vera dálítið önnur reynsla?
„Jú, vinnan við hana og Myrkra-
vík var á margan hátt mjög ólík. Eitt
af því eru t.d. peningarnir. Ég fékk
fullt af peningum fyrir Myrkravík en
lágmarkslaun leikara fyrir Skinn-
hestinn.
Og sú reynsla var alveg frábær,
þarna vann maður með fólki sem
gerði þetta vegna ástar sinnar á list-
inni.“
Hverjar eru vonir þínar í framtíð-
inni sem leikari?
„Ég held að ef maður ætlar að lifa
af þessu þurfi maður að fara bil
beggja – leika í listrænum myndum
sem markaðsvænum. Frumástæða
þess að ég fór í leiklist var af hreinni,
listrænni þörf. Og mig langar til að
lifa af list minni. En síðan eru auðvit-
að til markaðsmyndir sem ná því að
vera listrænar – t.d. Matrix.“
Hvað er svo á döfinni hjá þér?
„Við erum svona að skoða næstu
skref. Það eru ýmis tilboð á borðinu
og við þurfum að taka ákvarðanir um
hvað skal gera. Ætti ég að vera
áfram aðal eða ætti ég að takast á við
sterk aukahlutverk? Það er sem sagt
ýmislegt í stöðunni og við viljum
vanda okkur.“
Chaney Kley leikur aðalhlutverkið í Myrkravík
Chaney Kley í hlutverki sínu í Myrkravík.
„Alveg dauðhræddur“
arnart@mbl.is
Bobby Donnel og aðrar persónur úr
Lögfræðistofunni (The Practice)
eru landsmönnum vel kunnir. Nú er
útlit fyrir að sex af níu aðalleikurum
þáttanna hafi sagt við þá skilið. Með-
al annars hverfa þau Dylan McDer-
mott og Lara Flynn Boyle á braut,
en ein aðalorsökin virðist vera
launalækkun sem varð í kjölfar
minnkandi áhorfs þáttanna. ... Góð-
mennið David
Gilmour, gít-
arleikari Pink
Floyd gaf á dög-
unum jafnvirði
hátt í hálfs millj-
arðs króna til
góðgerðarfélags
sem veitir heim-
ilislausum og öðr-
um á Lundúnasvæðinu sem halloka
standa húsaskjól. Góðgerðarverk-
efnið hefur það að markmiði meðal
annars að leyfa lágtekjufólki að búa í
miðju Lundúna, þar sem ofurhátt
fasteignaverð hefur rekið flesta
venjulega launamenn út í út-
hverfin …Marcus Chong sem fór
með hlutverk Tank í fyrstu Matrix-
kvikmyndinni hefur höfðað mál á
hendur framleiðendum þríleiksins
fyrir samningsbrot og rógburð. Í lok
fyrstu myndarinnar virðist hann
hafa lifað af, en í Matrix - End-
urhlaðið kemur fram að hann hafi
látið lífið. Eitthvað virðist vera á
reiki hvers vegna Chong var látinn
fjúka, en hitt er víst að aðdáendur
eru margir nokkuð ósáttir.
FÓLK Ífréttum
Sýnd kl. 6.
Frábær
rómantísk
gamanmynd
sem hefur
allstaðar
slegið
í gegn.
Sýnd kl. 8 og 10.05. B.i.14. Sýnd kl. 10. B.i.12 ára.
Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 11. B. i. 12 ára.
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
KVIKMYNDIR.COM Kvikmyndir.is
SV MBLHK DV
SG Rás 2
Radio X
ÞÞ Frétta-
blaðið
ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 6.
ÁLFABAKKI / AKUREYRI
Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6. Íslenskt tal.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8.
KEFLAVÍK
KVIKMYNDIR.COM