Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Erfisdrykkjur
Persónuleg
þjónusta
fagmanna
Breiðholtsbakarí
V e i s l u þ j ó n u s t a
Drafnarfel l i – s ími 557 4513
Elsku besta tengda-
móðir mín er farin. Það
er sárt til þess að hugsa
að hún sé ekki lengur
meðal okkar, komi ekki oftar í heim-
sókn til okkar til Danmerkur eða við
fáum ekki að heyra röddina hennar í
síma. Við eigum óteljandi og yndisleg-
ar minningar sem eiga eftir að hjálpa
okkur í sorginni og ylja okkur um
hjartarætur í framtíðinni.
Elsku Emil og dætur, Krissi, Kolla,
Maja, Halli og fjölskyldur, megi Guð
styrkja ykkur.
Sigríður Böðvarsdóttir.
Elsku hjartans englarnir mínir, er
það fyrsta sem kemur upp í hugann
þegar við hugsum um hana ömmu
okkar. Kossarnir og heitt og þétt
faðmlag sem virtist geta læknað öll
heimsins mein. Það er erfitt að sjá á
eftir þér, amma mín, þó að þú hafir
búið okkur undir þessa erfiðu stund.
Sú ást og hlýja sem þú veittir okkur
mun lifa í hjörtum okkar um alla tíð
og minningarnar um þig draga fram
bros og gleði hjá öllum sem fengu að
njóta nærveru þinnar.
Þú varst amman sem gast allt og
gerðir allt. Þú lékst við okkur frá því
við fórum að muna eftir okkur allt þar
til urðum fullorðnir menn og þá
tókstu þátt í öllu sem við vorum að
gera. Hvort sem okkur gekk vel eða
illa vildirðu alltaf vera með okkur og
leggja þitt af mörkum.
Þú gerðir aldrei aðra kröfu til okk-
ar en að vera gott fólk og það ætlum
við að reyna að vera.
Það er gott að hugsa til þín nú hjá
afa og Barða frænda.
Elsku amma, við viljum kveðja þig í
hinsta sinn og segja takk fyrir allt og
allt. Gjöf þín til okkar mun lifa með
okkur.
Hermann Örn og Guðmundur
Rúnar Kristjánssynir.
Við systurnar kveðjum nú ástkæra
ömmu okkar með söknuði. Hetjulegri
baráttu við erfiðan sjúkdóm er lokið.
Við erum afar þakklátar fyrir þá
ómældu ást og hlýju sem hún gaf okk-
ur og falleg orð sem hún sparaði svo
sannarlega ekki á samverustundum.
Hún var einstök að þessu leyti, það
geislaði hreinlega af henni velvild og
hlýhugur í garð annarra og það var
gott að vera í návist hennar.
Ella amma sýndi ótrúlegan styrk
og æðruleysi síðustu stundir lífs síns,
og á erfiðri kveðjustund á Landspít-
alanum hughreysti hún okkur, bað
fyrir kveðju til fólksins okkar og ósk-
aði þess að við myndum umfram allt
njóta lífsins. Svona var Ella amma,
það vitum við sem hana þekktum.
Blessuð sé minning elsku ömmu,
hún mun lifa í hjarta okkar um
ókomna framtíð.
Hildur og Kristín.
ELÍN
GUÐJÓNSDÓTTIR
✝ Elín Guðjóns-dóttir fæddist á
Hólmavík 18. júní
1931. Hún lést á
kvennadeild Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúss við
Hringbraut 10. maí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Bústaðakirkju
16. maí.
Elsku systir, þú ert
hetja, ég er stolt af þér.
Ég kom klökk af tilfinn-
ingu heim, eftir að ég
kom til þín á sjúkrahús-
ið. Þú áttir svo mikinn
kjark, þú áttir orku, þú
áttir góðvild og trú og
umfram allt kærleika til
allra – til lífsins.
Nú þegar ég lít yfir
liðna ævi okkar sé ég, að
strax sem ung stúlka
mættirðu lífinu með
djörfung, þú hikaðir
aldrei, því þú fannst, að
það góða í huga þínum
réð alltaf ferðinni. Ég veit að margt
kom fyrir þig sem reyndi á tilfinn-
ingalíf þitt, og þú hafðir þroska til að
standa heil. Það er svo ótal margt,
sem ég vildi segja. Þú varst litla systir
mín sem ég elskaði en ert fyrir löngu
orðin stóra systirin, sem ég elskaði
jafnmikið og átti fyrir vin.
Ég bið algóðan Guð að blessa minn-
ingu þína.
Bænir og kveðjur sendi ég ástvin-
um öllum.
Guð veri með ykkur.
Ólöf Ragnheiður Guðjónsdóttir
(Lalla systir).
Elín kom níu ára norðan af Strönd-
um, yngst í stórum hópi barna ein-
stæðrar ekkju, sem reisti heimili sitt
við Lindargötu á mótum kreppu- og
stríðsára og vann hörðum höndum við
að bægja frá þeim skorti og koma
þeim til manns í dugnaði, ráðvendni
og skyldurækni við fjölskyldu, vini og
samfélag. Elín sýndi brátt, að hún bar
í sér alla kosti ættar sinnar og upp-
runa: hlý og kærleiksrík í viðmóti,
fjölgáfuð, verklagin, verkhyggin og
listfeng, svo að allt lék í höndum
hennar, og búin bestu félagslegu
kostum til samvinnu jafnt sem leið-
sagnar. Að öllu atgervi og skapandi
kröftum óskertum hefur hún nú verið
hrifin úr faðmi fjölskyldu og kærra
vina og er hennar því afar sárt sakn-
að.
Frá bernsku- og unglingsárunum
tengdist hún okkur afar nánum vin-
áttuböndum, fyrst Rósu Guðmunds-
dóttur í leikjum við Lindargötuna, og
var hvorri allt frjálst og jafnt eins og
heima hjá hinni. Þaðan var stutt í
Austurbæjarskólann okkar kæra, þar
sem Soffía (Stella) Haraldsdóttir varð
bekkjarsystir hennar. Með unglings-
árunum færðumst við stöllurnar
þrjár yfir í Ingimarsskólann, svo að
Lindargatan varð aftur þungamiðja
æskuglaðra athafna hópsins, og þar
bættist Margrét (Hjartar) Björns-
dóttir í þennan nátengda hóp. Veitti
skólinn og félagslífið í frábærlega
samhentum árgangi ótrúlega rúma
útrás fyrir krafta og þrár í söng, leik,
dansi og öðrum félagsathöfnum, þrátt
fyrir þrengsli og óhæga aðstöðu.
Blómstraði Elín fagurlega í þeirri
ljúfu önn og varð í varanlegri forustu-
sveit þessa rómaða árgangs, sem
meðal annars fóstraði Öskubuskur,
sem Magga var ómissandi hluti af, og
síðar hélt reglulega upp á útskriftar-
afmæli sín. Var hún ætíð mikill sam-
kvæmissegull og veitul og rausnarleg
heim að sækja.
Utan þessa markaða baugs, og
þegar sumarið kom yfir sæinn, veitt-
ist frelsi til gönguferða yfir holt og
grundir og til grannbæja. Með stríð-
inu varð rúmt um atvinnu, jafnvel hin-
um yngstu, og fylgdu því aukin færi til
ferða og lystisemda. Var rómantíkin
þá skammt undan og svermur pilta að
stíga í vængina, enda varð nokkuð
jafnsnemma, að við bundumst hver
sínum og máttum þá til með að stofna
saumaklúbb. Bættust þá við vinkon-
urnar úr Kvennaskóla: Erla eldri
systir Stellu, Sólveig Jónsdóttir og
Guðrún (Dídí) Högnadóttir. Þótti
okkur klúbburinn bera af flestum öðr-
um og varð hann umgjörð ferðaævin-
týra og hjónasamkvæma, en svo mun
fleirum um sinn þykja. En „sorgin
gleymir engum“, og féll Erla frá 1973
og Margrét 1993.
Guðmundur Hagalín (Haddi), mað-
ur Elínar, gerðist framtakssamur at-
hafna- og kaupmaður, víkingur í lund,
enda félagi í Víkingi, veitull og veislu-
glaður. Reksturinn gekk stundum
skrykkjótt framan af, enda háður
höftum, hátollum og lánsfjárskorti, og
þá ekki ætíð áhyggju- eða áfallalaust,
og reyndi þá á kjark og úrræði Elínar,
en stærst hetja reyndist hún við
ótímabært fráfall hans 1974 og síðar
sviplegan missi sonar þeirra, Barða,
1987. Lagni hennar og listfengi gerði
henni fært að taka sér fram um þjón-
ustu eins og að útbúa veisluföng, reka
gistiheimili hér heima og í Kaup-
mannahöfn, stunda postulínsmálun
og halda námskeið í þeirri listgrein.
Frægur var forðum sigur hennar í
Pillsbury-keppni í tertubakstri, en þá
vissi Haddi fyrirfram, að vinningsferð
þeirra mundi í vændum, enda voru
veisluborð hennar víðfræg um heimili
höfuðstaðarins. Mest var þó um vert,
að heimili þeirra við Básenda var ást-
ríkt fjölskylduhreiður og vinsæll
griðastaður vinafólks og félaga í sam-
tökum, sem hún helgaði krafta sína.
Í rúma tvo áratugi hefur Elín verið
í friðarhöfn hjónabands með Emil
Hjartarsyni húsgagnameistara. Hef-
ur heimili þeirra verið rómað fyrir
myndarskap, listfengan búnað og
rausn, og þar fékk Elín vel mótað
svigrúm fyrir hugðarefni sín. Má slík-
an hjúskap kenna við úrvinnslu á lífs-
reynslu, fögrum minningum og þjón-
ustu við ungviði beggja. Ekki aðeins
hafa þau verið þar hugljúf heim í
Laugarásinn að sækja sem og á sól-
gylltum suðurströndum, þá er þar
hafa við staldrað, heldur gerðu þau
víðfræga stórveislu á Hótel Íslandi, er
hún stóð á sjötugu en hann á áttræðu,
og mun lengi í minnum höfð.
Síðustu árin hafa annars verið El-
ínu áfallasöm. Þó töldum við hana
hafa sigrað sjúkdóm sinn, og reis hún
upp í kórsöng og hugði á suðurgöngu
syngjandi kvenna. Eftir að óvinurinn
tók að herja á ný með vetrinum höfum
við Rósa og Stella fylgst grannt með
henni og stundað hana eftir því sem
kraftar leyfðu. Launaði hún það að
fullu með sömu hlýju og ætíð fyrr og
aðdáunarverðu trúnaðartrausti til
forsjónar og framlífs og allt að til-
hlökkun til endurfunda við liðna ást-
vini. Svo mjög sem við öll söknum
hennar með nánustu eftirlifendum og
finnum fyrir skarðinu í vingarðinn
biðjum við henni fararheilla í þeirri
trú, sem var hennar og hún birti okk-
ur í lífshlaupi sínu og skilnaðarorðum.
Stella, Rósa og Bjarni Bragi.
Elsku Ella, nú er stórt skarð komið
í frændgarðinn.
Við viljum þakka fyrir öll árin sem
við höfum átt samleið leynt og ljóst í
gegnum árin. Það var strax gott að
koma til þín á Vesturgötuna þar sem
þið Haddi hófuð ykkar búskap. Pollí-
önnuleikurinn var þér í blóð borinn,
elsku Ella mín, þú sást alltaf jákvæð-
ar hliðar á öllu.
Spilin voru okkar sameiginlega
áhugamál og gott var að taka í spil.
Þegar þið voruð búin að byggja og
fluttuð í Básenda varð þar miðstöð
stórfjölskyldunar. Ef eitthvað átti að
fara var sagt; komum í Básendann.
Margs er að minnast og margar
ferðir höfum við farið saman, sérstak-
lega nú í seinni tíð. Frábæra ferð fór-
um við til Noregs með ykkur systk-
inum í 50 ára afmælið til Sveins. Mikið
var gaman. Öll vorum við saman í bíl,
við, þú, elsku Ella, Lalla, Stella,
Dúddi, Svava, Nína og Guðjón, ókum
saman norður eftir Noregi, það var
mikið hlegið og mikið var gaman þeg-
ar Kolla og Mæja birtust öllum að
óvörum. Síðasta Danmerkurferð var
allavega yndisleg, Halli og Sigga tóku
svo vel á móti okkur.
Við Rósa erum þér ævarandi þakk-
lát fyrir brúðkaupsveisluna sem þú
hélst fyrir okkur þegar við giftum
okkur. Þú varst búin að heita því að ef
þér líkaði við konuefni mitt þá mundir
þú halda okkur brúðkaupsveislu og
svo sannarlega stóðst þú við það.
Elsku Emil, Krissi, Kolla, Mæja,
Halli og fjölskyldur, missir ykkar er
mikill. Við vottum okkar dýpstu sam-
úð.
Ragnar og Rósa.
Elsku frænka mín. Þakka þér fyrir
allt, allar góðu minningarnar, öll fal-
legu brosin þín, allt sem þú miðlaðir
okkur hinum, bjarta lífssýn og gleði.
Já, minningar á ég margar og góðar
um þig sem ég hefi þekkt allt mitt líf.
Þú passaðir mig þegar ég var smá-
barn og stundum passaði ég börnin
fyrir þig þegar ég stækkaði. Seinna
átti ég athvarf hjá þér og fjölskyldu
þinni sem unglingsstelpa eitt sumar
þegar foreldrar mínir voru úti á landi.
Hæst í minningu minni stendur auð-
vitað þegar þú ákvaðst, þá nýorðin
ekkja, að fara að kenna postulínsmál-
un og tókst mig í lið með þér ásamt
vinkonu okkar Ingu Norðdal. Þetta
var yndislegur tími, undirbúningur-
inn og allur tíminn sem fylgdi í kjöl-
farið. Kjallarinn í Básendanum var
lagður undir starfsemina og allir
hjálpuðust að við að koma honum í
það horf sem þurfti. Við sátum oft
langt fram á nætur við að æfa okkur
og gleymdum hvað tímanum leið. Ég
var með þér þarna í tvö yndisleg ár,
þangað til ég flutti austur á Reyðar-
fjörð. Þarna í Básendanum var
grunnurinn að mínu lífsstarfi lagður
og ég er þér óendanlega þakklát fyrir
það.
Þegar ég var flutt austur bárum við
oft saman bækur okkar símleiðis og
einu sinni komst þú austur um páska
og við sátum og máluðum saman allan
tímann. Við fórum margar ferðir sam-
an til Kaupmannahafnar til að viða að
okkur efni og þekkingu til postulíns-
málunarinnar. Þá var ekki um auð-
ugan garð að gresja í því efni hér á
landi, en síðan komu verslanir hér
með þessar vörur og þá lögðust þess-
ar ferðir okkar af.
Það er gott að eiga góðar minning-
ar en það getur reynst erfitt að koma
þeim á blað svo vel skiljist. Þetta litla
bréfkorn, elsku frænka mín, er kveðj-
an mín til þín sem varst mér og mörg-
um öðrum svo góð fyrirmynd. Þú
gerðir allt sem þú tókst þér fyrir
hendur með svo miklum glæsibrag og
það virtist aldrei neitt vera þér ofviða.
Ég er þess fullviss að þér hefur
verið tekið opnum örmum af öllum
ástvinunum sem voru farnir á undan
þér til himnaríkis. Öllum ástvinum
þínum sem eftir lifa sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Kolfinna Ketilsdóttir.
Í dag kveðjum við yndislega
frænku sem hefur verið okkur svo af-
skaplega góð í gegnum árin. Bestu
minningarnar eru frá Básenda þar
sem alltaf var opið hús fyrir vini og
vandamenn og nóg af góðu faðmlagi
með kaffinu.
Það eru ekki margir sem opna hús
sitt og setja upp gistiheimili og flytja í
þvottahúsið með börnin sín til að hafa
í sig og á, en það gerði Ella frænka.
Hún var dugleg í öllu því sem hún tók
sér fyrir hendur og var jákvæð og
glaðvær.
Á ættarmótum mátti ekki vanta
Ellu frænku því þar sem hún var þar
var sungið og trallað mest.
Elsku Ella takk fyrir að vera besta
frænka í heimi.
Góði Guð, leið mig heim er mín hönd útrétt þér.
Nú er nótt, nístir hel, hjálpa mér.
Lyfti mér lukkuhjól og ég sá hin þráðu lönd.
Góði Guð, gef ég þér mína hönd.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði.
Jóna, Smári og börn.
Ella frænka var einstök kona. Við
sem hana þekktum eigum svo ríku-
legar minningar um hana, að fátt get-
ur jafnað. Á æskuheimili mínu í
Langagerði var hún alltaf kölluð Ella
í Bás. Návist við Ellu frænku fylgdi
ávallt sérstök vellíðan og upplifun.
Hún var svo yndisleg og glæsileg í
alla staði, að það jafnaðist á við jólin
að vera nærri henni. Hún faðmaði
okkur og kyssti í hvert skipti sem hún
kom í heimsókn og það fór sérstakur
straumur um líkamann að taka á móti
henni. Ég man enn þegar ég var smá-
strákur og fékk varalit hennar á báð-
ar kinnar, þá leið mér eins og manni
sem hafði fengið koss frá kvikmynda-
stjörnu, það voru gæðamerki sem
fengu að vera á þann daginn.
Þótt Ella væri yngst 7 systkina
fannst mér hún alltaf vera leiðtoginn í
stórfjölskyldunni okkar. Við litum öll
upp til hennar, allir vildu vera nálægt
henni og allir vildu hlusta á hana og
taka undir með henni. Ella var heims-
kona, hún hafði skoðanir á flestu og
hún mátti ekkert aumt sjá. Hún var
listamaður af guðsnáð og það var al-
veg sama hvað hún tók sér fyrir hend-
ur, það lék allt í höndum hennar. Hún
var veislustjórinn í lífi okkar. Það
þurfti hvorki að biðja hana eða kjósa,
það sem hún gerði varð ekki betur
gert.
Við sem vorum svo lánsöm að eiga
Ellu frænku erum stolt af því að hafa
þekkt hana. Hún gaf okkur meira en
orð fá lýst. Pabbi er mikill gæfumaður
að hafa átt svona yndislega systur
sem hann var stoltur af og deildi með
okkur. Við höfum mikið misst en þó er
missir fjölskyldu hennar mestur.
Hugur okkar dvelur nú hjá Emil sem
kveður nú elskulega eiginkonu sína
og börnum hennar, þeim Krissa,
Kollu, Maju og Halla og mökum
þeirra og börnum. Guð blessi minn-
ingu hennar.
Pálmi Kristinsson.
Í dag kveðjum við Elínu Guðjóns-
dóttur.
Elín var mjög stór kona í eiginlegri
og óeiginlegri merkingu þess orðs.
Hún var hávaxin, tíguleg og stór-
glæsileg svo eftir var tekið. Elín hafði
líka svo stórt hjarta sem hún veitti
okkur samferðamönnunum aðgang
að og hún átti svo stóran faðm sem
vinir hennar allir nutu góðs af.
Í lífi hennar skiptust á skin og
skúrir og í raun stækkaði Elín við
hverja raun og hvern sigur. Hún
þekkti ekki hugtakið um kynslóðabil.
Vinir hennar voru á öllum aldri og
komu með ólíkum hætti inn í líf henn-
ar. Hún sat og spilaði og söng með
barnabörnum sínum, hún fór að
skemmta sér með börnum og tengda-
börnum og vinum barna sinna og var
trúnaðarvinkona allra aldurshópa.
Elín var mjög listræn og kom það
fram á heimili hennar og í öllum henn-
ar verkum. Veislurnar hennar og veit-
ingar gleymast seint. Það er í raun
kennslustund í mannlegri reisn að fá
að kynnast einstaklingum eins og El-
ínu. Síðasta samverustund okkar með
henni var að morgni dags eftir brúð-
kaup Guðmundar sonarsonar hennar.
Þá var opið hús hjá Elínu og Emil á
Laugarásveginum. Það voru nú
kannski ekki alveg allir veislugestir
mættir en nokkuð stór hópur þeirra.
Þessi morgunn var mjög dæmigerður
fyrir Elínu. Veisluborð og gaman að
hittast. Faðmurinn hennar Elínar tók
á móti fólki og hún þakkaði okkur fyr-
ir að koma og samgleðjast. Hún var
orðin veik en lét ekki nægja að mæta í
brúðkaupið heldur þurfti að hittast
morguninn eftir, vera saman, ræða
saman og opna pakkana saman. Við
erum þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þessari stórbrotnu konu og
hafa átt hana að vini. Aðeins þeir sem
mikið eiga geta mikið misst. Fjöl-
skylda hennar og vinir hafa misst
mikið.
Við vottum ástvinum hennar öllum
okkar dýpstu samúð.
Sigríður og Jónas
(Sigga Magga og Brósi).
Það eru nú æðimörg ár síðan ég sá
Elínu vinkonu mína í fyrsta sinn. Við
vorum þá báðar að mála postulín hjá
Sæmundi Sigurðssyni. Eftir að Sæ-
mundur hætti kennslu gerðist ég
ásamt Halldóru, Ástu, Dóru og Möllu
nemandi hennar í listinni, og kunna
þær henni bestu þakkir fyrir góða
leiðsögn og vináttu.
Smám saman þróaðist mikil og góð
vinátta á milli okkar Elínar og hefur
svo haldist alla tíð. Hjálpsöm var hún
með eindæmum og ófáar voru ferð-
irnar, sem hún kom heim til mín og
gaf mér mörg góð ráð sem ég bý að
ennþá. Eftir að við byrjuðum að mála
íslensku jólasveinana á bolla áttum
við saman margar góðar stundir
heima hjá henni. Þegar ég síðar fór að
mála heima hjá mér var hún ævinlega
reiðubúin til að koma og aðstoða mig
við gyllingar o.fl.
Við Elín fórum saman margar ferð-
ir til útlanda, en hæst ber ferðina til
Þýskalands, þá fórum við saman 75
konur.
Elín stjórnaði ferðinni, hélt stór-
veislu í þýskum kastala, þar skemmtu
okkur íslenskir listamenn er komu
bæði að heiman og frá Þýskalandi. Ég
ætla að þessi ferð sé okkur öllum