Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is „Mannlaus“ bankaútibú Íslenskt hugvit í dönskum banka Viðskipti 12 Birgittu Haukdal spáð góðu gengi í Ríga Sjónvarp 55 Plómur í New York Nýtt íslenskt leikrit frumsýnt í Tjarnarbíói Listir 23 FULLTRÚAR í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna þrýstu á um það á fundi ráðsins í gær, að Bandaríkjamenn settu tímamörk á hernám Íraks, áður en ályktunartillaga þeirra um framtíð landsins hlyti afgreiðslu í ráðinu. Á lokuðum fundi öryggisráðsins í gær, gerði John Negroponte, sendi- herra Bandaríkjanna hjá SÞ, við- stöddum grein fyrir því að hann von- aðist til að tillagan yrði borin undir atkvæði í dag, miðvikudag. Hann og brezki sendiherrann Jeremy Green- stock sögðu síðar að atkvæðagreiðsl- unni mætti fresta fram á fimmtudag og að með breytingum á ályktunar- drögunum verði komið frekar til móts við athugasemdir annarra við þau. Tímamörk sett á her- nám Íraks? Sameinuðu þjóðunum. AFP. Í SJÁVARÚTVEGSKAFLA nýs stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins gert ráð fyrir að ákvæði um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum verði sett í stjórnarskrá á kjörtímabilinu. Skoða á hvernig megi hrinda öðrum tillögum flokkanna um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem fram komu í kosningabaráttunni, í framkvæmd. Samkvæmt því sem Morgunblaðið kemst næst verður stefnt að því að taka upp kvótaívilnun fyrir línubáta. Jafnframt verða skoðaðar leiðir til að styrkja lagaákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga á kvóta. Kannaðir verða möguleikar á að auka byggðakvóta og til að auka veiðiskyldu og takmarka þannig framsal aflaheimilda. Verði ákvæði um sameign á fiskimiðunum sett í stjórnarskrá má gera ráð fyrir að það verði seint á kjörtímabilinu, þar sem þingkosningar verða að fara fram strax og stjórnarskránni hefur verið breytt og nýtt þing þarf einnig að samþykkja breytinguna. Fallið til þess að auka sátt Davíð Oddsson forsætisráðherra kynnti í gær meginatriði nýs stjórnarsáttmála fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Að fund- inum loknum sagði Davíð spurður um breytingar í sjávarútvegsmálum: „Það verða ekki grundvallar- breytingar á stjórn fiskveiða en það munu ýmsir þættir koma til sem voru nefndir af hálfu flokkanna í kosningabaráttunni.“ Hann bætti við að þeir Hall- dór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, væru „sammála um það að þær hugmyndir sem ýmsir höfðu viðrað af okkar hálfu væru til þess falln- ar að auka sátt um kerfið, þó að hvorugur okkar sé svo skyni skroppinn að ímynda sér að við fyndum einhvern tíma endanlega sátt um sjávarútveg á Ís- landi“. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun í stjórnarsáttmálanum vera komið til móts við stefnu Framsóknarflokksins um 90% lán til íbúðakaupa. Í skattamálum liggja tillögur um breytingar á tekju- skatti nær þeim hugmyndum, sem sjálfstæðismenn settu fram í þeim efnum. Sama ráðuneytaskipting um sinn Davíð Oddsson sagði að loknum fundinum með forseta að skipting ráðuneyta á milli flokkanna væri frágengin. Heimildir Morgunblaðsins herma að hún verði óbreytt um sinn, en breytingar á kjörtíma- bilinu séu líklegar. Spurður um breytingar á ríkisstjórninni sagði Davíð: „Ég held að það verði ýmsar breytingar sem verða athyglisverðar.“ Í dag fara fram þingflokksfundir stjórnarflokk- anna, þar sem fjallað verður um stjórnarsáttmálann. Hann verður á morgun, fimmtudag, borinn undir at- kvæði í æðstu stofnunum flokkanna, flokksráði Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknar- flokksins. Að þeim fundum loknum er gert ráð fyrir þingflokksfundum, þar sem gengið verður frá skip- an í ráðherraembætti. Stefnt er að því að fráfarandi ríkisstjórn komi saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum kl. 11 á föstu- dag og síðar um daginn, kl. 13.30, komi saman ný ríkisstjórn. Þá hefur verið ákveðið að nýtt Alþingi komi saman nk. mánudag. Ákvæði um sameign á fiskimiðum í stjórnarskrá Morgunblaðið/Arnaldur Davíð Oddsson greindi Ólafi Ragnari Grímssyni frá gangi stjórnarmyndunar á Bessastöðum í gær. Stefnt að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu í nýjum stjórnarsáttmála  Boðar pólitískar breytingar/10 Örninn var merktur sem ungi í hreiðri í Borgarfirði á sínum tíma en lífsbaráttan hefur verið hörð hjá honum því að þetta er í annað sinn sem honum er bjargað við dauðans dyr. Að sögn Kristins Skarphéðinssonar er um að ræða fjögurra ára gamlan fugl en ernir verða fullorðnir 5–6 ára. Hann fannst fyrst illa á sig kominn fyrir tveimur og hálfu ári og var honum sleppt í Grafarvogi að lokinni vel heppnaðri endurhæfingu. Ekki er óalgengt að Náttúrufræðistofnun taki slappa erni í sína umsjá og hressi þá við. flökkufugla á þeim slóðum. Böðvar og félagar tilkynntu fundinn til lögreglunnar í Borg- arnesi, sem aftur hafði samband við Náttúrufræðistofnun. Kristinn Skarphéðinsson fuglafræðingur kom síðan og flutti örninn á Nátt- úrufræðistofnun við Hlemm þar sem hann mun dvelja uns hann hef- ur náð kröftum á ný. Við skoðun hjá dýralækni kom í ljós gamall áverki sem örninn fékk einu sinni á öxl. Talið er að það sé sársauka- fullt fyrir hann að fljúga og því eigi hann til að hlífa sér með því að setjast og halda kyrru fyrir. „HANN seig svolítið í þegar haldið var á honum því að það var ógreitt um fjöruna,“ segir Böðvar Þor- steinsson á Þyrli, sem fann merkt- an haförn í Þyrilsnesi í fyrradag. Böðvar var ásamt ábúendum á Þyrli að gá að fuglalífi og varpi þegar hundurinn hans fór að ólm- ast í fjörunni. Böðvar hélt að þarna væri jafnvel minkur á ferð. Í ljós kom að þarna lá konungur fuglanna á bakinu milli steina, út- ataður í grút og örþreyttur. „Ég fleygði flík yfir hausinn á honum, bar hann upp úr fjörunni og setti hann í geymslu í skothúsi í Mjóanesi uns hann var sóttur tveim tímum síðar. Hann var horaður og hálfkraftlaus og barðist því ósköp lítið um þegar hann var tekinn upp. Hann setti klóna utan um handlegginn á mér en var ósköp kraftlítill.“ Böðvar bar örninn á annað hundrað metra yfir í skothúsið, sem annars er notað fyrir refa- skyttur. „Þegar um er að ræða villt dýr í náttúrunni er um að gera að hylja höfuðið á þeim ef nauðsyn- legt er að taka þau upp því að þá reyna þau miklu síður að brölta,“ segir hann. Böðvar segir marga áratugi síðan örn verpti í Hvalfirð- inum en eitthvað hefur þó verið um Morgunblaðið/Kristinn Kristinn Skarphéðinsson tók örninn að sér í gær og mun hlúa að honum á Náttúrufræðistofnun. Á minni myndinni situr konungur fuglanna harla meinleysislegur í fangi bjargvættar síns, Böðvars Þorsteinssonar. Haförn í „endur- hæfingu“ STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýzkalandi ákváðu í gær að loka tímabundið sendiráðum og ræðisskrifstofum í Sádi-Arabíu eftir að bandaríska leyniþjónustan upp- lýsti að fleiri hryðjuverkaárásir af hálfu al-Qaeda-samtakanna væru yf- irvofandi þar í landi. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu sögðu að þau væru að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að bægja frá hættunni á frekari hryðjuverkum og tilkynntu um handtöku þriggja meintra al- Qaeda-liða. Þeir hefðu verið teknir í borginni Jedda á mánudag. Sádísk yf- irvöld höfðu þegar í haldi fjóra menn, sem þau telja tengjast al-Qaeda og sjálfsmorðsárásum í Riyadh 12. maí sl., sem kostaði 34 manns lífið. Fleiri árás- ir sagðar yfirvofandi Riyadh. AP, AFP.  Segja Bush/16 ♦ ♦ ♦ Birgitta stefnir hátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.