Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Söluskrifstofan er á Suðurlandsbraut 24 Opið alla virka daga 9-17. Þjónustuverið er opið virka daga 9-17, laugardaga 10-16 og sunnudaga 11-15, sími 5 500 600. Þú getur einnig skoðað og bókað á IcelandExpress.is. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN HVERNIG kemst pínulítill hænu- ungi fyrir inni í eggi og hvað verð- ur um hann þegar hann vex úr grasi? Stækka hænueggin meðan unginn er inni í þeim? Þetta er meðal spurninga sem Helga Bogadóttir, umsjónarkenn- ari 4-D í Rimaskóla, hefur fengið frá nemendum sínum en undan- farnar þrjár vikur, og rétt rúmlega, hefur bekkurinn fylgst náið með hænueggjum í útungunarvél í kennslustofunni og loks því þegar sjö litlir ungar komu í heiminn. Helga segir að útungun í kennslustofunni sé gömul hugmynd sem hún hafi loks látið verða að veruleika. Hún er sjálf úr sveit og fékk lánaða útungunarvél og frjóvguð hænuegg úr íslenskum hænum. Bræðurnir James Bond og Hnoðri sprækir Ungarnir eru því marglitir og engir tveir eins. Krakkarnir eru þegar búnir að nefna nokkra þeirra og heitir einn í höfuðið á hörkutól- inu James Bond. Öllu meira viðeig- andi er nafnið Hnoðri sem annar þeirra fékk. Allir eru ungarnir sprækir og virðast við góða heilsu. „Þetta hefur verið mjög gaman og krakkarnir voru spenntir allan tímann,“ segir Helga. Hún segir þau hafa furðað sig á því hversu langan tíma ungarnir eru í eggjun- um en auðvitað hafa þau núna lært í gegnum þetta skemmtilega verk- efni allt um þroska hænuunga í eggi. Helga segir þau hafa farið mjög varlega í kringum útung- unarvélina og verið afskaplega glöð þegar fyrsti unginn kom úr eggi. Núna er búið að setja ungana sjö í glerbúr fram á gang svo að fleiri nemendur fái notið þeirra. En börn- in í 4-D þekkja þá auðvitað lang- best. Þau voru líka mjög fegin að heyra að þeir fara að viku liðinni í sveitina, eins og öll góð börn. Morgunblaðið/Kristinn Unguðu út hænu- eggjum í skólanum ÞRÍR fulltrúar á vegum íslenska orkufyrirtækisins Enex halda utan á föstudag til Írans þar sem þeir munu kanna hvernig Íslendingar geti að- stoðað þarlend stjórnvöld við að beisla jarðhita. Að sögn Kristins Ingasonar, verkfræðings hjá VGK- verkfræðistofu munu íslensku full- trúarnir eiga fundi með fulltrúum frá ráðuneyti orkumála í Íran og stofn- unar á sviði endurnýtanlegrar orku auk þess sem þeir hitta að máli full- trúa frá verkfræðistofum þar í landi. Auk Kristins fara utan Ásgrímur Guðmundsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, og írönsk kona, Ma- ryam Khodayar, sem starfað hefur hjá Orkustofnun. Að sögn Kristins gera þarlend lög ráð fyrir að innlendir aðilar séu þátt- takendur í verkefnum sem erlend fyrirtæki koma að þar í landi. Ferðast verður til jarðhitasvæða í Azarbaijan í norðvesturhluta lands- ins en þar er þegar byrjað að bora rannsóknarholur. Kristinn segir óljóst hversu mikið jarðhitinn hefur verið rannsakaður, í hvaða magni hann er og hversu heitur hann er. Verkefni íslenska hópsins sé að rannsaka þessa þætti nánar. Tilsögn um klæðaburð og framkomu En hvernig leggst það í hópinn að halda til Írans í ljósi aðstæðna í grannríkinu Írak? „Menn voru svo- lítið órólegir fyrst því þá stóð til að fara í janúar. Ég held að við séum hins vegar sæmilega afslöppuð núna.“ Þess má geta að Íslending- arnir tveir hafa notið tilsagnar ír- anska fulltrúans í hópnum varðandi klæðaburð og framkomu. Að ýmsu ber að huga því t.d. er ekki leyfilegt að heilsa konum í Íran. Þá er illa séð að menn klæðist öðru en langerma fatnaði og síðum buxum. Enex aðstoðar við jarðhitaleit í Íran MÁLEFNI Orkuveitu Reykjavíkur, OR, komu til umræðu á borgarráðs- fundi í gær en þá var lagt fram bréf ritara stjórnar OR um meðferð fund- argerða gagnvart borgarráði. Sjálf- stæðismenn létu bóka að þeir teldu nauðsynlegt að málefni Línu.nets, Tetra Íslands og Rafmagnslínu yrðu tekin til umræðu á vettvangi borg- arstjórnar vegna veikrar fjárhags- stöðu fyrirtækjanna. Fulltrúar R- lista létu þá bóka að fjárhagsstaða OR og dótturfyrirtækja væri afar sterk um þessar mundir og hagnað- ur fyrirtækjanna yfir þrír milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2002. Áhyggjur borgarráðsfull- trúa D-lista væru því ástæðulausar. Dótturfyrirtæki Orkuveitunnar Sjálfstæðis- menn segja stöðuna veika UM 70% nemenda sem útskrifast hafa frá Viðskiptaháskólanum á Bif- röst undanfarin fimm ár vinna sem stjórnendur. 80% nýútskrifaðra voru búin að fá vinnu strax við útskrift eða innan mánaðar frá henni. Þetta eru m.a. niðurstöður könn- unar sem Viðskiptaháskólinn á Bif- röst hefur látið gera á stöðu og hög- um nýútskrifaðra nemenda skólans. Könnunin var gerð í gegnum síma og hringt var í alla útskrifaða nemendur sl. fimm ára. Svarhlutfall var 68,2%. Í niðurstöðum kemur ennfremur fram að laun nemenda hækka veru- lega eftir útskrift. Fyrir nám var 81% nemenda með laun undir 200 þúsundum og 15% voru með laun á bilinu 200–300 þúsund. Eftir nám eru um 4% með laun undir 200 þús- undum, 47% með laun á bilinu 200– 300 þúsund , 41% með mánaðarlaun á bilinu 300–450 þúsund og 7% með laun yfir 450 þúsund. Enginn að- spurðra var atvinnulaus. Í frétt frá háskólanum segir að túlka megi niðurstöður könnunar- innar á þann hátt að skólinn hafi náð því markmiði sínu að mennta stjórn- endur fyrir atvinnulíf og samfélag. „Þá er ljóst að launahækkun sú sem nemendur fá með sínu námi á Bifröst dugar til að greiða upp skóla- gjöld þeirra fyrir 3 ára nám á fyrsta starfsári eftir útskrift og er sú nið- urstaða einnig athyglisverð í ljósi ný- legrar umræðu um skólagjöld á há- skólastigi,“ segir í fréttinni. Nemendur frá Bifröst Veruleg launahækk- un eftir útskrift ♦ ♦ ♦ UM 20 grömm af amfetamíni og nokkurt magn af smygluðu áfengi og sígarettum fundust við húsleit í sölu- turninum Draumnum við Rauðarár- stíg í fyrrakvöld. Tveir menn voru yfirheyrðir vegna málsins í gær en síðan sleppt og er rannsókn lokið. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík, vill ekkert tjá sig um hvort grun- ur leiki á því að fíkniefni hafi verið seld í söluturninum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins höfðu íbúar í nágrenninu kvartað undan ónæði frá viðskipta- vinum söluturnsins og lýst grun- semdum sínum um að þar færi fram fíkniefnasala. Eftirlitsdeild tollstjórans í Reykjavík gerði húsleit í söluturn- inum vegna gruns um að þar væri selt smyglað áfengi og tóbak. Sig- urður Skúli Bergsson, forstöðumað- ur tollgæslusviðs tollstjórans í Reykjavík, segir að við leitina hafi fundist efni sem talið var fíkniefni og því var fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík kölluð til. Auk amfeta- mínsins var eining lagt hald á nokkra lítra af sterku áfengi og sígarettum. Eftir er að ganga úr skugga um hvort þetta sé allt smyglvarningur. Tollgæslan hefur einu sinni áður leitað í söluturninum og einnig þá fundið smyglað áfengi, að sögn Sig- urðar Skúla. Spurður segir hann það heyra til algjörra undantekninga að tollgæsl- an leggi hald á smyglvarning í versl- unum eða veitingastöðum. Húsleit í söluturni við Rauðarárstíg Amfetamín, smyglað áfengi og sígarettur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.