Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 16
ERLENT
16 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
TALIÐ er að félagar í sellu al-
Qaeda hryðjuverkasamtakanna
hafi flúið land skömmu áður en
gerðar voru mannskæðar árásir í
Riyadh í Sádi-Arabíu í liðinni viku.
Hugsanlegt er talið að mennirnir
hafi flúið til Bandaríkjanna og
Evrópu.
Af þessum sökum óttast sádi-
arabískir og bandarískir embætt-
ismenn að al-Qaeda láti brátt til
sín taka á ný gegn bandarískum
skotmörkum. Þær árásir kunni að
verða gerðar í Bandaríkjunum eða
gegn bandarískum skotmörkum
erlendis.
Háttsettur sádi-arabískur emb-
ættismaður greindi frá þessu á
þriðjudag en hann hefur aðgang
að leyniþjónustuupplýsingum
bæði frá Sádi-Arabíu og Banda-
ríkjunum. Hann sagði jafnframt
að hleranir og aðrar þær aðferðir
sem leyniþjónustustofnanir beittu
hefðu leitt í ljós að verulegar líkur
væru á því að al-Qaeda léti brátt til
sín taka á ný. Slík árás kynni að
vera yfirvofandi. Hleranir hefðu
leitt í ljós boðskipti sem minntu
um flest á þau sem hleruð voru áð-
ur en hryðjuverkamenn létu til
skarar skríða gegn vestur-
landabúum í Riyadh í liðinni viku.
Embættismaðurinn sagði enn
fremur að þrír hópar hryðjuverka-
manna, hið minnsta, hefðu verið
starfandi í Sádi-Arabíu fyrir
hryðjuverkin í liðinni viku, á að
giska 50 hryðjuverkamenn. Hann
viðurkenndi að stuðningsmenn al-
Qaeda í landinu væru mun fleiri og
eru bandarískir embættismenn
sama sinnis. „Mat okkar er ekki
það að hér sé að finna þúsundir
virkra félaga í al-Qaeda en við telj-
um að hóparnir hér séu fleiri en
einn og fleiri en tveir,“ sagði hátt-
settur bandarískur embættismað-
ur á þriðjudag.
Yfirvöld í Sádi-Arabíu fyrirskip-
uðu þann 6. þessa mánaðar árás á
hús eitt í Riyadh þar sem talið var
að al-Qaeda-liðar héldu til. Þar
fundust vopn og skjöl af ýmsum
toga. Eftir árásina voru birtar
myndir af 19 eftirlýstum hryðju-
verkamönnum. Talið er að níu
þeirra hafi fórnað lífi sínu í árás-
unum í Riyadh í síðustu viku. Að-
eins hefur tekist að bera kennsl á
þrjá þeirra með DNA-greiningum
á líkamsleifum. Talið er að menn-
irnir sem ekki tóku þátt í árásinni
hafi flúið land.
Sádi-arabíski embættismaður-
inn sagði að þremur dögum fyrir
árásina hefðu skyndilega ekki
fengist greind nein samskipti á
milli félaga í hryðjuverkahópnum.
Þá hefðu embættismenn talið víst
að árás væri yfirvofandi þrátt fyrir
að ógerlegt hefði verið að geta sér
til um hvar og hvenær yrði látið til
skarar skríða.
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu og
Bandaríkjunum leggja nú ríka
áherslu á samvinnu á sviði hryðju-
verkavarna. Einkum er Sádi-
Aröbum umhugað um að sýna
samstarfsvilja en í Bandaríkjun-
um hefur því mjög verið haldið á
loft að flestir hryðjuverkamann-
anna sem réðust á Bandaríkin 11.
september 2001 voru Sádi-Arabar.
Tók fulltrúadeildarþingmaðurinn
Dick Gephardt, sem ólíkt Dean
studdi árásina á Írak, í sama streng
hvað þetta varðar. „Forsetinn er allt-
af að segja okkur að við munum ráða
niðurlögum þeirra [hryðjuverka-
mannanna]. Jæja, en það virðist bara
ekki vera raunin,“ sagði Gephardt og
vísaði þar til árásanna í Sádí-Arabíu
og Marokkó.
Fum og fát í stað losts og ótta
Fjarverandi á fundinum í Iowa
voru tveir þungaviktarframbjóðend-
ur, öldungadeildarþingmennirnir Joe
Lieberman og John Kerry. Lieber-
man, sem var meðal stuðningsmanna
herfararinnar í Írak, skrifaði grein í
The Boston Globe á mánudag og
gagnrýndi þar Bush fyrir framgang
mála í Írak nú þegar hernaðarátök-
um væri lokið. „Í Írak hefur fum og
fát tekið við af losti og ótta,“ sagði
Lieberman og lék sér þar með hug-
tak, sem embættismenn Bandaríkja-
stjórnar notuðu á fyrstu dögum
stríðsins í Írak.
„Al-Qaeda hætti aldrei starfsemi
[ …] og ég held að sigurgleði núver-
DEMÓKRATAR í Bandaríkjunum
hafa nú tekið að gagnrýna George W.
Bush forseta vegna framgöngu hans í
baráttunni gegn hryðjuverkum í kjöl-
far hryðjuverkaárásanna í Riyadh í
Sádi-Arabíu og Casablanca í Mar-
okkó í síðustu viku. Þeir telja árás-
irnar sýna að Bush hafi verið of fljót-
ur á sér að afskrifa al-Qaeda-hryðju-
verkasamtökin, að Bandaríkjunum
stafi enn mikil ógn af útsendurum
þeirra og að stríðið í Írak hafi gert
það að verkum að Bandaríkjastjórn
vanrækti það verkefni sitt að upp-
ræta al-Qaeda.
Gagnrýni demókrata á hendur
Bush er til marks um það hversu vika
getur verið langur tími í stjórnmál-
um. Margir hafa nefnilega talið að
framganga forsetans í baráttunni
gegn hryðjuverkum yrði hans sterk-
asta tromp í baráttu fyrir endurkjöri,
en forsetakosningar eiga að fara fram
í Bandaríkjunum haustið 2004. Enn
er reyndar líklegt að svo verði en um
helgina gerðist það engu að síður að
flestir demókratanna níu, sem sækj-
ast eftir útnefningu Demókrata-
flokksins vegna forsetakosninganna
á næsta ári, tóku sig til og gagnrýndu
forsetann fyrir framgöngu hans í
þjóðaröryggismálum.
Höfðu frambjóðendurnir níu þó
varað sig á því fram að þessu að gagn-
rýna forsetann á þessum forsendum
og hafa demókratar raunar átt í
nokkrum vandræðum með að veita
Bush pólitíska skráveifu hvað þessi
mál varðar.
Í ljósi nýjustu tíðinda segja frétta-
skýrendur hins vegar að Bush hafi
hugsanlega gefið færi á sér með um-
mælum sem hann lét falla snemma í
þessum mánuði er hann sagði liðs-
menn al-Qaeda á hröðum flótta.
„Eins og staðan er núna þá er um það
bil helmingur allra hæst settu liðs-
manna al-Qaeda annaðhvort dauður
eða í fangelsi. Hvort heldur sem er,
þá eru þeir ekki lengur til ama,“ sagði
Bush.
Skömmu síðar sýndu hryðjuverka-
mennirnir hins vegar að þeir eru eng-
an veginn dauðir úr öllum æðum: 34
biðu bana í sprengjutilræðunum í
Sádí-Arabíu 12. maí sl. og 29 óbreytt-
ir borgarar féllu í árásinni í Marokkó
sl. föstudag.
„Hvar er bin Laden?“
Sjö af níu frambjóðendum vegna
forvals Demókrataflokksins mættu á
fund sem verkalýðsfélög í Des Moin-
es í Iowa-ríki héldu sl. sunnudag. Öld-
ungadeildarþingmaðurinn Bob Grah-
am gagnrýndi þar Bush og ráðgjafa
hans m.a. fyrir að hafa vanrækt að
huga að hættunni, sem stafaði af al-
Qaeda, og sagði að í staðinn hefðu
þeir einbeitt sér að því að koma Sadd-
am Hussein frá í Írak.
„Við leyfðum al-Qaeda að sleppa úr
klónni,“ sagði Graham en hann var
áður formaður valdamikillar þing-
nefndar um málefni leyniþjónustunn-
ar. „Við höfðum þjarmað svo að þeim
að hrun blasti við en síðan fórum við
að beina kröftum okkar frá Afganist-
an og Pakistan til að geta háð stríðið í
Írak. Við leyfðum þeim [al-Qaeda-
samtökunum] að ná vopnum sínum á
ný.“
„Hvar er [Osama] bin Laden?“
spurði blökkuleiðtoginn Al Sharpton
á fundinum. „Herra Bush verður ekki
gerður ábyrgur fyrir týndu fólki í rík-
isstjórn undir minni stjórn. Hann
getur ekki fundið bin Laden. Við vit-
um ekki hvort [Saddam] Hussein er
dauður eða á lífi, og við getum ekki
fundið gereyðingarvopnin [sem full-
yrt var að Írakar byggju yfir],“ sagði
Sharpton enn fremur.
Howard Dean, fyrrverandi ríkis-
stjóri í Vermont, sagði stríðið í Írak
hins vegar hafa verið útúrdúr sem
ekki hefði orðið til þess að tryggja
betur öryggi bandarískra borgara.
andi ráðamanna, ummæli forsetans
og annarra um að al-Qaeda sé að
þrotum komið, hafi verið úr takti við
allan raunveruleika,“ sagði John
Kerry hins vegar í sjónvarpsþættin-
um Meet the Press á NBC-sjón-
varpsstöðinni sl. sunnudag. „Það sem
gerðist er þetta: við leystum bý-
flugnabúið upp, en við drápum ekki
býflugurnar og við höfum sannarlega
ekki drepið býflugudrottninguna,“
sagði Kerry.
The Washington Post birti skoð-
anakönnun 4. maí sl. sem sýndi að
enginn þeirra níu demókrata, sem
vilja fá að etja kappi við Bush í for-
setakosningunum á næsta ári, hefði
átt nokkra möguleika gegn forsetan-
um ef gengið hefði verið til kosninga
þá. Sýndi könnunin að Bush myndi
vinna öruggan sigur á jafnvel þeim
þremur, sem þykja líklegastir til að
hljóta útnefninguna; Lieberman,
Kerry og Gephardt.
Dennis Goldford, prófessor í
stjórnmálafræði við Duke-háskóla,
sagði hins vegar í samtali við Assoc-
iated Press um helgina að svo virtist
sem demókratar væru loksins að ná
vopnum sínum í viðureigninni við
Bush. Þeir hefðu til þessa lagt mesta
áherslu á innanríkismál en gagnrýni
þeirra um helgina sýndi kjósendum
að þjóðaröryggismál skiptu þá engu
minna máli en forsetann. Gefur þróun
mála, er varðar aðdraganda forseta-
kosninga í Bandaríkjunum, alltént til
kynna að baráttan gegn hryðjuverk-
um og stríðið í Írak muni setji mark
sitt á forsetakosningarnar 2004.
Reuters
George W. Bush flytur vikulegt útvarpsávarp sitt til bandarísku þjóðarinnar sl. laugardag. Þar endurtók hann að
meira en helmingur hæst settu liðsmanna al-Qaeda hefðu verið handsamaðir eða drepnir.
Segja Bush
hafa vanmet-
ið al-Qaeda
Demókratar gagnrýna forsetann
í kjölfar nýrra hryðjuverka
Washington, Des Moines í Iowa. AFP.
’ Í Írak hefur fumog fát tekið við af
losti og ótta. ‘
Flúðu hryðju-
verkamenn til
Vesturlanda?
Riyadh. The Washington Post.