Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 19 Fyrirlestraröð Kvennahlaups ÍSÍ og samstarfsaðila Ísland á iði Mataræði, offita og megrun í kvöld, kl. 20 - 21:30 í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (3. hæð). Breytingar á líkamsþyngd Íslendinga Kynntar verða helstu niðurstöður úr nýrri rannsókn Hjartaverndar. Fyrirlesari: Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar. Mataræði og megrun Lögð er áhersla á heilbrigðan lífsstíl frekar en megrun eða skyndiáhlaup á þyngdina. Átakskúrar eða einhæfir megrunarkúrar geta skilað árangri í stuttan tíma, með miklu erfiði, en um leið og kúrnum sleppir er hætta á að þyngdin sæki í sama horf. Fyrirlesari: Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur, forstöðumaður Manneldisráðs. Umsjón: Unnur Stefánsdóttir, formaður Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ. Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 21. júní á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis. Nánari upplýsingar um gönguhópa, fræðslufyrirlestra, myndir o.fl. á www.sjova.is. TVÖ stærstu hreinlætisvörufyrir- tæki landsins munu sameinast í eitt 1. júní næstkomandi, en um er að ræða Mjöll hf. á Akureyri og Sápu- gerðina Frigg í Garðabæ. Hvort fé- lag um sig mun eiga helmingshlut í hinu nýja sameinaða félagi sem hef- ur fengið nafnið Mjöll-Frigg hf. Þessi tvö félög eru þau elstu og rót- grónustu í þessum iðnaði á landinu og jafnframt hið langstærsta með veltu upp á 7–800 milljónir króna á ári og 6–7 milljón lítra framleiðslu á hreinlætisvörum. Baldur Guðnason, stjórnarfor- maður hins nýja fyrirtækis, sagði markmið sameiningarinnar það að byggja upp stærsta og öflugasta þjónustufyrirtæki í hreinlætisiðn- aði, þ.e. í framleiðslu, sölu og þjón- ustu fyrir neytenda-, fyrirtækja- og stofnanamarkað hér á landi auk þess að sækja inn á nýja markaði. „Við munum leggja mikla áherslu á þjónustu við markaðinn, að auka hana og bæta, en einnig mun sam- eining fyrirtækjannna bæta sam- keppnisstöðu okkar gagnvart inn- fluttum hreinlætisvörum og loks sjáum við mikla möguleika til hag- ræðingar á öllum sviðum,“ sagði Baldur um markmið sameiningar fyrirtækjanna tveggja. Mjöll varð til árið 2001 við sam- einingu þriggja fyrirtækja, hrein- lætisvörudeildar Sjafnar á Akur- eyri, Sáms í Kópavogi og Mjallar í Reykjavík, en öll eiga fyrirtækin sér langa sögu, Sjöfn var stofnuð 1932, Mjöll árið 1942 og Sámur 1969. Áður hafði Sámur keypt ann- að fyrirtæki á hreinlætisvörumark- aði, Hrein. Þannig má segja að nán- ast öll félög á þessu sviði hér á landi séu runnin saman í eitt. „Þetta er ein af forsendum þess að fyrirtækið geti vaxið og dafnað og tekið með öflugum hætti þátt í samkeppni við innfluttar hreinlætisvörur,“ sagði Baldur. Mjöll-Frigg verður með starfs- stöðvar á Akureyri þar sem höf- uðstöðvar þess verða og á höfuð- borgarsvæðinu þar sem áhersla verður einkum lögð á sölu- og markaðsstarf. Nú eru starfsstöðv- arnar á fjórum stöðum, þ.e. hvort fyrirtæki er með rekstur á tveimur stöðum en Baldur sagði að á næst- unni yrði farið yfir stöðuna og skoð- að hvaða starfsemi yrði á hverjum stað, en ljóst að hún yrði ekki á fjórum stöðum í framtíðinni. Starfsmenn fyrirtækisins eru á bilinu 40 til 50 talsins. Þá má nefna að félagið, þ.e. Mjöll, á þriðjungseignarhlut í hreinlætis- fyrirtækinu P/F Kremilux Industri í Færeyjum. Baldur Guðnason, Pálmi Haralds- son, Einar Þór Sverrisson og Stein- grímur H. Pétursson sitja í stjórn félagsins. Dr. Ásbjörn Einarsson verður framkvæmdastjóri fram- leiðslu- og tæknisviðs og Ríkarð Ottó Ríkarðsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Langstærsta hreinlætisvörufyrirtæki landsins með aðalstöðvar á Akureyri Mjöll og Frigg samein- ast í eitt félag Morgunblaðið/Kristján Gömlu keppinautarnir Einar Sæmundsson, stofnandi Mjallar t.v., Gunnar Friðriksson í Frigg og Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjafnar, voru kampakátir við undirskriftina. ÚTSKRIFT verður hjá Mennta- smiðju unga fólksins í dag, miðviku- dag kl. 11, en þá útskrifast 10 manns, ungt fólk á aldrinum 17 til 24 ára. Smiðjan er tilraunaverkefni Menntasmiðjunnar á Akureyri. Nemendurnir hafa stundað nám síðan 15. janúar, en helstu sam- starfsaðilar Menntasmiðjunnar eru fjölskyldudeild Akureyrarbæjar og Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. Þetta er í annað sinn sem Menntasmiðja unga fólksins er haldin, en aðsóknin hefur verið góð og ekki unnt að taka við öllum þeim umsóknum sem bárust um þátt- töku. Námið er byggt á reynslu úr Menntasmiðju kvenna og er hug- myndafræðin svipuð, þ.e. um þrí- þætt nám er að ræða, sjálfsstyrkj- andi, hagnýtt og skapandi. Ungmennin hafa með þessu námi fengið tækifæri til að staldra við og skoða stöðu sína í margvíslegu sam- hengi, fundið styrk sinn í nýjum hlutum, skilgreint veikleika sína og skoðað nýja möguleika í lífinu. Unnið hefur verið að fjölbreyttum verkefnum, huglægum og verkleg- um, en eitt þeirra má skoða á suð- vesturglugga Menntasmiðjunnar á Glerárgötu 28, myndverk sem þau unnu sameiginlega undir leiðsögn myndlistarkennara síns, Joris Rademaker. Menntasmiðja unga fólksins 10 nem- endur útskrifast TRÉVERK ehf. í Dalvíkurbyggð skrifaði í gær undir samning við Fasteignir Akureyrarbæjar um byggingu íþróttahúss og viðbygg- ingu við Síðuskóla. Alls bárust fjög- ur tilboð í verkið og voru þau öll yf- ir kostnaðaráætlun. Tréverk átti lægsta tilboðið og hljóðaði það upp á tæpar 333 milljónir króna, eða 101,5% af kostnaðaráætlun. Fyrsta skóflustunga verksins verður tekin nk. mánudag og í kjölfarið hefjast framkvæmdir af fullum krafti. Eins og áður hefur komið fram, hafa tilboð í framkvæmdir á vegum Fasteigna Akureyrarbæjar að und- anförnu verið yfir kostnaðaráætl- unum. Björn Friðþjófsson, fram- kvæmdastjóri Tréverks, sagði að svo virtist sem verkefnastaða bygg- ingaverktaka væri góð um þessar mundir og því hafi einingaverð ver- ið að hækka. Tréverk var að skila af sér verki í Sundlaug Akureyrar og þá er fyrirtækið að hefja fram- kvæmdir við innhússbreytingar á gömlu húsum HA á Sólborg. Björn sagði að um 20 starfsmenn störfuðu hjá fyrirtækinu en frá miðju ári 1999 hefur um helmingur starfs- manna verið að vinna við verk á Akureyri. Akureyrarbær stóð fyrir lokaðri samkeppni um íþróttahús og við- byggingu Síðuskóla og bárust þrjár tillögur í samkeppnina. Sérstök matsnefnd valdi tillögu frá Arki- tekta- og verkfræðistofu Hauks ehf. en höfundar eru arkitektarnir Fanney Hauksdóttir, Anna Mar- grét Hauksdóttir og Friðrik Ó. Friðriksson og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf. Tréverk byggir íþróttahús og viðbyggingu Síðuskóla Fram- kvæmdir að hefjast Morgunblaðið/Kristján Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Björn Friðþjófsson, fram- kvæmdastjóri Tréverks, undirrituðu verksamninginn. Við hlið þeirra situr Guðríður Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar. TÖLUVERT tjón varð í eldsvoða í Hrísey um hádegisbil í gær. Eldur kom upp í gamalli fóðurskemmu við höfnina, þar sem Útgerðarfyrir- tækið Hvammur er með beitninga- aðstöðu. Húsið var mannlaust er eldurinn kom upp. Að sögn Þor- geirs Jónssonar, slökkviliðsstjóra í Hrísey, var allt tiltækt lið slökkvi- liðsins kallað út skömmu eftir kl. 13. Talið er að eldurinn hafi komið upp á millilofti hússins og var mestur eldur í þaki hússins og á millilofti. Þorgeir sagði að nokkuð erfiðlega hefði gengið að rjúfa þak- ið en eftir að það tókst hefði gengið vel að ráða niðurlögum eldsins og lauk slökkvistarfi um kl. 15.30. Slökkviliðsmenn þurftu að notast við reykköfunarbúnað sinn við slökkvistarfið og einnig fengu þeir slíkan búnað úr ferjunum Sæfara og Sævari. Þá var reykköfunar- maður frá Húsavík staddur í Hrís- ey í gær og tók hann virkan þátt í slökkvistarfinu með heimamönnum, að sögn Þorgeirs. Hann sagði að vindátt hefði verið hagstæð og önn- ur hús á svæðinu því ekki verið í hættu. Þessa dagana stendur yfir nám- skeið fyrir slökkviliðsmenn í Hrísey og eru menn því með hugann enn frekar við starfið að sögn Þorgeirs en alls eru 15 menn í slökkviliðinu. Töluvert tjón í eldsvoða í Hrísey Ljósmynd/Sigrún Guðlaugsdóttir Nokkurt tjón varð þegar eldur varð laus í mjölskemmu í Hrísey í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.