Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 41 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jónasi Hagan Guðmundssyni, forstjóra Iceland Refund. „Laugardaginn 17. maí sl. birtist í Morgunblaðinu yfirlýsing frá Global Refund á Íslandi (GR). Þar var því fagnað að áfrýjunarnefnd samkeppnismála skyldi úrskurða að GR hafi ekki verið í markaðs- ráðandi stöðu! Hér er um langt og flókið mál að ræða en þar sem GR hefur ákveðið að birta hluta af um- ræddum úrskurði í Morgunblaðinu finnst mér rétt að reyna að segja söguna í heild sinni. Eins og fram kemur í umræddri yfirlýsingu var undirrituðum vikið úr starfi sem framkvæmdastjóra GR í Danmörku vegna bréfs sem ég skrifaði lögmanni mínum til þess að kanna lagalega stöðu mína, ef til þess kæmi að ég segði upp starfinu og stofnaði mitt eigið fyr- irtæki á Íslandi. Af einhverjum ástæðum komst umrætt bréf í hendur forsvarsmanna GR og var mér þá umsvifalaust vísað úr starfi. Á þessum tíma bjó ég í Danmörku ásamt barnshafandi konu minni og dóttur. Við ákváðum að flytja heim til Íslands þar sem ég stofnaði fyr- irtækið Iceland Refund og hóf sam- keppni við GR á Íslandi. Það gerist á hverjum degi að fólk hættir í vinnu og ræður sig til sam- keppnisaðila eða stofnar eigið fyr- irtæki. Nýlega sáum við t.d. marga starfsmenn Búnaðarbankans flytja sig yfir til Landsbankans. Þetta getur verið erfitt fyrir fyrirtæki sem missir góða starfsmenn. Breytingar eru samt æskilegar fyr- ir þjóðfélagið í heild því þær stuðla að framþróun og efla samkeppni. Í mínu tilviki leiddi stofnun Iceland Refund til þess að samkeppni skap- aðist á markaði þar sem GR hafði verið einrátt. Rekstur beggja fyrirtækjanna gengur út á það að endurgreiða virðisaukaskatt til erlendra ferða- manna. Árlega versla erlendir ferðamenn hér á landi fyrir rúm- lega milljarð króna. Þóknun fyr- irtækjanna er bundin í reglugerð fjármálaráðuneytisins, en hún er að meðaltali u.þ.b. 5%. Árlegar tekjur af starfseminni eru því rúmlega 50 milljónir. Að teknu tilliti til rekstr- arkostnaðar er því ekki um mikla gróðalind að ræða – nema fyrirtæki sé eitt á markaði. Það er staðreynd að GR hefur lagt ofurkapp á það frá upphafi að bæla niður samkeppni með öllum tiltækum ráðum. Í gögnum sam- keppnisráðs kemur m.a. fram tölvupóstur frá þá settum fram- kvæmdastjóra GR á Íslandi, And- ers Henriksson, sem einnig er í stjórn GR samsteypunnar. Í tölvu- pósti til forstjóra GR samsteyp- unnar segir hann: „Vi bör noggrant titta igenom våra kontrakt med de viktigaste butikerne, och specielt da: … – se til at Jonas ar „rökt“ som egen VAT operatör og som egen företagere på Island (Við skulum fara vel yfir samninga helstu verslananna og sjá til þess að sverta mannorð Jónasar og fyr- irtækis hans á Íslandi). Umræddur tölvupóstur var skrifaður 22. júlí 2001 eða 6 dögum áður en mér var vikið frá störfum og áður en nokkr- ar áætlanir um stofnun Iceland Refund lágu fyrir. Í ákvörðun sam- keppnisráðs nr. 8 frá 2003 er GR talið hafa brotið gegn 20. gr. sam- keppnislaga með þessari háttsemi. Þá var erindi félagsins til Lands- banka Íslands og fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra stórkaupmanna einnig talið fela í sér brot gegn sömu grein sam- keppnislaganna. Í afriti af ítarleg- um og merkilegum tölvupósti frá 19. ágúst 2001 frá Anders Henriks- son til Stefáns Guðjónssonar, þá- verandi formanns FÍS, sem áður hafði verið sent Landsbankanum, kemur m.a. fram krafa GR til Landsbankans um að bankinn taki Iceland Refund ekki í viðskipti. Kæmi til viðskiptanna krafðist GR þess að bankinn innheimti margfalt hærri þóknun af Iceland Refund en GR var krafið um í sams konar við- skiptum. Slík afskipti eru einnig ólögleg skv. 20 gr. samkeppnislaga. Ein merkilegasta atlagan að fyr- irtæki mínu var gerð í lok árs 2001 þegar Anders Henriksson stóð fyr- ir því að fá Svía og Pólverja í að- gerð sem GR nefndi „MAWA PROJECT“. Svíunum og Pólverj- unum var gert að versla í aðilda- verslunum Iceland Refund, fylla vísvitandi ranglega út „tax-free“ ávísanir sínar og kvarta síðan við viðkomandi verslun um að Iceland Refund stæði ekki skil á endur- greiðslunni. Að þessari aðgerð er einnig vikið í ákvörðun samkeppn- isráðs nr. 8/2003 sem broti á 20. gr. samkeppnislaga. Þetta var bara byrjunin. Fjöldi málshöfðana fylgdi í kjölfarið á hendur Iceland Refund og okkur sem tengjumst félaginu: 1. Beiðni um lögbann á hendur Sigurði Veigar, Bjarnasyni sameig- anda mínum að Iceland Refund. Sigurður var áður starfsmaður GR á Íslandi en hætti og fór í flugnám til Englands. Enginn grundvöllur var fyrir umræddu lögbanni og var málið látið niður falla. 2. Beiðni um lögbann gegn mér í Danmörku. Ég var ekki að vinna að uppsetningu fyrirtækis í Dan- mörku né hafði neina fyrirætlan um slíkt. Beiðninni var hafnað. 3. Beiðni um lögbann gegn mér hér á Íslandi. Kröfunni var fyrst hafnað hjá sýslumanninum í Hafn- arfirði. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfunni einnig og sama niðurstaða fékkst eftir áfrýjun til Hæstaréttar Íslands. 4. Beiðni um lögbann gegn vöru- merki fyrirtækisins. Iceland Re- fund var gert að breyta vörumerki sínu af sýslumanninum í Hafnar- firði. Eftir að skriflegar athuga- semdir voru kynntar héraðsdómi var ekkert frekar aðhafst í málinu. Þess má geta að venjulega er það þannig þegar eitt fyrirtæki telur annað fyrirtæki nota í heimildar- leysi vörumerki, slagorð eða annað að það gerir athugasemdir og ósk- ar eftir því að heimildarlausri notk- un verði hætt. Nái aðilar ekki sam- komulagi er fyrst leitað til dómstóla eins og t.d. í máli Símans og Og Vodafone um notkun á orð- inu „frelsi“. Tilgangur GR hefur hins vegar aldrei verið einungis sá að leita réttar síns. Markmiðið er ekki síður að lögsækja eins mikið og mögulegt er til þess að drekkja keppinautnum í málskostnaði. Þessu til staðfestingar má vísa til tölvupósts frá fyrrgreindum And- ers Henriksson til lögmanns GR, Bo Ahlen, frá 2. sept. 2001 þar sem fram kemur: „Det sedvanliga „varningsbrevet“ behövde inte skickas utan man kunde göra rätt- sliga åtgärder direkt.“ (Það þarf ekki að senda hið venjulega „við- vörunarbréf“ heldur getum við strax lögsótt). Þá segir ennfremur í umræddu bréfi „Min egen syn är att vi skal göra så mycket av detta som möjligt“ (Ég tel að við eigum að höfða eins mörg mál og við get- um). 5. Einkamál GR í Danmörku gegn mér fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Í málinu var mér borið á brýn að hafa misnotað risnu- reikninga fyrirtækisins. Málinu var vísað frá dómi og mér dæmdur málskostnaður. Þrátt fyrir þennan dóm hefur sölumaður GR hér á landi, Helgi Hrannar, gengið milli verslana og borið út sögur um að ég hafi misnotað sjóði GR og verið fundinn sekur. Mér sé ekki treyst- andi í viðskiptum. Ég hef undir höndum undirritaðar yfirlýsingar frá verslunareigendum þar sem fram kemur að starfsmaður GR hafi borið mig slíkum sökum að þeim viðstöddum. 6. Kæra til Samkeppnisstofnunar um ólögmæta viðskiptahætti. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti hinn 15. maí sl. ákvörðun samkeppnisráðs nr. 9 frá 2003 að flestu leyti nema hvað áfrýjunar- nefndin féllst ekki á þá niðurstöðu samkeppnisráðs að endurgreiðslu- ávísanir Iceland Refund væru of líkar ávísunum GR og að kynning á félaginu hafi með einhverjum hætti þótt ruglingsleg. Þetta voru meg- inatriði úrskurðarins og var þeim snúið við Iceland Refund í hag. Sem fyrr segir eru tekjur í þess- ari grein á Íslandi ekki ýkja mikl- ar. Aðgerðir GR á markaðnum leiddu til þess að tap fyrirtækisins á Íslandi þrjá síðustu mánuði árs- ins 2001 varð 17 milljónir og 24,5 milljónir fyrstu níu mánuði ársins 2002. Þetta verður ráðið af þeim upplýsingum sem Samkeppnis- stofnun hefur aflað vegna kæru- mála félaganna. Varlega áætlað er tap GR eftir að Iceland Refund var stofnað orðið vel yfir 50 milljónir króna eða meira en samanlagður rekstrarkostnaður Iceland Refund. Það er ljóst að samkeppnin hefur reynst verslunareigendum vel. Í dag njóta verslanir hlutdeildar í þóknun, markaðsaðstoðar og tæknilausna sem var óþekkt meðan einokun ríkti hér á landi. Það er álit lögmanns Iceland Refund, Gests Jónssonar hrl., að aðför GR gegn Iceland Refund hafi þann augljósa tilgang að valda fyr- irtækinu svo miklum kostnaði að við það verði ekki ráðið. Sem betur fer hafa íslenskir dómstólar verið þar á verði og hafa í tvígang dæmt GR til þess að greiða okkur máls- kostnað. Engu að síður er þessi leikur ójafn. Annars vegar lítið og nýstofnað félag en hins vegar fjöl- þjóðleg keðja sem munar ekki um að eyða nokkrum tugum milljóna í að drepa af sér óæskilega sam- keppni. Ýmsum öðrum brögðum hefur verið beitt í samkeppninni. Má þar nefna peningagreiðslur til eigenda verslana sem höfðu ákveðið að beina viðskiptum sínum til Iceland Refund gegn því að sú ákvörðun yrði tekin til baka. Framkvæmda- stjóri einnar stærstu ferðamanna- verslunar landsins hefur borið að honum hafi verið boðnar peninga- greiðslur, á fjórðu milljón króna, fyrir það eitt að taka á ný upp við- skipti við GR. Í vitnisburði Anders Henriksson til Samkeppnisstofnun- ar segir að slíkar þóknanir hafi verið greiddar í að minnsta kosti fimm tilvikum. Anders mótmælir því að hafa boðið þá fjárhæð sem fram kom í vitnisburði fram- kvæmdastjóra ferðamannaverslun- arinnar, en segir engu að síður í sínum eigin vitnisburði til Sam- keppnisstofnunar að hafa boðið „a full sack of money“ (fullan poka af peningum) svo hans eigin orð séu notuð. GR hefur frá því ég var rekinn haustið 2001 ráðið til sín fjóra for- stjóra. Anders Henriksson var settur forstjóri til að byrja með. Garðar Siggeirsson tók við af hon- um. Jónas R. Jónsson var ráðinn í byrjun þessa árs en stoppaði ein- ungis í tvo mánuði. Hallgrímur T. Ragnarsson tók við af honum. Hann kom á minn fund f.h. GR í lok árs 2002 og bauð 30 milljónir í Iceland Refund. Ætlunin var að sameina fyrirtækin og ná aftur ein- okun á íslenskum markaði. Því var að sjálfsögðu hafnað. Sannanir um greiðslu GR á aft- urvirkum þóknunum og upplýsing- ar um undirverðalagningu urðu kveikjan að kvörtun Iceland Re- fund til Samkeppnisstofnunar. Brot af þessu tagi geta leitt til hárra sekta ef þeim er beitt af markaðs- ráðandi aðila. Það er því engin furða að GR hafi séð ástæðu til þess að fagna úrskurði áfrýjunar- nefndarinnar um að félagið hefði ekki markaðsráðandi stöðu á Ís- land. Sú gleði leiddi til þess að send var út fréttatilkynningin sem vikið var að í upphafi greinarinnar. Í þessu sambandi er þó rétt að hafa í huga að heildarvelta GR samsteyp- unnar skiptir milljörðum króna á hverju ári. Félagið hefur yfir 80% markaðshlutdeild í meira en 30 löndum víðs vegar um heim. Und- irverðlagning og tímabundið rekstrartap á minnsta markaði samsteypunnar er ekki líklegt til þess að valda stjórnendum GR andvökunóttum. Ég var ekki fyrsti maðurinn sem hóf samkeppni við GR. Fyrrver- andi forstjórar GR á Ítalíu og í Frakklandi hafa gert slíkt hið sama svo dæmi séu tekin. Þessir menn halda áfram að starfa á því sviði sem þeir þekkja best þótt þeir láti af störfum hjá GR. Sama hefur nú gerst á Spáni og í Englandi. Þar hafa fyrrverandi starfsmenn GR sagt upp störfum og stofnað sín eigin fyrirtæki í samstarfi við Ice- land Refund. Lögsóknir og kærur dynja nú á þessu fólki með svip- uðum hætti og á okkur hér á landi. Þessar ofsóknir hafa tekið á sig mynd sem okkur finnst í senn kjánaleg og ógnvekjandi. GR réði njósnara til þess að fylgja mér og félaga mínum Sigurði Veigari hvert fótmál þegar við ferðuðumst um Spán og áttum þar fundi með sam- starfsmönnum okkar. Teknar voru myndir af okkur úr leyni hvar sem við komum. Þá var setið um heimili fyrrverandi starfsmanna GR í þessum löndum, myndir teknar, farið í gegnum heimilissorp þeirra og allur tölvupóstur afritaður. Allt var þetta gert til þess að afla gagna fyrir málshöfðanir GR. Það er svo- lítið óhugnanleg tilfinning að fá í hendurnar möppur með fjölmörg- um myndum sem hafa verið teknar af manni á ferðalögum erlendis án þess að maður vissi. Það er líka skrítið að lesa skýrslur einka- spæjara um hvenær menn hafi vaknað, hvenær þeir hafi farið úr húsi, hverja þeir hafi hitt, hvar þeir hafi matast o.s.frv. Óneitanlega upplifa fjölskyldur okkar þetta sem hreina ógnun. Við höfum nú fengið í hendur afrit af öllum þessum myndatökum og skýrslum njósn- aranna þar sem GR var gert skylt að leggja þessi gögn fram vegna málssóknar þeirra erlendis. Það er von okkar og trú að fyrr en síðar muni samkeppnisyfirvöld Evrópu- sambandsins grípa inn í þessa her- ferð Global Refund gegn eðlilegri samkeppni. Jónas Hagan Guðmundsson, forstjóri Iceland Refund.“ Yfirlýsing frá Iceland Refund Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm þann 28. maí. Þú kaupir 2 sæti en greiðir bara fyrir 1 og tryggir þér ferðina til þessa vinsæla staðar á ótrúlegu verði. Að auki getur þú valið um úrvalsgististaði á frábærum kjörum. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu 18 sætin 2 fyrir 1 til Benidorm 28. maí frá kr. 19.950 Verð kr. 19.950 M.v. 2 fyrir 1. Fargjald kr. 39,900 / 2 = 19,950. Skattar kr. 3,650. Samtals kr. 23,600. Verð kr. 9.700 Verð á gistingu, El Faro per viku, m.v. 4 í íbúð. MAÐUR á fertugsaldri lenti í sjálf- heldu á fjallinu Stóra Meitli gegnt Skíðaskálanum í Hveradölum í gær. Maðurinn sat fastur á klettasyllu í fjallinu og gat sig lítið hreyft án þess að lenda í hættu á að falla fram af klettunum. Af þeim sökum treysti hann sér ekki að komast sjálfur nið- ur og hringdi í Neyðarlínuna og bað um aðstoð. Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út um hálf- þrjú og brugðust björgunarsveitar- menn þar skjótt við og komu mann- inum til aðstoðar. Var honum hjálpað niður af fjallinu og að sögn björgunarsveitarmanna sakaði manninn ekki við hrakför þessa. Bjargað úr sjálfheldu LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi sem varð á bifreiðaplani við Eiríksgötu 5, þriðjudaginn 20. maí á milli kl. 13.15 og 14. Ekið var utan í rauða Volkswagen Polo-fólksbifreið sem lagt var þar í bifreiðastæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.